NT


NT - 31.05.1985, Side 20

NT - 31.05.1985, Side 20
 rflr Föstudagur 31. maí 1985 20 LlU Útlönd Samvinna milli Comecon og EBE? Moskva-Reuter. ■ Mikhail Gorbachev hefur lagt til að Efnahagsbandalag Evrópu og Efnahagsbandalag sósíalískra ríkja, Comecon, hefji samstarf á ýmsum sviðum en þó sérstaklega á sviði efna- hagsmála. Hingað til hefur sam- starf milli þessara bandalaga ekki tekist, m.a. vegna þess mismuns sem er á skipulagi þeirra. Tilboð Gorba chevs um sam- vinnu við EBE kom fram í ræðu sem hann hélt í veislu, sem haldin var til heiðurs Bettin Craxi forsætisráðherra Ítalíu í Moskvu nú í vikunni, en Craxi ■ Mikhail Gorbachev lætur kommúnismann ekki aftra sér í því að leita eftir auknu samstarfi við vestræn ríki sem „báðir aðilar hafi hag af“. er jafnframt formaður ráðherra- nefndar EBE. Gorbachev sagði m.a. að úr því að EBE teldi sig pólitíska einingu væri Comecon tilbúið til að ræða beint við EBE um samvinnu á sviði efnahagsmála. Nú væri tími til kominn fyrir þessi tvö bandalög að taka upp samvinnu sem væri hagkvæm fyrir báða aðila. Hann sagði að Comecon væri að undirbúa til- lögu að samstarfsáætlun sem fljótlega yrði lögð fram. Það er talið að tillaga Gorbac- hevs um samvinnu EBE og Comecon sé liður í þeirri stefnu hans að auka samskipti við Vesturlönd. New York: Skúffuþjófur í lögreglunni New York-Kcuter ■ í gjörvallri New York borg hefur glæpum fækkað fyrstu þrjá mánuði þessa árs nema á sjálfri lögreglustöðinni þar sem ósvíf- inn þjófur gengur laus. Þótt öryggisverðir umlyki lög- reglubygginguna á alla vegu hafa skrifborð lögreglumann- anna ekki fengið frið fyrir þjóf- inum sem 15 sinnum á umliðn- um 10 vikum hefur brotist í skúffurnar og haft þaðan á brott sitthvað verðmætt. Talsmenn lögreglunnar segja að þjófurinn hafi laumast inn í skrifstofur yfirstjórnar lögregl- unnar og hirt úr skrifborðunum allt það fé er þar fannst, tínt til alla smápeninga þ.á m. kaffi- peningana og þessi bíræfni þjóf- ur hafi heldur ekki getað séð sparigrís eins lögregluforingjans í friði. Talsmennirnir segja að rann- sóknir á þessu máli standi yfir innan lögreglunnar en neita að láta uppi hve stórum upphæðum hafi verið stolið. Að öðru leyti hefur glæpum, þ.á m. innbrotum, ránum og morðum fækkað um 5,8% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra en stöðug hjöðnun glæpa hefur átt sér stað frá árinu 1981 þegar glæpir gengu faraldri næst í borginni. I ] BLAÐBERA VANTAR Blaðburðarfólk óskast fyrir eftirtalin hverfi Skipholt, Bólstaðarhlíð, Hjálmholt Síðumúli 15. Sími 686300 Vestur-Berlín: Slegist um smjörgjafir Vestur-Berlín-Reuter. ■ Almenningur í Vestur- Berlín slæst bókstaflega um ókeypis smjörstykki sem ætl- að er að sníða toppinn af smjörfjallinu í ríkjum Efna- hagsbandalagsins. Fyrir hvert smjörstykki, sem fólk kaupir, getur það fengið 250 gramma ókeypis smjörstykki í viðbót. Alls verða 900 tonn af smjöri notuð til þessarar tilraunar sem hófst fyrir rúmum mán- uði. Upphaflega var gert ráð fyrir því að tilraunin skyldi standa í tíu vikur en smjör- gjafirnar eru svo vinsælar að kaupmenn telja að birgðirn- ar verði uppurnar löngu fyrr. Kaupmenn eru síður en svo ánægðir með þessar smjörgjafir. Þeir segja að sumt fólk hamstri nú svo mjög smjör að það rogist jafnvel með þrjátíu kíló af smjöri út úr búðunum. Margir hamstrarar gangi úr búð í búð og láti skömmun- um rigna yfir afgreiðslufólkið ef ókeypissmjörið er búiö í viðkomandi búð. Sumir skyrpi jafnvel á búðarfólkið. Geimkastalar ekki lengur loftkastalar París-Keuter ■ Varanleg geimstöð vest- rænna ríkja er ekki lengur loft- kastali örfárra draumóra- manna. Yfirmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA segja að lokið verði við að teikna slíka geimstöð á næsta ári og að framkvæmdir við hana muni hefjast árið 1987. Geim- stöðin yrði síðan væntanlega komin í notkun árið 1994. Geimferðastofnun Evrópu, sem ellefu Evrópuþjóðir eiga aðild að, samþykkti nú fyrir nokkrum dögum að taka þátt í undirbúningi að smíði vest- rænnar geimstöðvar sem Bandaríkjamenn hafa átt frum- kvæði að. Áður höfðu Kanada- menn og Japanir lýst því yfir að þeir vildu eiga aðild að geim- stöðvarbyggingunni. John D. Hodge, sem er einn af yfirmönnum NASA, ávarp- aði fund Geimferðarstofnunar Evrópu sem haldinn var í París, með aðstoð gervihnattar, en hann var sjálfur staddur í Bandaríkjunum. Hann sagði að geimstöð þessi yrði aldrei notuð í hernaðarskyni heldur ein- göngu til vísindarannsókna úti í geimnum. Hann sagði að varn- armálaráðuneyti Bandaríkj- anna gæti að vísu sótt um að fá að framkvæma rannsóknir í stöðinni en þá aðeins á sama hátt og allir aðrir viðskiptavinir. Hugmyndin er sú að hinir ýmsu aðilar reki eigin rannsókn- arstöðvar, sem tengist geim- stöðinni, auk þess sem ýmisleg sameiginleg aðstaða verður í stöðinni. Bæði Evrópumenn og Japanir hafa látið í ljósi áhuga á því að byggja eigin geimstöðvar síðar meir. En það verður ekki fyrr en eftir einn til tvo áratugi eða jafnvel seinna. Þangað til muni þeir hafa samstarf við Bandaríkjamenn um geim- stöðvarsmíði. Nú á mánudaginn munu full- trúar evrópsku geimferðastofn- unarinnar undirrita formlegt samkomulag um þátttöku í undirbúningsstarfi fyrir geim- stöðina næstu tvö árin. Áætlað- ur kostnaður Evrópumanna vegna þessa samstarfs er sagður vera 60-70 milljónir dollara. Upphaflega gerðu Banda- ríkjamenn ráð fyrir því að bandarískar geimferjur yrðu nær eingöngu notaðar við bygg- ingu stöðvarinnar. En þátttaka Evrópuþjóðanna verður líklega til þess að evrópskar Ariane- eldflaugar verði einnig notaðar. ■ Svona telja Kanadamenn að vestræna geimstöðin muni hugsanlega líta út þótt endanlegar teikningar liggi ekki ennþá fyrir. Kanadamenn hafa meira að segja merkt sér tilraunastofu í geimstöðinni. Grænfriðungar í sudrænan kulda London-Reuter ■ Fjórir menn í umhverf- isverndarsamtökum Græn- friðunga lögðu úr höfn í gær í langa siglingu til Suður- skautslandsins í þeim til- gangi að setja þar á stofn bækistöð sína. Pete Wilkinson, stjórnar- maður í samtökum Græn- friðunga, sagði í gær á blaðamannafundi að bæki- stöðin væri sett á fót í þeim tilgangi að vekja athygli á eyðingu náttúrulífs álfunn- ar. Hann sagði að dýra- og jurtalíf álfunnar ætti undir högg að sækja vegna lævísr- ar ágengni mannanna barna, en neitaði að gefa nánari upplýsingar um áform samtakanna svo fjöl- þjóðleg yfirvöld álfunnar gætu síður undirbúið mótaðgerðir. Grænfriðungar hafa undirbúið þessa aðgerð í 5 ár og fjórmenningarnir hafa samið yfirlýsingu þar sem mótmælt er „hervæðingu og nýlenduvæðingu álfunnar auk meinstra brota á suður- heimskautssamningnum“ sem 12 þjóðir undirrituðu árið 1959 til að tryggja sam- vinnu sína og varðveislu náttúrulífs í álfunni.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.