NT - 25.08.1985, Blaðsíða 10

NT - 25.08.1985, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 25. ágúst NT ■ Hana-nú í fjöruferð. „Hana-núið þarfað koma /Vrr“ Spjallað við Ásdísi Skúladóttur félagsfræðing um frístundaklúbbinn „Hana-núí( M l)m síðustu helgi mátti sjá í Heiðmörkinni stóran hóp fólks á vappi og við nánari athugun var greinilegt að þarna voru menn í sveppaleiðangri. Allir voru með einföld skýringarhlöð í höndunum, sem útskýrðu í máli og myndum muninn á ætum og óætum sveppum ásamt ýmsu fíeiru. Glöggir menn þekktu að þarna var í hópnum Eiríkur Jensson, lífeðlisfræðingur, en hann er manna fróðastur um sveppi. Því var hér greinilega ekki um dónalega sveppaferð að ræða. Það kom síðar í Ijós, að hópur þessi var á vegum frístundahópsins „Hana-nú“, sem skipulagður er á vegum Félagsmálastofnunar Kópavogs. Okkur lék forvitni á að vita eitthvað meira um þennan hóp og starfsemi hans og fundum í því skyni að máli Ásdísi Skúladóttur lijá Félagsmálastofnuninni. Leikkonan, leikstjórinn, og félagsfræðingurinn Ásdís hefur haft umsjón með „Hana-nú“ í tæp tvö ár og þegar við komum á skrifstofu hennar á Digranesveginum sagðist hún endilega vilja segja okkur allt sem við vildum vita um þessa starfsemi. Okkur finnst upplagt að byrja á byrjuninni, hvenær félagsskapurinn fór af stað, hvers konar starf er unnið og fyrir hverja. Ásdís setur sig í stellingar, hallar sér svolítið aftur í stólnum og byrjar. „Það eru vitanlega búnar að vera í gangi vangaveltur á undanförnum árum og áratugum um stöðu eldra fólks í nútíma samfélagi almennt. En hvað varðar „Hana-nú“ sérstaklega, þá kviknaði hugmyndin að þessu hjá starfsfólki hér á Félagsmálastofnun- inni snemma á árinu 1983. Það sern einkum var verið að hugsa um var sú staðreynd, að fólki sem ekki er orðið 67 ára standa ótrúlega fáir valkostir til boða hvað varðar skipulagða fé- lagsstarfsemi. Reglan er nefnilega sú, að fólk þarf að vera orðið þetta gamalt til að vera gjaldgengt í það starf sem sveitarfélögin bjóða upp á. Sem sagt, það átti að skapa vettvang fyrir fólk sem er farið að reskjast, þar sem það getur tekið þátt í tómstunda- starfi og sem er allt í senn, fræðandi, skemmtilegt og gefur fólki tækifæri til að kynnast. Það er einfaldlega stað- reynd að margt breytist þegar fólk er komið um og yfir miðjan aldur og því fyrr sem menn fara að huga að ellinni, því betra. Ég held að þegar menn eru orðnir 67 ára sé oft á tíðum orðið full seint að breyta allt í einu til og taka upp nýja lífshætti. Það vaknar enginn upp á 67. afmælisdaginn sinn og segir: Hana-nú, þá er ég orðinn gamall, best að breyta lífsstílnum í samræmi við það.“ Svona gerast hlutirnir ekki og „hana-núið“ verður að koma miklu fyrr og dreifast á lengri tíma. Eins og bjórstofurnar í Færeyjum í sambandi við hugmyndina að stofnun Hana-nú, þá er auðvitað alltaf erfitt að segja til um hvar hugmyndir fyrst vakna. En í þessu tilfelli - að stofna frístundahóp fyrir fólk yfir fimmtugt - má segja að frumkvöðull hafi verið Hrafn Sæ- mundsson, atvinnumálafulltrúi Kópavogs. Vegna fötlunar missti Hrafn þá vinnu sem hann hafði haft og kynntist því um tíma reynsluheimi atvinnulausra. Þegar, hann svo kom til starfa, hér á stofnuninni, kynntist hann vegna starfsins mörgu fólki sem var í sömu aðstöðu og hann hafði verið. Hann vissi sem var að fólk í þessari aðstöðu á það á hættu að einangrast og hefúr þörf fyrir líkam- lega og andlega upplyftingu eins og aðrir. Sama er að segja um fólk sem farið er að reskjast, að menn þurfa að hafa aðgang að félagsskap sem getur boðiðþví uppörvun af þessu tagi. Nú, eins og ég sagði, þá var frístundahóp- urinn „Hana-nú“ stofnaður um sumarið 1983 að tilhlutan Tóm- stundaráðs Kópavogs.“ Við höggvum nánar eftir því að þessi starfsemi er ætluð Kópavogsbú- um sem komnir eru yfir fimmtugt og spyrjum hvort þetta sé þá ekki frekar takmarkaður og einsleitur hópur sem komi þarna saman? Það aftók Ásdís hins vegar með öllu og sagði að í raun væri þetta galopinn félagsskapur. Hún gaf sér góðan tíma til að finna félagsskap með sambærileg inntöku- skilyrði og sagði svo: „Það er eins með þetta og bjórstofurnar í Færeyj- um, það má alltaf bjóða með sér gestum.“ Ef þessi samlíking Ásdísar er rétt eru skipulagsmálin ekki bundin of mörgum og ströngum reglum, eða hvað? „Jú, það má eiginlega segja að ■ Ásdís Skúladóttir í símanum, en skrásetningar fara fram símleiðis. (NT-raynd: Róbert). ■ Hana-nú, hvad er þetta?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.