NT - 27.07.1985, Page 3
Borgarstjórn:
Aukafundur á
miðvikudaginn
- um kaup á Hafnarbúðum
■ Að ósk allra 9 borgarfull-
trúa niinnihlutaflokkanna í
borgarstjórn Reykjavíkur verð-
ur aukafundur í borgarstjórn
um Hafnarbúðamálið. Borgar-
ráð samþykkti í gær með þrem
atkvæðum gegn tveim að taka
tilboði fjármálaráðherrans um
kaup á Hafnarbúðum fyrir 55
milljónir króna, með 5 milljóna
króna útborgun og skuldabréfi
til 20 ára fyrir afganginum. Tveir
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa lýst sig andvíga
þessum viðskiptum, þeir Páll
Gíslason og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og ef báðir sitja fund-
inn á miðvikudaginn nægir það
til að fella samninginn.
í Hafnarbúðum eru 25 rúm
fyrir aldraða langlegusjúklinga
og dagdeild þar sem 14-15
manns fá hádegismat og tilsögn
við föndur og aðra létta vinnu.
Hugmyndin er að nýta Hafnar-
búðir í framtíðinni fyrir lang-
legusjúklinga Landakotsspít-
ala, en ríkið yfirtekur rekstur
Hafnarbúða samkvæmt samn-
ingum og verður hvorki starfs-
fólki þar sagt upp né sjúklingum
vísað burt.
Kristján Benediktsson og Sig-
urjón Pétursson greiddu at-
kvæði gegn samningum í borg-
arráði í gær og sagði Kristján í
samtali við NT að hann sæi ekki
Skýrsla Fiskifélagsins:
Framför hjá
bátaflotanum
t 2,4% meira í fyrsta
flokk nú en í fyrra
■ Hcldur þokar í áttina í
gæðamálum. Allur bátafiskur,
nema handfærafískur, kom bet-
ur út úr gæðamati fyrstu fímm
mánuði þessa árs en á sama
tímabili í fyrra. 2,4% meira fór
í fyrsta flokk.
Þetta má lesa úr skýrslu Fiski-
félagsins um gæðamál, sem út
kom í gær. Að vanda kemur
netafiskur verst út úr matinu,
með 68,3% í fyrsta flokk, sem
er 3% aukning. Af línufiski fór
96% í fyrsta flokk oghandfæra
fiski 96,1%. Munurinn var
nokkru meiri á handfæra- og
línufiski í fyrra. Dragnótin
kom best út úr matinu, með
næstum 98% í hæsta gæðaflokk.
Af trollfiski fór 93,4% í fyrsta
flokk, rúmlega 1% meira en í
fyrra.
Ef litið er á landsfjórðunga er
matið á Vestfjörðum og
Norðurlandi áberandi best -
flestar verstöðvarnar með vel
yfir 90% í fyrsta flokk. Þó eru
undantekningar eins og Bolung-
arvík, Patreksfjörður. Dalvík
og Skagaströnd með um eða
yfir 80% og enn neðar er til
dæmis Þórshöfn með um 74%.
Verstöðvar sunnan- og suð-
vestanlands, sem byggja mikið
á netafiski, koma margar illa út
úr matinu. Vestmannaeyingar
fá til dæmis rétt rúm 70% í
fyrsta flokk, Grindavík enn
minna, eða rúm 64%. Þarna á
milli eru Þorlákshöfn og Eyrar-
bakki. Stokkseyri hins vegar
sker sig nokkuð út úr með
87,1% fyrsta flokks;
Matið á Austfjörðum er mjög
misjafnt. Lakast var það á
Stöðvarfirði, 32,6% fyrsta
flokks, en um mjög lítið var að
ræða. Rétt rúmlega helmingur
af bátafiski á Reyðarfirði fór í
fyrsta flokk, á Hornarfirði um
65% og á Eskifirði rúm 57%.
í honum neina lausn fyrir hvort
heldur væri Landakotsspítala
eða borgina. í Hafnarbúðum
losnuðu aðeins 4-5 rúm á ári og
það leysti því ekki vanda Landa-
kotsspítala. Á hinn bóginn
hjálpaði samningurinn lítið upp
á fjárhag borgarinnar og yrði
því naumast til að flýta fyrir
byggingu B-álmunnar að ncinu
marki „Við í minnihlutanum
höfum fullan skilning á vanda
Landakotsspítala," sagði
Kristján, „en við teljum þessar
tilfærslur engu breyta. Hið eina
raunhæfa væri að ríki og borg
sameinuðust um að flýta bygg-
ingu B-álmunnar,“ sagði Kristj-
án og minnti að lokum á að allir
starfsmenn Hafnarbúða hefðu
lýst yfir þeim vilja sínum að
reksturinn yrði í óbreyttu formi
áfram og sama hefðu margir
sjúklinganna gert.
■ Þeir eru sakle\ sislegir,
þegar þeir eru smáir og
undir el'tirliti, en það er
óskemnitilegt að la lull-
vaxið kvikindi inn i bað-
herbergi.
• ...
irdagur 27. júlí 1985
Óbodinn gestur:
Minkur brá sér
á baðherbergið
■ Minkur var eitt það síðasta
sem maður á von á að sjá á
baðherberginu, þegar morgun-
snyrtingin fer fram. En maður
skyldi aldrei segja aldrei.
Auðunn Kolbeinsson 5 ára varð
fyrir ógleymanlegri lífsreynslu
þegar hann fór fram á bað i
gærmorgun til þess að nudda stír-
urnar úr augunum, á heimili sínu í
Hvítárholti í Hrunamannahreppi.
Móðir hans, Helga Auðuns, i
sagði í samtali við NT í gær aö hún
hefði vaknað við að drengurinn
öskraði upp „Mamma mamma
það er rotta á baðherberginu."
Það varð hlutverk heimilisföðurins
áð kanna málið. í Ijós kom að
minkur hafði leikið lausum hala í
baðherberginu hluta af nóttinni.
Mikill sandur og óþrifnaður var á
baðinu, og ætlaði Helga að dýrið
hefði komið inn um skolplciðslur.
Eftir ráðstefnu fjölskyldunnar
var ákveðið að reyna að ná dýrinu.
Heimilisfaðirinn bjó sig út. Fór í
»Lyktin
ógeðsleg,
sagði
húsfreyj
var
an
vaðstígvél, setti upp þykka leður-
hanska og vopnaðist plastfötu.
Eftir tvísýna viðureign hafði húseig-
andinn betur og kom minknum i
tunnuna, þrátt fyrir ákafleg mót-
mæli þess síðarncfnda.
Fyrirhugað var að aflífa dýrið,
og innheimta verðlaun fyrir
skottið. Þeir peningar gætu senni-
lega koniið upp í hreingerningar-
kostnað. á baðherberginu. Því
eins oghúsfreyjan lýsti aðkomunni
þá varð lyktin „ógeðsleg".
Aðeins þrír neta-
bátar með 100%
í fyrsta flokk
■ Aðeins þrír netabátar á
landinu öllu fengu hundrað
prósent afla síns metinn í
fyrsta flokk á vetrarvertíð-
inni, samkvæmt tölvuút-
skrift Fiskifélagsins. Þeir
voru Þorkell Árnason GK,
Gunnar Hámundarson GK
og Sæljómi GK, sem að vísu
fékk aðeins 17 tonn í netin.
Á útskriftinni eru um 350
bátar og þar af fcngu aðeins
tíu meira en 90 prósent í
fyrsta flokk og þá eru þrír
ofangreindir meðtaldir.
Þrjátíu netabátar voru með
milli 80 og 90% mctin fyrsta
ílokks, 75 bátar voru með
milli 70 og 80% og rúmlega
130 fengu milli 60 og 70% af
sínum afla í fyrsta flokk.
Afgangurinn var með
undir 60 próscnt af aflanum
í fyrsta flokki og þar af
aðeins fjórir, Sæljón SU.
Vöttur SU, Þorkatla GK og
Róbert SH, sem að vísu
fékk aðeins 18 tonn, voru
með undir 50% í fyrsta
flokk.
■ Jóhannes Nordal stjórnarformður Lands-
virkjunar, Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra og Halldór Jónatansson forstjóri Lands-
virkjunar kynna samninginn um kaup LV á
Kröfluvirkjun. NT-mjnd: Róberl
Krafla skiptir
um eigendur
Landsvirkjun greiðir 1170 millj. og
ríkissjóður yf irtekur 2 milljarða skuldir
■ Sainningur um kaup Landsvirkjunar á
Kröfluvirkjun var undirritaöur í gær af Sverri
Hermannssyni iðnaðarráðherra, Albert
Guðmundssyni iyármálaráðherra, Jóhannesi
Nordal stjórnarformanni Landsvirkjunar og
Halldóri Jónatanssyni forstjóra. Kaupverðið er
1170 milljónir króna og greiðist það meö
skuldabréfi til 25 ára.
Landsvirkjun yfirtekur Kröfluvirkjun til
eignar og reksturs þann 1. janúar 1986, að
fenginni staðfestingu Alþingis á kaupunum.
Þeim fylgir réttur til hagnýtingar á þeirri
jarðhitaorku, sem kann að finnast á svæðinu,
til raforkuframleiðslu, allt að 70 MW afli.
Kröfluvirkjun framleiðir nú 30 MW, en gert er
ráð fyrir, að hún geti framleitt 60 MW mcð
báðum vélasamstæðum.
Það kom fram í máli þeirra Sverris Her-
mannssonar og Jóhannesar Nordals á fundi
með fréttamönnum í gær, að megin ávinningur-
inn með yfirtöku Landsvirkjunará Kröfluvirkj-
un, sé að fá hana inn í samrekstrarkerfi Lands-
virkjunar. Þeir sögðu einnig, að forsenda eig-
endaskiptanna hafi verið, að ekki komi til hækk-
unar á raforkuverðinu frá Landsvirkjun, og
á að vera tryggt, að svo verði ekki.
Kaupsamningurinn gerir ráð fyrir, að ríkis-
sjóður muni bæta Landsvirkjun tjón af völdum
jarðhræringa, eldsumbrota og annarra náttúru-
hamfara, sem er umfram 40 milljónir króna
hverju sinni, eða 200 milljónir alls. Minna tjón
er á eigin áhættu Landsvirkjunar. Áhætta
ríkisins takmarkast þó við ógreiddar eftirstöðv-
ar kaupverðsins hverju sinni. Jafnframt verður
hægt að láta kaupin ganga til baka. fari svo, að
virkjunin verði óstarfhæf af völdum náttúru-
hamfara. Eftirstöðvar kaupverðsins falla þá
niður.
Heildarskuldir Kröfluvirkjunar hinn 1. apríl
síðastliðinn námu 3207 milljónum króna, og
mun ríkissjóður yfirtaka þær umfram kaup-
verðið, eða samtals 2037 milljónir króna.
Samfara eigendaskiptunum á Kröfluvirkjun,
verður öllu starfsfólki hennar sagt upp frá og
með 1. september næstkomandi. Fyrir þann
tíma verður þó gengið frá samningum við þá
sem verða'endurráðnir, þannig, að starfsmenn
þurfi ekki að lifa í óvissu um atvinnu sína.
Starfsmenn Kröflu eru nú eitthvað á 3. tuginn.
en ekki fékkst uppgefið hversu margir yrðu að
hverfa frá fyrirtækinu. Áformað er að kynna
starfsmönnunum þessi mál á næstunni.
SÉRSTAKT VERD
Eigum fyrirliggjandi
MARSHALL 704
72 ha. din fjórhjóladrifinn. Með sérstaklega glæsilegu húsi með öllum
þægindum. Yfirstærð á kúplingu. 55 lítra tvöföld vökvadæla. Tveir vökva
stjórnlokar. Vökvastýri. Sinchro gírskipting. Lyftukrókur. Dráttarbiti.
Radíal dekk. 2ja hraða aflúrtak. Ljósabúnaður í sérflokki. Allt þetta er
innifalið í verðinu sem er aðeins
kr. 670.000.- án söluskatts.
Staðgreiðsluverð kr. 638.000.-
Staðgreiðsluverð telst vera ef greitt er innan 3ja mánaða.
Sýningarvél á staðnum.
Vélaborg
Bútækni hf. Sími 686655/686680