NT - 27.07.1985, Page 7

NT - 27.07.1985, Page 7
Laugardagur 27. júlí 1985 6 lauk hann því í aprílmánuði í vor. Stjórnarflokkarnir ákváðu að leggj a drög að frum- varpi, sem starfshópurinn hafði samið fyrir fulltrúafund Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í Reykjavtk 17. apríl s.l. Komu þar fram at- hugasemdir við einstök atriði. Tillit var tekið til þeirra vel- flestra. Skal ekki dvalið frekar við meðferð frumvarpsins, en á Alþingi var það samþykkt þann 21. júní s.l., eins og fyrr sagði. Ýmsum þótti málinu hratt þokað í gegnum Alþingi. Má til samanburðar og nokkurs fróðleiks geta þess, að Fram- leiðsluráðslögin 1947 fóru um Bjarni Guðmundsson: Ný löggjöf umframleiðslu-og verðlagsmál landbúnaðarins ■ Þann 21. júní s.l. voru samþykkt á Alþingi lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Leystu þau af hólmi lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verömiðlun og sölu á landbúnaðarvörum, en þau voru að stofni til frá 1947. Miklar umræður hafa orðið um hin nýju lög, og hafa þar kornið fram mjög mismunandi skoðanir. Sá skoðanamunur endurspeglar þá umræðu, sem vcrið hefur með þjóðinni s.l. áratug, en líklega hefur skoðanamunur ckki verið meiri urn önnur þjóðmál. Þótt aðeins 8% landsmanna hafi beint framfæri af landbún- aði og innlendar búvörur telji aðeins 11-12% í vísitölu fram- færslukostnaðar, er fyrirferð áhugamanna urn landbúnað- armál í samfélaginu mun meiri að tiltölu. Slíkt er að öllu jöfnu fagnaðarefni, því fáttersmárri atvinnugrein nauðsynlegra en athygli og skilningur samborg- aránna. 1 eftirfarandi grein er það ætlun skrifarans að draga fram nokkur atriði varðandi hin nýju lög um framleiðslu búvara. Einstök atriði vcrða ekki rakin í röð lagagreina, enda hentugra að benda áhuga- mönnum urn þau á lögin sjálf, sem birt voru í A-deild Stjórn- artíðinda (A 7-10, nr. 32-53 1985) Aðdragandi lagasetningarinnar Frá þeim tíma, er fyrstu lög um Framleiðsluráð landbún- aðarins voru sett, hafa miklar breytingar orðið á íslenskum landbúnaði. Af nokkrum ein- kcnnisþáttum þessara breyt- inga má nefna: - Búum og bændum hefur fækkað verulega. - Bú hafa stækkað og sérhæf- ing við búvöruframleiðsluna hefur rutt sér til rúms. Fjölbreytni framleiðslu- grcina landbúnaðarins hefur aukist. - Viðskiptabúskapur hefur komið í stað sjáifsþurftarbú- skapar. - Komið er upp öflugt kerfi vinnslustöðva og úrvinnsla og búvöruiðnaður verða æ þýð- ingarmeiri greinar landbúnað- arins. Eins og áður sagði voru Framleiðsluráðslögin að stofni tilfráárinu 1947. Helstubreyt- ingar á þeim voru gerðar árið 1960, er ákvæðið um útllutn- ingshætur á búvörur var tekið upp, og árið 1979, þegar í lögin var bætt heimildum til þess að takmarka framleiðslu á búvör- um. Núverandi ríkisstjórn setti sér það í stjórnarsáttmála að endurskoða lög um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Var starfshópi á vegum stjórn- arflokkanna falið það verk og felur í sér stefnumörkun í framleiðslu- og verðlagsmálum landbúnaðarins. Slík stefnu- mörkun um landbúnaðarmál er nýmæli í lögum. Ástæða er til þess að birta þessa stefnu- mörkun orðrétta, því að í Ijósi hennar verður að skoða ein- stök atriði laganna og fram- kvæmd þeirra: „1- gr. Tilgangur þcssara laga er: a. Að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir fram- leiðendur og neytendur. b. Að framleiðsla búvara tTl neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfír þjóðarinnar og tryggi ávallt Fyrri hluti Alþingi með álíka skjótum hætti, en reyndust þó bæði endingargóð og notadrjúg. Stefnumörkun laganna Fyrsta grein hinna nýju laga Ýmsum þótti málinu hratt þokað gegnum Alþingi. Má til saman- burðar og nokkurs fróðleiks geta þess, að framleiðsluráðslögin 1947 fóru um Alþingi með álíka skjótum hætti, en reyndust þó bæði endingargóð og notadrjúg. nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. c. Að nýttir verði sölumögu- leikar fyrir búvörur crlcndis eftir því sem hagkvæmt er talið. d. Að kjör þeirra sem landbún- að stunda verði í seni nánustu samræmi við kjör annarra stétta. e. Að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu bú- vara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu. f. Að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað‘.‘ Hér verður ekki fjallað sér- staklega um einstaka liði stefnumörkunarinnar. Þó skal vakin athygli á framleiðslu- Vettvangur Laugardagur 27. júlí 1985 7 markmiði skv. b- og c-lið, sem raunar er samhljóða stefnu- mörkun aðalfundar Stéttar- sambands bænda 1984. Kjara- markmið, sbr. d-lið, er hið sama og lagt var til grundvallar verðlagningarákvæða í eldri Framleiðsluráðslögum (sbr. 4. gr. I. nr. 95/198Í). í hinum nýju lögum er þetta markmið sett í víðara samhengi. Loks má nefna e-lið stefnumörkun- arinnar, sem er eins konar atvinnu-, öryggis- og auðlinda- nýtingarmarkmið, svo notað sé klúðurslegt orðalag. Fyrir skýra stefnu í þessum efnum er brýn þörf, þótt ekki væri til annars en að koma í veg fyrir það, að stjórnvöld nálægra við- skiptaþjóða ráðskist með framvindu þessarar atvinnu- greinar okkar, með áhrifum sínum á verð ýmissa aðfanga, s.s. korns og einstakra land- búnaðarafurða. Ástæða væri til þess að kafa dýpra í e-lið stefnumörkunarinnar, en það bíður betri tíma. Samtök framleiðenda - skipan Framleiðsluráðs í öðrum og þriðja kafla lag- anna er fjallað um samtök framleiðenda og skipan Fram- leiðsluráðs. Þar er um nokkra nýskipan að ræða, sem m.a. tekur mið af vaxandi sérhæf- ingu búvöruframleiðenda. Tekið er fram, að „Stéttarsam- band bænda fer með fyrirsvar framleiðenda búvöru við fram- kvæmd laga þessara nema öðruvísi sé kvcðið á um í lögum þessum.“ (4. gr.) Hins vegar getur landbúnaðarráð- herra „að fengnu samþykki Stéttarsambands bænda viður- kennt einstök landssamtök framleiðenda búvöru til að fara með fyrirsvar vegna framleið- enda í viðkomandi grein...“ Fleiri ákvæði laganna skýra nánar réttindi og skyldur bú- vöruframleiðenda en hin eldri lög gerðu. Veigamikil breyting er gerð á skipan Framleiðsluráðs. Byggist sú breyting á tillögu, sem starfsnefnd Stéttarsam- bands bænda lagði fram á liðn- um vetri. Framleiðsluráð skal skipað 15 fulltrúum, þar af einum tilnefndum af landbún- aðarráðherra. I 5. gr. segirum skipan annarra fulltrúa: „Skulu tólf menn kjörnir af Stéttarsambandi bænda á full- trúafundi þess. Af þeim skulu fímm vera fulltrúar búgreina- sambanda. Þá skipar stjórn Stéttarsambands bænda tvo menn í Framleiðsluráð, einn samkvæmt tilnefningu félags- ráðs Osta- og smjörsölunnar og einn samkvæmt tilnefningu allra sláturleyfishafa í landinu. Skulu þessir tveir fulltrúar til- nefndir úr hópi starfandi bú- vöruframleiðenda.“ Úr ráðinu víkja því fjórir fulltrúar einstakra vinnslu- stöðva. Það verður fyrst og fremst skipað búvörufram- leiðendum, enda segir í 5. gr.: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins er samstarfsvettvangur allra búvöruframleiðenda í landinu og samtaka þeirra.“ Af þessari grundvallarbreyt- ingu á skipan Framleiðsluráðs leiða ýmsar breytingar á við- fangsefnum ráðsins, sem hin nýju lög gera ráð fyrir. Verðskráning á búvörum - verðmiðlun í fjórða og fimmta kafla lag- anna er fjallað um verðskrán- ingu á búvörum og verðmiðl- un. Engin breyting er gerð á eðli verðlagningar búvöru til framleiðenda og í heildsölu. Afurðaverð til framieiðenda skal ákveðið af nefnd, sem í eiga rétt til setu þrír fulltrúar bænda og þrír fulltrúar neyt- enda. Gert er ráð fyrir, að þar sé samið um viðmiðunargrund- völl meðalbús. Heimilt er að semja um sérstakan verðlags- grundvöll fyrir hverja búgrein. Ónnur breyting á framkvæmd verðlagningarinnar felst í ákvörðun heildsöluverðs, sem skv. lögunum verður í höndum nefndar, er í eiga seturétt tveir fulltrúar vinnslustöðva og tveir fulltrúar neytenda undir for- sæti verðlagsstjóra eða fulltrúa hans. Með þessu móti er vinnslustöðvunum tryggð beinni aðild að verðákvörðun- um en áður var. Þessari nefnd er heimilt „að undirskilja ein- stakar vörutegundir verðlagn- ingarákvæðum.... þegar sam- keppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.“ Lúta vörur þessar þá almennum verðlagslögum. Smásöluálagning búvöru er með lögunum sett undir al- menna verðlagslöggjöf, þ.e. Verðlagsráð. I þessu felast helstu nýmæli laganna varð- andi verðlagningu búvara. Aðstaða afurðastöðva 'er misjöfn hvað varðar rekstrar- aðstöðu og vinnslugreinar. Til þess að jafna óeðlilegan að- stöðumun er í lögunum. líkt og hinum eldri. heimild til verðmiðlunar á búvörum. Skal haga henni þannig „að afurða- stöðvum sé gert kleift að greiða framleidenduin sama verð fyrir sams konar búvörur.“ Lögin gera ráð fyrir. að landbúnaðar- ráðherra ákveði innheimtu og ráðstöfun verðmiðlunargjalda eftir tillögum Framleiðsluráðs og þeirrar nefndar, er ákveður heildsöluverð búvara, en gjald það, sem innheimt er til verð- miðlunar, skal teljast til heild- sölu- og dreifingarkostnaðar. Skv. eldri lögum ákvað Framleiðsluráð upphæð og ráðstöfun verðmiðlunargjalda. Taka verðniiðlunargjalds er 'hliðstæð skattheimtu og því er eðlilegt, að ákvörðun um hana sé í höndum stjórnvalda frem- ur en einstakra hagsmuna- hópa. Greiðsla afurðaverðs til bænda Sterkar óskir hafa jafnan verið með bændurn um að fá afurðir greiddar sem fyrst eftir afhendingu þeirra. Greiðslu- tafir hafa þó sjaldnast stafað at' áhugaleysi afurðastöðvanna, heldur skorti á fjármagni, m.a. afurðalánum. Ríkisstjórnin setti sér á liðn- um vetri að auka afurðalán, svo að greiða mætti afurðir bænda sem næst því við af- hendingu þeirra. Á þeim grunni hvílir sjötti kafli hinna nýju laga. Sá kafli er nýmæli og eru þar lögfestar reglur um greiðslu afurðaverðs. Tekiðl skal fram, að reglur þcssar' takmarkast við tvennt. í fyrsta lagi það afurðamagn, sem framleiðendum er með samn- ingum við ríkisvaldið tryggt fullt verð fyrir, þ.e. mjólkur- og sauðfjárafurðir og í öðru lagi að verð þessara afurða sé ákveðið af verðlagsnefnd bú- vara, sem áður var sagt frá. Greiðslureglur þessar ná þann- ig ekki til annarra afurða, t.d. grænmetis, kartaflna og ann- arra kjöttegunda en kinda- kjöts. Megintilgangur regl- anna er því sá, að tryggja bændum skilvíslegar greiðslur fyrir það afurðamagn, sem ríkisvaldið tekur þátt í að tryggja þeim fullt verð fyrir. Tekið skal fram, að einstökum framleiðendum er heimilt að semja um annan hátt á greiðsl- um afurðaverðs en lagagreinin segir fyrir um. Málsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólaísson Tæknistj,: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Látum þá borða kindakjöt ■ Aðgerðir Alberts Guðmundssonar, fjármálaráð- ’ herra, vegna flutninga Varnarliðsins á matvöru hingað til lands eru tímabærar. Jafnvel þótt deilan um flutninga skipafélagsins Rainbow Navigation á varningi hingað hefði ekki komið til hefði fyrir löngu átt að endurskoða reglur um flutninga Varnarliðsins hingað. Varnarliðið greiðir enga tolla af varningi sínunt og hann hefur ekki verið tollskoðaður að heitið geti. A það hefur oft verið minnst að Varnarliðið ætti auðvitað að greiða full gjöld af sinni neyslu eins og aðrir hér á landi og ljóst er, að reglur af þessu tagi bjóða misnotkun heim og ala á tortryggni. Það hefur lengi verið landsmönnum þyrnir í augunt að í byggð Varnarliðsins hafa fengist ýmsar neysluvörur, sem íslendingum er bannað flytja til landsins vegna ótta við sýkingarhættu. Og NT tekur hér undir þá skoðun, sem margoft hefur verið látin í ljós, að bandarískir hermenn her á landi eru ekkert ofgóðir utanum íslenskt kindakjöt. Framleiðsla á landbúnaðarvörum hér á landi hefur enn ekki náð því marki að vera í takt við eftirspurn og því horfum við til fjallatinda á smjör-, osta-, kartöflu- og kjötfjöllum. Varnarliðið hefur keypt af okkur mjólkurvörur í einhverju mæli, en nú er rétt að taka málið allt til endurskoðunar. Það er snjöll leið hjá fjármálaráðherra að ná inn tapi þjóðarbúsins vegna vöruflutninganna hingað til lands í gegnum stóraukin kaup Varnarliðsins á íslenskum landbún- aðarvörum. Talsmenn öflugs landbúnaðar hér á landi hafa eignast nýjan bandamann í fjármálaráð- herranum. Utilegumenn eru hugsjónamenn ■ Að fara í útilegu á íslandi er að sumum finnst heillandi, hollt og afar skemmtilegt, en það þarf hugsjónamenn til, það er alveg ljóst. Það er jafn Íjóst að sumir læra aldrei af reynslunni að láta sér aldrei neitt að kenningu verða. En hvers vegna flykkist fólk í útilegur? Það er svo með mig að á fögrum sumardegi fyllist ég löngun til að hverfa brott úr borgarstreitunni og halda upp í sveitir þar sem smjörið drýp- ur af hverju strái og silungur- inn hoppar upp úr vötnunum af einskærri gleði. Það er eins og borgarbarnið í mér víki fyrir náttúrubarninu og þegar sólin skín finn ég þörf til að liggja í ilmandi heyi og ganga upp um fjöll og firnindi. Svo er um fleiri. En þegar ég hef svalað útþrá minni þakka ég æðri máttarvöldum fyrir að hafa þak yfir höfuðið og heiti því að aldrei, ég endurtek aldrei, fari ég í aðra útilegu. Ástæða þessara skrifa er að á dögunum hélt ég í enn eina misheppnaða útilegu. Það virðist engu skipta hversu stór- kostlegt veðrið er þegar haldið er á vit náttúrunnar, alltaf lendi ég í óveðri. Það er lögmál. Tjaldið fýkur af mér eða brotnar, nema hvort tveggja gerist. Alltaf þarf ég að leita útgöngu, viti mínu fjær að reiði og kulda og taka saman með tjaldið á herðunum í 7 vindstigum og úrhelli. Að vísu á ég kost á mismunandi leiðindaveðri, niðaþoku, rign- ingu, hagli eða ofsaroki. Svo er'þessu gjaman blandað saman í fárviðriskokteilinn, en hann er sjaldnast borinn fram fyrr en um miðja nótt. Tjaldið mitt hefur mátt þola sitthvað um dagana. Fimm sinnum hefur það brotnað. Og fjórum sinnum hefur verið gert við það, himininn er rifinn, botninn morkinn, hver einasta súla brotin og tjaldhælarnir mara á kafi í fjórum, misgóð- um silungsám. Vissulega geta flestir hlegið að þessum og þvílíkum óför- um, en þegar maður tekur þetta eins persónulega og ég, þá er mál að linni. Ég er hætt þessu. Hætt! Sem betur fer hef ég haft vit á því að taka með mér kort, vegahandbók og Landið þitt, þannig að mér hefur tekist að kynnast landinu og miða út merkta staði þó ég sjái þá ekki í þokunni. Reyndar hef ég oft undrast þær makalausu myndir sem prýða dagatöl og ferða- bæklinga ýmiskonar. Stundum, hvarflar að manni að þetta séu svik, samsæri hótelanna sem ginna blásak- laust fólk út í óvissuna og eru síðan boðin og búin að skjóta yfir það skjólshúsi þegar það nær dauða en lífi flýr úr greip- um náttúruaflanna. Vitanlega er ég ekki að reyna að draga kjark úr verð- andi útilegumönnum en ég hvet til varúðar: Það skiptir ekki máli hvort tjaldað er í skjóli, vindáttin breytist áður en langt um líður, takið ekki mark á veðurspám, vakið þar til mesti veðurofsinn er liðinn hjá, sofið í regngallanum, tjaldið ekki langt frá bílnum eða hóteli og síðast en ekki síst verið ekki of bjartsýn. Gangi ykkur svo vel. María J. Ammendrup Wham eða Duran Duran? ■ Nú er í tísku að gera ungl- inga að sérstökum þjóðfélags- hópi og vissulega má það til sanns vegar færa. Ncysluþjóð-: félag fullorðna fólksins hefur búið til stóran neytendahóp, með því að fá áhrifagjarna unglinga til að kaupa unglinga- föt, unglingadrykki, unglinga- hljómtæki, unglingahúsgögn, unglingabækurogsækja ungl- ingaskemmtistaði. Nú leitast menn við að bjóða matvöndum unglingum upp á sérstakan unglingamat sem á ensku er kallaður því virðulega nafni „junk food“. Ný hugtök hafa litið dagsins Ijós, eins og reynslu-, og liugarheimur ungl- inga, unglingaviðhorf og ungl- ingakreppur. I þessari sérstöku unglinga- menningu spretta eðlilega upp pólitískar unglingafylkingar. Tvær aðalfylkingarnar eru vit- anlega fylgismenn Duran Dur- an og Wharn. Fylgjendurnir eru ákaflega dyggirog baráttu- glaðir, reyna að líkjast höfuð- paurunum í útliti og framkomu og verja þá með oddi og egg hvar sem tækifæri gefst. Afgerandi aðskilnaður ríkir á milli fylkinganna og þær umgangast hvoi aðra alls ekki. Heilu hverfin „halda með" sín- um mönnum og dæmi eru þess að ungar stúlkur sem halda með Wham þori ekki að viður- kenna það vegna almennrar útskúfunar og fyrirlitningar fé- lag og systkina. Stjórnarand- staðan hefur seni sagt ekkert að segja og fær ekki að vera með í brennó svo að dæmi séu tekin. Ekki má má milli sjá hvor hópurinn hefur betur í skít- kasti og undirróðurstarfsemi. Pólitískur áróður er svo magn- aður að raddir eru uppi um að söngvari Duran Duran flokks- ins sé falskur, feitur og vanti litlu tá á vinstra fæti. Á liinn bóginn er svo söngvari Wharn með hárkollu, sjálfumglaður og ógeðslega væminn. Vissulega spretta upp minni- háttar flokkar svo sem U2 og Frankie Goes to Hollywood. Þeir rnega sín þó lítils og þola aðhlátur á almannafæri. Fylgismenn stærstu flokk- anna einoka fjölmiðlana og blaðaskrifum linnir ekki. Bréf- in byrja oftast: „Ég er nú hætt að þola þetta rifrildi um hvort Wham eða Duran Duran sé best, því allir vita að Duran Duran..." Veggjakortið er líka staðnað: „Duran Duran er vest,“ eða „Wham er vest.“ Ljóst er að þessi fyrirbrigði hafa skipt íslenskum ungling- um í tvo stríðandi liópa sem eiga fátt sameiginlegt nema hatur á hinum. Þetta er alvar- legt mál því ekki virðist hægt að koma á stjórnarsamstarfi milli þeirra og greinilegt er að við fáum ekki frið fyrr en það gerist. Því legg ég til að efnt verði til almennra kosninga til þess að skera úr um í eitt skipti fyrir öll hvor fylkingin hefur rétt fyrir sér, þ.e. Iivort Wham eða Duran Duran er best. Þá myndi rúm á dagblaðanna aukast og stríðsátök unglinga hjaðna. gætu unglingarnir líka handa á ný við þörf verkefni eins og að kaupa þann varning sem er sérhannaður fyrir þá og hugsa þær hugsanir sem sér- fræðingar segja að einkenni þeirra hugarheim. Annars hef ég aldrei skilið þennan sífellda meting ungl- inganna, því að allir vita að Genesis... María J. ■ ErSimonLei Bon lalskur? ltoNMaMiMr Oskabarnið selt úr landi? Önnur aðgerð fjármálaráðherrans orkar hins vegar tvímælis. Hann vill selja hlutbréf ríkisins í Eimskipi og Flugleiðum og um það er ekki nema gott eitt að segja. Hins vegar vill hann aðeins selja þau í einum pakka og á margföldu nafnverði. NT hefði kosið, að almenningi yrði gefinn kostur á að kaupa þessi hlutabréf. Verðbréfamarkaður er í vexti hér á landi og fólk veitir þeirri þróun vaxandi athygli. Fréttir NT af þróun á verðbréfamarkaði hafa vakið mikla athygli. Það væri almenningi hvatning til þátttöku í uppbyggingu atvinnulífs að fá að kaupa hlutabréf af þessu tagi og rétt er að minna fjárntála- ráðherra á, að hann hefur sjálfur staðið fyrir breytingum á skattalögum í þá veru að veita aukinn skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa. Þá er rétt að ítreka þær skoðanir, sem fram hafa komið að ekki megi missa þessa eignarhluti í íslenskum stórfyrirtækjum úr landi. Islenskur al- menningur, fátækir verkamenn, sjóntenn og bændur lögðu til ntikið fé, þegar Eimskip, óskabarn þjóðar- innar var stofnað. Það þætti saga til næsta bæjar ef óskabarn þjóðarinnar yðri selt úr landi á þennan hátt fyrir einhvern misskilning hjá fjármálaráðherra.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.