NT - 31.08.1985, Page 9

NT - 31.08.1985, Page 9
Laugardagur 31. ágúst 1985 9 Vettvangur ■ Vatnafiskur er víða 1 utrymmgarhættu vegna mengunar og sjávarfískur vegna ofveiði. Horfur milli vonar og ótta Bókinni Heimsástandið 1984 lýkur með þessum orðum: „Framtíðin vekur mönnum í senn ugg og von. Eðlilegt er að menn verði svartsýnir á framtíðina, þegar við blasa heilu heimsálfurnar, þar sem lífskjörin fara hríðversnandi. Það er síst uppörvandi að sjá þess merki um alla veröld hvernig sígur á ógæfuhlið um afkomu fólksins. Þó er það svo að við höfum sjálf búið þessi vandamál til og þess vegna á okk- ar færi að hafa stjórn á þeim. Til hinnar ljósu hliðar má telja það, að nokkrar þjóðir a.m.k. hafa áttað sig á því sem er að höfundar Heimsástands 1984 gera þó miklu meira en það og taka undir annarra skoðanir. Þeir birta ýmsar nýjar upplýs- ingar og skýringar, svo að framlag þeirra er í senn tíma- bært og gagnlegt fyrir þá um- ræðu sem á sér stað um framtíð mannkynsins, auðlindirnar, matvælaframleiðsluna, orku- nýtinguna, efnahagskerfið, menntun þjóðanna og þroska- möguleika þeirra, hagsæld, farsæld, frið og jöfnuð. Aftur og aftur er að því vikið að efnahagsógn heimsins stafi af auðlindaþurrð og rányrkju sem til er komin af því að efnahagskerfið í heiminum er óbrúklegt til lengdar miðað við viðnámsþrótt auðlindanna. Gæði jarðarinnar eru ekki meiri en svo að þau þola ekki það álag sem framleiðsluhætt- irnir leggja á þau. Kefið nærist á rányrkju og fær því ekki staðist nema afmælda stund. Þessu framleiðslukerfi verður því að gerbreyta í ýmsum greinum. Hvað er í húfi Varla þarf að taka það fram að gerbreyting á núverandi efnahagskerfi mun reynast ærið vandasamt úrlausnarefni, að ekki sé meira sagt. Einkunt verður það erfitt, ef mikill meirihluti þjóðanna og allur þorri valdamanna forðast að leiða hugann að því hvert stefnir um ástand olíulinda (sem gætu tæmst eftir 30 ár) og viðnámsþrótt gróðurfars, jarðvegs, skóga og vatna, jafn- vel fiskistofna sem skiptir ís- lendinga svo miklu. Ef svo þarf að fara enn um áratugi að ráðantenn þjóðanna og heints- ins alls fáist ekki til að skilja hvað í húfi er, þá mun sagan sjá um framhaldið og framtíðin fær að súpa af því seyðið. Höfundar Heimsástands 1984, Lester R. Brown og samverka- menn hans, boða nauðsyn þess að gerbreyta um stefnu í efna- hagsmálum heimsins. Um það fjallar m.a. fl. kafli bókarinn- ar, en höfundur hans er sjálfur Lester Brown, málvinur Rock- efellersbræðra og styrkþegi menningarsjóðs bandarískra auðkýfinga, m.ö.o. enginn úf- inn og skeggjaður róttæklingur eða Greenpeacehippi, heldur amerískur menntamaður af fínustu sort. „Umsköpun“ efnahags- kerfis heimsins Þeir sem óttast að allt tal um gerbreytingar og „umsköpun“ („reshaping" er orð Lesters Browns) á efnahagskerfi sé komið frá Marxsinnum og þess háttar fólki ættu að kynna sér betur þær umræður sem eiga sér stað meðal frjálslyndra menntamanna og framsýnna stjórnmálamanna í vestrænum löndum um efnahagsástandið í heiminum og horfur varðandi afkomu mannkynsins í náinni framtíð. í því efni væri góð byrjun að lesa ritgerðir Lesters Browns í bók hans State of the World 1984. Þar segir hann rn.a. (í lauslegri þýðingu): „Vaxandi efnahagsvandi síðustu ára sýnir ljóslega að ríkjandi efnahagsstefna og áhersluatriði í því sambandi duga ekki sem best. Ef ekki verður ráðist í endurskipulagn- ingu í þessu efni... er næstum öruggt að efnahagsástandið heldur áfram að versna." Og hverju skyldi þurfa að breyta að dómi Lesters Browns? í fyrsta lagi ber að hætta því, sem nú er látið viðgangast, að sólunda nátt- úruauðlindum og starfsorku stjórnmálamanna í þágu hern- aðarkapphlaupsins. í þess stað er nauðsynlegt að einbeita sér að því að hamla gegn offjölgun fólks í heiminum, að vernda gróðurmátt jarðar og aðrar lífrænar auðlindir og hraða því að teknar verði upp nýjar að- ferðir við orkuframleiðslu. Hér duga engin vettlingatök eins og fram kemur í máli Lesters Browns: „Aðeins gagnger endurskipulagning getur komið að haldi.“ Gæði jarðarinnar eru ekki meiri en svo að þau þola ekki það alag sem framleiðslu- hættirnir leggja á þau. Kerfið nærist á rányrkju og fær því ekki staðist nema afmælda stund. Þessu framleiðslukerfi verður því að gerbreyta í ýmsum greinum í ■ Þurrkar og rányrkja ógna stórum svæðum í Afríku þar sem gróðurínn hverfur og auðnin sækir á. Búfé nagar síðustu sprotana og búseta ræðst af því h var hægt er að rífa upp kjarrleifar til eldiviðar. gerast. Og þess er kostur, jafn- vel án frekari tækniframfara, að leysa öll meginvandamálin sem við er að glíma og full- nægja öllum nauðþurftum mannkynsins. Málið snýst alls ekki um tækni og auðlindir, heldur hitt að menn skilji hvað í húfi er og að stjórnmálamenn sýni vilja sinn í verki. Hvort framtíðin verður björt og lofar góðu eða hvort hún verður myrk og lofar engu nema illu, veltur á því hversu skjótt stjómmálamenn taka við sér og beitast fyrir þeim stefnu- og áherslubreytingum sem nauð- syn krefur." Þetta er sá boðskapur, sem Lester R. Brown flytur í nafni virðulegs félagsskapar frjáls- lyndra Bandaríkjamanna, menntamanna og stjórnmála- manna, sem leggja það á sig að hugsa um grundvallarvanda- ntál samtímans og horfur varð- andi framtíð mannkynsins í heild. Þetta bókarefni vekur ýmsar spurningar. Ein er sú hvort hér sé aðeins um að ræða rótgróinn grun mannkynsins um heimsslit (e.t.v. árið 2000 úr því þau urðu ekki árið 1000) eða hvort í þessu felist boð- skapur um byltingu. Spurningar af þessu tagi gera auðvitað ekki annað en drepa málinu á dreif. í boðskap Lest- ers R. Browns og félaga hans felst aðeins einn: Tilmæli til ráðamanna allra landa um að stokka upp spilin hvað varðar skipulag framleiðslustarfsemi og auðlindanýtingar og fyrir- komulag alþjóðlegra sam- skipta á öllum sviðunt. Ingvar Gíslason Verða íslendingar í þeirra stað innan skamms? fulltrúans, er viðbúið að fleiri menn komist á herforingja- skóla erlendis, á vegum utan- ríkisráðuneytisins og er þá sennilegt að Noregur verði fyr- ir valinu. Tveir menn verða ráðnir til viðbótar á næsta ári. Þá verða starfandi hermenn orðnir þrír á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Fjölgunin hefur þá verið ærið ör, ef litið er til fyrri ára. Arnór er menntaður liðsforingi, og hefur verið þjálfaður til þess að stjórna. Hann mun eflaust leita eftir því að fá mannaforráð af ein- hverjum toga. Hann var með þjálfun íslensku víkingasveit- arinnar á sinni könnu og var þar í því hlutverki sem hann hefur hlotið þjálfun til. Ef litið er til lagagreinanna sem vitnað er í fyrst í greininni er ljóst að möguleiki er fyrir hendi að kalla menn til starfa vegna nauðsynlegra land- varna. Hvenær er nauðsyn? Er nauðsynlegt að þjálfa menn sem gætu varið landið ef Kan- inn fer? Er nauðsynlegt að þjálfa heimavarnarlið sem myndi berjast við hlið Banda- ríkjamánna, lið sem hefur þekkingu á íslenskum aðstæð- um? Verði þessum spurning- um svarað játandi, er ekki langt í það að íslenskir 18 ára unglingar fái herkvaðningu frá utanríkisráðuneytinu. Takmörkuð herskylda Takmörkuð herskylda gæti verið af hinu góða. Þá myndu íslendingar læra aga og hlýðni, og um leið væri komið upp nokkurskonar óformlegu heimavarnarliði. Hinsvegar er viðbúið að framkvæmdin gæti orðið erfið með tilliti til að- stæðna. Það væri hinsvegar hugsanlegt að manna bækistöð Bandaríkjahers að hluta til með íslenskum hermönnum. Síðar gætu fslendingar alfarið tekið við rekstri stöðvarinnar og eftirliti. Þá yrðu Banda- ríkjamenn í ráðgjafahlutverki. Með þessu fyrirkomulagi yrði hægt að líta öðrum augum á varnarsamning í framtíðinni. Svipað Víetnam Fyrsta þátttaka Bandaríkja- manna í bardögum í Víetnam, var að þeir sendu þangað ráð- gjafa. Síðar meir fjölgaði þeim ótæpilega. Við fslendingar höfum nú fengið ráðgjafa, og verður þeim fljótlega fjölgað. Þegar stöðugildið er fyrir hendi munu fleiri menn taka þátt í því starfi sem inna þarf af heidi til þess að glöggt mat fáist á varnarstöðu landsins. Skattar til hernaðar íslendingar hafa verið lausir við skatta vegna hernaðarút- gjalda. Sá tími er liðinn. Skatt- borgarinn mun greiða laun Arn- órs og kollega hans. Öll út- gjöld sem verða vegna starfs hans munu greidd af skattborg- urum. Framtíðin verður að leiða í Ijós hver umsvif hans verða og hvað þau kosta. Arnór var ekki þegjandi lög- regla, þann tíma sem hann var hjá embættinu. Víkingasveit var komið á fót. Nú er bara að bíða og sjá hvort og hvenær lagagreinar hér að ofan verða nýttar til þess að opna leið fyrir stofnun íslenska hersins... Eggert Skúlason

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.