NT - 31.08.1985, Blaðsíða 6

NT - 31.08.1985, Blaðsíða 6
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Iðnskólinn verður settur mánudaginn 2. sept- ember kl. 14.00. Þá eiga nýnemar að koma í skólann. Nemendur framhaldsdeilda og samningsbundnir iðnnemar á öðru og þriðja stigi sæki stundaskrár og bókaskrár sama dag kl. 10.30. Nemendur meistaraskóla sæki stunda- skrár mánudaginn 2. september kl. 17.00. Kennarafundur verður sama dag kl. 9.00. Deildarstjórafundur verður kl. 11.00. Iðnskólinn í Reykjavík Bandalag kennarafélaga og Kennaraháskóli íslands efna til ráðstefnu um íslenska skólastefnu laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 að Borgartúni 6, Reykjavík. Erindi flytja: Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla íslands, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneyti, Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags kennarafélaga, dr. Wolfgang Edelstein, prófessor við Max Planck rannsóknarstofnunina í Vestur- Berlín. Ráðstefnan er öllum opin. Stjórn Verkamannabústaða í Hafnarfirði auglýsir hér meö eftir umsóknum um íbúðir í verkamannabú- stöðum í Hafnarfiröi. Um er að ræða 15 íbúðir, sem byggðar verða á árinu 1986 við Þúfubarð. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Hafa lögheimili í Hafnarfirði, þegar sótt er um. 2. Eiga ekki íbúð, eða samsvarandi eign. 3. Hafa ekki haft hærri meðaltekjur árin 1982-1983 og 1984 en 318.000,- kr. á ári auk 29.000.- kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Sérstök athygli er vakin á því, að eldri umsóknir þarf ekki að endumýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu verkamannabú- staða að Móabarði 34, sem er opin á mánudögum þriðjudög- um og miðvikudögum kl. 16.00-18.00. Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag, eða í pósthólf 272, Hafnarfiröi. Umsóknir, sem síðar berast veröa ekki teknar gildar. Grunnskóli Reyðarfjarðar Kennara vantar til starfa í eldri bekki veturinn 1985-1986. Æskilegar kennslugreinar, handmennt stúlkna, tungumál, raungreinar, almenn kennsla og sérkennsla. Mjög ódýrt húsnæði fyrir hendi, flutningsstyrkur greidd- ur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-4247 eða 97-4140. Skólanefnd. Til sölu Dodge Weebon árgerð 1953, í góðu lagi, með 4ra cyl. Trader dieselvél og vegmæli. Mikið af varahlutum. Einnig er til sölu Perkins dieselvél 4,236 ný upp tekin. 5 gíra Chevrolet gírkassi getur fylgt. Upplýsingar í síma 99-5592 og 99-5528. Laugardagur 31. ágúst 1985 6 Útlönd j ■ Skrópagemlingar sem suðurafríska lögreglan hefur handtekið. Mörg börn og unglingar tóku þátt í bardögunum við lögregluna í gær. Suður-Afríka: Barist í Höfðaborg Tugir hafa látið iifið í átökunum Höfðaborg-Reuter. ■ Harðir bardagar urðu í gær á milli grímuklæddra unglinga og lögreglu í út- hverfum Höfðaborgar. Bar- - dagarnir eru sagðir einhverj- ir þeir hörðustu sem orðið hafa á þessu svæði. Ekki er vitað hvað mikið mannfall varð en það mun vera talið í tugum. Þungvopnaðir hermenn og lögreglumenn óku á milli úthverfanna í brynvörðum bílum og reyndu að bæla niður óeirðirnar sem bloss- uðu stöðugt upp á nýjum stöðum. Lögreglan beitti skot- vopnum, svipum ög táragasi óspart á unglingana. Lögreglan setti upp veg- tálmanir við úthverfin og meinaði fréttamönnum að fara inn í þau. Hópur ung- menna köstuðu grjóti og bensínsprengjum að bílum og járnbrautarlestum sem óku framhjá þeim. Þeir strengdu líka gaddavír yfir göturnar til að reyna að slasa lögreglumenn. Margar búðir hafa verið rændar og eyðilagaðar í átökunum sem nú eru ekki einungis bundin við hverfi fátækra blökkumanna held- aðra úthverfa þar sem til- ur hafa breiðst út til bland- tölulega vel stætt fólk býr. Eiturslys á Indlandi Bombay-Reutcr. ■ Að minnsta kosti einn vera. Aðrir sem slösuðust maður lést og mörg hundruð voru verkamenn og íbúar slösuðust í eiturslysi á Ind- sem bjuggu í námunda við landi í gær þegar klórgas lak verksmiðjuna. úr leiðslu í efnaverksmiðju í Einn þingmaður var í hópi Chembur sem er ein af út- hinna slösuðu, dr. Datta borgum Bombay. Gaslekinn Mills, en hann er meðal þekkt- varð einmitt þegar verka- ustu stjórnarandstæðing- menn við verksmiðjuna annaáþinginuíNýjuDelhi. höfðu safnast saman til að Eiturgasslys eru tiltölulega mótmæla því að verksmiðj- algeng á Indlandi. Fyrir unni hafði.verið lokað. tveimur mánuðum slösuðust Að sögn indversku frétt- t.d. 113 manns eftir gasleka astofunnar PTI voru 14 í annarri verksmiðju við brunaliðsmenn og 12 lög- Bombay og í desember á reglumenn meðal hinna slös- seinasta ári létust um 2.500 uðu en þeir höfðu farið inn í manns þegar gas streymdi út verksmiðjuna til að flytja úr úr verksmiðju Union Carbi- henni fólk sem þar kynni að de í Bhopal. Indverskt umframkorn sent til Sovétríkjanna - blandað hálmi og múrsteinum Nýja Delhi-Reuter. ■ Sovétmenn hafa á þessu ári flutt inn um 150.000 tonn af indversku umframkorni. Þeir segjast gjarnan vilja kaupa meira kom af Indverjum á næst- unni svo fremi sem Indverjar tryggi að kornið verði ekki blandað hálmi og múrsteins- brotum eins og fyrri sendingar. Mikil komuppskera að undan- förnu hefur leitt til gífurlegra umframbirgða á korni í Ind- landi þar sem mikið magn af korni liggur nú undir skemmd- um vegna þess að allar korn- skemmur eru löngu troðfullar. Jlndverjar hafa reynt að selja kornið, sem er aðallega hveiti, til annarra ríkja en hingað til hefur þeim aðeins tekist að fá Sovétmenn og Víetnama til að skrifa undir kaupsamninga. Sovétmenn samþykktu fyrr á þessu ári að kaupa 500.000 tonn af korni en þeir stöðvuðu inn- flutning sinn á índversku korni i júní eftir að hafa aðeins flutt inn 150.000 tonn. Sovétmenn kvörtuðu þá yfir því að hluti kornsins væri skemmdur og að hálmur og múrsteinsbrot væru í korninu. Indverjar neituðu þessum ásökunum Sovétmanna í fyrstu en sendu svo hóp sér- fræðinga til Sovétríkjanna í seinasta mánuði til að kanna gæði kornsins. Það er talið að umframbirgð- ir Indverja af korni séu samtals um sjö milljónir tonna þannig að Indverjum er mikið í mun að fá Sovétmenn til að flytja inn meira af indversku korni. Sovétmenn tilkynntu nú í vikunni að þeir myndu senda verslunarnefnd til Nýju Delhi ti! að semja um áframhaldandi kornkaup. Þeir tóku sérstaklega fram að í hópn- um væru matvælasérfræðingar. Væntanlega er þeim ætlað að tryggja gæði kornsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.