NT - 11.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 11.08.1985, Blaðsíða 19
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 23 fórum með hann til höfuðstöðva okk- ar og yfirheyrðum. Hljóp fyrir strætisvagn Aðallega spurðum við hann um hina mennina sem við höfðum hand- tekið. Hann neitaði að segja nokkuð um þá og héit því fram að hann hefði ekki séð þá í langan tíma. Við leystum klútinn frá augum hans og sá hann þá alia mennina. Ég held að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að „Jose“ hafði komið upp um liann. Síðan sagði hann okkur að hann gæti ieitt okkur á slóðir háttsettra komm- únista í Calle Nataniel. Við ræddum þennan möguleika okkar á milli en við vorum hræddir um að þetta væri gildra þar sem við vissum hversu mikilvægur Maluje væri innan komm- únistaflokksins. Við ákváðum að sleppa honum lausum og elta hann. Hann hélt í áttina að Avenida Matta og við fylgdum honum eftir í dálítilli fjar- lægð í bíl. Allt í einu heyrðum við tilkynnt í bílstöðinni að einhver hefði stokkið í veg fyrir strætisvagn. Við þeystum á staðinn og komum að mikium mannfjölda sem hafði safnast saman umhverfis manninn. Hvað skeði næst? Hann var með brotinn úlnlið frá því kvöldið áður er við höfðum pínt iiann. Pegar hann varð var við okkur hrópaði hann upp að við værum frá DINA og að við ætluðum að drepa hann. Hann hrópaði hvað eftir annað nafn sitt og bað fólkið um að segja þeim í lyfjabúð Maluje í Concepción (fjölskyídufyrirtæki hans) frá því sem væri að ske. Nokkrir lögreglubílar komu á staðinn. Lögreglan vissi ekki hvað gera skyldi. Einn af lögreglu- þjónunum kippti í strætisvagnastjór- ann og sagði honum að hypja sig í burtu. Maluje var nærri meðvitundar- laus, en þegar við reyndum að koma honum inn í bílinn okkar hóf hann aftur að öskra um það að honum liefði verið misþyrmt og lyfti upp hendinni með brotinn úlnlið í áttina að fólkinu. Hann meira að segja bað lögregluna um aðstoð. Við komum honum inn í bílinn sem var ljósblár Fíat 125 skráður á nafn forstjóra ieyniþjónustu flughersins, sem hafði enga hugmynd um að við værum nteð bílinn. Við hefðum aldrei átt að nota þennan bíl; Pað voru stór mistök. Hvert tókuð þið Maluje? Til höfuðstöðvanna í Calle 18. Hann var handleggsbrotinn og höfuð hans allt í blóði. Við drógum hann út úr bílnum eins og kartöflupoka. Það var sparkað í hann af fullum krafti. Hvenær var hann drepinn? Þetta sama kvöld. Hann var allan daginn í .fangaklefa. Hann var laminn stanslaust og það af engri sérstakri ástæðu. Á þessu stigi málsins var hvort eð var ekki hægt að yfir- heyra hann. Einn lögreglumaðurinn sparkaði í andlitið á honum og nef- braut hann. Þegar ég mætti aftur næsta rnorgun átti að fara að jarðsetja hann. Nokkrir lögreglumenn höfðu farið snemnta út til þess að grafa gröfina. „Þeir voru ’opnaðir1 “ Þú nefndir það við mig að þú vissir dæmi um það að mönnum sem höfðu horfið, hefði verið kastað út úr þyrlu. Ég veit um eitt slíkt tilfelli en veit að þetta hefur verið gert oftar en einu sinni. Þetta átti sér stað 1975 þegar við lögðum Juventud Comunista í einelti. U.þ.b. 10 til 15 manns voru settir inn í þyrlu flughersins. Á meðal þeirra var fyrrverandi málaflutnings- maður frá Renca; hann var haltur, mjög gamall. Hinir voru eflaust ein- hverjir sem höfðu verið handteknir með honum. Voru þeir á lífi? Já, en þeir voru allir uppdópaðir. Þeim hafði verið gefin lyf en ekki mjög sterk. Vinur minn einn sern hafði verið viðstaddur sagði mér frá því seinna að einn fanganna hefði vaknað úr vímunni inni í þyrlunni og var hann laminn í hausinn með járn- röri. Mönnunum var öllum kastað í sjóinn. Var eitthvað gert við þá áður en þeim var kastað í sjöinn? Þeir voru opnaðir. Hvað meinar þú með því? Maginn á þeim var ristur svo að þeir myndu ekki fljóta. Nokkrir her- foringjar sem voru um borð í þyrlunni notuðu hnífa sína á mennina, var mér sagt. Hefur þú nokkurn tímann átt við andleg vandamál að stríða? Já, ég var í meðhöndlun einu sinni. Margir okkar hafa lent á spítala. Hvar varst þú á spítala? í Nunoa. Gerður var samningur við þennan spítala. Ég var þar í umsjón sálfræðings. Varstu spurður um þessi mál? Nei, vegna þess að læknirinn vinnur í þágu leyniþjónustunnar. Ég bað um læknishjálp vegna þess að ég var orðinn slæmur á taugum. Ég talaði við sálfræðing, sem sendi mig í heila- línurit. Ég fór í nokkur skipti, aðeins samræður áttu sér stað. Ég var einnig látinn glíma við pússluspil, raða kubbum o.s.frv. Læknarnir komust að þeirri niðurstöðu að mín vandamál væru aðeins vegna fjarhagsörðug- leika. Hvernig leið þér eftir þessa meðferð? Ég átti enn við sömu vandamálin að stríða, en mér leið vel. Það sem ég á við er að ég gerði mer grein fyrir því að vandamálin voru innra með mer. Þess vegna ákvað ég að tala við þig. Hvers vegna ræddir þú þetta ekki við lækninn? Ég gat ekki rætt þetta við hann. Hvernig gat ég sagt honum að ég væri búinn að fá meira en nóg og vildi yfirgefa þjónustuna? Hvernig gat ég sagt honum að mér fyndist ég vera skítugur og væri flökurt við tilhugsun- ina um það sem ég væri að gera? Þú getur rétt ímyndað þér það. Læknir- inn starfar fyrir þjónustuna. Ég hefði ekki lifað lengi. „Vil að börnin mín verði læknar“ Hvernig faðir ertu? Ég er slæmur faðir. Lernur þú börnin þín? Nei, en ég leik sjaldan við þau. Hvers vegna? Ég veit það ekki. Ég hef horft yfir liðnar stundir... ég sé allt í öðru ljósi núna, og ég hef skilgreint það sem ég hef gert. Ég vil ekki að börnin mín elski mig. Ég veit að ég verð drepinn hvenær sem er og ég vil ekki að þau þjáist. Þess vegnahaga égméreins og ég geri á heimili mínu. Börn mín elska frænda sinn meira en mig. Þegar frændfólk okkar kemur í heim- sókn fagna börnin því... Stundum fagna þau mér þegar ég kem heim, en ég læt sem ég sjái þau ekki. Ég veit að ég elska þauenekkiá réttan hátt. Hvað hafðir þú fyrir stafni þcgar þú varst ekki að vinna? Ég var ekki mikið fyrir að vera heima. Ég les mikið - mér finnst gaman að lesa. Ég spilaði oft fótbolta, en ég hætti að fylgjast með fótbolta- leikjum. Hvernig heföir þú viljað hal'a lifað lífinu? Ég veit það ekki. Ég hef aldrei hugsað út í það. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Það hljómar kannski háðslega... mig langaði til að verða lögregluþjónn eöa leynilögregla. Hvað vilt þú að börnin þín verði þegar þau eldast? Læknar. Þegar þú hittir lækni sem starfaði fyrir þjónustuna og tók þátt í aögerö- um hennar, hvernig leið þér? Eitt sinn sá ég lækni sprauta Pent- othal í fanga; mig hryllti við. Fanginn var einnig dáleiddur, en ekki dugði það til að fá hann til að tala. Ég dáði hann; hann var hugrakkur og emlæg- ur. Stundum þegar við vorum að kvelja hann vorum við bugaðir en ekki hann. Það eina sem ég get sagt er að í fyrst er erfitt að vinna þetta starf... maður fer í felur og grætur. En síðan er maður aðeins sorgmædd- ur. Maður fær kökk í hálsinn en tárast ekki. Seinna meir... án þess að vilja það... en vilja það samt, venst maður þessu. Stundum hefur maður enga tilfinningar gagnvart því sem maður er að gera. ■ Hinn illræmdi einræðis- herra, Pinochet, hershöfðingi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.