NT - 11.08.1985, Qupperneq 12
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 14
50.000.-
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
EÐA SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR
Eigum fyrirliggjandi
MARSHALL 704
72 ha. din fjórhjóladrifinn. Með sérstaklega glæsilegu húsi með öllum
þægindum. Yfirstærð á kúplingu. 55 lítra tvöföld vökvadæla. Tveir vökva
stjórnlokar. Vökvastýri. Sinchro gírskiþting. Lyftukrókur. Dráttarbiti.
Radíal dekk. 2ja hraða aflúrtak. Ljósabúnaður í sérflokki. Allt þetta er
innifalið í verðinu sem er aðeins
kr. 670.000.- án söluskatts.
Staðgreiðsluverð telst vera ef greitt er innan 3ja mánaða.
Sýningarvél á staðnum.
Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680
■ Þann 3. ágúst var dregið niður
flaggið og slökktur eldurinn á 12.
heimsmóti æskufólks og stúdenta á
Aðalleikvanginum í Moskvu. Eldur
heimsmótsins logaði næstum 200
klukkustundir.
Fundur æskufólksins í Moskvu
var sá fjölsóttasti í sögu heimsmóta
æskunnar. Þangað komu yfir 22
þúsund fulltrúar frá 157 löndum,
sem voru fulltrúar fyrir næstum
3000 alþjóðleg, svæðisbundin og
þjóðleg samtök.
„12. heimsmótið var mjög gott
tækifæri til að skiptast á skoðun-
um,“ sagði Pero Valjani, forstjóri
æskulýðsdeildar UNESCO. „Égtel,
- hélt hann áfram, - að hér hafi hver
og einn haft sín tækifæri til að láta í
ljós skoðun sína.“
Eftirfarandi segir nokkra sögu
um hin víðtæku skoðanaskipti: í
pólitískum atriðum á heimsmótinu
tóku þátt yfir milljón ungmenni -
fulltrúar, gestir og Moskvubúar.
Það er eftirtektarvert, að ungt fólk
frá 157 löndum samþykkti loka-
skjalið - ávarp til æskufólks og
stúdenta heimsins. Þar kom skýrt
fram löngun þeirra til að viðhalda
friði, til gagnkvæms skilnings, til að
efla einingu æskunnar í lausn þeirra
vandamála, sem mannkynið stendur
frammi fyrir.
Meðan á heimsmótinu stóð var
birt yfirlýsing Mikhails Gorbac-
hjovs, aðalritara miðstjórnar KFS
þess efnis, að Sovétríkin hefðu tekið
þá ákvörðun að hætta einhliða öll-
um kjarnorkusprengingum, frá og
með 6. ágúst 1985. Og ríkisstjórn
Bandaríkjanna var hvött til að hætta
sínum kjarnorkusprengingum frá og
með sama degi.
Þingið sat einnig sendinefnd
æskufólks frá íslandi - alls 15
manns. íslendingarnir tóku þátt í
starfi ýmissa umræðustöðva: Mið-
stöð um frið og afvopnun, alþjóð-
legri stúdentamiðstöð, miðstöð þar
sem fjallað var um rétt ungra
kvenna og fl. íslensku fulltrúarnir
létu í ljós álit sitt á málefnum eins
og stöðu æskunnar í nokkrum lönd-
um í Suður-Ameríku - EI Salvador,
Honduras og Chile, efnahagskrepp-
unni og félagslegum og pólitískum
afleiðingum hennar og leiðum til að
útrýma kjarnorkuvígbúnaði.
APN
1
Ferðaskrifstofa rikisins og Austfar h/f Seyðisfirði vekja athygli á hagstæðum Færeyjaferðum í ágúst.
Flogið frá Reykjavik, siglt með Norrænu frá Sevðisfirði. Dvalið á Hótel Borg í Færeyjum, morgunverður innifalinn.
Brotlför alla Gmmtudaga. lUpUOgi
i u ■ ■ r
Ferðaskrifstofa Ríkisins, s, 91-25855 og Austfar h/f Seyðisfirði, s, 97-2111,
M 1