NT - 01.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 01.08.1985, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. ágúst 1985 19 Agdestein og Jóhann náðu lokaáfanga að stór- meistaratitli á Norðurlandamótinu í Gjövik: Agdestein nú yngsti stórmeistari heims ■ Skákþing Norðurlanda sem lauk í Gjövik í Noregi um síðustu helgi verður áreiðanlega þeim Jóhanni Hjartarsyni og Simen Agdestein lengi minnisstætt. Þar náðu þeir báðir lokaáfanga að alþjóðlegum stórmeist- aratitli og verða í þeim hópi skákmanna sem útnefndir verða á þingi FIDE í næsta mánuði. Agdestein tekur jafnframt við hlutverki Nigel Short hins enska sem yngsti stórmeistari frá upphafí. Aðeins Bobby Fischer (15 ára) og Garrí Kasparov (17 ára) hafa öðlast þessa gráðu fyrr. Simen er jafnframt fyrsti stórmeistari Norðmanna og er fyrir afrek sín við skákborðið orðinn vel þekktur maður í heimalandi sínu og er margt sem bendir til að hann muni leika svipað hlutverk þar og Friðrik Ólafsson gerði á uppgangsárum sínum í skákinni hér á landi. Agdestein er aðeins 18 ára gamall og er sannkallaður fyrirmyndarpiltur. Hann hefur einnig hasl- að sér völl á knattspymusviðinu og var í fyrra valinn í norska unglingalandsliðið á þeim vettvangi. ■ Árangur Svíans Erik Lundin er eftirtektarverður. Hann sigraöi glæsilega í meistaraflokki og var heilum vinningi fyrir ofan næsta mann. Með honum á myndinni er Lars Hjelmás, 14 ára piltur frá Gjövik sem sigraði í Opna flokknum, B-riðli. Þess má geta að á fjórða áratugnum varð Lundin sigurvegari á Skákþingi Norðurlanda og það oftar en einu sinni. Mótið í Gjövik fór í alla staði vel fram. Við Jóhann komum svo að segja beint frá skákmóti í Esbjerg í Dan- mörku þar sem ýmislegt í skipulagi var ábótavant og kunnum því vel að meta allar aðstæður þegar til Noregs var komið. Keppnisaðstaða og annar aðbúnaður var til mikillar fyrirmyndar, enda átt- um við létt með að tefla. Strax í upphafi var Ijdst hvert stefndi. Jóhann vann þrjár fyrstu skákir sínar og komst við það í forystusætið. Ég átti einnig velgengni að fagna og Norðurlandameistarinn frá 1983, Curt Hansen virtist til alls líklegur. Hann sigraði Simen Agdestein í fyrstu um- ferð í vel tefldri skák en í þriðju umferð fékk hann að- eins jafntefli í skák sinni við Færeyinginn Hansen og náði sér aldrei verulega vel á strik eftir það. Var hann aldrei veru- lega ógnun við okkur Jóhann enda varð ljóst eftir því sem leið á mótið að handhafi „Kóngsbikarsins“, sem Ólafur Noregskonungur, gaf til keppninnar yrði Norðmaður eða íslendingur. Sterkasti skákmaður Finna Jouni Yrjola byrjaði að vísu af krafti og var t.d. með 4 vinninga úr fimm fyrstu skákunum. En í næstu tveim umferðum mætti hann okkur Jóhanni og eftir þær skákir voru möguleikar hans úr sögunni. Að loknum átta umferðúm vorum við Jóhann efstir ásamt Agdestein, allir með 6 vinn- inga. í 9. umferð tefldum við Agdestein en Jóhann mætti Curt Hansen. Mér hafði tekist að vinna sigur á Norðmannin- um á svæðamótinu í Gausdal í janúar s.l. en nú náði hann fram hefndum. Þegar aðeins tvær umferðir voru eftir var hann með pálmann í höndun- um með 7 vinninga, Jóhann var mð 6Vi vinning og ég með 6 vinninga. í 10. umferð var hart barist í öllum skákum. Jóhanni tókst að knésetja Fær- eyinginn og ég vann öst Hansen. Flestir bjuggust við stuttu jafntefli í skák Agdeste- in við Helmers sem verið hefur aðstoðarmaður hans undanfar- ið en það fór á annan veg. Helmers fékk mun betri stöðu út úr byrjuninni en náði ekki að fylgja yfirburðum sínum eftir, bauð jafntefli. sem Agde- stein hafnaði en um síðir deildu þeir vinningnum. Enn komu í ljós bestu eiginleikar Agdeste- in, gífurlegur baráttuvilji sem á eftir að fleyta honum langt. Staða efstu manna fyrir síð- ustu umferð varþessi:l,- 2’. Agdestein og Jóhann Th v. 3. Helgi 7v :4.-5. Helmers og Curt Hansen, 6 vinningar hvor. Jóhann og Agdestein gerðu stutt jafntefli við Schussler og Yrjola, og ég þurfti því að vinna Færeyinginn Jens Cr. Jansen til þess að ná þeim. Það er oft erfitt að tefla undir slíkum kringumstæðum og í þessu tilviki gerði það málið enn snúnara að ég hafði svart. Hansen var greinilega staðráð- inn í að selja sig dýrt því alla þessa skák barðist hann af mikilli hörku. Mér tókst að ná örlítið betri stöðu út úr byrjun- inni, seildist eftir peði en við það fékk Hansen hættulegt mótspil. Þegar líða tók á set- una tókst mér þó að ná frum- kvæðinu en Hansen fann snjalla vörn, fórnaði manni og náði upp stöðu þar sem hann hafði kóng, hrók og þrjú peð gegn sama liðsafla svarts nema hvað ég var peði yfir. Peðin voru öll á sama væng. Fræði- lega er slík staða jafntefli en praktískir vinningsmöguleikar eru allgóðir. Og eftir langa og stranga viðureign tókst mér að þvæla þessu endatafli af Færey- ingnum. Niðurstaðan varð því sú að við Jóhann deildum efsta sætinu með Simen Agdestein. Þing Norræna Skáksambands- ins hafði ákveðið að fram færi aukakeppni um Norðurlanda- meistaratitilinn með einhvers- konar hraðskákafyrirkomu- lagi, þ.e. tefldar yrðu Vi klst. skákir. Þessu mótmæltum við bréflega enda var ákvörðunin tekin án þess að skákmenn væru hafðir með í ráðum. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær aukakeppni fer fram né hvar, en líklegt er að Norð- menn sjái um hana og að hún fari fram í haust. í meistaraflokki gerðust þau tíðindi helst að maður á ní- ræðisaldri vann öruggan og að því er virtist fyrirhafnarlausan sigur. Erik Lundin er 81 árs gamall og eru ekki mikil elli- mörk á honum að sjá. Hann var í hópi þeirra sænsku skákmanna sem gerðu garðinn frægan á millistríðsárunum með þeim Stoltz og Stahlberg og enn teflir hann. Lundin hlaut 7V4 vinning úr 9 skákum en í 2. sæti varð Norðmaðurinn Nils H. Grotnes. Fjórir íslend- ingar tefldu í þessum flokki og náði Áskell Örn Kárason best- um árangri þeirra. Hann var lengi vel í baráttunni um efsta sætið en tapaði slysalega fyrir Lundin í 8. umferð. Þröstur Árnason, 13 ára gamall piltur úr TR, náði ágætum árangri í þessum flokki, hlaut 4!^ vinn- ing úr 9 skákum. Tómas Björnsson fékk 4 vinninga og Jóhannes Ágústsson 3 Vi vinning. í opna flokknum, A-riðli sigraði Svíinn Frank Svenson með 71á vinning úr 9 skákum. Þrír íslendingar tóku þátt í þessum flokki en engan þeirra var að finna í einu toppsæt- anna. Jón Þór Berþórsson og Einar T. Óskarsson hlutu báðir 4Vi vinning og Magnús Sigurj- ónsson fékk 4 vinninga. Þó íslensku skákmennirnir hafi verið fremur fáir að þessu sinni var þátttaka í mótinu mikil. Telst mér til að alls hafi keppendur verið 212 talsins. Næsta Norðurlandamót fer fram eftir tvö ár og nú koma Færeyingar inn í myndina og halda mótið í fyrsta sinn og hefur verið ákveðið að keppn- in fari fram í Norræna húsinu í Þórshöfn. Þó við Jóhann gætum allvel við frammistöðu okkar í mót- inu unað og raunar tafl- mennskuna líka, þá tefldum við ekki neinar snilldarskákir. Agdestein tefldi tvímælalaust fallegustu skák mótsins þegar hann lagði Harry Schússler að velli í 5. umferð: Hvítt: Simen Agdestein Svart: Harry Schússler Drottningarbragð 1. d4 Rfó 2. c4 eó 3. Rf3d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. Hcl (Algengara er 6. e3 en þessi leikur hefur þó oft sést m.a. í einvígjum Karpovs við Kasp- arov og Kortsnoj.) 6... h6 7. Bh4 dxc4 8. e3 c5 9. dxc5 (Nýr leikur, þó ekki sé hann nú ýkja merkilegur. Áður hef- ur verið leikið 9. Bxc4) 9... Da5 10. Bxc4 Dxc5 11. De2 Rc6 12. 0-0 Bd7 13. a3 Da5 14. h3 HfdH 15. Bg3 a6 16. e4 b5 17. Bd3 b4 18. axb4 Rxb4 19 Bc4 Bc6 (Það er í meira lagi undarlegt að Schussler skyldi ekki leika 19. - Be8. f7 - peðið þarfnast völdunar vegna þrýstings hvíts eftir skálínunni a2 - g8. Fram- vinda skákarinnar er athygl- isverð og dæmigerð fyrir Norð- manninn. Hann getur ekki státað af miklum stöðuyfir- burðum eftir byrjunina enda er taflmennska hans á því stigi oft æði gruggug, en smátt og smátt tekst honum að byggja upp vænlega sóknarstöðu) 20. Re5 Bb7 (Enn gat hann leikið 20. - Be8 með traustri stöðu.) 21. f4! Bc5t 22. Khl Bd4 23. Rf3 Hac8 24. e5!? Bxf3? (Þessi mistök kosta svartan skákina. Eins og Agdestein sýndi fram á var mun sterkara að leika 24. - Bxc3 og ekki verður betur séð en að svartur haldi vel í horfinu: 25. bxc3 Rh5! 26. Bh2 Rd5 27. Bxd5 Dxd5 28. g4 (?) Dd3 29. Dxd3 Hxd3 30. Kg2 Hcxc3 31. Hcxc3 Hxc3 32. gxf5 f5! og svartur sé manni undir stendur hann í raun betur að vígi þar sem hvítur sleppur ekki úr leppun- ini. Hvítur getur auðvitað teflt betur en þetta. 28. g4 er t.d. afar ónákvæmur leikur en ljóst er að með 24. - Bxc3 gat svartur veitt harðvítugt viðnám.) 25. Hxf3 Rd5 26. Bh4! Hf8 27. Re4 Kh8 28. Hdl Db6?! (Gagnsókn var rétta ráðið í þessari stöðu. Því var best að leika 28. - Bxb2 en Schussler, sem var kominn í tímahrak, óttaðist 29. Rd6 sem svartur svarar best með 29. - Rc3 með óljósri stöðu.) 29. Bb3 Bc5 30. f5! (Sóknin er hafin.) 30... exf5 31. Hxf5 Re3 32. Hf6! (Glæsilega leikið. Svartur má ekki hirða hrókinn, 32. - gxfó 33. Dh5! og sóknin er óstöðv- andi.) 32... Hc6 33. Rxc5 Rxdl 34. e6! (Taflmennska hvíts er afar kraftmikil. Schússler var nú alveg að falla á tíma og hitti ekki á besta leikinn 34. - Rf2f. Hann leyfir Agdestein að útkljá málin á sérlega fallegan hátt.) 34. .. Dxc5 35. Hxhóf! gxh6 36. Bf6t Kh7 37. De4t Kg8 38. exf7t - Svartur féll á tíma en hann er óverjandi mát: 38. - Hxf7 39. Dg6t og mát í næsta leik. 1-3 IM Agdestein Noregur 2515 1-3 IM Hjartarson jsland 2505 1-3 GM Ólafsson ísland 2515 4 GM Hansen Danmörk 2500 5 IM Helmers Noregur 2435 6 IM Yrjolá Finnland 2460 7 IM Schtissler Svíþjóð 2465 8 IM Wiedenkeller Svíþjóð 2465 9-10 Máki Finnland 2365 9-10 FM 0stHansen Danmörk 2420 11 GM Westerinen Finnland 2390 12 HansenJ.Chr. Færeyjar 2215 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 X 1/2 1 0 1Á 1/2 1 1 1/2 1 1 1 8 1/2 X 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1 1 1/2 1 1 8 0 1/2 X 1/2 1/2 1 1/2 1 1 1 1 1 8 1 1/2 Vz X 1/V 1 Vz 0 1 Vz 1 Vz 7 Vfe 1/2 1/2 1/2 X 1/2 '/2 Vz Vz '/z 1 1 6 '/z 1/2 0 0 0 1/2 X 1 1 1/2 1 Vz Vz 5Vz 0 1/2 1/2 1/2 1/2 0 X 1/2 Vz 1 0 1 5 0 0 0 1 1/2 0 1/2 X Vz Vz Vz 1 41/2 1/2 0 0 0 1/2 1/2 1/2 Vz X Vz Vz 1/2 4 0 1/2 0 1/2 1/2 0 0 Vz Vz X Vz 1 4 0 0 0 0 0 1/2 1 Vz Vz Vz X Vz 31/2 0 0 0 1/2 0 1/2 0 0 Vz 0 1/2 X 2 Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.