NT - 01.08.1985, Síða 5

NT - 01.08.1985, Síða 5
Unglingar reyndust bestu þjálfaramir ■ Ýmislegt óvænt kom upp í bréfdúfukeppninni sem Visa hélt um síðustu helgi. Upphaf- lega átti að halda keppnina á laugardaginn, en hætt var við það vegná veðurs. Dúfunum var sleppt lausum á Kirkju- bæjarklaustri á hádegi á sunnu- dag. Úrslitin réðust síðdegis á sunnudeginum og komu þau öllum á óvart. Nokkrir ungling- ar úr unglingadeild bréfdúfu- félags Reykjavíkur skutu þeim fullorðnu ref fyrir rass og röð- uðu sér í efstu sætin. Það var hart barist um fyrstu sæti keppninnar og aðeins voru 8 sekúndur á milli fyrstu dúfunnar og þeirrar sem lenti í öðru sæti. Hraðskreiðasta dúfan er í eigu Þóris Eggertssonar og flaug hún frá Kirkjubæjarklaustri inn í Laugardal á 937,56 metra meðalhraða á mínútu. Bræð- urnir Hannes og Stefán Jónssyn- ir áttu dúfuna sem lenti í öðru sæti. Hún flaug á meðalhraðan- um 936,95 metrar á mínútu. Félagarnir Ásbjöm Gíslason og Vilhelm Sigurjónsson áttu dúf- una sem hafnaði í þriðja sæti, hún flaug á meðalhraðanum 936,26 metrar á sekúndu. Þess- ir drengir eru allir á aldrinum 15-16 ára. Bréfdúfukeppni fer þannig fram að öllum dúfunum er sleppt lausum á sama stað á sama tíma, og síðan fljúga þær til síns heima. En þar sem dúfurnar eiga ekki allar heima á sama stað getur munað nokkr- um kílómetrum á vegalengdinni sem flogin er. Dúfurnar hafa því sérstakan borða um fótinn og þegar þær ná heim, tekur eigandi dúfunnar á móti henni tekur af henni borðann og stimplar hann inn í sérstaka klukku. Klukkan er innsigluð og er farið með hana til keppnis- stjórans sem reiknar út með- alhraða hvers fugls. í hófi sem haldið var að keppninni lokinni lýstu þeir full- orðnu yfir ánægju sinni með þennan skyndilega og góða árangur strákanna og sögðust þeir vona að þessi göfuga íþrótt mætti blómstra og þroskast hjá þessum ungu drengjum. ■ Um hundrað dúfur tóku þátt í keppninni. Á myndinni sést þegar verið er að sleppa Þeim lausum á Kirkjubæjar- klaustri. ■ Sigurvegarinn í höndum þjálfara síns Þóris Eggertssonar, að lokinni keppninni. Þórir sagði að dúfan væri ekki þreytt eftir þetta 200 kílómetra flug. NT-mynd Sverrir. Er nær alla daga hjá bréfdúfunum Rætt við Þóri Eggertsson ■ „Ég átti 5 dúfur í keppninni og þessi sem vann á sér skemmtilega sögu“, sagði Þórir Eggertsson 15 ára og gamall unglingur, sem átti dúfuna sem sigraði í bréfdúfukeppninni. „Það voru nokkrar dúfur seldar til Hafnar í Hornafirði og var þessi meðal þeirra. Einhverra hluta vegna hefur hún sloppið þaðan og flaug hún hingað aftur, um það bil 330 kílómetra vegalengd. Dúfan hefur þekkt um- hverfið vel, því hún var alveg óþjálfuð þegar hún var seld. Við geymdum hana í pappakassa í viku og reyndum að hafa upp á eig- anda hennar. Það tókst ekki og þá var hún sett í sóttkví í 10 daga, eftir það var ég fenginn til að sjá um hana. Þetta er karl og ég paraði hann við kerlingu og þjálfaði hann í þrjá daga. Þá fór ég með hana á Hvolsvöll og hún skilaði sér til baka á ágætum tíma. Síðan hef ég þjálfað hana með mínum dúfum. Þetta er mjög skemmtilegt tóm- stundagaman. Ég er nær alla daga hér hjá dúfunum. Það eru sumir hneyksl- aðir á því að maðurskuli hanga hér, en maður gerir þá ekkert verra á meðan. Ég er búinn að vera með dúfur í 8 ár. Fyrst var ég bara með skræpur, en síðustu 2 árin hef ég verið með bréfdúfur. Við eru tveir saman og eigum hátt í 60 dúfur. Þetta er dálítið dýrt, hver fóðursekkur kostar um 600 krónur og hann endist í um það bil hálfan mánuð. En ég kem til með að fóðra þær ókeypis næsta hálfa árið, því ég fékk 10 fóðurpoka í verðlaun, auk farandverðlauna sem er útskorin dúfa, svo fékk ég bikar til eignar. Eigum fyrirliggjandi MARSHALL 704 72 ha. din fjórhjóladrifinn. Með sérstaklega glæsilegu húsi með öllum þægindum. Yfirstærð á kúplingu. 55 lítra tvöföld vökvadæla. Tveir vökva stjórnlokar. Vökvastýri. Sinchro gírskipting. Lyftukrókur. Dráttarbiti. Radíal dekk. 2ja hraða aflúrtak. Ljósabúnaður í sérflokki. Allt þetta er innifalið í verðinu sem er aðeins kr. 670.000.- án söluskatts. Staðgreiðsluverð kr. 638.000.- Staðgreiðsluverð telst vera ef greitt er innan 3ja mánaða. Sýningarvél á staðnum. Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 SÉRSTAKT VERD

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.