NT - 31.08.1985, Page 18

NT - 31.08.1985, Page 18
r Tlj7 Laugardagur 31. ágúst 1985 18 L UU íþróttir Enska knattspyrnan: Mariner verður miðvörður í dag - ef 0‘Leary verður ekki orðinn heill - Barnes spilar með United ■ Það gæti farið svo í dag í iner hjá Arsenal spili miðvörð í hann er vanur að gera. Arsenal- ensku 1. deildinni að Paul Mar- staðinn fyrir framherja eins og liðið hefur átt við mikil meiðsla- . vandamál að stríða að undan- förnu og í síðasta leik gegn Luton kom Mariner inná fyrir O'Leary sem meiddist á andliti og er ekki víst að hann verði í dag. Mariner sjálfur hefur átt við meiðsl að stríða en líklegt er að hann spili sinn fyrsta heila leik í dag - sem miðvörður. Arsenal hefur verið í baráttu við margar plágur á síðustu mánuðum. Fjórirleikmenn liðs- ins hafa verið kærðir fyrir ölvun við akstur og á ársþingi félagsins í fyrrakvöld tilkynnti fjármála- stjórn félagsins að tapið á síð- asta ári hefði verið nálægt 24 milljónum íslenskra króna. Ar- senal liðið ætlar sér þó ekkert að gefa eftir í baráttu um meistara- titilinn og víst er að Don Howe mun leggja sig allan fram í þeirri baráttu enda mun hann sennilega fjúka frá félaginu ef ekkert gengur þetta árið. ■ Magnús Pálsson miðvallarspilarinn ungi stekkur nú inní lið umferðarinnar en hann hefur verið traustur hjá FH í sumar en átti góðan leikámóti ÍBK um daginn. Duglegurpiltur. NT-mynd:Ámí iijama. NT-lið fimmtándu umferðar Þorgrímur Þráinsson, Val (2) Valþór Sigþórsson, ÍBK (4) Baldvin Guðmundsson, Þór (2) Viðar Þorkelsson, Fram Árni Stefánsson, Þór (2) Gunnar Gíslason, KR (7) Siguróli Kristjánsuon, Þór (5) Ólafur Þórðarson, ÍA (3) Magnús Pálsson, FH Jón Erling Ragnarsson, FH Guðmundur Torfason, Fram (5) Annar leikmaður en Mariner mun spila sinn fyrsta deildarleik á þessu tímabili í dag. Það er Peter Barnes hjá Manchester United sem spila mun sem út- herji í stað Danans Jespers Olsens sem meiddist í ökkla á æfingu í vikunni. Meiðsl setja víðar strik í reikninginn en hjá United og Arsenal. Tottenham sem á morgun leikur gegn Manchester City er með fjóra landsliðsmenn í meiðslum og City er án fimm fastamanna. Þá munu báðir miðverðir Luton, Foster og El- liott vera meiddir og er búist við að velski landsliðsmaðurinn Peter Nicholas taki „sweeper" stöðuna hjá Luton í leiknum gegn Aston Villa í dag. i ■ Verður Maríner að spila sem miðvörður í dag? Hver veit nema að sú staða henti honum vel. Spanjólar sparka Spænska knattspyrnan hefst á morgun - Einn íslendingur í slagnum ■ Spænska knattspyrnan hefst á morgun með pompi og prakt og er búist við að slagurinn þetta árið verði bara á milli Real Madrid og Barcelona. Bar- celona hefur endurnýjað samn- ing sinn við Terry Venables til tveggja ára en Venables hjálp- aði einmitt Barcelona til að vinna sinn fyrsta meistaratitil í ,11 ár er liðið sigraði deildina í fyrra. Annars hefur Barcelona verið óvenju hæglátt í sumar. Engar stórar stjörnur hafa verið lokkaðar til liðsins, öfugt við það sem venjulega hefur gerst hjá liðinu. Barcelona mun treysta á Bernd Schuster og Steve Archibald til að tryggja titil þetta árið. Hjá Real gegnir öðru máli. Liðið keypti markahæsta mann Spánar í fyrra. Sá heitir Hugo Sanchez og er mexíkanskur. Þá keypti liðið einnig Antonio Maceda og Rafael Gordillo sem báðir eru landsliðsmenn og ís- lendingum að góðu kunnir. Einn íslendingur spilar nú í spænsku knattspyrnunni. Það er Pétur Pétursson sem spilar með Hercules frá Allicante. Ekki má svo gleyma að Atletico de Madrid mun reyna að blanda sér í toppslaginn með Ubaldo Fillol, argentínska landsliðs- markvörðinn, í markinu. ...Um helgina fer fram keppnin um Olíubikarinn hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Er þetta ein elsta keppni klúbbsins. Leikin verður 18 holu undirbún- ingskeppni á laugardag frá kl. 9.00. Á sunnudag fer fram undirbúningskeppni fyrir Nýliðabikarinn og hefst hún kl. 9.00. Þá fer fram undirbúningskeppni fyrir Nýliðabikar unglinga kl. 10.00. Af þessu má sjá að mikið verður um að vera í Grafarholti um næstu helgi. ...Real Madrid sigraði Bayern Munchen 4-2 í úrslitaleik í knattspyrnu- keppni sem fram fór í Madrid í vikunni. Mörk Real gerðu Sanchez, Butragueno, Santillana og Valdano en Lerby'-og Matthaiis skoruðu fyrir Bæjara... ...Heimsmeistarar Tékka í íshokkí sigruðu Svía 3-2 í vináttuleik í Svíþjóð í gærkvöldi. Leikurinn fór 1-0, 2-1 og 0-1. Tékkar sigruðu í úrstlitaleik á síð- ustu heimsmeistara- keppni. ■ Bernard Langer skaust uppí annað sætið á lista yfir þá golfara í Evrópu sem þénað hafa mesta peninga á árínu til þessa með sigri á Opna v-þýska meistaramótinu í Bremen í fyrrí viku. Sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu Sandy Lyle er enn langefstur á peningalistanum. Lyle hefur unnið sér inn 8,5 millj. íslcnskar en langer er með um 4,5 millj. Það vekur athygli að Ballesteros er aðeins í áttunda sæti með um 3,2 millj. Helgarknattspyrnan: ■ í dag heldur hin æsispenn- andi 1. deildarknattspyrna áfram með einum leik í deild- inni. Valsmenn fá Víði Garði í heimsókn á völlinn við Hlíðar- enda kl. 14:00 og verða að sigra til að halda sér í toppslagnum. Víðismenn þurfa hins vegar á stigi eða stigum að halda til að sleppa við falldrauginn hræði- lega. Þá verða í dag fjórir leikir í 2. deild. Skallarnir í Borgarnesi taka á moti Blikum frá Kópa- vogi kl. 14 og á sama tíma spila KS og Leiftur og Eyjamenn og Völsungar. Kl. 17 mætast síðan á Árbæjarvelli Fylkir og Njarð- vík í botnbaráttu 2. deildar. í 3. deild verðurspiluðsíðastá umferðin í B-riðli og þá ræðst það hvort Magni eða Einherji mæta Selfoss í úrslitaleikjum 3. deildar. Þessi Iið hittast á Greni- vík kl. 14 en um leið spila Leiknir og Valur, HSÞ og Austri og Tindastóll og Huginn. Þrír leikir verðá í 1. deild kvenna. KA fær Blikana í heim- sókn á KA-völlinn en Þórsstúlk- urnar spila á Þórsvelli gegn ÍA. KA-leikurinn hefst kl. 17 en hinn kl. 16. Þá spila Valur og ÍBÍ kl. 17. Á sunnudaginn verða síðan þrír leikir í 1. deild karla. Þór fær KR í heimsókn kl. 14 og á sama tíma spila Fram og Þróttur í Laugardalnum. Kl. 15 spila síðan Keflvíkingar gegn Skaga- mönnum í Keflavík. Umferð- inni lýkur síðan á mánudags- kvöld með leik Víkinga og FH á Laugardalsvelli kl. 18:30. Þá spila Valur og ÍBK og KR og ÍBÍ í 1. deild kvenna á sunnu- dag. Cruz mistókst ■ Brasilíski hlauparinn Joaq- uim Cruz náði ekki að setja heimsmet í 800 m hlaupi á Grand Prix - mótinu í Koblenz í fyrrakvöld. Cruz hafði ætlað sér að reyna að setja heimsmet og hafði haft það á orði fyrir mótið. Hann fékk hins vegar tímann 1:42,49 og var það að- eins frá fjögurra ára gömlu heimsmeti Seb Coe frá Bret- landi sem er 1:41,73. í lok hlaupsins þá þurfti Cruz að hugsa meira um að vinna sigur á Bandaríkjamanninum Johnny Gray en að setja heims- met. Gray hljóp mjög vel og setti bandarískt met með tíman- um 1:42,60. „Ég held að ég hafi bara hugsað of mikið um að setja heimsmet svo einbeitingin var ekki í stakasta lagi,“ sagði Cruz eftir hlaupið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.