NT - 07.08.1985, Blaðsíða 21

NT - 07.08.1985, Blaðsíða 21
 Miðvikudagur 7. ágúst 1985 21 fliUönd Minningarathöfnin í Hiroshima 40 árum síðar: „Þetta má ekki endurtaka“ - segja 100 borgarstjórar ■ Þess atburðar, er kjarn- orkusprengju var varpað á jap- önsku borgina Hiroshima fyrir réttum fjörutíu árum,var minnst í gær, bæði í borginni sjálfri og víða um heim. Megininntak í máli ræðu- manna var, að slíkir atburðir mættu aldrei endurtaka sig. Nakasone, forsætisráðherra Japans, sagói á minningarhátíð í Friðargarðinum í Hiroshima, þar sem viðstaddir voru um fimmtíu og fimm þúsund manns, að eyða bæri kjarnorku- vopnabúrum heimsins. Friðar- garðurinn stendur nú þar sem kjarnorkusprengjan féll til jarð- ar 6. ágúst 1945. Tugþúsundir manna létu lífið, Japanir voru knúnir til uppgjafar og með sprengjunni tók mannkynið sitt fyrsta skref inn í kjarnorkuver- öld. I allt er talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi lát- ið lífið í sprengingunni og af völdum hennar. Kirkjuklukkum var hringt og sírenur hljómuðu klukkan fimmtán mínútur gengin í níu f gærmorgun, en þá fyrir fjörutfu árum féll sprengjan til jarðar frá bandarísku sprengjuflugvélinni Viðbrögð viða um heim Washington: ■ Reagan Bandaríkjafor- seti varði árásina á Hiros- hima í ræðu í gær og sagði, að bandamenn hefðu ákveð- ið að varpa sprengjunni á borgina til þess að binda enda á mestu styrjaldarátök mannkyns. Hann ítrekaði þá afstöðu Bandaríkjamanna, að sigur með venjulegum vopnum hefði kostað mill- jónir manna lífið. Moskva: í Prövdu, málgagni sov- éska kommúnistaflokksins, var því haldið fram í dag að Bandaríkjamenn hefðu varpað sprengjunum á borg- irnar tvær til þess að hræða Sovétmenn og það hefði ver- ið fyrsta skrefið út í kaida stríðið. Vestræn ríki: Hátt á annað hundrað menn voru handteknir eftir mótmælastöður í Dan- mörku, við flugstöðina í Kar- up á Jótlandi og í Kaup- mannahöfn. Friðarsinnar mótmæltu við sendiráð Frakka, Spánverja og Norðmanna gegn því, að þeir, sem neita að gegna herþjónustu í mótmælaskyni í þessum löndum hafa verið hnepptir í fangelsi. Þá var einn leiðtogi Grænfriðunga í V-Pýskalandi, Petra Kelly, meðal átján manna, sem handteknir voru við herstöð Bandaríkjamanna í Mut- linge. Part eru geymd kjarn- orkuvopn. Mótmælastöður voru við sendiráð Bandaríkj- anna í Madrid, eldflauga- stöðvar á Sikiley og á fjöl- mörgum stöðum í Bretlandi. Þá voru fjölmennar friðar- göngur farnar í Bandaríkjun- um. Austantjaldsríki: Dagblöð í austantjalds- ríkjum minntust atburðarins fyrir 40 árum með árásum á Bandaríkjamenn og lofsyrð- um í garð Sovétmanna fyrir að ætla að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn í fimm mánuði. Enola Gay. Mannfjöldinn minntist hinna látnu með einnar mínútu þögn, en síðan var must- erisklukkum hringt og dúfum var sleppt. Eitt hundrað borgarstjórar frá tuttugu og þrern iöndum eru samankomnir í Hiroshima og í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra segir, að allar þjóð- ir heims og sérstaklega ráða- menn þeirra ættu að heimsækja Hiroshima og sjá með eigin augum hverjar afleiðingar eru af kjarnorkusprengju. Ráð- stefna borgarstjóranna var undirbúin af borgarstjóranum í Hiroshima og einnig borgar- stjóranum í Nagasaki, en kjarn- orkusprengju var varpað á þá borg þrem dögum síðar en á Hiroshima. Borgarstjórarnir segja í álykt- un sinni, að með því að kynna sér vandlega áhrif sprengjunn- ar, hafi þeir komist að raun um, að hættan af gereyðingu af völd- um sprengjunnar sé yfirþyrm- andi. „Það er okkar skoðun, að harmleik sem þennan megi aldrei endurtaka", segja borgar- stjórarnir í ályktun sinni. Þá eru stórveldin hvött til þess að leggja sitt af mörkum til þess að auka líkur á friði í heiminum og vinna að því í friðarviðræðum í Genf að kjarn- orkuvopnum verði eytt. Lestarslysið í Frakklandi: Stöðvarstjóri í varð haldi fyrir gáleysi Cahors-Reuter ■ Stöðvarstjóri járnbrauta- stöðvarinnar í Assier í Suður- Frakklandi, Yves Saliens að nafni, var í gær handtekinn grunaður um morð af gáleysi. Mistök hans eru talin hafa vald- Leiðtogar araba funda í Marokkó ið því að tvær lestir rákust saman rétt við stöðina á laugar- dag og létust 35 í slysinu. Þetta er alvarlegasta lestarslys í 13 ár í Frakklandi. Saliens játaði við yfirheyrslur að hafa hleypt tveimur lestum inn á sama sporið áður en önnur þeirra var að fullu farin út af því. Lestarnarrákusthvorfram- an á aðra við Flaujac-Gare, sem er rétt hjá stöðinni. Vitni bera að Saliens hafi kallað upp „það er úti um mig“ um leið og hann hafi orðið mistaka sinna var. Stöðvarstjór- inn gat hins vegar ekki komið boðum til lestanna í tæka tíð. Engin ljós eru við sporið á þessari leið til að vara lestar- stjóra við hættu, heldur einungis símasamband milli stöðvanna. Fjölmiðlar í Frakklandi telja að þessi bagalegi skortur á öryggi skapi óþarflega mikið rúm fyrir mannleg mistök. Með- fram langflestum járnbrautar- leiðum í landinu eru öryggisljós og beint símasamband er við sumar hraðlestir. Enn mun þó öryggi vera ófull- nægjandi víða í Frakklandi. Flugslysið í Dallas: Casablanca-Reuler ■ Fundur æðstu manna ríkja Arababandalagsins hefst í Casablanca í Marokkó í dag, sá fyrsti sem þeir eiga með sér í þrjú ár. Marga þjóðarleiðtoga vantar þó á fundinn og fjögur lönd sendu ekki fulltrúa á hann. Aðalmálin á fundinum verða væntanlega stríðið milli íran og írak, samkomu- lag Jórdaníumanna og Pal- estínuaraba, sem gert var í Amman í febrúar, og hugs- anlega endurkoma Egypta í bandalagið. Þeir voru reknir úr því í kjölfar friðarsamn- inganna við ísrael árið 1979 og síðan hefur andað köldu milli þeirra og margra araba- ríkja. Líbýumenn hafa krafist þess að samþykktar verði refsiaðgerðir gegn írak og Tölva skipaði flugmann- inum að hækka sig ■ Ekki má telja líklegt, að fundarmenn fínni lausnir á þeim gífurlegum vandamálum, sem til umræðu eru. Myndin er frá átökum Israelsmanna og Líbana í vetur. Jórdaníu á fundinum, en bæði löndin hafa bætt mjög sambúð sína við Egyptaland. Leiðtogar margra ríkja við Persaflóa, svo sem Saudi- Arabíu, írak og Kuwait ákváðu að sitja heima og önnur ríki senda alls enga fulltrúa. Þau ríki eru Sýrland, Alsír, Suður-Yem- en og Líbanon. Síðasti fundur Araba- bandalagsins, sem 21 land á aðild að, var haldinn í Fez, Marokkó, í september 1982. Pá sem nú var það Hassan konungur Marokkó, sem átti frumkvæðið að fundinum. Dallas-Reuter ■ Tölvubúnaður skipaði flug- manni þotunnar, sem fórst við Fort Worth flugvöll við Dallas á föstudag, þrívegis að hækka flugið áður en hún hrapaði til jarðar. Talið er að 133 manns hafi farið í slysinu, en 31 komst lífs af. Vonskuveður var er slysið varð, úthellisrigning og hvassviðri. Ekki er talið víst að flugmað- ur þotunnar, sem var af Lockheed Tristar gerð frá flug- félaginu Delta, hafi haft tíma til að bregðast við viðvöruninni. Tæki þetta er í nefi þotunnar og gefur frá sér hljóð þegar nefið er of langt niðri. Fyrst í stað var talið að vélin hefði lent í snarpri vindhviðu, en forsvarsmenn Delta sögðust í gær vera 95% vissir um að svo hefði ekki verið. Þess í stað er talið að flugmaðurinn hafi kom- ið of hratt og of lágt inn til lendingar. Flugumferðarstjórar á Forth Worth flugvelli vöruðu flug- manninn við að lenda undir þessum kringumstæðum og sögðu honum að gera nýja til- raun til lendingar. Svo virðist sem hann hafi aldrei heyrt þau fyrirmæli. Meðal þeirra sem fórust í slysinu var háttsettur maður innan IBM. Sá er af mörgurn talinn eiga mestan heiður af hinni góðu stöðu fyrirtækisins á einkatölvumarkaðnum. £ s Uj ~NEWS IN BRIEF Aug.6 MOSCOW - The Soviet Union began a fíve-month freeze on nuclear tests tiined to coincide with the 40th anniversary of the dropping of a U.S. atomic bomb on Hiroshima at the end of World War Two. HIROSHIMA, JAPAN - The explosion of an atom- ic bomb over this city in 1945 was marked at the blast site and elsewhere with appeals that nuclear weapon should never be used again. Anti-nuclear weapons protests took place in several countries, At Mutlangen in West Germany, police said they arrested 18 demonstrat- ors, including radical Greens deputy Petra Kelly, who tried to block- ade a U.S. nuclear base. DAVEYTON, SOUTH AFRICA - Nobel prize winner Bishop Desmond Tutu challenged South African emergency regul- ations by criticizing go- vernment curbs on the funerals of riot victims. GEORGETOWN, GUY- ANA - Guyana’s two state-owned radio stations interrupted their regular programmes with solemn music and rumours circu- lated that president Forb- es Burnhain had died, the Caribbean news agency Cana said. h g ^ JOHANNESBURG -So- (A uth African police hurled S tear gas grcnades into the gj home of black leader ^ Winnie Mandeala’s home and arrested 30 people, a police spokesman said. Mandela was away from her home at the time. SHTOURA, LEBANON - Lebanese opposition lcadcrs met in this Syrian- held town to launch a broad coalition seeking to reform the nation’s po- litical systen and end a decade of civil war. LONDON - The gover- M- nors of the British Bro- Uj adcasting Corporation uuvu.viuig vuipuidiiun (BBC) stood by a contro- versial decision not to ^ screen a documentary on Northern Ireland that has ^ provoked a furore over media freedom and go- vernment interference. CASTELLON DE LA PLANA, SPAIN - Rag- ing forest fíres cut of Spain’s main holiday mot- orway, between Barcel- ona and Valencia, and forccd the cvacuation of three villages. PALERMO, SICILY, - Gunmen shot dead a sen- ior Sicilian policeman and an aide in the second att- ! ack within 10 days on offícers hunting the Mafía, police said. NEWSINBRIEFJ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.