NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.08.1985, Qupperneq 20

NT - 07.08.1985, Qupperneq 20
7. ágúst 1985 20 Lögreglumaður: Fékk lifrar- bólgu af biti dópista Aberdeen-Keutcr ■ Lögreglumaður í Aber- deen fékk lifrarbólgu eftir að eiturlyfjaneytandi hafði bitið hann í handlegginn. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í borg- inni og er líðan hans sögð góð eftir atvikum. Lifrar- bólga er lífshættulegur sjúk- dóntur. Löggan, Pliilip Roberts að nafni, var að handtaka manninn fyrir búðahnupl í stórverslun, þegar hann beit Roberts með fyrrgreindum afleiðingum. Roberts er annar lögreglu- þjónninn sem fær lifrarbólgu af biti eiturlyfjasjúklings. Hinn náði sér fullkomlega. Ástralía: ■ Frá því í apríl í fyrra hafa um 10 þúsund manns flúið yfir tii Papúa Nýju-Guineu. Fólkið býr þar í búðum og hefur Flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna veitt því aðstoð. Þessi mynd er frá búðunum í Kamberatoro. Flóttamannastraumur f rá Indónesíu yfirvofandi? ■ Fimm menn sem réru á kanó yfír 'Forressundió til Ástralíu og báðu þar um hæli sem pólitískir flóttamenn hafa vakið athygli á skæruhernaði sem geisar á cyjunni Nýju-Guineu í Suður-Asíu. Jafnframt hafa þeir vakið ótta meðal stjórnvalda í Ástralíu um að koma þeirra sé aðeins byrjunin á straumi flóttamanna frá eyjunni. Fimmmenningarnir komu frá héraðinu Irian Jaya á vesí- urhluta eyjunnar, en það til- heyrir Indónesíu. íbúar þess hafa á hinn bóginn ætíð fundið til meiri skyldleika með íbúum Papúa Nýju-Guineu, enda eru þeir af sama þjóðerni. Hvoru tveggja eru Melanesíumenn. Irian Jaya var áður nýlcnda Hollands og Hollcndingar hefðu sjálfir kosið að þar hefði verið stofnað sjálfstætt ríki. En þeir réðu litlu um skiptingu nýlendna sinna og Indónesu- menn innlimuðu Irian Jaya í ríki sitt áirð 1963. Sameinuðu þjóðirnar lögðu blessun sína yfir innlimunina, en íbúarnir sjálfir og ráðamenn Papúa Nýju-Guineu voru ekki spurðir álits. Indóncsar hafa lengi vitað hvern hug íbúar héraðsins bera til þeirra og nýverið tóku þeir upp nýja stefnu. Peir hófu stórfellda fólksflutninga frá örðum hlutum Indónesíu til Irian Jaya og gera sér vonir um að blóðblöndunin muni um síðir veikja mótspyrnu íbú- anna. Að auki munu Melanes- íunrenn fljótlega verða minni- hlutahópur í landi sínu. Washington-Keuter ■ Norðmenn ætla að kaupa skriðdrekavopn af Bandaríkja- mönnum fyrir 126 milljónir doll- ara, að því er bandaríska varn- armálaráðuneytið skýrði nýver- ið frá. Hér er um að ræða 7612 eldflaugar, sem Norðmenn hyggjast nota gegn sovéskum vígvélum, reyni þeir einhverja innrás í landið. Fólksflutningarnir hafa mælst illa fyrir í Irian Jaya og hafa gefið bráttu skæruliða þar byr undir báða vængi. Skæruliðarnir eru fáir og illa búnum vopnum, sumir hafa jafnvel aðeins boga og örvar. Hernaður þeirra hefur þó orð- ið til þess að um 10 þúsund manns hafa flúið yfir landa- rnærin til Papúa Nýju-Guineu. Fólksflóttinn á sennilega enn eftir að aukast og þá er vel hugsanlegt að margir renni hýru auga til Ástralíu, enda stutt að fara. Ástralir mótmæltu innlimun Irian Jaya á sínum tíma, en þeir hafa ekki stutt skærulið- anna í héraðinu. Ástralíubúi var þannig nýlega hnepptur í fangelsi fyrir að hafa selt skæruliðunum vopn. Enn sem komið er hafa áströlsk stjórnvöld ekki Dagblaðaskrif drápu stjóra Forsetason- ur smyglar hassi Chichester-Reuter ■ James Stevens, sonur for- seta Sierra Leone, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla hassi inn í England. Hann var handtekinn í Gatwick flugvelli, rétt við London, og fundust 11 kg af eiturlyfjum í farangri hans. Eiginkona forsetasonarins var dæmd í 30 mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í vitorði með manni sínum. Þá hlaut frænka hans 21 mánaðar dóm fyrir sakir. ákveðið hvort þau veiti fimm- menningunum hæli í landinu. Pau segja að þjóðerni þeirra sé óvíst, þar sem þeir tali óþekkta málýsku. Jafnframt óttast Ástralíumenn að verði þeir við beiðni fimmmenning- anna muni allar flóðgáttar opnast og flóttamenn frá Irian Jaya streyma inn í landið í þús- undatali. (Byggt á Econonúst of Refúgees). ■ Vestur-þýskir NATO-hermenn á æfingu. Varalið fyrir sviss- neska herinn? NATO-varnir fyrir hlutlaust Sviss? Peking-Keuter ■ Ráðamenn í kínverska kommúnistaflokknum gagn- rýndu dagblaðið Gunagming fyrir að birta ósannar fréttir um framkvæmdastjóra listasafns eins í Nanjing borg. Sakaði flokkurinn blaðið um að hafa þannig ýtt manninum út í sjálfsmorð. Flokksdeild kommúnista í Ji- angsu héraði var einnig gagn- rýnd fyrir að hafa árið 1982 ásakað framkvæmdastjórann um að hafa stolið verkum ann- arra fræðimanna. Stjórinn játaði árið eftir að hafa orðið á mistök í starfi en neitaði öllum sakargiftum kommúnistaflokksdeildarinnar. Þegar svo dagblaðið birti í fyrra fyrri ásakanirnar í blaði sínu og eyddi þremur greinum í svívirðingar og opinberar árásir á manninn, var honum öllum lokið. Eftir að liafa þjáðst á geði í langan tíma endaði stjórinn líf sitt á því að hengja sig í nóvember sl. ■ Fimmmenningarnir komu frá litlu eyjunum rétt norðan við Torressund og réru yfir til Fimmtudagseyju undan strönd Ástralíu. Sundið er þar ekki neina 10-15 km. breytt og er þetta stysti vegurinn milli Asíu og Ástralíu. París-Reuter ■ Franskt dagblað birti fyrir helgi útdrátt úr leyniskjali frá svissneska hernum þar sem kem- ur fram að gert er ráð fyrir því að NATO-hersveitir komi Svisslendingum til aðstoðar verði þeir fyrir árás Varsjár- bandalagsríkjanna jafnvel þótt Sviss sé hlutlaust og taki ekki þátt í hernaðarsamstarfi með NATO. Talsmaður svissneska sendi- ráðsins í París hefur ekki viljað tjá sig um sanngildi fréttarinnar sem birtist í vinstridagblaðinu Liberation. Séu heimildir blaðsins réttar er hér um að ræða meiriháttar breytingu á varnarmálastefnu Svisslendinga sem hafa alla tíð lagt áherslu á eigið hlutleysi í hugsanlegum átökum milli aust- urs og vesturs. Blaðið segir að í þriðja hluta nýafstaðinna heræfinga í Sviss hafi verið gert ráð fyrir því að leyfa NATO-hersveitum að sækja inn í landið í Vestur-Sviss nálægt 'frönsku landamærunum til að berjast við sovéskar her- sveitir sem hefðu ráðist inn í Austur-Sviss frá Austurríki og Ítalíu. í heræfingunum var gert ráð fyrir því að Sovéthollri bráða- birgðastjórn hefði verið komið upp og að hún réði yfir útvarps- og sjónvarpsstöðvum á her- teknu svæðunum. Ennfremur var gert ráð fyrir því að Svisslendingar klofnuðu í tvær andstæðar fylkingar og að sumir styðji Sovétmenn en aðrir NATO.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.