NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 11.08.1985, Qupperneq 8

NT - 11.08.1985, Qupperneq 8
NT Sunnudagur11.ágúst1985 8 ■ Ramesh Kumar bláfátækur Ind- verji, fékk eftirfarandi tilboð frá vinnuveitanda sínum: „Ef þú vilt gefa veikri eiginkonu minni úr þér annað nýrað skal ég útvega þér betra starf og auk þess skaltu frá ókeypis ferðalag um England.“ Slíku tilboði gat Ramesh ekki hafnað. En í Ijús kom að vinnu- veitandinn var jafn brögðóttur og hann var ríkur. i.Sí ÆÉ 1- ':y, ■ ■ Til að geta skilið til fulls þann óhugnanlega atburð sem átti sér stað þegar Ramesh Kumar gekkst undir uppskurð á dýru einkasjúkrahúsi í London, verður ekki hjá því komist að rekja söguna frá byrjun. Hún hófst á Indlandi í þúsunda kílómetra fjar- lægð frá London. Þar eru almanna- tryggingar enn óþekkt fyrirbæri. Ra- mesh var því Ijóst að ef hann missti vinnuna myndi hann bætast í raðir þeirra milljóna sem hírast heimilis- lausar á strætum Nýju-Dehli - at- vinnulausar og án vonar um neitt betra. En þá var Ramesh boðaður á fund vinnuveitanda síns á vörulagern- um þar sem hann vann við að stafla upp kössum en launin voru 40-45 krónur á dag. Hann trúði varla eigin eyrum þegar hann heyrði hvað yfir- maður hans hafði að segja. Hann tjáði Ramesh að kona sín lægi dauð- vona af nýrnasjúkdómi - en Ramesh stæði til boða að bjarga henni ef hann vildi gefa henni úr sér annað nýrað. Nýrnaflutninginn átti að framkvæma í London en ætlunin var að fara þangað jafnskjótt og tilskildum formsatriðum hefði verið fullnægt. Síðan var haldið til London - Ramesh hafði aldrei komið út fyrir fátækrahverfin í Nýju-Dehli - og á Clementine Churchill sjúkrahúsinu í London var svo annað nýrað fjarlægt. Skurðlæknirinn, Christopher Rudge, framkvæmdi aðgerðina en seinna sama daga var nýrað grætt í frú Marsju Kaushik. Fyrir aðgerðina hafði eiginmaður hennar hinn auðugi vinnuveitandi Ramesar greitt tæplega milljón króna. Nýrnaígræðsluna framkvæmdi dr. Maurice Slapak, einn fremsti nýrnasérfræðingur Breta. Nýlega létu bæði dr. Slapak og dr. Rudge hafa eftir sér í blaðinu Mail on Sunday að þeir hefðu ekki vitað betur en Ramesh væri skyldur frú Kaushik og hinn 55 ára gamli Slapak kveðst hafa orðið bæði reiður og skelfdur þegar honum hafi orðið Ijósar hinar „viðurstyggilegu stað- reyndir varðandi ýmsa nýrnaflutninga sem ég hef gert“. Báðir skurðlækn- arnir höfðu tekið öll skjöl góð og gild þar sem haldiö var fram skyldleika Ramesh ogfrú Kushik. Stjórn sjúkra- hússins hafði í einu og öllu treyst skurðlæknunum í málinu en hins vegar hljóta menn að undrast hvernig starfslið sjúkrahússins aflaði sér upp- lýsinga urn skyldleika nýrnagjafa og nýrnaþega. f>að tók fréttaritara fyrr- nefnds vikublaðs, Barböru Jones að- eins hálfa klukkustund að ganga úr skugga um að Ramesh og frú Kaushik voru alls óskyld - sem fáeinna mín- útna samtal hefði raunar getað leitt í Ijós. Ramesh kvaðst sjálfur aldrei hafa skrifað undir umrædd skjöl. Barbara Jones hitti Ramesh seinna þar sem hann dvaldi á bændabýli skammt norðan við Nýju-Dehli. Þessi hávaxni, granni Indverji er 32 ára. Hann sýndi stór ör á kvið og hrygg eftir uppskurðinn er dr. Rudge fjar- lægði úr honum nýrað. Með blaða- konunni var einnig í för dr. David Brownhill, forstöðumaður tauga- deildar við stærsta háskólasjúkrahús- ið í Melbourne en hann hafði af frjálsum vilja gefið sig fram til að vitna í málinu, bæði sem sérfræðingur og óháð vitni. Ramesh segir sjálfur frá: „Þegar Atma Kaushik, hinn auð- ugi baðmullarkaupmaður, fékk að vita að kona hans væri dauðvona vegna nýrnasjúkdóms safnaði hann saman öllu vinnufólki sínu og fyrir- skipaði að teknar yrðu af því blóð- prufur. í ljós hafði komið að Ramesh hafði rétta blóðflokkinn og vefjasýni sýndi að nýru hans og frú Kaushik voru mjög svipuð að gerð. Þá hafði Kaushik gert Ramesh freistandi tilboð: „Ef þú vilt fórna konunni minni öðru nýranu skal ég kosta þig í Lérðalag um England og auk þess útvega þér nýtt og betra starf þegar heim kemur". Ég kveið mikið fyrir uppskurðinum en þegar mér varð hugsað til ferðalagsins á Englandi var freistingin of mikil.“ Uppskurðurinn hafði heppnast vel en Ramesh uppgötvaði tljótlega að þakklæti vinnuveitandans náði skammt. Um leið og hann var fær um að yfirgefa sjúkrahúsið sagði hann við Ramesh: „Hér eru 60 þúsund krónur, þær geturðu fengið en láttu ekki sjá þig framar. Hjá mér er heldur enga vinnu að fá.“ Ramesh kvaðst þá ekki hafa viljað taka við peningunum og hafnaði þeim. Síðan flaug hann aftur heim til Nýju-Dehli án þess að vita livað til bragðs skyldi taka og þegar hann kom á sinn fyrri vinnustað var honum hreinlega fleygt þaðan út án þess að fá einu sinni næturskjól. Ramesh var nú fullur örvæntingar þar sem hann ráfaði einn urn strætin og til að bæta gráu ofan á svart fór fór skurðsárið að ýfast upp eftir aðgerðina. Þetta þótti fréttarit- ara dagblaðsins afleitt og dr. Brown- bill var henni fyllilega sammála. Það er fáheyrt að sjúklingur sem nýbúinn var að gangast undir stóran uppskurð á einu helsta sjúkrahúsi Lundúna- borgar skyldi vera kominn í slíka aðstöðu. Ramesh rölti einn um strætin í einni snauðustu borg veraldar án þess að þekkja einn einasta lækni sem hann gæti leitað til í vandræðum sínum. í London lagði Barbara Jones spurningar fyrir dr. Rudge: „Það kom í okkar hlut að uppgötva hið rétta um tengslin við nýrnaþegann. Hvers vegna var það ekki gert á sjúkrahúsinu? Og hvernig getið þér skýrt það lélega eftirlit sem raun varð á í þessu tilfelli að aðgerð lokinni? Vissuð þér að nýrnagjafinn var blá- fátækur, heimilislaus og veikur? Og ef ekki hvernig má það vera að yður var ókunnugt um það?“ Dr. Rudge svaraði á þessa leið: „Það sem þú ert að segja um aðgerðina á Ramesh kemur mér illa á óvart. Ég get varla sagt að ég muni eftir honum en það veldur mér miklum vonbrigðum að vita að hann var alls óskyldur konunni sem hann eftirlét nýra sitt. Hefði ég vitað það ntyndi ég alls ekki hafa framkvæmt aðgerðina. En það er því miður of mikið um alls kyns mála- miðlun í sambandi við erlenda sjúkl- inga.“ Eigendunt Clementine Churchill sjúkrahúsinu blöskraði einnig. Stjórnarformaður sjúkrahússins stað- hæfði að samkvæmt lögum sjúkra- hússins væri ákvæði um að nýrnagjaf- ar sem lifandi væru yrðu að vera tengdir nýrnaþegar ættarböndum. Þegar hér var kontið var Ramesh kominn á barm örvæntingar. En þá kom til sögunnar mágur Kaushiks, Dindayal Bhardwaj, sem heyrt hafði söguna af Ramesh. Hann kom til borgarinnar til að hjálpa honum en næstu tvo mánuði lá Ramesh veikur. Fjölskyldan sá um hann þann tíma og loks komst hann á fætur á ný. Hann fékk starf sem ráðsmaður á búgarði og var það ráðstöfun Dindayals. „Núna hef ég það stórfíntþ sagði Ramesh. „Ég hef ágæta vinnu við að sjá um búpeninginn og hveiti- og sítrónuekrurnar. Herra Dindayal hef- ur bjargað lífi mínu.“ Á milli 30 og 40 þúsund manns deyja árlega á Indlandi úr nýrna- sjúkdómum samkvæmt könnun stjórnarinnar þar í landi. Skortur er á lækningatækjum og vegna trúarfor- dóma er ekki leyft að nota nýru úr Iátnu fólki. Hefðu peningar Kaus- hams ekki komið til væri eiginkona hans nú látin. Nýlega fór Ramesh á fund hennar en hún sagði við hann: „Hvað viltu hingað? Hafðu þig strax á brott og láttu okkur ekki sjá þig framar“. Læknar vita nú að nýrna- gjöfum er hættara við alls kyns smit- sjúkdómum en öðrum og jafnframt hættara við nýrnasjúkdómum. Lík- legt er því að einhvern tíma muni Ramesh sjálfur þurfa á öðru nýra að halda - munurinn er bara sá að hann mun ekki eiga milljón í vasanum til að borga fyrir aðgerð í London. Einn helsti skurðlæknir Breta fram- kvæmdi nýlega aðgerð sem læknar um víða veröld hafa harðlega for- dæmt af siðferðilegum ástæðum. Nýra úr ungum manni var grætt í annan sem hafði aðeins farið eftir auglýsingu - aðgerðin var fram- kvæmd á Devonshire Hospital í London. Slíkir nýrnaflutningar hafa alloft verið framkvæmdir í London nú síðustu mánuði og í öllum til- fellum hafa nýrnagjafi og nýrnaþegi verið óskyldir. Samkvæmt upplýsing- um frá Mail on Sunday hafa mörg þessara tilfella endað sorglega. Til dæmis segir frá ungum manni frá Pakistan sem seldi annað nýra sitt fyrir 80 þús. krónur. Nýrnaþeginn var ríkur Pakistani sem hafði auglýst eftir nýrnagjafa í dagblaði.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.