NT - 11.05.1985, Page 10
Veronika Narfadóttir
Fáskrúðarbakka
F. 1. jan. 1899
D. 30. apr. 1985
■ í dagerkvödd hinstu kveöju
elskuleg móðursystir okkar
Veronika Narfadóttir, lengst af
húsmóðir á Fáskrúðarbakka í
Miklaholtshreppi, en hún
andaðist á sjúkrahúsinu á
Akranesi 30. apríl s.l.
Veronika var fædd að Hall-
kelsstöðum í Hvítársíðu 1. jan.
1899 og voru foreldrar hennar
þau Þuríður Jónsdóttir fædd að
Höll í Þverárhlíð og Narfi Jóns-
son frá Efranesi í Stafholtstung-
um. Var hún því Borgfiröingur
í báðar ættir og í föðurætt af
Deildartunguætt.
Narfi og Þuríður eignuðust
tvær dætur og var sú eldri móðir
okkar Halldóra fædd 26. júní
1897. D. 2. júlí 1982.
Veronika ólst upp með for-
eldrum sínum. Þau fara frá
Hallkelsstöðum, þegar hún er
um það bil 1 árs gömul, að
Elínarhöfða á Akranesi.
Þaðan flyst svo fjölskyldan að
Grísatungu í Stafholtstungna-
hreppi. Þar dvalst Veronika hjá
foreldrum sínum, þar til hún
giftist, á afmælisdegi sínum,
1920, Kristjáni Guðmundssyni
frá Kolviðarnesi í Eyjahreppi,
og hófu þau sinn búskap í
Grísatungu. Á slíkum býium
sem Grísatungu, afskekktu
fjallabýli, varö húskapur ekki
stór, enda undrast maður í dag,
að þar skuli hafa verið hægt að
rækta jörð og lifa af. í Grísa-
tungu fæðast Veroniku og Krist-
jáni tvö fyrstu börnin, Kristín
Halldóra og Guðmundur, en
alls varð þeim 10 barna auðiðog
eru þau:
Kristín liúsfrú í Reykjavík,
gift Jónasi Sig. Jónssyni, Guð-
mundur bóndi að Lýsuhóli,
kvæntur Margréti Hallsdóttur,
Narfi, bóndi að Hoftúnum,
kvæntur Jónfríði Sigurðardótt-
ur, Þuríður. húsfrú í Ólafsvík,
gift Jóhannesi Jóhannessyni,
Guðbjartur. áður bóndi að
Lækjarmóti kvæntur Jóhönnu
Þ. Emilsdóttur, Oddný, húsfrú
að Rauðanesi, í Borgarhreppi,
gift Guðjóni Viggóssyni, Gunn-
ar bóndi að Fáskrúðarbakka,
Sigurvin, bóndi að Fáskrúðar-
bakka, kona hans er Steinunn
Hrólfsdóttir, Jóhanna Sigríður,
lést liðlega 3ja ára gömul, yngst-
ur Jóhann Sigurður búsettur
í Reykjavík, kvæntur Sigríði
Hjálmarsdóttur.
Minningar okkar um frænku
eru umvaföar birtu og hlýju. því
alltaf var hún geislandi glöð og
góðvildin skein úr andliti
hennar, þannig kynntumst við
henni og þannig munum við
hana.
Bcst kynntumst við henni og
fjölskyldu hennar, er hún tók á
móti okkur og móður okkar
opnum örmum, er viö þurftum
á húsaskjóli að halda í júní
1941, en þá voru mörg hús í
Skerjafirði flutt vegna lagningar
Reykjavíkurflugvallar. Fólk
varð að yfirgefa hús sín og þar
á meðal okkar fjölskylda.
Okkur var boðið að vera hjá
þeim Veroniku og Kristjáni eins
lengi og við þurftum á að halda
eða þar til í nóvember s.á.
Innilegt samband var ávallt á
milli systranna, þótt fjarlægð
skildi þær að.
Þær skrifuðust alltaf á, þótt
það segi sig sjálft að húsmæður
með stóran barnahóp hafa ekki
haft mikinn tíma afíögu. Börn
Veroniku og Kristjáns dvöldu
gjarnan á heimili foreldra okkar
og þótti móður okkar eins og
það væru hennar eigin börn,
enda ekki svo fjarri, þar sem
hún ung að árum tók á móti
tveimur fyrstu börnum systur
sinnar, því oft var þá erfitt að ná
til Ijósmóður. Þessa minningu
rifjaði frænka okkar upp, er við
heimsóttum hana á sjúkrahúsið
á Akranesi, nokkrum dögum
áður en hún kvaddi þennan
heim, og bætti við „það féll
aldrei skuggi á vináttu okkar
systranna", enda kölluðu þær
hvor aðra aldrei með nafni,
heldur alltaf „systir“ og segir
það sína sögu.
En þær fengu ekki tækifæri til
að alast upp saman og því fylgdi
ávallt söknuður.
Móðir okkar var sett í fóstur
4 ára gömul að Fljótstungu í
Hvítársíðu og var þar fram yfir
fermingu.
Veronika hafði sérstaklega
létt skap og var alltaf stutt í
hláturinn, ef slcgið var á létta
strengi.
Oft var glatt á hjalla í Akur-
holti, sumarið 1941,eðaásumr-
inu okkar, eins og við systkinin
höfum oft nefnt þáð. Sumarið
var einstaklega gott hvað veður
snerti, enda kom það sér vel
með allan barnahópinn, en
þetta sumar voru 18 manns í
heimilinu, þar af 13 börn.
Á svo stóru heimili sem
þessu, var vinnudagurinn oft
langur, en aldrci munum við
eftir að það væri orðað. Vcrkin
voru bara unnin. Fara varð t.d.
langa leið með þvottinn. Var
farið með hann á hestvagni að
Smáragerði þar sem var heitt
vatn og þótti þaö mikill munur,
l'rá því að ná í allt vatn úr
brunni.
í Akurholti bjuggu þau Ver-
onika og Kristján í 20 ár eða til
ársins 1946 að fjölskyldan flyst
aö Fáskrúðarbakka í Mikla-
holtshreppi og búar þar mynd-
arbúi, þar til 1961 að Kristján
fellur frá 69 ára gamall.
Eftir það taka yngstu synirnir
við búinu ásamt móður sinni.
Fyrir mörgum árum fór að
gera vart við sig hjá Veroniku
mikið máttleysi í fótum. Var
hún skorin upp og var gerð á
lienni aðgerð á hnjánum, en allt
kom fyrir ekki og þurfti hún að
nota hækjur til fjölda ára, en
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmæl-
is- og eða minningargreinum í
blaðinu, er bent á, að þær þurfa að
berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að vera
vélritaðar.
hún lét það ekki aftra sér frá að
komast áfram.
Veronika las mikið og hafði
alltaf einhverja handavinnu til
að grípa í og stytti það henni
stundir, því að hún hélt allgóðri
sjón.
Annan júlí 1982 skyldi haldið
ættarmót, hittust afí<omendur
systranna og þeirra fjölskyldur.
Móðir okkar var þá orðin
heilsutæp, en þráði mikið að
hitta systur sína. Mótið var
haldið að Lýsuhóli í Staðarsveit.
Þarna voru mættir 85 manns.
Var þetta einstaklega vel
heppnaður dagur í alla staði
fyrir einstakan myndarskap fjöl-
skyldu Veroniku og nutu syst-
urnar samverunnar mjög þenn-
an dag. Eigum við systkinin
engin orð til að lýsa ánægju
okkar yfir framkvæmd þessa
ættarmóts.
Að leiðarlokum skulu frænku
hér færðar hjartans þakkir, frá
okkur systurbörnum hennar og
fjölskyldum okkar, fyrir allt það
sem hún var okkur, hennar
viðmót og hjartahlýju. Biðjum
við góðan guð að bíessa minn-
ingu hennar og vottum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
samúð okkar.
Guðrún, Jón, Þuríður, Leifur
og Narfi.
t
Þegar hlýr vorblær leikur um
vanga, eftir veðurblíðan vetur,
vorið á næsta leiti, umhverfið
allt öðruvísi en mörg undanfarin
vor, blómin sem kulnuðu út í
vægum vindum þess vetrar sem
nýlega hefur kvatt, erum við
áþreifanlega minnt á að líf okk-
ar er háð sömu lögmálum og
blómin sem uxu í varpanum í
fyrra, þau komu og þau fóru.
Sá, sem hagsæld okkar hefur í
hendi sinni, kallar okkur hvern
og einn til sín, þó misjafnlega
snemma, en enginn skal þó und-
an þessu kalli komast. Alda-
mótabarnið og öðlingskonan
Vcronika Narfadóttir, húsfrú á
Fáskrúðarbakka var kölluð burt
úr þessum heimi þann 30. apríl
síðast liðinn. Andlát hennar
kom okkur, sem þekktum hana
ekki á óvart, heilsan búin að
vera mjög tæp undanfarin ár.
Veit ég fyrir víst að Veronika
var þessari hvíld fegin. Hún var
þannig manncskja að hún sá
ætíð bjartar hliðar á tilvcrunni
og hafði mikla ánægju af að
ræða um lífið og hin daglegu
störf. Hún var sjálf búin að
vinna langan vinnudag og vissi
því vel hvað trúmennska í starfi
var mikils viröi fyrir þann sem
vildi lifa lífinu á sem farsælastan
hátt. Það er ekki alltaf sem starf
konunnar er metið sem skyldi í
umræðu, oft vill starf þeirra
gleymast og vera minna lialdið
á lofti en vera ber, störf konunn-
ar, sent eldinn fól að kveldi og
blés í glæðurnar að morgni, sem
hreytti ull í fat og mjólk í mat,
sem ætíð var fræðandi og upp-
örvandi og allan vanda leysti í
önn og erli dagsins. Þannig er
minningin um heilsteypta og
hjartahlýja konu, sem ætíð var
reiðubúin að rétta fram hjálpar-
hönd ef á þurfti að halda. Hei-
mili hennar var hennar arinn,
þar sem hún varði öllum sínum
kröftum. Eflaust hafa lífsþæg-
indi til heimilisstarfa verið frum-
stæð í þá daga og sömuleiðis
húsakynni, en með farsæld og
ráðdeild varð öllu breytt til
betri hátta, jafnframt og nýjar
kröfur um lífsþægindi ruddu sér
til rúms.
Veronika var Borgfirðingur
að ætt, fædd var hún að Hall-
kelsstöðum í Hvítársíðu í Mýra-
sýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Þuríður Jónsdóttir og
Narfi Jónsson, þau bjuggu
lengst af sínum búskap í Grísa-
tungu í Mýrasýslu. Eina systur
átti Veronika. Hún hét Hall-
dóra, var hún búsett í Reykja-
vík og er látin fyrir nokkrum
árum. Ekki mun Veronika hafa
lilotið neina skólamenntun um-
fram það sem andi þess tíma
bauð upp á. En lífið var henni
sá skóli, sem dugði og lífið gaf
henni þá reynslu, að hún mátti
ánægð vera þegar ævikvöldinu
lýkur. Veronika var ein þeirra
kvenna, sem leit mannlífið með
ástúðlegu þeli, móðurlegri við-
kvæmni og samúð, sem gerir
engan greinarmun á stóru eða
smáu. Hún var heilshugar trú-
kona, sem sótti sálu sinni ljós og
yl í lindir trúarinnar, Guðs orð
og bænina. Kom það sér vel
fyrir hana er veikindi ásóttu
hana, að hún var sterk í stríði
með styrka trú. Hún lifði það að
sjá börn sín vaxa og vera nýtir
þjóðfélagsþegnar, barnabörn
og barnabarnabörn hennar er
stór hópur sem veitti henni
sanna lífsfyllingu.
Hinn 1. janúar 1921 giftist
Veronika Kristjáni Guðmunds-
syni frá Kolviðarnesi í Eyja-
hreppi, fór brúðkaup þeirra
fram í kirkjunni í Stafholti,
Mýrasýslu. Kristján var mikill
búsýslumaður og traustur ein-
staklingur í bestu merkingu þess
orðs. Hann dó 1. feb. 1961.
Þeim hjónunum varð 10 barna
auðið, þau eru:
Kristín Halldóra, húsfrú í
Reykjavík, Guðmundur, bóndi
Lýsuhóli, Staðarsveit, Narfi Sig-
urður, bóndi Hoftúnum, Stað-
arsveit, Þuríður, húsfrú í Ólafs-
vík, Guðbjartur, bóndi Lækjar-
mótum, Miklaholtshreppi, en
hann er búinn að dvelja mörg ár
á sjúkrahúsi illa farinn á heilsu,
Sigurvin, bóndi á Fáskrúðar-
bakka, Gunnar bóndi á Fá-
skrúðarbakka, Jóhanna Sigríð-
ur. dó á fjórða ári og Jóhann
Sigurður, verkamaður í Reykja-
vík. Öll eru börn þeirra hjóna
traust og dugandi fólk. Fyrstu
búskaparár sín bjuggu þau í
Grístatungu í Mýrasýslu, síðan
fluttu þau að Akurholti í Eyja-
hrepp, og árið 1945 kaupa þau
svo jörðina Fáskrúðarbakka og
búa þar uns synir þeirra tóku
við búsforráðum þar. Jörðin
Fáskrúðarbakki er góðbýli, þar
áttu þau sæludaga og nutu þess
að bæta og prýða jörð sína.
Ég hef tínt hér saman fátæk-
leg orð, sem á hugann leita við
brottför Veroniku á Fáskúðar-
bakka, lífsbók hennar er lögð
aftur, engin blaðsíða er þar
auð, drengskapur, hjartahlýja
og góðvild standa þar. Ég efa
ekki að fjölmenni verður við
útför hennar frændgarður
hennar er stór og vinsemd henn-
ar og viðmót var þess eðlis
að þeir sem kynntust henni
fundu traust hennar og góðvild.
Öllum vildi hún svo vel. Ég
minnist þess er ég kom hér í
sveit, alkominn til dvalar fyrir
36 árum, að ég kom fljótlega að
Fáskrúðarbakka. Ég man hlýja
handtakið hennar og orðin sem
því fylgdi. Það var gott innsigli
á það góða nágrenni, sem ætíð
hefur verið milli bæja hér,
þakka ég nú fyrir það af heilum
hug. Ég og kona mín vottum
aðstandendum hennar samúð-
ar. Guð blessi minningu góðrar
konu.
Laugardagur 11. maí 1985 10
Hinn almenni bænadagur
■ Guðsþjónustur í Reykja-
víkurprófastdæmi sunnudag-
inn I2. maí 1985.
Árbæjarprestakall
■ Bænaguðsþjónusta í
Safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar kl. 11.00 árd. Organ-
leikari Jón Mýrdal. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
Ásprestakall
■ Sameiginleg guðsþjón-
usta Ás- og Laugarnessókna
í Laugarneskirkju kl. 2.00.
Báðir kirkjukórarnir syngja.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
þjónar fyrir altari. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson pré-
dikar. Sóknarnefndin.
Breiðholtsprestakall
■ Messa í Breiðholtsskóla
kl. 14.00. Sr. Lárus Halldórs-
son.
Bústaðakirkja
■ Messa kl. 2.00. Prestur
sr. Jón Bjarman. Organleik-
ari Guðni Þ. Guðmundsson.
Á uppstigningardag verður
messa kl. 2.00. Handavinnu-
sýning eftir vetrarstarf ald-
raðra verður eftir messuna
svo og kaffiveitingar.
Sóknarnefndin.
Digranesprestakall
■ Guðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 2.00. Minnst
30 ára afmælis kaupstaðar-
ins. Sr. Árni Pálsson prédik-
ar, sr. Þorbergur Kritjánsson
þjónar fyrir altari. Bæjarfull-
trúar lesa ritningarorð.
Sóknarnefndin.
Dómkirkjan
■ Bænadagsguðsþjónusta
kl. 11.00. Sr. Þórir Stephens-
en prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Hjalta
Guðmundssyni. Sr. Þórir
Stephensen. Barnaguðs-
þjónusta kl. 2.00. Kirkju-
skólanum slitið. Börn úr
skólanum aðstoða. Sr. Agn-
es M. Sigurðardóttir.
Ellihcimilið Grund
■ Guðsþjónusta kl. 10.00.
Sr. Lárus Halldórsson.
Fella- og Hólakirkja
■ Guðsþjónusta kl. 11.00.
(Ath. breyttan tíma). Sr.
Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík
■ Guðsþjónusta kl. 14.00.
Fríkirkjukórinn syngur undir
stjórn organleikarans Pavel
Smid. Eftir messu er kaffi
fyrir aldraða í Oddfellowhús-
inu í boði Kvenfélags Frí-
kirkjunnar. Föstudaginn 17.
maí er biblíulestur í kirkj-
unni kl. 20.30. Allir vel-
komnir. Bænastund í kirkj-
unni þriðjud., miðvikud.,
fimmtud. ogföstud. kl. 18.00
og stendur í stundarfiórð-
ung. Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja
■ Messa kl. 11.00 (Ath.
breyttan messutíma). Kaffi-
sala Kvenfélagsins kl. 3.00.
Biblíulestur þriöjudag 14.
maí kl. 20.30.
Á Uppstigningardag verð-
ur kvöldvaka með helgistund
fyrir aldraða kl. 20.00. Sr.
Halldór Gröndal.
Hallgrímskirkja
■ Laugardag: Félagsvist í
safnaðarsal kl. 15.00.
Sunnudag: Messa kl.
11.00. Sr. Karl Sigurbjörns-
son.
Kirkja heyrnarlausra
■ Guðsþjónusta kl. 2.00 í
Hallgrímskirkju. Sr. Miyako
Þórðarson. Þriðjudag, fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30,
beðið fyrir sjúkum. Á upp-
stigningardag verður messa
kl. 11.00.
Landsspítalinn
■ Guðsþjónusta kl. 10.00.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Hátcigskirkja
■ Messakl. 11.00. Sr.Arn-
grímur Jónsson.
Kársnesprcstakall
■ Guðsþjónusta kl. 2.00 í
Kópavogskirkju. Minnst 30
ára afmælis kaupstaðarins.
Sr. Þorbergur Krisjánsson
þjónar fyrir altari, sr. Árni
Pálsson prédikar. Bæjarfull-
trúar lesa ritningaroðr.
Sóknarnefndin.
Langholtskirkja
Kirkjureið
■ Á hinum almenna bæna-
degi munu hestamenn koma
á gæðingum sínum til guðs-
þjónustunnar í Langholts-
kirkju kl. 11.00. Listamenn
úr röðum þeirra, Ingibjörg
Lárusdóttir, Lárus Sveins-
son, Gunnar Eyjólfsson,
Klemens Jónsson, Jón Sigur-
björnsson, Garðar Cortes
munu aðstoða kór, organista
og prest safsnaðarins við
helgihaldið. Aðhald er fyrir
hestana og þeirra gætt.
Safnaðarstjórn.
Laugarneskirkja
■ Laugardag: Guðsþjón-
usta Hátúni 10B, 9. hæð kl.
11.00.
Sunnudag: Sameiginleg
guðsþjónusta Ás- og Laug-
arnessókna í Laugarnes-
kirkju kl. 14.00. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson pré-
dikar. Báðir sóknarprestarn-
ir þjóna fyrir altari, báðir
kórar safnaðanna syngja
undir stjórn organistans Sig-
ríðar Jónsdótturog Kristjáns
Sigtryggssonar. Þriðjudag
14. maí bænaguðsþjónusta
kl. 18.00 og orgeltónleikar
kl. 20.30 á vegum Tónskóla
þjóðkirkjunnar. Friðrik
Stefánsson, Gunnar Gunn-
arsson ogSigríður J ónsdóttir
leika á orgel kirkjunnar.
Snknarprestur.
Neskirkja
■ Messa kl. 14.00. Sr.
Frank M. Halldórsson. Mið-
vikudag, fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Opið hús fyrir aldr-
aða þriðjudag kl. 12-17 og
verður þennan mánuð á
þriðjudögum.
Seljasókn
■ Guðsþjónusta kl. 11.00 í
Ölduselsskóla. Fundur í
æskulýðsfélaginu Sela þriðju-
dagskvöld 14. maí kl. 20.00 í
Tindaseli 3. Fyrirbænasam-
vera Tindaseli 3, að kvöldi
uppstingingardags kl. 20.30.
Sóknarprestur.
Seltjarnarnessókn
■ Guðsþjónusta kl. 11.00.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
■ Laugardag 11. maí.'Vor-
ferð barnastarfsins. Farið frá
kirkjunni kl. 13.30. Sunnu-
dag, guðsþjónsuta kl. 11.00.
Ath. breyttan messutíma.
Guðrún Tómasdóttir syngur
einsögng. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
Eyrarbakkakirkja
■ Fermingarmessa í Eyrar-
bakkakirkju kl. 13.30. Sr.
Úlfar Guðmundsson.
Keflavíkurkirkja
■ Kirkjudagur Keflavík-
ursafnaðar er á sunnudag.
Guðsþjónusta kl. 14.00.
Systra- og bræðrafélagið
annast kaffisölu í Kirkju-
lundi að lokinni messu. Rætt
verður um ísraelsferðina, en
nú fer hver að verða síðastur
að tilkynna þátttöku.
Sóknarprcstur.
Dagbók
■ Kvenfélag Bústaðasókn-
ar heldur fund mánudaginn
13. maí kl. 20.30. Kvenfélag
Hallgrímskirkju kemur í
heimsókn. Félagskonur fjöl-
mennið á síðasta fund
vorsins.
Páll Pálsson, Borg