NT

Ulloq

NT - 11.05.1985, Qupperneq 14

NT - 11.05.1985, Qupperneq 14
Laugardagur 11. maí 1985 14 sjónvarp Mærin og sígauninn ■ Álaugardagskvöldið verö- ur á dagskrá sjónvarps breska bíómyndin IMærin og sígaun- inn (The Virgin and the Gipsy) en hún er gerö eftir sögu D.H. Lawrence. Tvær prestsdætur snúa heim til föðurhúsa eftir námsdvöl í Frakklandi. Önnur þeirra Yvette, unir illa höftum og siðavendni á heimaslóðum. Hún velur sér vini sem ekki eru föður hennar að skapi og lætur engar fortölur hefta sig. Þýðandi er Ragna Ragnars. Sjónvarp sunnudag kl. 22.20: Empire Brass Quintet ■ Empire Brass Ouintet lcik- ur í sjónvarpssal á sunnudags- kvöldiö kl. 22.20. Þessi frægi málmblásara-kvint- ett var stofnaður fyrir tilstilli Leonard Bernstein í Tangle- wood 1971. Síöan hafa þeir unnið sér alþjóölega frægö sem einn besti málmblásarakvintett í heimi. Áriö I976 varð kvint- cttinn fyrsti málmblásarahóp- urinn til þess aö vinna hin cftirsóttu Naumberg kamm- ermúsíkverðlaun og 1980 unnu þeir Harward Music Associat- ion verðlaunin. Efnisskrá þeirra nær yfir alla tónlist frá renaissancc og bar- okk til nútímaverka, sem rnörg hver hafa Veriö sérstaklcga samin íyrir þá og þeir Itafa gefið út fjöldann allan af hljómplötum. Um kvintettinn hefur verið sagt „Leik Entpire Brass Qu- intet vcröur ekki til neins jafn- að hvaö varðar fegurð, skír- leika, nákvæmni, jafnvægi og samspil. Leikur þcirra er hrein upplifun frá upphafi til cnda." Verkin sem þeir flytja í sjón- varpssal eru af ýmsum toga, frá Bach og Hándel til laga úr West Side Story og Dixieland- jazz. Stjórn upptöku annaðist Viðar Víkingsson. ■ Empire Brass Quintet: John David Ohanian, horn, Charles Arthur Lewis, trompct, Rolf Thorstein Smedvig, trompet, Scott Alvin Hartman, básúna og James Samuel Pilalian, túba. Hættum að reykja ■ Á mánudagskvöldið efnir sjónvarpið til námskeiðs fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Þættir þessir eru gerðir í sam- ráði viðTóbaksvarnarnefndog eru ætlaðir til uppörvunar og leiðbeiningar þeim sem vilja hætta þessari iðju. í fyrsta þætti drepa nokkrir reykingarmenn í síðustu sígar- ettunni og áhorfendum. sem vilja fara að dæmi þeirra, gefst kostur á að læra af reynslu þeirra fyrstu vikuna og hagnýta sér leiðbeiningar sérfróðra manna í þáttunum næstu kvöld. Ógnvekjandi staðreyndir um skaðsemi reykinga eru nú öllum kunnar og um áramót tóku gildi ný lög sem eiga að hamla gegn reykingum. Því ekki að skella sér með... Umsjónarmaður er Sigrún Stefánsdóttir en hún stjórnaði áður sjónvarpsþáttum með svipuðu sniði árið 1977. ■ Drepum í. Sjónvarp mánudag kl. 20.40: Útvarp sunnudag kl. 13.30: ■ Sigríður Ingvarsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir spjalla um stéttastjórnmálin. Glefsur úr íslenskri stjórn- málasögu - síðasti þáttur ■ Sigríður Ingvarsdóttir, stjórnmálafræðingur verður með þátt sinn „Glefsur úr ís- lenskri stjórnmálasögu" á sunnudaginn kl. 13.30. Þetta er fjórði og síðasti þáttur í þessari þáttaröð sern fjallar um stéttastjórnmálin. í þessum þætti verðurfjallað um Tryggva Þórhallsson, for- sætisráðherni, Alþingishátíð- ina 1930 og hinar harðvítugu deilur um þingrofið 1931. Tryggvi Þórhallsson var fæddur að Laufási í Reykjavík, sonur Þórhalls biskups Bjarna- sonar. Árið 1917 gerðist Tryggvi ritstjóri Tímans. Því starfi gengdi hann til þess að hann varð forsætisráðherra 1927 og gengdi því embætti til ársins 1932. Með skrifum sín- um íTímann varð Tryggvi til þess að vekja og auka trú manna á framtíð íslenskra sveita. Þingrofið 1931 Itafði í för með sér að niðurbæld gremja stjórnarandstæðinga braust fram. mótmælagöngur voru farnar og lögregluvörð varð að hafa við bústað forsætisráð- herra í Tjarnargötu. Hitinn í þingrofsmálinu kemur ef til vill best fram í því að sjálf- stæðismenn ræddu í alvöru þann kost að gera Reykjavík að fríríki til þess að losna við yfirgang framsóknarmanna. Árið 1932 var Tryggvi Þór- hallsson bankastjóri við Bún- aðarbankann og því starfi gengdi hann til dauðadags 1935. Lesari með Sigríði Ingvars- dóttur er Sigríður Eyþórsdótt- ir. Laugardagur 11. maí 11.20 Eitthvað tyrir alla 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hér og nú 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Islenskt mál 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njöröur P. Njarövík. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Á óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Þetta er þátturinn 20.00 Útvarpssaga barnanna; 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Siguröur Alfonsson 20.50 „Verðfall" Smásaga 21.30 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Skyggnst inn í hugarheim og sögu Kenya 23.15 „Zarzuela“ 24.00 Miðnæturtónleikar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 8.00 Morgunandakt Séra Ólafur Skúlason flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.35 Létt morgunlög Ýmsirflytjend- ur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Stefnúmót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Akureyrarkirkju 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Glefsur úr íslenskri stjórn- málasögu - Stéttastjórnmálin. 14.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands i Háskólabí ói 9. þ.m. 15.15 „Mín kristni hefur alltaf verið baratta" 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Meðánótunum. 18.00 Á vori Helgi Skúli Kjartansson spjallar viö hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir Tilkynningar. 19.35 Morgunn í maf 20.00 Um okkur 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Iþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannesson. 22.45 Eiginkonur fslenskra skálda. 23.00 Djassþáttur - Tómas Einars- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. INf Laugardagur 14.00-16.00 Léttur laugardagur. Stjórnandi Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála. Stjórnandi, Helgi Már Baröason. Hlé. 24.00-00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi Gunnar Salvarsson. 00.45-03.00 Næturvaktin Stjórnandi Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 13.00-15.00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi Asta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Dæmalaus veröld. Þáttur um dæmalausa viöburöi liðinnar viku. Stjórnendur Þórir Guömundsson og Eiríkur Jónsson. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2.20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 11. maí 1985 16.30 Enska knattspyrnan 17.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson 19.25 Teiknimyndasyrpa Betra er seint en aldrei, sovésk teiknimynd og Tvær sögur frá Kirjálalandi, finnskar teiknimyndir, þýöandi Kristin Mántylá, sögumaður Sig- rún Edda Björnsdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið). 19.50 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hótel Tindastóll Fjóröi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum um seinheppinn gestgjafa, starfslið hans og hótelgesti. Aðal- hlutverk: John Cleese. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 21.10 Mærin og sigauninn (The Virgin and the Gipsy) Bresk bíó- mynd frá 1970, gerð eftir sögu eftir D.H. Lawrence. Leikstjóri Christ- opher Miles. Aöalhlutverk: Joanna Shimkus, Franco Nero, Honor Blackman, Mark Burns, Fay Compton og Maurice Denham. Tvær prestsdætur snúa heim til fööurhúsa eftir námsdvöl i Frakk- landi. Onnur þeirra, Yvette, undir illa höftum og siðavendni á heima- slóðum. Hún velur sér vini, sem ekki eru fööur hennar aö skapi.og lætur engar fortölur hefta sig. Þýö- andi Ragna Ragnars. 22.45 Afgreitt mál (Kharij) Indversk biómynd frá 1983. Leikstjóri Mrinal Sen. Aðalhlutverk. Anjan Dutt og Mamata Shanker. Ung hjón í Kalk- útta taka í þjónustu sína dreng sem snöggt verður um. Rannsókn er hafin til að kanna hvaö valdið hafi dauða drengsins og hvort nokkur eigi sök á honum. Myndin lýsir indversku hversdagslifi og er jafnframt ádeila á þá barna- þrælkun sem viðgengst á Indlandi. Þýöandi Veturliði Guönason. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 12. apríl 1985- 18.00 Sunnudagsnugvekja Séra Pétur Maack flytur. 18.10 Leynilögreglumeistarinn Karl Biómkvist Endursýning. Leikrit í tveimur hlutum, gert eftir sögu. Astrid Lindgrens. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Björn Jónasson, Siguröur Grétarsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Borgar Garöarsson og fleiri. Frumsýnt í „Stundinni okkar" í desember 1968. Annar hluti veröur sýndur sunnudaginn 19. maí. 18.40 Með íkorna á öxlinni Bresk mynd um íkornann Sammy sem ólst upp meö kettlingum á heimili náttúrufræðings eins. 19.00 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaöur Guðmundur Ingi Kris- tjánsson. 20.55 Hvaðan komum við? Fyrsti hluti af þremur. Svipmyndir úr daglegu lífi á siðuslu öld eftir Árna Björnsson, þjóöháttarfræöing. Meö orðum og látbragöi er lýst lífi og störfum í gamla sveitasamfé- laginu, þannig aö hvert atriði leiöir af ööru og kallar á nýja skýringu. Flytjandi Borgar Garöarsson. Stjórn upptöku: Þrándur Thor- oddsen. 21.25 Til þjónustu reiðubúinn Fimmti þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur í þrettán þáttum. Leikstjóri Andrew Davies. Aöal- hlutverk: John Outtine og Belinda Lang. Efni síðasta þáttar: Beth elur tvíbura og David fær aukna ábyrgö og leggur hart aö sér. Nær viö liggur aö skólinn veröi eldi aö bráö. Til starfa tekur lagleg kennskukona, Júlia, sem kemur meira viö sögu siöar. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.20 Empire Brass Quintet Þessi alkunni málmblásara-kvintett leik- ur í sjónvarpssal. Vekin eru af ýmsum toga, frá Bach og Hándel til laga úr West Side Story og Dixílanddjass. Stjórn upptöku: Viö- ar Víkingsson. 22.55 Dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.