NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 30.07.1985, Qupperneq 9

NT - 30.07.1985, Qupperneq 9
BÆNDUR BÍLAVERKSTÆÐI OG AÐRIR EIGENDUR LAND-ROVER BIFREIÐA ATHUGIÐ! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER EINNIG VARAHLUTI í RANGE- ROVER OG MITSUBISHI ÞEKKING OG REYNSLA TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR HEILDSALA - SMÁSALA PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Þridjudagur 30. júlí 1985 9 Borgarfjörður ’85: Ýmislegt í pokahorninu ■ Það gekk heldur trcglega hjá Ungmennasambandi Borg- arfjarðar að endurvekja Húsa- fellsmótið um verslunar- mannahelgina næstu. Þess í stað heldur ungmennasam- bandið mótið Borgarfjörður '85 á Geirsárbökkum í Reyk- holtsdal. Þar verður samfelld dagskrá frá morgni til kvölds en dansleikirnir verða haldnir i félagsheimilinu Logalandi á föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld. Á útihátíðinni verður söng- hópurinn Hálft í hvoru aðal- skemmtiatriðið auk diskóteks- ins Dísu og sérstakir barna- dansleikir enda verður reynt að gera mikið fyrir börnin í tilefni af ári æskunnar. Á dansleiknum verður diskó- tekið Dísa með dagskrá með leikjum, hópdönsum auk létt- metis ýmis konar milli atriða. ÖIl kvöld Borgarfjarðar '85 mun hljómsveitin Grafík spila undir dansi í Logalandi. Á dansleikinn kostar500krónur. Svokallaðir hátíðarpakkar munu kosta 600-700 krónur og þá er aHt innifalið nema dans- leikirnir í Logalandi. Ómissandi varðeldur ■ Skátarhaldafjölskyldu-og skátamót á Úlfljótsvatni um verslunarmannahelgina og að sjálfsögðu eru allir velkomnir þangað. Á mótinu verður sérstök dagskrá, bátsferðir, kvöldvök- ur, gönguferöir, þrautir, ýmis konar keppni og svo hinn ómissandi varðeldur. Það verður hægt að tjalda á þremur stöðum við Úlfljóts- vatn, við Fossa, Borgarvík og við drengjaskátaskálann á Úlf- ljótsvatni. Rútuferðirverðafrá BSI á föstudaginn klukkan átta og á laugardag klukkan eitt. IJ lL Kynnast jafnöldrum og Jesú ■ Landssamband KFUM og K ætlar að gefa unglingum tækifæri til að kynnast hressum jafnöldrum sínum og Jesú í Vatnaskógi um verslunar- mannahelgina. Það verður gert hlé á sumar- búðastarfinu en 13 ára og eldri unglingum stefnt saman í tjald- búðirnar. Fyrir 300 kall fá þeir sem mæta á staðinn pláss á tjaldstæðinu, afnot af hrein- lætisaðstöðunni og bátum á vatninu. Þá verður ýmislegt gert sér til skemmtunar yfir helgina, farið í leiki, þrautir, koddaslag á vatninu, íþróttir ogsvo verða ómissandi kvöldvökur á kvöldin, sém enda svo á guðs- orði. Rútuferðir verða frá BSÍ upp í Vatnaskóg á föstudags- kvöld og til baka eftir helgina fyrir þá sem það vilja. Ekkertmálefvilj- inn er fyrir hendi ■ „París frá Akureyri spilar á böllunum hjá okkur um helg- ina. Þeir hafa verið hjá okkur undanfarin þrjú ár, reyndar aldrei undir sama nafni en þú getur sagt að þeir séu stórgóð- ir. bó svo við berum enga ábyrgð) á því.“ ívar Ragnars- son félagsheimilisfrömuður Birkimels á Barðaströnd hefur orðið. Félagsheimilið ætlar að standa fyrir þremur stórdans- leikjum í Birkimel á föstu- dags,- laugardags,- og sunnu- dagskvöld og það kostar bara 500 krónur inn, „Við setjum bara upp gangverðið á þessu, svo verður eitthvað ódýrara inn á sunnudagskvöldið,“ til- kynnir ívar. Við hliðina á félagsheimilinu er ágætis tjaldstæði með góðri hreinlætisaðstöðu, að því er ívar segir. Svo er sundlaug í fjögurra mínútna labbitúrs- fjarlægð, ef svo má að orði komast. Veitingar verða seldar á staðnum og ekkert mál að komast á Barðaströndina í rútu frá Vestfjarðaleið ef vilj- inn er fyrir hendi. ■ Það hefur greinilega verið fjör í Atlavík í fyrra þegar Stuðmenn og Ringo og hljómsveitin Fásinna frá Egilsstöðum spiluðu og sungu auk hinna mörgu... Lífsmark með Eyjaskeggjum ■ Strax á fimmtudagskvöld fjölmenna Eyjaskeggjar á upphitunardansleikinn á Skansinum og í Samkomu- húsinu í Eyjum. Þar verður fjör, sem enginn vill missa af, og því sést svo sannarlega snemma lífsmark í Eyjum um verslunarmannahclgina. Hátíðahöldin í Vest- mannaeyjum verða með stór- tækari hætti en „í landi“. Fyrir 1500 kall fæst tónlist frá hljómsveitunum Export, Mannakorni, Blúsbandi, Lífsmarki auk leiklistar frá til dæmis leikhópnum Svörtu og sykurlausu svo eitthvað sé nefnt. Það er mikið fyrir þessu öllu haft. Eyjaskeggjar hafa unnið í sjálfboðaliðavinnu í einn mánuð til að hafa allt til þegar hátíðin hefst. Það þarf að setja upp heilan helling af skreytingum og öðrum dýrð- 'um enda von á liði „úr landi“. A fyrri þjóðhátíðum hafa verið um 7000 gestir, þar af um 2000 utan eyjar. Herjólfur fer sínar föstu ferðir um helgi verslunar- manna eins og vanalega en Ferðaskrifstofa Vestmanna- eyja býður spes tilboð til þeírra sem vilja komast á þjóðhátíðina; flug og að- göngumiða fyrir rétt rúman 2000 kall. ■ Það er gaman að fá sér léttan snúning í Galtalæk og sýna hvað maður lærði í dansskólanum í vetur. Eða er það ekki? Ferðafélagsferðir um Versl- unarmannahelgi: 2. -5. ágúst 1) Álftavatn - Hólmsárbotnar - Strutslaug. (Fjallabaks- leið syðri). Gist í húsi. 2) Hveravellir - Þjófadalir - Blöndugljufur. Gist í húsi. 3) Landmannalaugar - Eldgjá - Hrafntinnusker. Gist í húsi. 4) Skaftafell - Kjós - Miðfellstindur. Gönguutbúnaður. Gist í tjöldum. 5) Skaftafell og nágrenni / stuttar - langar / gönguferðir. Gist í tjöldum. 6) Öræfajökull - Sandfellsleið. Gist í tjöldum. 7) Sprengisandur - Mývatnssveit - Jökulsárgljúfur - Tjörnes - Sprengisandur. Gist í svefnpokaplássi. 8) Þórsmörk-Fimmvörðuháls-Skógar. Gist í Þórsmörk. Þórsmörk, langar / stuttar gönguferðir. Gist í húsi. Brottför í allar ferðirnar er kl. 20 föstudag 2. ágúst. 3. -5. ágúst: Þórsmörk. Brottför kl. 13. Gist i Skagfjörðsskála. Ferðist um óbyggðir með Ferðafélaginu um Verslunar- mannahelgina. Pantið tímanlega. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofu F.í. Öldugötu 3. í s. 19533 og 11798. Útivistarferðir eru fyrir alla, unga sem aldna Hvernig væri aö koma með um verslunarmannahelgina, 2.-5. ágúst í einhverja af eftirfarandi ferðum: 1. Núpstaðarskógur 2. Eldgjá - Langisjór - Landmannalaugar 3. Þórsmörk 4. Dalir - Breiðafjarðareyjar 5. Kjölur - Kerlingarfjöll 6. Hornstrandir - Hornvík Ath. Félagsmenn greiða lægra fargjald en aðrir. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu, Lækjargötu 62, símar: 14606 og 23732 Sjáumst í næstu ferð Ferðafélagið Útivlst Leoncie Martin lætur í sér heyra ■ Þad verður blátt áfram rosastuð í Húnaveri um versl- unarmannahelgina. Stór-rokk- sveitin Drýsill ætlar að sjá til þess með hjálp góðra manna og hljómsveita. Þar framarlega í flokki verður hljómsveitin Start með Pétri Kristjánssyni í fararbroddi, söngkonan Leoncie Martin lætur í sér heyra og svo verður diskótek að sjálfsögðu í gangi. Snyrting og veitingasala verður að sjálfsögðu yfir alla helgina, en dansað verður af kappi bæði föstudags,- laugar- dags,- og sunnudagskvöld. Drýsill heldur auk þess ókeypis tónleika á laugardeginum. Næg tjaldstæði eru við Húnaver og aðgangur að svæðinu ókeypis svo það ætti ekki að væsa um gesti í Húnavatnssýslunni. ■ Egill Ólafsson stuðmaður í stuði á mótinu í Atlavík. Herra Starr þykir greinilega allmikið til'ans koma. Dúkkulísurnar í banastuði á Laugum ■ Sumargleðin er fastur passi á Laugum um versl- unarmannahelgina ár hvert - með öllu sem henni fylgir. Að þessu sinni verður þó líka boðið upp á Dúkkulísurnar frá Egils- stöðum, sem láta tónlist- ina dynja á hátíðargestum Lauga á sunnudagskvöld. Svo er líka hægt að fara í sund þarna. Hátíðahöldin á Laugum fara aðallega fram í stóra íþróttahúsinu á svæðinu en þangað inn kemst ör- ugglega um 1500 manns, svo verður hótelið opið fyrir þá sem leyfa sér þann munað. Ferðir verða frá Húsavík og Akureyri og því ekkert mál að skella sér á Laugar. Ókeypis nema tjaldstæðisleigan og inn á ballið á sunnudag.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.