NT - 27.07.1985, Page 5

NT - 27.07.1985, Page 5
Laugardagur 27. júlí 1985 5 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fær 500 þús. í styrk: Hægt að endurnýja húsið að utan fyrir veturinn ■ Borgarráð samþykkti í vikunni að veita Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar styrk að upphæð 250 þúsund krónur, en áður hafði fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson, heitið 250 þús. króna styrk til safnsins úr ríkissjóði að því tilskildu að borgin legði safninu til sömu upphæð. Ákvörð- un borgarráðs þýðir því samtals 500 þús. króna styrk til safnsins. „Þetta þýðir allt fyrir safnið,“ sagði Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafs- sonar og eigandi Listasafnsins, þegar NT ræddi við hana í gær. Nú verður hægt að hefjast handa urn viðgerð á vinnustofunni. Pað er búið að gera úttekt á kostnaði við að skipta um alla suðurhliðina með gluggum og öllu, leggja nýtt þak og öðrum frágangi kringum vinnustofuna. Þessi kostnað- ur var áætlaður rúmlega 500 þús. krónur og nú er ekkert að vanbúnaði, það verður hafist handa um miðjan ágúst. Ég hef fengið góða smiði og það verður hægt að ganga frá öllu að utanverðu fyrir veturinn.“ Birgitta sagði að þegar þessum framkvæmdum lyki bíði framkvæmd- ir við salinn sjálfan, vinnustofu Sig- urjóns, þar sem ætlunin væri að geta sett upp sýningar á verkum lista- mannsins og verkfærum, auk þess sem reynt yrði að búa hann þannig úr garði að hann geti þjónað sem lítill samkomusalur í leiðinni. „Ég vona að ég geti aflað fjár til þess þegar þar að kemur,“ sagði Birgitta og lýsti ánægju sinni með ákvörðun borgar- ráðs. I Flóabáturinn Baldur flytur ferðalanga til Flateyjar, þar sem starfsmenn sumardvalarheimilisins taka á móti þeim. Ferðalag fyrir börn: Ævintýraferðalag um Breiðafjörð ■ Börnum á aldrinum 9-13 ára gefst kostur á að kynnast fjölskrúðugu dýralífi Breiðafjarðareyja, í fjögurra daga ferð, sem Bifreiðastöð Islands og Flóabáturinn Baldur, í samvinnu við sumardvalarheimilið í Svefneyj- um skipuleggur. Ferðatilhögun er á þá leið, að lagt er af stað frá umferðamiðstöðinni á föstudagsmorgun klukkan 9. Komið er til Stykkishólms klukkan 14. Þar er farið um borð í Flóabátinn Baldur sem flytur ferðalangana til Flateyjar. Þar taka starfsmenn sumardvalar- heimilisins á móti gestunum og m.a. er eyjan skoðuð. Að kvöldi föstudags er farið til Svefneyja með sjö tonna trillu undir stjórn Kristins Nikuláks- sonar, sem jafnframt er leiðsögumað- ur um eyjarnar. Þær nætur sem ferðin stendur yfir, verður gist í Svefneyj- um. Það sem eftirlifir ferðarinnar er rennt fyrir fisk, dýralíf skoðað og m.fl. Sumardvalaheimilið í Svefneyjum tók til starfa í sumar. Það eru þau Baldvin Björnsson og Sigrún Elísa- betsdóttir sem reka sumardvalar- heimilið. Afmælisgjöf tii Reykjavíkurborgar: Ljósknúin útiklukka ■ Seiko verksmiðjurnar japönsku og umboðsaðili þeirra á íslandi, þýsk- íslenska, hafa boðið Reykjavíkur- borg útiklukku að gjöf í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar á næsta ári og borgarráð ákvað í vikunni að þiggja gjöfina. borgarskipulag fjalla nú um staðsetningu hennar, en ósk gefenda er að klukkan verði staðsett í útjaðri borgarinnar, svo hún gefi þeim sem aka inn í borgina eða eru að yfirgefa hana nákvæmar upplýsingar um hvað tímanum líði. „Þetta er ný tegund af klukkum, sem Japanir eru farnir að framleiða og sem ganga fyrir ljósorku,“ sagði Ómar Kristjánsson framkvæmda- stjóri þýsk-íslenska í samtali við NT. Hann sagði, að þrátt fyrir það þyrfti ekki að óttast áð íslenska skammdeg- ið legðist illa í nýju klukkuna, hún væri undir það búin að standast það. Búvélar á góðu verði Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 Heyþyrlur 4rastjörnu 6 arma. Vinnslubr. 5,1 m. Verð kr. 62.900,- 6 stjörnu 6 arma. Vinnslubr. 7,2 m. Verð kr. 85.000.- Allar vélarnar fyrirliggjandi GðD greiðslukjör Hafjð samband Stjörnumúgavélar Vinnslubr. 1,65 m. Verð kr. 46.800.- Sláttuþyrlur 10 arma. Vinnslubr. 3,1 m. Verð kr. 51.000.- PÖTTINGER STOLL

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.