NT - 11.08.1985, Side 9

NT - 11.08.1985, Side 9
NT Sunnudagur11.ágúst1985 11 Nú eru það aðeins konur sem geta bjargað heiminum M í 70 ár hefur Dora Russell, sem eitt sinn var gift hinum þjóðsagnakennda heimspekingi Bertrand Russell, barist fyrir heimsfriði og kvenréttindum. Idag, 91 árs gömul og eftir að hafa upplifað bæðisigra og harmleiki, skýrir hún frá þvíhvers vegna konur verða að taka sig á og vinna saman áður en það verður of seint... ■ Gömul kona. Dora á heimili sínu í Cornish. ■ Hin 91 árs gamla Dora Russell vaknaði nótt eina á heimili sínu, sem er á afskekktum stað í Cornish, við það að verið var að binda um höfuðið á henni. Hún minnist þess að hafa verið lamin hrottalega er hún barðist á móti. „Ég reyndi eftir bestu getu að verjast árás mannsins en lenti þá á gólfinu. Ég taldi víst að ég yrði drepin og ákvað því að best væri að láta sem ég væri rotuð. Árásarmaðurinn flúði en Dora, sem nú var bæði fótbrotin og illa marin um allan líkamann, hafði það af að draga sig fram á ganginn og kalla á ráðskonuna, Rínu, sem var sofandi á efri hæðinni. Árás- armaðurinn hafði valið það kvöld sem bæði John, sonur Doru, og eiginmaður Rínu vanalega voru í burtu. Hann lét alla silfurmuni ó- snerta og hafði farið beint upp á skrifstofu Doru þar sem hann hafði umturnað öllum pappírum hennar og tekið með sér fimm punda seðil úr veski hennar. Dora, sem enn er afar ötul í starfi sínu fyrir friðar- og kvenréttindahreyfinguna, og semáð- ur var gift heimpekingnum Bertrand Russell, var mjög miður sín yfir tilræðinu. „Það eina sem manni getur dottið í hug er að þetta sé að einhverju leyti í sambandi við friðarhreyfinguna," segir hún. Að mati lögreglunnar var þetta aðeins eitt af þeim tilfellum þar sem gömul kona dettur fram úr rúminu. En með tilkomu óskemmti- legs póstkorts var hægt að tengja saman atburðinn, sem átti sér stað á heimili Doru, við morð er framið hafði verið árið áður. Þá var myrt Hilda Murrell, mikil baráttumann- eskja gegn kjarnorkuvopnum. Frök- en Murrell, sem átti frænda er vann á vegum leyniþjónustu sjóhersins á sama tíma og Belgrano var sökkt, átti að bera vitni við yfirheyrslu hjá Siz- ewell kjarnorkuverinu. Dora teiur árásina vera í sambandi við útgáfu á þriðja hefti ævisögu hennar sem gefin var út sömu vikuna. Bókin, „The Tamarisk Tree“, hefur að geyma frásagnir um störf hennar hjá upplýs- ingaráðuneytinu í seinni heimsstyrj- öldinni. „Stundum held ég að til séu þeir sem vilja þagga niður í þeim sem reyna að tjá sig,“ segir Dora. Dora hefur alla tíð verið mjög hreinskilin í tali sínu gegn óréttlæti, kúgun, styrj- öldum svo og gegn undirokun kvenna og ofbeldi karimanna. Hún var frum- kvöðull að stofnun ýmissa kvenna- samtaka. Hún barðist fyrir því að fræðsla um kynlíf yrði tekin upp í skólum svo og jafnrétti, og ferðaðist um heim allan í baráttu sinni fyrir friði, og á síðasta ári var hún tekin fyrir í sjónvarpsþætti hjá BBC sem ein af sex merkilegustu konum þess- arar aldar. Þrátt fyrir þetta virðist ■ Bertrand Russell. henni sem flestir hennar draumar séu enn fjær en áður. Hafa augu fólks ekki enn opnast? Dora situr í ruggustól við arineld- inn í vinnustofu sinni, fótleggurinn enn í gifsi, andlit hennar ljómar af visku og staðfastri ánægju af lífinu. „Við lifum í þjóðfélagi sem er tilfinninglaust og lítilfjörlegt," heldur hún fram. „En þó er alltaf til fólk sent framfylgir því sem það telur vera þessum heimi til góðs.“ Hún hikar ekki við að benda á það sem hún telur vera hið mesta illgresi í nútímaþjóð- félagi. „Karlmenn", tilkynnir hún. „Allt sem karlmenn geera leiðir til árekstra. Vegna þess að konur hafa aldrei haft réttmætan sess í þjóðfélag- inu, hefur það alltaf verið spillt." „Nú eru það aðeins konur sem geta bjarg- að heiminum." Hún telur að stutt sé í kjarnorkustríð, en segir þó: „Við megum ekki sætta okkur við það. Um allan heim eru konur að berjast gegn ógnun sprengjunnar. Konurnar í Greenham eru stórkostlegar vegna dirfsku þeirrar sem þær sýna í baráttu ■ Dora skömmu áður en hún giftist Bertrand Russell. sinni gegn þessum vanda, og margar aðrar konur hafa tekið sig til og barist fyrir friði vegna áhrifa frá þeim. „Er ekki landinu stjórnað af konu núna? „Að sjálfsögðu vil ég hafa konu sem forsætisráðherra, en ekki konu sem er eftirlíking af karlmanni. Frú Thatc- her leikur þeirra leik. Hún elskar að fara inn í skriðdreka og þykjast aka honum.“ Þegar Dora var 23 ára gömul fór hún með föður sínum til Ameríku. Það var árið 1917 og hafði hún þegar unnið til viðurkenningar í Cam- bridge, afneitað ensku kirkjunni og gerst trúleysingi og vinur Bertrand Russell, sem var 20 árum eldri en hún og hafði verið í fangelsi fyrir að hafa opinberlega stutt skyldurækna mót- mælendur. „Ég fór þangað með þá trú að Ameríkanar væru okkar kæru frændur," sagði hún, „en þetta var erlend þjóð með sterka löngun til að ráða yfir heiminum. Þessi heimsókn breytti mér bæði í friðarsinna og sósíalista." Þetta sama ár var bylting í Rúss- landi. „Fólkið þar var hvorki læst né skrifandi en stóð þó upp og lýsti yfir frelsi sínu. Ég trúði því að eina vonin um framtíð mannkynsins væri í Rúss- landi. Rússarnir vildu frið við Vestur- löndin og ég hef alltaf talið að stærstu mistök í sögu okkar væru þau að við skyldum ekki viðurkenna Sovétríkin. Þetta varð til þess að skapa þá skipt- ingu sem varð á milli austurs og vesturs." Dora ferðaðist til Sovétríkjanna til að kynna sér gang mála, og síðan fór hún til Kína með Bertrand. Árið 1921 varð hún ólétt. „Ég vildi ekki gifta mig einmitt þá,“ sagði hún. En treg- lega samþykkti hún það barnsins vegna, og það rétt áður en sonurinn John fæddist. Annað barnið, Kate, fæddist þremur árum seinna. Um hjónaband sitt með Russell (Dora var önnur eiginkona hans af fjórum) hafði hún eftirfarandi að segja: „Við vorum félagar. Við töld- um að hjónaband væri ekki byggt á kynferðislegu sambandi, þannig sam- band hefði aðeins með ást að gera." Þegar útlit var fyrir því að þau gætu ekki eignast fleiri börn saman kom þeim saman um að Dora skyldi finna sér annan mann til þess. Hún valdi sér hinn virðulega ameríska fréttamann, Griffin Barry, og eignuðust þau tvö börn, Harriet og Roderick. Á komandi árum gerðust margir hryggilegir atburðir í lífi Doru. En hún hvarf alltaf aftur til sinnar sterku löngunar til að vinna að þeim málstað sem hún taldi að gæti endurbætt heiminn. „Ég hef aldrei getað aðskilið mitt einkalíf frá því opinbera. Þannig held ég að það eigi að vera.“ Árið 1932 yfirgaf Russell Doru og tók saman við fóstru barnanna. „Ég hefði aldrei farið frá honum,“ sagði hún. Stuttu seinna kynntist hún sinni sönnu ást, Paul Gillard. Hann var nokkrum árurn yngri en Dora og eldheitur kommúnisti, sern kom til að aðstoða á Beacon Hill, skólanum sem Dora og Russell höfðu stofnað og hún rak enn. Nokkrum vikum eftir að þau urðu ástfangin, fannst Paul látinn í botni á gryfju einni. Atburðurinn var skráður sem slys en Dora hélt því fram að þetta hefði verið pólitískt morð. „Hann var eini maðurinn sem égelskaði." Ekki Russell? Dorahlær. „Hver gæti virkilega elskað Russell? Hann var aðlaðandi, dásamleg mann- eskja, en hann vissi ekkert um konur eða kynlíf.“ Stuttu eftir lát Pauls giftist Dora besta vini hans, Pat Grace. Hjónaband þeirra entist í 15 ár fram til dauða Pats. Annar sonur Doru, Roddy fór að vinna við námagröft frekar en að þurfa að fara í herinn. Hann slasaðist hræðilega í starfi og lést tveimur árum seinna. Elsti sonur hennar, John, sem nú er 64 ára gamall, fékk taugaáfall árið 1954 þegar konan hans fór frá honum. Hann bjó hjá Doru á heimili hennar í Cornish upp frá því. Árið 1968 brenndi dóttir hans, Lucy, sig til bana. Þessir hörmu- legu atburðir voru Doru mikil byrði. En hún hélt áfram að berjast fyrir þeim sem minna máttu sín, og var það henni einnig mikill stuðningur í hennar óhamingju. Er hún nteð ein- hverja eftirsjá? „Ég hefði viljað lifa í einu góðu hjónanbadi eins og foreldr- ar mínir gerðu. Ég hef verið mjög einmana."

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.