NT - 05.07.1985, Page 20

NT - 05.07.1985, Page 20
 ~NEWS IN BRIEF ■ Julv 4 - Kcutcr: 1MADRID - Spanish | Prime Minister Felipe Gonzalez appointed new ' Finance nd Foreign Min- I*. isters in a cabinet shakeup SiJ involving six portfolios Oc which radically altered the look of his 31-month-old ^ socialist government. £ in BEIRUT - Lebanon beg- an tightening security at Beirut Airport while launching a diplomatic drive against U.S. sancti- ons provoked by the hi- ! jack of an American airl- iner and the detention of hostages. LOS ANGELES - The Los Angeles Times said the Reagan administrat- ion would consider ki- dnapping Shi’ite moslem militants who hijacked a TVVA airliner if the Le- banese government did not extradite them for trial in the United State. UJ s ^ VIENNA - On the eve of I the OPEC conference, a ! majority of oil ministers , appeared determined not to cange their olTicial price | structure despite difTiculty ^ in selling at present rates. • STRASBOURG, France - West European parliam- entarians urged the 21 co- untries of the Strasbourg- based Council Of Europe to take urgent action to combat terrorism and air piracy. • i{j BOMBAY - Trading on gp the Bombay stock exc- Cq hange came to a halt when ^ hundreds of tax ofTicials stormed the offíces of y brokers in a raid to find untaxed money. ^ • LONDON - Registered unemployment in Britain dropped to 13.1 per cent of the workforce in June from 13.4 per cent in May. The undcrlying jobless trend also fell. • BONN - West German Chancellor Kohl said he would continue to tight for closer political integr- ation in the European Community even at the risk of a major split among member states. • NEW DELHI - Autopsy reports suggest an Air India jumbo jet which crashed off Ireland explo- ded before it plunged into the sea on June 23, the Indian CivilAviation Secr- etary said. • BAHRAIN - Iraq said its aircraft attacked a military camp at Sanandaj in West- ern Iran in the fírst air raid it has reported on Iranian targets since ending a bombing halt four days ago. LONDON - Martina Navratilova and Chris Evert Lloyd will mcet in the women’s singles fínals at the Wimbledon tcnnis championship on satur- day. Navratilova beat Zina Garrison (US) in the semifinals (6-4 7-6) and Lloyd beat Kathy Rinaldi (US) in the semifínals (6-2 6-0). NEWSINBRIEFJ Föstudagur 5. júlí 1985 20 Hefndarhugmyndir: Ræna Bandaríkja- menn ræningjum? Los Angeles-Reuter ■ Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir að banda- rísk stjórnvöld séu nú að kanna möguleika á því að ræna flug- ræningjunum tveim, sem rændu bandarískri flugvél 14. júní síð- astliðinn á leiðinni frá Aþenu til Rómar og héldu síðan 39 banda- rískum gíslum í 17 daga á Beir- útflugvelli. Bandarísk stjórnvöld munu fyrst reyna að fá líbönsku stjórnina til að framvísa flug- ræningjunum tveimur. Sleppi ræningjarnir við refsingu fyrir gerðir sínar í Líbanon kann svo að fara að Bandaríkjamenn sendi hóp sérþjálfaðra manna til að ræna flugræningjunum til þess að hægt verði að draga þá fyrir bandaríska dómstóla. Bandaríska stjórnin hefur einn- ig til athugunar að veita 500.000 dollara (21 milljón ísl.kr.) verð- laun fyrir upplýsingar sem leitt geti til handtöku þessara tveggja flugvélaræningja. Bandarískir embættismenn eru sagðir sammála um að eitthvað verði að gera til að kenna hryðjuverkamönnum að ekki borgi sig að ráðast á banda- ríska þegna. Auk hugmynda um að ræna flugvélaræningjun- um tveim hafa verið settar fram hugmyndir um skyndiárásir á þjálfunarbækistöðvar borgar- skæruliða í Líbýu eða í Baal- ebek í Líbanon þarsem Hizboll- ah öfgasinnar hafa bækistöðvar en það er talið að flugvélaræn- ingjarnir séu úr samtökum þeirra. Hryðjuverkamenn í Líbanon telja sig samt ekki þurfa að óttast alvarlegar hefndaraðgerð- ir á næstunni þar sem þar eru enn í haldi sjö Bandaríkjamenn sem islömsku Jihad-samtökin hafa rænt á undanförnum mán- uðum í Líbanon. Hryðjuverka- menn hóta bandarískum gíslum sínum „svörtum örlögum“ ef Bandaríkjamenn reyna að hefna fyrir flugvélaránið. ■ Flugvélaræningjarnir tveir sem rændu upphaflega bandarísku flugvélinni 14. júní síðastliðinn og héldu síðan 39 gíslum með aðstoð vina sinna. Þeir notuðuð grímur til að hylja andlit sín. Það var líklega hyggilegt af þeim þar sem Bandaríkjamenn hyggja nú á hefndir og íhuga meðal annars leiðir til að ræna þeim. Þessi mynd var tekin af flugvélaræningjunum þegar þeir tilkynntu að þeir myndu láta gísla sína lausa. Risaveldasam- vinna gegn kjarnorku- hryðjuverkum Genf-Reuter ■ Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa undirrit- að samning um sameigin- legar aðgerðir ef hryðju- verkamenn skyldu ein- hvern tímann hóta því að grípa til kjarnorkuvopna. Sam Nunn öldunga- deildarþingmaður, sem á sæti í vopnaeftirlitsnefnd öldungadeildarinnar, sagði nú í vikunni að fulltrú- ar Bandaríkjamanna og Sovétmanna hefðu undir- ritað samning þennan 14. júní síðastliðinn. Samn- ingnum hefði verið haldið leyndum að beiðni So- vétmanna. En öldunga- dcildarþingmaðurinn sagðist telja að George Bush varaforseti Banda- ríkjanna hefði aflétt leyndinni með því að segja um síðustu helgi að risa- veldin ynnu að því að ná samstöðu með sem flest- um um það hvernig bregð- ast skuli við hótunum hryðjuverkamanna sem segðust hafa kjarnavopn. Þingmaðurinn sagðist ekki hafa skilið þá afstöðu Sovétmanna að vilja halda samkomulaginu leyndu. r BLAÐBERA VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI: ACAKIA I ÁRBÆJARHVERFI LANGHOLTSVEG EINNIG VANTAR BLAÐBERA A BIÐLISTA í ÖLL HVERFI r ini'■■•,<*'*' i ■ 11 iii ig.ii ' , JJ ;v Síðumúli 15. Sími 686300 Filippseyjar: Skæruliðaárás á kjarnorkuver Maníla-Reuter ■ Skæruliðar, sem talið er að séu félagar í skæruliðaher kommúnista, gerðu nú fyrir nokkrum dögum árás á nær fullsmíðað kjarnorkuver á norðanverðum Filippseyjum. Skæruliðarnir notuðuðu dína- mít til að sprengja fjögur af tólf háspennumöstrum sem eru fyrir utan kjarnorkuverið en skemmdu ekki verið sjálft. Kjarnorkuverið er 620 mega- wött. Stefnt er að því að taka það í notkun á þessu ári. Mikil andstaða er við þetta kjarnorku- ver, sem ber nafnið Morong- verið. Það er byggt í hlíðum eldfjalls nálægt sprungu. And- stæðingar kjarnorkuversins segja mikla hættu stafa af ver- inu vegna staðsetningar þess. Fyrir hálfum mánuði tóku 20.000 manns þátt í mótmæla- göngu gegn Morong-verinu og verkfall lamaði átta borgir og bæi í nágrenninu. Áfengissjúkir Moskvubúar kaupa leynilega meðferð Moskva-Reuter ________________ ■ Sovéska dagblaðið Moskvu sannleikur (Moskovskaya Pravda) hefur skýrt frá því að áfengissjúkl- ingar í Moskvu þyrpist til meðferð- arstöðvar í borginni þar sem þeir geta keypt sér meðferð gegn áfengissýki án þess að greina frá nafni. Að sögn blaðsins greiða áfengis- sjúklingar hundrað rúblur (um 5000 ísl.kr.) meðferðarnámskeið sem m.a. felst í dálækningum. Þetta er dágóð upphæð þegar tekið er tillit til þess að meðallaun eru 180 rúblur (um 9000 ísl.kr.) á mánuði. Læknisþjónusta er yfirleitt ókeypis í Sovétríkjunum en þar sem meðferðarstöðin veitir þjón- ustu sína án þess að spyrjast fyrir um nafn og stöðu sjúklinganna verða þeir að greiða fyrir meðferð- ina. Dagblaðið segir að aðsókn sé svo mikil að meðferðarstöðinnii að læknar hafi vart undan og húsnæði sé löngu orðið of lítið fyrir starfsemina. Stjórnvöld í So- vétríkjunum leggja nú mikla áherslu á baráttu gegn áfengissýki sem er sagt eitt alvarlegasta vanda- málið í Sovétríkjunum. Fimmtán daga útgöngubann á Palau-eyjum Agana-Reuter ■ Stjórnvöld á eyríkinu Palau í Kyrrahafi hafa sett á fimmtán daga útgöngubann um kvöld og nætur til heið- urs Haruo Remeliik forseta sem var myrtur aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Að sögn embættismanna stafar útgöngubannið ekki af ótta við óeirðir í kjölfar forsetamorðsins. Ástæður morðsins eru enn óljósar og hafa lögreglumenn frá bandarísku alríkislögregl- unni verið fengnir til að rannsaka morðið.' íbúar á Palau-eyjum eru um 14.0000. Eyjarnar eru rétt fyrir norðan miðbaug um 500 mílum fyrir austan Filippseyjar. Palau er í ríkjasambandi við Banda- ríkin.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.