NT - 01.08.1985, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 1. ágúst 1985 12
Toyota Land Cruiser II reynsluekið:
NYJU FOTIN
KRÚSARANS
■ Árið 1951 gerði Toyota í Japan sinn fyrsta jeppa og
kallaði Land Cruiser. Grunsamlega var hann líkur Willys-
jeppanum góðkunna þótt stærri væri, 6 strokka vélinni og
hásingunum var stolið frá Chevrolet og eflaust var fleira
gripið ófrjálsri hendi.
1955 hafði „Krúsinn“ endan-
lega tekið á sig þá mynd sem
síðan hélst óbreytt í 3 áratugi.
Á þeim tíma fjölgaði gerðun-
um, díselvélar urðu fáanlegar,
framleiðslan jókst jafnt og þétt
og var komin í 10.000 á mánuði
þegar 10 milljóna markinu varð
náð 1983. Hafði Land Cruiser-
inn þá ýtt mörgum keppinautum
svo sem hálfnafnanum Land
Rover og gömlu fyrirmyndinni
Jeep til hliðar á þeirra gömlu
mörkuðum um allan heim, enda
einn sterkasti fáanlegi jeppinn.
Nú fyrst á því herrans ári 34
eftir L.C. burð er Krúsa gamla
kippt aftur inn í nútímann.
Japanirnir þurfa nú engu að
stela lengur, nýja yfirbyggingin
er eftir nýjustu japönsku jeppa-
tísku og fæst í ótal tilbrigðum á
gamla undirvagninn í þrem
lengdum. Að auki er ný grind
með gorma framan og aftan,
léttari vélar og kram sem á
ekkert sameiginlegt með þeim
gamla annað en nafnið.
Þessi stutti léttamatrós Land
Cruiser II, er eina gerðin sem
Toyota umboðið hér flytur nú
inn auk stóra Station vagnsins.
Við fyrstu sýn virðist hér kom-
inn hinn ídeal jeppi, með mýkt
og aksturseiginleika Range
Rover en styrk og endingu
Toyotunnar, því fjöðrunarbún-
aðurinn er alveg eins og undir
Range Rover.
Svo er þó því miður ekki.
Smíði og samsetning er í sama
gæðaflokki og vant er af Toyota,
en fjöðrunin er allt of höst og
óþægileg, meira í ætt við Land
Rover en Range Rover. Þrátt
fyrir fjaðrandi sætin sem kosta
23.000 aukalega er óþægilegra
að ferðast í Land Cruiser II en
t.d. Hilux vörubílnum, því setið
er rétt fyrir framan afturhjólin.
Að framan er fjörðunarvega-
lengdin líka eins og vant er allt
of stutt, svo stundum ber hann
saman með dynk og kastar sér
upp.
Verra er þó stirt og stíft stýrið
sem réttir sig illa af og hefur
heila 4 og 1/2 snúninga borð í
borð þrátt fyrir vökvaaðstoð.
Ameríkanar hafa sín vökvastýri
of létt, en hér er gengið of langt
í hina áttina. Þetta ónákvæma
og óhönduglega stýri spillir ann-
ars þokkalegri hegðan á vegum,
og gerir beygjur að puði með
hamagangi á stýrishjólinu, ekki
síst í torfærum. Land Cruiser II
telst hvorki yfir né undirstýrður,
hagar sér ágætlega á vegum að
frádregnum köstum og skoppi
vegna fjöðrunarstífleikans, sem
hefur líka áhrif á rásfestu, enda
aðeins 2.30 milli hjóla.
Bremsurnar eru heldur ekki
þær bestu sem rekið hafa á
fjörur okkar, höfðu tilhneigingu
til að læsa einu hjóli fyrr en
öðrum, venjulega öðru fram-
hjóli þótt ekki væri það algilt.
Bensínvél gormá-Cruisersins
er ný fyrir okkur hér í Evrópu,
en þessi borvíða (92 mm.
borun!) 2,4 lítra fjögurra
strokka vél með yfirliggjandi
knastás hefur í mörg ár verið
uppistaðan í útflutningi Toyota
til Bandaríkjanna. „Dráttar-
vélamótor" uppnefna banda-
rískir bílaskríbentar þennan
lágsnúnirigsvinnuhest á sínu
venjulepa yfirdrifna máli, þótt
evrópskir kollegar þeirra virðist
á öðru máli.
Ég held að einhverjir hinna
103 uppgefnu hesta hljóti að
hafa strokið úr vistinni hjá þessu
eintaki okkar, svo þreytuleg var
vélin í starfi sínu. Mikinn snún-
ing vill hún skiljanlega ekki en
er heldur ekki sannfærandi á
lágum snúningi. Af ásetningi
eða furðulegri tilviljun minnir
puðrandi hljóðið eindregið á
gömlu 6 strokka vélina sem enn
fæst í „Heavy Duty“ gerðinni af
Land Cruiser.
Ein skýring á slappleikanum
er allt of hátt drif sem gerir 5.
gírinn svo til ónothæfan hér á
Islandi, og raunar víðar. Mest
eru 2., og 3. gírinn notaðir,
hvað þá ef búið er að setja stærri
dekk undir eins og margir gera.
Hægt gekk á 90 lítra bensín-
tankinn og ætti að vera hægt að
komast um 700 kílómetra á
honum, og mun lengra með
díselvélinni sem hentar bílnum
líklega betur þótt kraftlítil sé.
Veghljóð og dekkjasöngur er
vel einangrað frá eyrum far-
þega, en á móti kemur að sífellt
þarf að þeyta vélinni til að
komast áfram.
Útlitshönnuðir Toyota hafa
reynt að halda eftir stílbrigðum
gamla Krúsa í löngu nefinu með
framskagandi brettin. Húsið er
af allt öðru sauðahúsi en það
gamla, nýtískulegt og íburð-
armikið. Enn er sætisstaðan há,
en afstaða milli stýris, sætis og
fetla miklu betri, í þeim gamla
var setið með risastórt stýrið í
fanginu og fetlarnir voru hátt
frá gólfi.
Sætin sjálf eru ágæt, ekki
bara fram í heldur líka aftur í,
og þokkalegt pláss er fyrir 4,
þolanlegt fyrir 5, þótt rafdrifin
topplúga taki af höfuðrýminu.
Einhverjar reglur EBE neyddu
Toyota á síðustu stundu til að
festa varadekkið innan á stærri
afturhurðina af tveim þar sem
það rænir meirihluta lítils
farangursrýmisins og útsýni
líka. Fella má aftursætið niður,
en það er í heilu lagi, ekki
tvískipt.
Innréttingin er hlýleg og
smekkleg, sérstaklega af jeppa
að vera, og í bílnum okkar var
mikið af aukabúnaði eins og
rafdrifnar rúður og topplúga,
fjaðrandi sæti (stillanleg eftir
Afturhurðirnar eru nússtórar og opnast til hliðanna.
NT-mynd AA
líkamsþyngd) beggja megin,
veltistýri, tveir stórir hliðar-
speglar stillanlegir, aukamælar,
krómfelgur innan frá, klukka,
gangbretti, tvílitt sanserað lakk
og fleira. Rúður eru síðar en
pósturinn aftan við hliðardyrnar
breiður og skyggir á t.d. við að
aka skáhallt inn á götu. Póstur-
inn í afturglugganum tekur líka
sitt, og varadekkið skyggir á hálfa
stærri rúðuna.
Mælaborðið er vel læsilegt og
án fiffa fyrir utan hallamælana
og „hæðarmælinn“ í miðjunni
sem fáanlegir eru aukalega.
Hæðarmælirinn mælir bara loft-
þrýsting og þarf því að rétta
■ Sannarlega hlaðið mælaborð; hér vantar
ekkert sem máli skiptir og vel það sbr.
hæðar og hallamælana.
NT-mynd: AA
hann af fyrst miðað við ríkjandi
þrýsting við sjávarmál.
Þótt áherslan sé lögð á lúxus-
útbúnað bæjarbúans í þssu ein-
taki er Land Cruiser II alvöru
jeppi undir niðri. Læsta drifið
að aftan hjálpar mikið, a.m.k.
meðan það er nýtt, svo ekki
þarf að grípa til framdrifsins
fyrr en færið verður verulega
þungt. Hins vegar er honum
hætt til að setjast á voldugar
hásingarkúlurnar og framspyrn-
urnar sem beygja sig undir milli-
bilsstöngina og skaga álíka langt
niður og hasingarkúlan. Engin
hætta á þó að vera á
skemmdum, allt er þykkt og
■ Þótt hlaðinn sé krómi, sanseruðu lakki í tveim litum, og fleiri finu er Land Cruiser enn jeppi undir
NT-mynd AA
Lága drífsins er þörf um leið og vegum sleppir því drífið er mjög lágt.
NT-mynd Málfríður Eyjólfsdóttír