NT


NT - 07.08.1985, Síða 2

NT - 07.08.1985, Síða 2
Lestunar- áætlun Tarottáknin eru vegvísir Tveirdulspekingarsækja ísland heim ■ Hér á landi eru staddir tveir sérfræðingar í tákn- máli Tarot-spilanna, þau Coleen Rowe og Ervin Bartha. Á fimmtudags- kvöld klukkan 8:30 munu þau halda fyrirlestur um rannsóknir sínar í veitinga- húsinu Mensa við Lækjar- götu í Reykjavík. Aðal- áhugi þeirra beinist að ýmiss konar táknum sem finna má meðal mismun- andi fólks á jörðinni og hvernig þessi tákn koma fram í ýmsum gervum í samræmi við þjóðarein- kenni. Þau Rowe og Barthe hafa ferðast mjög víða og dvalist meðal indíána og innúíta og skoðað menningu þeirra með tilliti til þess táknmáls sem finna má meðal annars í Tarotspilunum. ';,Á ferðalögunum og við rannsóknir okkar höfum við veitt því eftirtekt að alls staðar á jörðinni og á öllum tímum hafa komið fram ákveðin grundvallar- tákn hjá manninum. Að okkar áiiti liggur eins konar innri þrá mannsins að baki þessu táknmáli. MeðTarot- spilunum hefur verið gerð tilraun til að raða táknun- um niður á skipulegan hátt þó svo sú tilraun sé ekki fullkomin eða endanleg.“ Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki og þar mun gefast tækifæri til að ræða við þau Rowe og Bartha um rannsóknir þeirra og ekki síst Tarot-spilin sem þau telja eins konar lýsingu á manninum í hnotskurn. Ervin sagði í samtali við NT að spilin væru vegvísir að innri gerð vitundar okk- ar og þeim frumöflum sem væru sameiginleg öllum mönnum óháð þjóðerni og trúarbrögðum. Nánar verður fjallað um rannsóknir þessar í Helg- arblaði NT um næstu helgi. Vertu nú fljótur að slafra þessu í þig góði. Fjármáiaráðherra er búinn að fatta altsaman. ■ Coleen Rowe og Ervin Bartha: „Okkur þykir mikið til þess koma hvernig íslendingum hefur tekist að varðveita þjóðareinkcnni sín og andlegt sjálfstæði gcgnum aldirnar." NT-mynd Sverrir Tollverðir kyrrsettu vör ur úr Rainbow Hope — Fjármálaráðherra segir lög banna kjölinnflulninn varnarliðsins, en ulanríkisráðuneytið telur svo ekki vera Huil/Goole: Dísarfell 12/8 Dísariell 26/8 Dísarfell 9/9 Dísarfell 23/9 Rotterdam: Dísarfell 13/8 Dísarfell 27/8 Dísarfell 10/9 Dísarfell 24/9 Antwerpen: Dísarfell 14/8 Dísarfell 28/8 Dísarfell 11/9 Dísarfell 25/9 Hamborg: Dísarfell 16/8 Dísarfell 30/8 Dísarfell 13/9 Dísarfell 27/9 Larvik: Jan 19/8 Jan . 2/9 Jan 16/9 Gautaborg: Jan 20/8 'Jan . 3/9 Jan 17/9 Kaupmannahöfn: Jan 21/8 Jan . 4/9 Jan 18/9 Svendborg: Jan . 22/8 Jan . . 5/9 Jan . 19/9 Aarhus: Jan . 22/8 Jan . . 5/9 Jan . 19/9 Gloucester, Mass. : Jökulfell . 24/8 New York: Jökulfell . 26/8 Portsmouth: Jökulfell . 27/8 ** SKIRADEILD SAMBANDSINS I Sambandshúsinu 1 Pósth. 180 121 Reykjavík I Simi 28200 Telex 2101 Verðlagsnefnd búvara: Alexanderskip- ar 3 neytenda- fulltrúa ■ Þarsem Alþýðusamband ís- lands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja tilnefndu ekki fulltrúa í hina nýju Verðlags- nefnd búvara hefur félagsmála- ráðherra, samkvæmt ákvæðum laganna um Framleiðsluráð, skipað eftirtalda sem fulltrúa launþega í nefndinni: Arnar Bjarnason, viðskiptafræðing, Baldur Óskarsson, viðskipta- fræðinema og Margréti S. Ein- arsdóttur sjúkraliða. Miðvikudagur 7. ágúst 1985 2 Innbrot um verslunarmannahelgina: Farið inn í 3 íbúðir - þýfið skiptir hundruðum þúsunda ■ Rannsóknarlögreglu var tilkynnt unt þrjú inn- brot í íbúðir um helgina, á sunnudag. Verðmætu frí- merkjasafni var stolið úr íbúð við Sunnuveg, þá söknuðu húsráðendur einnig Bang og Olavson stereotækja. Mikið var rótað í íbúðinni og mun þýfið skipta hundruðum þúsunda. Farið var inn í íbúð við Efstaland, og þaðan stolið Akai mynd- segulbandstæki ásamt Sanyo hljómburðarsam- stæðu. Aðkoma var óskemmtileg og höfðu innbrotsþjófarnirf rótað mikið í íbúðinni. Þriðja innbrotið sem til- kynnt var eftir helgina var íbúð við Háaleitisbraut en þaðan var talsverðu magni af silfurmunum stolið. Að sögn lögreglunnar er rnikið um innbrot á löngum helgum sem versl- unarmannahelgi. Algengt er að tilkynningar um inn- brot berist ekki fyrr en eftir helgina, þegar fólk snýr aftur úr sumarfríum. Loksins glæta í Vatnsdalsá ■ Veiði hefur glæðst síðustu daga í Vatnsdalsá, eftir mjög lélega veiði framan af. 123 laxar veiddust á fjórum dögum á sex stangir. Pað er besta veiðin í ánni í sumar. Gísli Pálsson heimildarmaður. Veiði- hornsins við Vatnsdalsá, sagði að svo virtist sem spár fiski- fræðinga væru að rætast. „Það er sennilega útséð um það að Tumi Tómasson fiskifræðingur þarf ekki að éta hattinn sinn, heldur getur hann gengið með hann í vetur. Tumi hét því að hann myndi borða hann, ef smálaxinn léti ekki sjá sig upp úr miðjum júlí,“ sagði Gísli. Það hefur einmitt verið smálax- inn sem hefur verið aðaluppi- staðan í aflanum síðustu daga. Eitthvað er eftir af veiðileyfum í ánni, en þó mun það vera takmarkað. Silungsveiði á Norðurlandi Haraldur I. Haraldsson, Akureyri: Eyjafjarðará hefur verið sprikíandi full af silungi í sumar, og vel hefur veiðst á köflum. Þó kenna menn kulda um að agnið er ekki mjög vinsælt hjá þeim árbúum. Stærsta fiskinn í Eyjafjarðará dróÓlafurGunn- arsson á fjórða svæði á heima- tilbúinn „streamer“. Fiskurinn vó 6,5 pund. Flugan hefur verði fýsilegasta agnið og bestar hafa revnst mudler og laxá-blá. í Fnjóská hefur silgungsveiði verið með afbrigðum, og eru menn farnir að rifja upp gömlu góðu dagana, þegar áin var ein besta bleikjuá á landinu. Alls hafa veiðst um 300 bleikjur og flestar á bilinu 2-4 pund. Lax- veiðin hefur ekki verið sem skyldi, og hafa einungis veiðst 35 laxar sem er afspyrnu lélegt. Allur fiskurinn hefur veiðst á neðsta svæðinu. Veiðimenn gera sér þó vonir um að laxinn fari að ganga fyrir alvöru, um leið og hlýnar í veðri, því sökum slæms verðurs undanfarna daga, hafa margar ár á Norðurlandi kólnað svo um munar. Húseyjarkvísl hefur gefið af sér um 50 laxa. Þá hefur silungs- veiði verið góð og hafa menn fengið á bilinu 4-20 væna silunga á dag. Algengasta stærðin er 2-4 pund. Jón Geisson hefur dregið stærsta silunginn sem veiðst hef- ur í ánni í sumaren það var 15,5 punda urriði sem tók maðk. Mun þetta vera einsdæmi í ánni. Urriðasvæðið fyrirofan virkj- un í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur verið gott mcð eindæmum í ár, og stefnir í glæsilegt metár, í þessari „bestu urriðaá" í heimi. 3.840 hafa veiðst í ánni það sem af er. Fiskurinn er vænn eins og þekkt er af urriðasvæðinu. Stærsta fiskinn dró Rögnvaldur Ingólfsson dýralæknir í Búðar- dal, og var það 13 punda urriði og 75 cm langur. Stórfiskurinn tók Þingeying no. 2.0 við Hagatá í Geldingaey. Nýting hefur veirð mjög góð í ánni og margir fluguveiðimenn hafa skemmt sér í þessari silungsparadís á Norðurlandi. Litlaá í Kelduhverfi er senni- lega spútnik silungsáin í ár. Veiðst hafa 2.000 silugnar í sumar. í fyrra þótti veiði góð, en þá veiddust 856 silungar, bleikja og urriði í bland. Fiskur- inn í ánni er ærið kenjóttur og þess eru dæmi að menn berji allan daginn, og fái ekkert nema smáan silung eða jafnvel engan, ámeðan næstinágrannitekur hvern stórfiskinn á fætur öðrum. Kvóti er í ánni og hefur alltaf verið. 20 fiskar eru heimil- aðir á hverja stöng og hafa margir fyllt kvótann. Meðal veiði í júní mánuði var tíu fiskar á stöng, eða um sjötíu fiskar á dag. Sjö stangir eru í ánni og kostar stöngin yfir daginn 600 krónur.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.