NT - 18.08.1985, Side 2
Hvað er að sjá þig Sigurður! Hvernig getur þú
gengið svona til fara, í svörtum sokkum og
hvítum fötum?
- En sú vitleysa. Ég er berfættur!
•
Svo var það maðurinn sem spurði vin sinn:
- Er svartur litur?
- Já.
- Er hvítt litur?
- Já, auðvitað, hvernig spyrðu!
- Það er það sem ég er alltaf að segja við
konuna mína. Við eigum þá litsjónvarp!
•
- Jón litli, sagði kennarinn. - Getum við borðað
, kjötið af hvalnum?
- Já, svaraði Jón litli.
- Hvað gerum við svo við beinin?
- Við skiljum þau auðvitað eftir á diskinum!
•
Ökukennarinn við nýja nemandann:
- Segðu mér, ertu ekki örlítið nærsýnn?
- Nærsýnn? Alls ekki.
- Hvaða númer er á flutningabílnum fyrir
framan okkur?
- Hvaða flutningabíl????
•
Pabbi: - Þegar ég var lítill borðaði ég alltaf
skorpuna á brauðinu.
Óli: - Fannst þér hún góð?
Pabbi: — Já, mjög góð.
Óli: - Þá máttu eiga mína!
•
Pétur: - Veistu það að ég er hættur að veðja?
Rúnar: - Nei, þú hættir því aldrei.
Pétur: - Jæja, viltu veðja?
•
- Hefurðu heyrt um Reykvíkinginn sem fór í búð
í Hafnarfirði? Hann keypti eldspýtur og ætlaði
að prófa þær, en þaö kom enginn logi. Þá fór
hann aftur inn í búðina og sagði Hafnfirðingnum
þaö.
- Það getur ekki verið, sagði búðarmaðurinn. -
Ég sem var búinn að prófa þær allar!