NT - 01.08.1985, Síða 23

NT - 01.08.1985, Síða 23
Landsmótið í golfi: Hörkukeppni í 2. flokki ■ Landsmótið í golfi hófst á Akureyri í gær með keppni í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla. Keppnin var jöfn og spennandi, einkanlega í 2. flokki karla, þar sem tvö högg skilja efsta og 10. mann. Efstur í 2. flokki þegar fyrstu 18 holurnar af 72 hafa verið leiknar er Hall- dór Þormar, GR. Hann lék í gær á 83 höggum. í öðru sæti er Guðmundur Sigurjónsson, GS, sem einnig lék á 83 höggum. Þriðji er Sigurþór Sæv- arsson, GS, og fór hann hringinn á sama högga- fjölda. Þrír léku svo á 84 höggum og fjórir á 85 höggum! I 2. flokki kvenna er Sigríður B. Ólafsdóttir, GH, efst með 92 högg á fyrstu 18 holurnar. Kon- urnar leika 36 holur. Hildur Þorsteinsdóttir, GK, er önnur með 93 högg og Auður Guðjóns- dóttir, GK, í þriðja sæti nieð 97 högg. í 3. tlokki karla erBessi Gunnarsson, GA, ineð forystuna. Hann lék á 84 höggum, tveimur högg- uin minna en ívar Harð- arson, GR. Sigurður Aðalsteinsson, GK, er þriðji með 87 högg. Leiknar verða 72 holur í 3. flokki. Tap á Sigló ■ Svarfdælir sigruðu Skytturnar 2-3 á Siglu- firði í D-riðli 4. deildar í gærkvöldi. Heimamenn voru yfir 2-1 í hálfleik og skoruðu Gunnlaugur Guðleifsson (víti) og Ragnar Ragnarsson mörk þeirra. Guðmundur Jónsson, Tómas Viðars- son og Hörður Lilliandal skoruðu fyrir Dalvíkinga. A þriðjudagskvöld sigraði Vaskur Árroðann 6-2 í E-riðli. Tómas Karlsson gerði tvö, fyrir Vask og Jónas Baldvins- son, Hjörtur Unnarsson, Halldór Aðalstcinsson og Valdimar Júlíusson eitt hver. Örn Tryggvason og Friðrik Jónasson svör- uðu. Sigurður verður með ■ Sigurður Petursson, GR, Islandsmeistari í golfi verður meðal þátt- takenda þegar ræst verð- ur út í meistaraflokki á landsmótinu á Akureyri í dag. Hann hefur átt við meiðsli í baki að stríða og verið undir læknishcndi. í gær ákvað hann síðan að freista þess að verja titil sinn og verður spenn- andi að sjá hvort honum tekst það. ■ Nokkrir leikir fóru fram í eldri flokki knattspyrnu í gærkvöldi. Í Safamýrinni Val, Jón Pétur Jónsson eitt og Birgir Einarsson hið fjórða. Erlendur Magnússon 0-2, áður en Erlendur náði að svara. í Sæviðarsundinu léku Þróttarar við Selfoss og Ármann og Haukar gerðu jafntefli 2-2. Sveinn Guðnason kom Ármanni yfir en Úlfar Guðmundur Haraldsson jafnaði á ný. Á myndinni hér að ofan berjast gamlar stjörnur sigraði Valur Fram 1-4. Kappinn kunni Hermann Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir skoraði fyrir Fram úr víti. Öll mörkin komu í síðari hálfleik og komust Valsmenn í sigruðu 3-0. Tryggvi Geirsson skoraði tvívegis ög Sverrir Brynjólfsson gerði hið þriðja. Brynjarsson jafnaði metin. Ingólfur Magnússon náði aftur forystu fyrir Ármann en í Safamýrinni, en myndina tók Árni Bjarna. Argentína tapadi - fyrir Áströlum nokkuð óvænt - miklar öryggisráðstafanir ■ 1 gær hófst í Kína HM drengjalandsliða. Fyrsti leikur keppninnar var á milli Kínverja og Bólivíu og endaði leikurinn með jafntefli 1-1. Það voru Bólivíumenn sem voru sterkari en Kínverjar spiluðu góða vörn. Þrír aðrir leikir voru í gær og kom mest á óvart að Argentínu- menn, með Hugo Maradona, bróðir Diego Maradona, í farar- broddi töpuðu fyrir Áströlum með einu marki gegn engu. Ástralir skoruðu í fyrri hálfleik og vörðust síðan mjög vel. Þá spiluðu Saudi Arabar og Costa Rica-menn og unnu Arabarnir 4-1. Þá gerðu Ungverjar og Mexíkanar markalaust jafntefli í Shanghai. Milar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á leikjunum til þessa og þá sérstaklega á leik Kínverja og Bolivíumanna. Yfirvöld knattspyrnumála í Kína vilja greinilega ekki að ólæti brjótist út á leikjunum eins og gerðist á leik Kínverja og Hong Kong-manna fyrir nokkru er þeir síðarnefndu sigr- uðu og gerðu vonir Kínverja um sæti í HM í Mexíkó að engu. Meðal þess sem gert hefur verið er að koma á samkeppni milli borganna fjögurra sem halda keppnina en það eru Peking, Tianjin, Dalian og Shanghai, um hverri þeirra takist best upp í öryggismálum og hvar áhorf- endur verða prúðastir. Áhorf- endur í Peking á leik Kínverja og Bólivíumanna voru mjög stilltir og er það m.a. talið stafa af því að Kínverjar og Bólivíu- menn hafa nýlega tekið upp stjórnmálasamband sín á rnilli. Jafntefli í leiknum var einnig vel við hæfi. ■ Gross hefur oft fagnað sigri í sundlauginni. Fagnar hann fjórum sinnum í næstu viku? TekstGrossað vinna fjórfalt? - á HM í sundi sem hefst í næstu viku ■ „Michael Gross mun ein- beita sér að því að setja heims- met í 200 m flugsundi. Allt annað er aukaatriði. Hann stefnir að því að verða fyrstur til að synda á undir 1:57.00,“ segir Manfred Thiesmann þjálfari Gross. Gross, sem kallaður hefur verið „Albatrossinn", mun keppa á Evrópumeistaramótinu í sundi sem hefst í Sofía í næstu viku. Hann mun ekki einungis keppa í 200 m flugi heldur einnig í 200 m skriði og 100 m flugi svo og 4x200 m skriðsundi. Búist er við að hann vinni til gullverðlauna í öllum þessum greinum. Gross á einnig heims- met í 400 m skriði en hann hefur ekki látið skrá sig í það sund. Einbeitingin mun verða á 200 m flug. Ulfarnir: Fresturtil 9. ágúst ■ Hið fornfræga enska knattspyrnulið, Wolver- hampton Wanderes, best þekkt á íslandi sem Úlf- arnir, hefur fengið frest til 9. ágúst að greiða skuldir sínar. Allar líkur benda til þess að félagið fari á hausinn, það skuld- ar 700.000 sterlingspund eða um 4 milljónir ís- lenskra króna. Wolves var eitt af stofnendum ensku deildarkeppninn- ar. Forráðamenn félags- ins segja að greiðslu- trygging sé á leiðinni og því ákvað áfrýjunar- dómstóll sá sem hefur með málið að gera að veita þeim frest til hádeg- is þann 9. ágúst. Norðurlandamót drengjalandsliða: „Strákarnir voru þreyttir eftir leikinn við Dani“ sagði Lárus Loftsson, landsliðsþjálfari eftir 1-3 tap gegn Englendingum ■ íslendingar töpuðu 1-3 fyr- ir Englendingum á Norður- landamóti dengjalandsliða í knattspyrnu í Bergen í gær. í hálfleik var staðan 1-1. Englendingar, sem keppa sem gestir á mótinu, náðu forystu á 35. mínútu. Eftir varnarmistök náði einn þeirra að leika í gegnunr íslensku vörnina og senda knöttinn í netið. Aðeins þremur mínútum síðar náðu íslendingar að jafna. Rúnar Kristinsson átti þá gott skot utan úr vítateign- um og knötturinn sigldi í netið. Laglegt mark. Á 52. mínútu kom annað mark Englendinga. Einn ís- lensku drengjanna skallaði knöttinn í eigin þverslá er hann hugðist hreinsa frá mark- inu og er boltinn hrökk niður aftur náði enskur leikmaður að moka honum í netið. Síðasta markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. HM drengjalandslið í Kína: „Strákarnir voru mjög þreyttir eftir erfiðan leik á þriðjudag gegn Dönum,“ sagði Lárus Loftsson, lands- liðsþjálfari eftir leikinn. Þann leik unnu íslendingar 4-3 og var það fyrsti sigur íslensks knattspyrnuliðs á dönsku á er- lendri grund. „Þetta er erfitt mót,” sagði Lárus. „Það er spilað á hverj- um degi og strákarnir eru óvanir að spila svona ört. Enska liðið er geysilega sterkt. Leikmenn þess eru flestir á biðlista hjá ensku knattspyrnuliðunum, margir hverjir komnir með samning,4' sagði Lárus. Önnur úrslit í gær urðu þau að Norðmenn unnu Svía 1-0 og Danir unnu Finna 3-2. Staðan á mótinu er þá þessi eftir þrjár umferdir: Noregur 3 3 0 0 5-1 6 England 3 2 0 1 8-5 4 Svíþjóð 3 2 0 1 7-4 4 Danmörk 3 1 0 2 6-8 2 ísland 3 1 0 2 5-9 2 Finnland 3 0 0 3 3-7 0

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.