NT - 07.08.1985, Qupperneq 8
ÍT 17 Miðvikudagur 7. ágúst 1985 8
L U H es*tar og nraonn
■ Blær frá Sauðárkróki sigraði í A-flokki gæðinga. Knapi Guðmundur Sveinsson.
■ Krapi Sveins á Varmalæk varð efstur í B-flokki. Knapi er Björn Sveinsson.
Hestamót Skagfirðinga:
Kuldalegt á Melunum
- en ágætt miðað við aðstæður
■ Það var ekki eins mikil!
glæsibragur yfir hestamóti Skag-
firðinga sem haldið var á Vind-
heimamelum um helgina og oft
áður. Ástæðan var fyrst og
fremst kuldi sem smeygði sér
allstaðar milli klæða og hrakti
áhorfendur inn í bíla sína og
hafði auk þess þau áhrif á
keppnishestana að þeir náðu
ekki eins góðum tíma og margir
höfðu búist við.
Gæðingarnir voru fremur
slakir og í rauninni var aðeins
einn hestur sem eitthvert bragð
var að. Það var sigurvegarinn í
A-flokki, Blær frá Sauðárkróki.
Ekki var neinar upplýsingar um
það að hafa í mótskránni, en ef
ég man rétt er Blær sonur syst-
kinanna Sörla 653 og Hrafn-
hettu frá Sauðárkróki.
Hinir hestarnir voru þokka-
legir en surnir beinlínis lélegir.
Unglingarnir voru mun betur
ríðandi þegar á heildina er litið.
Skagfirðingar deyja ekki
ráðalausir og fyrst ekkert ís-
landsmet var slegið í hefð-
bundnum greinum kappreiða,
drógu þeir upp gamlar bækur og
fundu þar að Islandsmetið í 300
metra skeiði hafði verið sett
árið 1929. Auglýstu þeir síðan
eftir keppendum í þeirri grein
og fengu fjóra.
Hvítingur Þorgríms Gunnars-
sonar rann skeiðið á 30,4 fyrir
réttum 56 árum en nú bætti
Vani Erlings Sigurðssonar um
betur og fór á 27,1 sek. Gormur
Sigurbjörns Bárðarsonar kom í
mark á 28,3 og Sörli Jónínu
Hjartardóttur á 29,5.
Að margra dómi var töltsýn-
ing íslandsmeistara undanfar-
inna fimm ára hápunktur
mótsins. Þessir frábæru töltarar
yljuðu áhorfendum sannarlega
í kuldanum og er ég sannfærður
um að ef veðrið hefði verið
skaplegt og áhorfendur í brekk-
unni en ekki í bílunum, hefði
skapast mikil og góð
stemmning.
Þeir hestar sem þarna voru
mættirvoru: Hrímnir frá Hrafna-
gili, Björns Sveinssonar, Is-
landsmeistari 1981, Fleygur frá
Kirkjubæ, Davíðs Guðmunds-
sonar, íslandsmeistari 1982,
Snjall frá Gerðum, Guðna
Kristinssonar. Islandsmeistari
1983, Tinna frá Flúðum, Bjarna
Ansnes, íslandsmeistari 1984 og
Kórall frá Sandlæk, Orra
Snorrasonar, Islandsmeistari
1985. Ekki verður gert upp á
milli þessara hesta hér frekar en
á mótinu, þeireru allir glæsilegir
á sinn máta.
Af úrslitum kappreiðanna má
nefna sérstaklega góðan árang-
ur Tvists frá Götu en hann var
með besta tímann eftir undan-
rásir í 800 metra stökki 58,8 og
næst besta tímann í 350
metrum.
Don frá Hofsstöðum hljóp j
800 metrana á 58,9 og Örn frá :
Uxahrygg á 59,0. Rangæing-
urinn Neisti Harðar G. Alberts-
sonar hljóp 350 metrana á 24,8
í undanrásunum og hafði besta
tímann i úcslitahlaupið.
f 150 m skeiði stóð Glaumur
Árna Jóhannssonar best að vígi
eftir fyrri sprett með tímann
15,2, Seifur Leifs Þórarinsson-
ar í Keldudal kom næstur með
15,7, Fönn Harðar G. Alberts-
sonar þriöja með 15,8 og Von
Símonar Grétarssonar fjórða
með 15,9.
Von og Seifur eru aðeins
5 vetra gömul og Seifur er
Sveinn Guðmundsson nýbúinn að afhenda verðlaun þremur efstu í flokki 12 ára og yngri.
NT-mynd: Gylfi.
■ Örn og Lýsingur skutust framúr Tvisti og Don í 800 m stökki. Erlingur Erlingsson situr Öm sem
sigraði og Róbert Jónsson Lýsing sem varð annar.
bróðir hins þekkta skeiðhests
Leists frá Keldudal sem hljóp á
21,5 sek. á Melgerðismelum
fyrir skemmstu og jafnaði ís-
landsmet Villings frá Möðru-
völlum.
Leistur hafði besta tímann í
250 m skeiði, 22,4 og Börkur frá
Kvíabekk Tómasar Ragnars-
sonar kom næstur með 22,8.
Aðrir voru þar hvergi nærri og
Villingur hljóp upp.
Lótus og Gustur voru í sér-
flokki í folahlaupi og tíminn
18,4 og 18,5 sek.
Nokkrar breytingar urðu
seinni daginn. GÍaumur sigraði
örugglega í 150 metra skeiði,
hljóp aftur á 15,2 en Menja náði
2.-3. sæti með 15,7. í 250 metra
skeiði náði Vani sér á strik og
nældi í 2r3. sæti með 22,8 en
mjakaði Gormi upp í það fjórða
með 23,3.
Tvistur frá Götu nældi enn
einni rós í hnappagat eiganda
síns og sigraði í 350 m stökki á
24,3 en Neisti varð að láta sér
lynda annað sætið með sama
tíma. Nasi Elíasar Kristjánsson-
ar varð þriðji á 24,6 og Léttur
Guðbjargar Þorvaldsdóttur
fjórði á sama tíma.
Örn frá Uxahrygg sigraði í
800 metra stökki á 58,77 en þeir
Tvistur og Don háðu harða
keppni lengi framan af hlaup-
inu. Þeir urðu svo að gefa eftir
á síðustu metrunum og Örn og
Lýsingur frá Brekku fóru báðir
framúr. Lýsingur hljóp á 59,0,
Tvistur á 59,6 og Don á 59,8.
Úrslitin í folahlaupi urðu þau
sömu og oftast í sumar. Lótus
sigraði á 18,2 en Gustur hljóp á
18,3. Gustur sneri dæminu hins-
vegar við í aukaspretti í 300 m
stökki og hljóp á 21,4 en Lótus
varð annar á 21,6. Þriðji hestur-
inn í þessu hlaupi var Léttir
Guðbjargar og hann hljóp á
21,7.
Það er leiðinlegt til þess að
vita að eigendur Lótusar skuii
láta 7 vetra gamlan hestinn
hlaupa i folahlaupi í allt sumar.
Þó hesturinn sé fæddur í sept-
ember breytir það því ekki að
hann er sjö vetra. Eins og einn
hestamaður sagði á Vindheima-
melunt í samtali við blaða-
mann NT þá er Gustur Gísla
Einarssonar ótvíræður sigur-
vegari sumarsins í 250 m stökki.
I 800 m brokki sigraði Neisti
Guðmundar Jónssonar á 1:29,1
mín. og Alur Finnboga Guð-