NT - 11.08.1985, Qupperneq 11
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 12
Helgarblað NT kannar
flutningsgetu strætisvagnanna
■ Það er í rauninni algjör óþarfi að vera að panta sendiferðabíl ef þú þarft að flytja búslóðina.
Þú getur einfaldlega farið með draslið í strætó, alla vega ef þú ert svo stálheppinn að búa þar sem
strætisvagnar Reykjavíkur fara um.
Helgarblaðsmenn könnuðu þennan félagslega möguleika, sem einnig mætti nefna efnahagslega
hagræðingu, nú í vikunni og viti menn, flutningarnir gengu eins og í teiknimyndasögu. Að vísu
þúrfa menn að vera snöggir að handlanga sófasettið og standlampann inn í vagninn því
bílstjórarnir verða að halda áætlun og Páll er ekki einn í heiminum. í rauninni er vilji allt sem
þarf og svo auðvitað að eiga fyrir fargjaldinu.
Það verður að viðurkennast að tilraunin reyndi nokkuð á þolinmæði sumra bílstjóranna því
búslóðinni var ekið fram og til baka um Reykjavík svona til að prófa mismunandi leiðir. Ekki
má heldur gleyma farþegunum en í flestum tilvikum brugðust þeir mjög vel við og aðstoðuðu
flutningamenn okkar á margan hátt. Sumir sýndu meira að segja samúð sína. „Voðaleg örbirgð
er á mörgu fólki,“ sagði eldri frú við vinkonu sína þegar hún sá sófasettið, sem verið var að bera
inn í vagninn. Hún vissi þó ekki að menn hafa oft slegið á lær sér í þessum hægindum og gera
enn þegar vel liggur á þeim.
Það verður líka að segjast eins og er að flutningamönnum okkar sárnaði þegar einn vagnstjórinn
fór niðrandi orðum um húsgögnin. „Ég vil ekki fá þetta andskotans drasl inn í vagninn minn.“
„Vagninn minn.“ Ég bara spyr sí svona. Hverjir eiga landið, já og vagnana.
En eins og áður segir mættum við yfirgnæfandi velvilja bæði vagnstjóra og farþega. í einum
vagninum voru líka nokkrir erlendir ferðamenn sem horfðu þrumulostnir á aðfarirnar þegar verið
var að burðast með gamla tekksettið inn í vagninn. Svo horfðu þeir í kringum sig og sáu að enginn
kippti sér upp við þetta. Ef þair hafa lesið fornsögurnar áður en þeir komu til íslands vita þeir
að þjóðin er búin að standa í endalausum flutningum allt frá upphafi. Fyrst frá Noregi yfir úfið
hafið og síðan smám saman flutt til Reykjavíkur utan af landsbyggðinni í áföngum.
í leiðabók strætisvagna Reykjavíkur, sem löngu er uppseld og hvergi er fáanleg, segir að
farþegum sé óheimilt að flytja með sér gler og fljótandi efni í opnum ílátum og svo auðvitað þessi
klassíska setning að neysla áfengis sé óheimil í vögnunum eins og annars staðar í landinu. Þar er
líka tekið fram að óheimilt sé að halda uppi samræðum við vagnstjóra, meðan ekið er. Nema
hvað, það ætti í rauninni að vera bannað víðar að halda fólki upp á kjaftasnakki. Og svo auðvitað
þetta að blindir fá ókeypis með strætisvögnunum.
Við slógum á þráðinn til Haraldar Þorsteinssonar hjá Strætisvögnunum og spurðum hann hvort
það væru mikil brögð að því að fólk notaði vagnana undir búferlaflutninga. Haraldur kvað það
hafa færst í vöxt sérstaklega eftir óeirðirnar í kringum pakkaflutninga þeirra Steindórsmanna.
„Þetta er svolítið undir vagnstjórunum komið en við reynum að hjálpa til eins og hægt er.
Kjallararnir aftast í nýju vögnunum eru rúmgóðir en farþegar verða að kunna náttúrunni hóf í
þessum efnum sem öðrum.“
í leiðabókinni sem að framan er vitnað til er fólki bent á að gera sér far um að vera komin á
biðstöðina í tæka tíð áður en vagninn er væntanlegur samkvæmt áætlun. Hér er auðvitað um
grundvallaratriði að ræða sérstaklega fyrir þá sem hyggja á búferlaflutninga. Það nær auðvitað
ekki nokkurri átt að vera ekki búinn að pakka og komin út á stöð þegar vagninn kemur í
loftköstunum.
Sem sagt ef þú ert að flytja, pældu þá í strætó, það borgar sig.
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 1 3
■ Aðeins hærra og svo inn með draslið, varlega með stólinn hennar mömmu.
„Það er atlt í lagi með ykkur strákar,“ sagði vagnstjórinn. „Þið eruð hvorki
ölvaðir né með ís.“
■ Allt er hægt ef handtökin eru hröð og samtakamátturinn nægur. Borðið var
ekki fyrr komið út en vagninn var horfinn.
Sparifé Þ'lt .er^esam^nnu'
H^Æxtare.^
panKans, Þ«' " 0 vöxtum.
■ss^fesscr
býöst varla- /
LSL-f
vaxlareikningur
■c i, >• ■ á íf ':: r vv.-\j ,ý y“».x’ iý 3%, -j .j ií
Aðalbanki Bankastraeti 7 i Reykjavik og 18 útibú viðs vegar um land.
1
ÆVINTYRAHUSIÐ - FOTBOLTASKORINN - STORI FOTBOLTINN -
LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN
- FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN
BllNAÐARBANKINN
/ TRAUSTUR BANKI
TRAUSTUR BANKI