NT - 07.08.1985, Side 6
Halldór Kristjánsson:
Óskabarnið
selt úr landi
■ Á fyrstu tugum þessarar
aldar var sjálfstæðisbarátta ís-
lensku þjóðarinnar háð af
miklu kappi. Þá var barist á
mörgum vígstöðvum.
Jafnframt því sem kröfur
um stjórnfrelsi voru hafðar
uppi var unnið að því að koma
í hendur íslcndinga sjálfra
ýmsri starfsemi sem nú er köll-,
uð þjónusta og safnaði í tím-
anna rás fjármagni sem borist
hafði úr landi. Þar ber fyrst að
nefna verslunina sem öldum
saman hafði dregið fé úr landi.
Og þá stofnuðu menn Bruna-
bótafélag og Sjóvá-tryggingar-
félag. Þetta var liður í baráttu
þjóðar fyrir sjálfstæði. Og eins
og Björnson kvað:
Sú þjóð sem veit sitt hlutverk
er helgast afl um heim.
Og þá var Eimskipafélag
íslands stofnað. Það var stofn-
að til þess að íslendingar réðu
sjálfir skipum sem flyttu vörur
og fólk til landsins og frá.
Sumir minntust þess að talið
var að það hefði átt þátt í að
kippa fótum undan sjálfstæði
íslendinga að Noregskonungur
hótaði að stöðva siglingar til
landsins. Öðrum nægði að þeir
þoldu ekki danska áhöfn og
yfirstjórn í strandsiglingum við
land sitt. Og stuðningur við
stofnun Eimskipafélagsins var
almennur. Það var kallað óska-
barn þjóðarinnar. Og það var
réttnefni.
Þeir eru fáir sem muna 70 eða
meir til baka. Hins vegar mun-
um við ntjög mörg eftir fátæku
; fólki sem átti hlut í Eimskipafé-
lagi íslands við stofnun þess.
Það var ekki í gróðaskyni gert,
heldur til að eiga þátt í því að
losa um fjötra og duga í sjálf-
stæðisbaráttunni. Meðgleði og
stolti sagði þá gamall maður að
hann ætti einn nagla í þessu
skipi. Naglinn sá var í huga
hans tæki og vopn í baráttu
íslenskrar þjóðar fyrir sjálf-
stæði sínu.
Það er notalegt að rifja nú
upp þessi fornu kynni þegar
svo er komið að ríkissjóður
reynir að selja sinn hlut í þessu
óskabarni þjóðarinnar úr
landi. Nú er ekki kannað hvort
venjulegt alþýðufólk vilji
kaupa eitt og eitt bréf, heldur
reynt að selja bréf ríkissjóðs
öll í einu lagi. Og samkvæmt
lögmáli hins frjálsa markaðar
eru þau að sjálfsögðu boðin
erlendum keppinautum.
H.Kr.
Miðvikudagur 7. ágúst 1985 6
ingur
Anna Snorradóttir:
Húrra fyrir
mysumönnum
■ Einhvern tíma skrifaði
undirrituð heila langloku um
mjólkurafurðir en það var um
það leyti, sem kotasælan var
að sjá dagsins Ijós hér á landi.
Þá bað ég um, að mysunni væri
sýndur meiri sómi en þá var og
m.a. um upplýsingar á umbúð-
unum um það, hvaða efni væru
í þessum aldna drukk. Nú er
mysan komin í sparikjól, fall-
ega eins lítra fernu, sem líka
ber að þakka, og raunar er
prentað á þessar nýju umbúðir
ekki aðeins upplýsingar og
fræðsla urn innihald og efni,
sem þar er að finna, heldur
einnig bent á ýmsar leiðir til að
nota mysuna. Þetta er lofsvert
og ég leyfi mér að bera fram
miklar og einlægar þakkir fyrir
tiltækið.
Eins konar
„cooking-wine“
Margar konur munu hafa
rekist á uppskriftir af fiskrétt-
um þar sem talað er um, að svo
og svo mikið af hvítvíni sé
æskilegt, annað hvort til suðu
eða í sósur. Oftast bjargaði
maður sér fyrir horn með hálfri
sítrónu og vatni eða afburða
góðu ediki, ef það var á boð-
stólum. En nú þarf enginn að
vandræðast yfir slíkum upp-
skriftum, því að auðsætt er, að
mysan leysir vandann. Það er
ekki amaleg tilhugsun að geta
notað mysuna í fiskrétti, vit-
andi með vissu, að rétturinn
verður snöggtum betri og jafn-
framt heilnæmari en ella. Það
var tími til kominn, mun ein-
hver segja, en ég held mig við
hið fornkveðna: Betra er seint
en aldrei, og nú þykist ég þess
fullviss að mysunni sé bjargað,
hún verði hvorki látin buna út
í Ölfusá eða aðrar ár landsins
né heldur einvörðungu ausið í
svínin, eins og ég hafði heyrt á
skotspónum. Nú finnst mér að
við ættum öll að sameinast um
það - það er svo sárafátt sem
við getum sameinast um - að
gera mysuna að heimilis-
drukk, hversdags hvítvíni, og
nota hana einnig sem einhvers
konar „cooking-wine“ sem við
sjáum oft talað um í erlendum
matreiðslubókum. Mysa á
hvers manns borð, gæti orðið
slagorð á komandi tíð. Eða
hvað finnst þér?
Hvenær koma áfirnar?
í fyrrnefndum langhundi
spurði ég æ oní æ um áfir, það
sem í Ameríku heitir „butter-
milk“ og hjá Dönum „kærne-
mælk“. Engin svör hafa borist
enn og nú langar mig til að
endurtaka spurninguna: Hve-
nær koma áfirnar? Það er
kannski ekki fallegt að fara
fram á meira í einu heldur en
þessa ágætu endurbót á mys-
unni, en einhvern veginn finnst
mér að einmitt hún bendi til
þess, að áfir kunni að vera á
næsta leiti. Það væri mikið
tilhlökkunarefni, því að áfir
eins og þær hjá grannþjóðun-
um eru mikið hnossgæti. Gam-
an væri líka, að maður gæti
verið svolítið öruggari á ostin-
um, t.d. finnst mér gráðaostur-
inn afar misgóður, þótt ekki sé
meira sagt, stundum er hann
satt best að segja alveg stór-
kostlega góður en svo lendir
maður líka á osti, sem er
engan veginn samboðinn þess-
ari framleiðslu. Margt fleira
væri gaman að nefna, en verð-
ur ekki gert að sinni, enda
þessum línum ætlað fyrst og
fremst að þakka fyrir mysuna,
ekki bara nýju umbúðirnar og
upplýsingarnar, heldur finnst
mér hún hafa batnað og vera
nú í fyrsta sinn alveg laus við
grugg á botninum, sem stund-
um var svolítið hvimleitt. Það
er líka mjög til bóta að geta
keypt hana í eins lítra fernum,
m.ö.o. þá er ég alveg í sjöunda
himni yfir þessu ágæta fram-
taki og gleðst innilega yfir því,
að mysunni er nú gert jafnt
undir höfði og öðrum mjólkur-
afurðum.
Anna Snorradóttir
Það er ekki amaleg tilhugsun að
geta notað mysuna í fiskrétti, vit-
andi með vissu, að rétturinn verð-
ur snöggtum betri og jafnframt
heilnæmari en ella.
tuggin að á sérstöku móti bind-
indismanna hafi varla séð vín
á nokkrum manni. Frá öðrnm
stöðum berast þær fréttir í
síbylju, að allt fari þetta vel
fram nerna hvað ölvun sé mikil
og almenn, margir teknir úr
umferð af þeim sökum og að
mikið umstang hafi verið við
að hlú að hröktum og köldum
krökkum. í einum sælureitn-
um var viðskilnaður mótsgesta
Unglingarnir halda uppi
merki verslunarstéttarinnar
■ Frídagur verslunarmanna
er orðinn langlífur í landinu.
Upp úr aldamótunum síðustu
fóru verslunarmenn að loka
búðum og halda upp á dag
sinn, fyrsta mánudag í ágúst.
Síðar kom fyrsti maí sem bar-
áttudagur verkalýðsins og sjó-
menn eiga sinn hátíðardag í
friði fyrir öðrum.
Öðru máli gegnir með versl-
unarmannadaginn. Hann ernú
orðið kallaður verslunar-
mannahelgi og einkennist af
unglingasamkomum og gífur-
lega miklum akstri um landið
þvert og endilangt. Verslunar-
stéttin er búin að gleyma sjálfri
sér, eða týnist í öllum látunum,
utan að einhver tekur saman
dagskrá um viðskiptin og setur
í útvarpið, þar sem á hverju ári
er margtíundað hvað Jón Sig-
urðsson sagði um verslunina.
Löngu áður en ferðahelgin
mikla gengur í garð eru fjöl-
miðlar orðnir uppfullir með
upplýsingar um það hvarfjörið
verður og gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að smala fólki
á tiltekna staði, þar sem efnt er
til samkomuhalds. Tilkynnt er
með löngum fyrirvara að
heimsfrægir skemmtikraftar
muni koma fram hér að þar og
aftur verður það fréttaefni þeg-
ar tilkynnt er að heimsfrægðin
muni því miður ekki sjá sér
fært að láta ljós sína skína á
þessu skrallinu eða hinu. Það
er þó bót í máli þegar hægt er
að sýna innfæddum alvörublá-
menn sem berja bumbur og
stíga frumskógardansa í kjarr-
inu á Austurlandi, eða er að-
gangseyririnn ekki skorinn við
nögl.
Ekið, drukkið
og dansað
Þeir sem heima sitja verða
að láta sér nægja reykinn af
réttunum, en það mega deildir
ríkisútvarpsins eiga að þær
gera sitt besta til að koma öllu
því til skila sem máli skiptir í
sambandi við þessa miklu
skemmtihelgi, sem af gömlum
vana er kennd við verslunar-
menn. í öllum fréttatímum er
I TIMA
0(i ÓTÍMA
tíundað hve mikið var drukkið
á þessum skemmtistaðnum eða
hinum og hve blessunarlega
slysalaust þetta gangi allt sam-
an fyrir sig.
Þau stórtíðindi eru marg-