NT - 01.08.1985, Qupperneq 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1985 7
neinna í Sovétríkjunum og
gengi það eitt til að berjast
gegn sovéska ríkinu og þjóna
þar með hagsmunum erlendra
ríkja. Að sögn vestrænna dipló-
mata er það ljóst að Gorbac-
hev hefur engar áætlanir á
prjónunum um að milda með-
ferðina á virkum andófsmönn-
um.
Sérfræðingar eru ekki á eitt
sáttir um þann árangur sem
samkomulagið hefur gefið af
sér og sérstaklega er deilt um
hversu miklu mannréttindaá-
kvæðin hafi í raun breytt um:
mannréttindi í Sovétríkjunum.
Þeir jákvæðu benda á mikla
fjölgun útflytjenda, sérstak-
lega gyðinga, sem dæmi um
viðkvæmni Sovétríkjanna
gagnvart almenningsálitinu í
heiminum. Reyndar hefur að
mestu tekið fyrir útflytjenda-
strauminn eftir að slökunar-
stefnan missti meðbyr sinn upp
úr 1979.
„Óaðfinnanleg“
frammistaða
Sovétríkjanna
Sovétríkin vísa ásökunum
vestrænna aðila um einstök
mannréttindabrot algerlega á
bug á þeim forsendum að þær
séu aðeins liður í sálrænu stríði
vestrænna ríkja gegn þeim.
Þeir staðhæfa jafnframt að þeir
hafi staðið við Helsinkisátt-
málann með því að leyfa aukin
menningartengsl og fjölga
ferðamönnum, gefa út verk
erlendra rithöfunda o.s.frv.
Á sama tíma hefur Kreml
hafið nýja gagnsókn á áróðurs-
sviðinu með því að ásaka ýmis
Vesturlönd fyrir mannrétt-
indabrot og má líta á það sem
undirbúning til að mæta enn
öflugri gagnrýni úr vestri á
afmælishátíð Helsinkisam-
komulagsins.
Fyrir fáeinum dögum bar
talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Vladimir Lom-
eiko, saman hina „óaðfinnan-
legu“ frammistöðu Sovétríkj-
anna í mannréttindamálum við
frammistöðu Bandaríkjanna
og annarra vestrænna ríkja,
sem hann sagði einkennast af
alvarlegum mannréttindabrot-
um, s.s. atvinnuleysi, kyn-
þáttahyggju, kynjamismunun
og barnavændi.
Vestrænir telja meginhag
Sovétríkjanna af Helsinkisam-
komulaginu felast í því að þar
hafa Sovétmenn umræðuvett-
vang til að semja við vestræn
verið meginviðfangsefni ráð-
stefnu kennda við Stokkhólm.
Endurvakning
slökunarstefnu
i
■ Andropov, yfírmaður KGB og valdamesti maður Sovétríkj-
anna.
ríki án þess að það snerti ópuríki jafnframt þvi að vinna
NATO eða Varsjárbandalag- að því að efla öryggi á megin-
ið. Slíkur umræðuvettvangur landi Evrópu með ýmsum að-
hefur gert Moskvu fært að gerðum til að efla traust meðal
treysta tengslin við ýmis Evr- ríkja, en það hefur einmitt
■ Shevardnadze, nýskipaður utanríkisráðherra, sem nú situr
fundinn í Helsinki.
Það er gjarnan leikur opin-
berra fjölmiðla í Sovétríkjun-
um að reka þann áróður að
Bandaríkin séu að troða styrj-
aldaráformum sínum og and-
sovéskum viðhorfum upp á
bandalagsríki sín í Evrópu. Til
dæmis hélt sovéska Helsinki-
nefndin því fram í ýtarlegri
skýrslu um samkomulagið nú
nýverið „að Bandaríkin hefðu
snúið baki við slökunarstefn-
unni um leið og þau höfðu
undirritað samkomulagið í
Helsinki þann 1. ágúst 1975“.
Einnig kemur fram í sömu
skýrslu það viðhorf að „stjórn
Reagans hafi lagt sig alla fram
um að grafa undan samstarfi
Evrópuríkja með því að flækja
bandamenn sína í Evrópu í
vaxandi mæli í vígbúnaðar-
kapphlaupið og hvers kyns
baráttu gegn Sovétríkjunum".
Oft eru takmarkanir Banda-
ríkjanna á viðskiptum við Sov-
étríkin og bandalagsríki þess
nefnd sem dæmi um brot
Bandaríkjanna á Helsinkisam-
komulaginu.
í stuttu máli sagt þá kenna
Sovétmenn stjórn Reagans al-
farið um að slökunarstefnan
hefur runnið út í sandinn, sem
hún gerði í kjölfar atburða
eins og innrásarinnar í Afghan-
istan 1979, ástandsins í Pól-
landi, stöðvun umræðnanna
um vígbúnaðarstjórnun 1983
og uppsetningu Bandaríkj-
anna á Pershing II og stýri-
flaugum í Evrópu að undan-
förnu. Nýjasta skotmark Sov-
étmanna í áróðursstríðinu er
„stjörnustríðsáætlun“ Ronald
Reagans, en að mati þeirra er
áætlunin megin ógnunin við
heimsfriðinn um þessar
mundir.
En hvað sem öllum áróðri
líður, þá vænta stjórnmálasér-
fræðingar þess að Gorbachev
muni nota sér þann umræðu-.
vettvang, sem Helsinkisam-
komulagið hefur getið af sér,
til að hefja baráttu fyrir endur-
vakningu slökunarstefnu í
samskiptum austurs og
vesturs, en þá í fastara formi en
áður var. Telja fræðingarnir
sig sjá þess merki að Gorba-
chev sé áfram um að efla
tengslin við Vestur-Evrópu og
þar mundi öryggismálaráð-
stefna Evrópu í Stokkhólmi
vera hentugur vettvangur.
Reuter
- og á því virðast fleiri og fleiri
vera að átta sig.
„Reddast alltaf“
úr gildi fallið
Að sjálfsögðu brunnu pen-
ingar eldri kynslóðanna ekki
upp í bókstaflegum skilningi.
Þeir færðust til -til hinna „það
reddast alltaf einhvernveginn"
-kynslóða, sem fengu peninga
að láni og borguðu aldrei nema
að hluta til baka. Svo virðist
sem það sé þetta „reddast
alltaf einhvernveginn" -fólk
sem hvað erfiðast hefur átt
með að melta breytingar
undanfarinna ára og hafa
margir þeirra því rekið sig
illilega á.
í grein eftir Elvar Guðjóns-
son, viðskiptafræðing um fast-
eignamarkaðinn segir hann
m.a.: „Það hlýtur að teljast
kaldhæðni örlaganna að mjög
stór hópur þeirra sem eru að
byggja núna og tapa á því, er
fólk á aldrinum milli 30-40 ára
eða einmitt það fólk sem lík-
legast er að hafi keypt eða
byggt sína fyrstu eign á síðasta
áratug og fengið stóran hiut
hennar „gefins“.
Hver getur sparað?
íslendingar eru óskaplega
eyðslusamir en þó í eðli sínu
sparsamir, sagði Pétur Blöndal
á fundi margra fyrirmanna og
fréttamanna nýlega. Þróun
undanfarinna mánaða virðist
renna stoðum undir þessa
skemmtilegu þversögn.
En h ver getur eiginlega spar-
að á þessum síðustu og verstu
tímum (kaupránsárum) spyrja
margir? Eru það ekki bara
braskarar og skattsvikarar -
kannski 10% þjóðarinnar, er
algengt viðkvæði þeirra er rætt
er við. „Pað geta állir sparað,“
segir Pétur Blöndal. Og ýmis-
legt virðist benda til að það séu
fleiri en margan grunar sem
eiga sér nokkurn varasjóð í
bankanum sínum.
Um 40 þús. á hvern
íslending
Hinn 31. maí s.l. (takið eftir
að miðað er við síðasta dag
mánaðarins) voru um 40%
allra spariinnlána í bönkunum
inni á almennum sparisjóðs-
bókum, eða samtals um 9.425
milljónir króna. Deilt jafnt
niður á alla íslendinga kæmu
tæplega 40 þús. krónur í hlut
hvers. Væri það 10. hluti þjóð-
arinnar sem ætti þessa peninga
væri meðalinnistæðan því 400
þús. krónur.
Trúið þið því frekar en ég,
að „peningamenn“ mundu
geyma slíkar upphæðir inni á
almennum sparisjóðsbókum
og þar með á lægstuvöxtum
sem bjóðast á spariinnlánum.
Er ekki líklegra að að baki
þessum 9.429 milljónum séu
sparireikningar meirihluta
þjóðarinnar sem vilja hverju
sinni hafa aðgang að svona
10-100 þús. króna í lausum
varasjóði? Þeir sem eiga pen-
inga þar umfram eru líklegir til
að geyma þá frekar inni á
hinum ýmsu sérreikningum
sem eru bundniir um einhvern
tíma. en bera líka mun hærri
vexti. Á slíkum reikningum
voru um 13,5 milljarðar fyrr-
nefndan 31. maí og sparifé
landsmanna því samtals nær
23 milljarðar króna, auk 4,7
milljarða á veltiinnlánum og
1,8 milljörðum á gjaldeyris-
reikningum.
Heiður Helgadóttir.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Péturssón
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
lV>T
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Stórfelldur halli
a rikissjoði
■ Halli á A-hluta ríkissjóðs í júnílok nam tveimur
komma átta milljörðum króna. Halli á ríkissjóði í
fyrra fyrstu sex mánuði ársins nam „aðeins“ þrjú-
hundruð fjörutíu og þrem milljónum króna og hefur
því sigið á ógæfuhliðina sem nemur rúmum tveim og
hálfum milljarði króna.
Þetta eru hrikalegar tölur og koma heim og saman
við fréttir NT fyrr í sumar um biksvart útlit
í fjármálum þjóðarinnar. Fram kemur í frétt-
um NT í dag, að útgjöld ríkissjóðs fyrstu sex
mánuði ársins hafa aukist miðað við sama tímabil í
fyrra um rúm fjörutíu prósent og nema nú tæpum
fjórtán milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins.
Fjármálaráðuneytið tínir til ýmsar skýringar á þessari
stöðu mála. Þó ráðuneytið hafi á málum aðra
áhersluröð vill NT benda á, að í upplýsingum frá því
kemur fram, að fjármagnsgjöld, vextir og annað,
hafa hækkað um sextíu prósent frá því í fyrra! Þarna
er laumað inn lið, sem á eftir að vinda utan á sig í
framtíðinni, hjá þjóð sem hefur tekið að láni erlendis
fjármagn sem nemur sextíu af hundraði þjóðarfram-
leiðslu.
NT vill taka undir aðvörunarorð Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra, sem oft hefur bent
mönnum á, að nú verði menn að fresta ýmsum
framkvæmdum og áformum, nánast hversu góð sem
þau eru, kosti þau þjóðarbúið nýjar erlendar lántök-
ur. Vissulega verða menn að auka verðmæti þess sem
framleitt er hér innanlands og auka þar með
þjóðarframleiðslu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir ís-
lendinga að skerða ekki það framlag sem fara á til
nýsköpunar í atvinnumálum sem Framsóknarflokk-
urinn hefur haft forgöngu um í þessari ríkisstjórn.
Hins vegar má benda á, að gjöld vegna heilbrigðis-
og tryggingamála hafa hækkað um þrjátíu og fjögur
prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er sá hluti
ríkisútgjalda þar sem hvað stærst orð voru höfð um
niðurskurð og svo virðist, sem heilbrigðisráðherra,
Matthías Bjarnason, sé með öllu horfinn frá sparnað-
arhugmyndum. Má til dæmis nefna, að þessi sami
Matthías, þá sem samgönguráðherra, ferðaðist um
landið í vor og lofaði brúm, flugvöllum, vegum og
malbikun eins og ríkissjóður hefði peninga eins og
skít.
NT beinir þeim tilmælum til ráðamanna að aðhald
í ríkisfjármálum verði aukið og ekki verði pissað í
skóna með erlendum lántökum. Og almenningur á
kröfu á hendur ráðherrum, að þeir fari á undan með
góðu fordæmi.
Tilræðismenn handteknir
Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur handtekið fólk
sem ætlaði sér að eitra fyrir æsku þessa lands með
banvænu ofskynjunarlyfi, LSD. Fólk þetta ætlaði að
græða stórfé á því að byrla æsku landsins eitur, sem
valdið getur dauða eða geðbilun og hafði í fórum
sínum skammta fyrir tæplega fimm þúsund manns.
Fórnarlömb þessa eiturefnis er þegar að finna á
geðsjúkrahúsum hér á landi.
Eiturlyfjasala hljótum við að telja í hópi tilræðis-
manna við þjóðfélagið. Þeim ber að refsa í samræmi
^ við það.