NT - 01.09.1985, Page 3

NT - 01.09.1985, Page 3
og skjöldur sem birtast á sviðinu," sagði Einar. Ekki vildu þeir meina að „Sérðu hvað ég sé“ væri eitt heildarverk að öðru leyti en því aö það væri safn af popp lögum sem ættu það sammerkt að vera unnin upp af þessum hópi á tiltölulega skömmum tíma gagngert fyrir hljómleikana. Þannig væri auð- vitað ákveðin samfella og heildar- svipur yfir þessu. Jákvæö tónlist Þegar Helgarblaðið spurði hvort pólitíkur gætti í textunum hjá þeim og hvort í þeim fælist ádeila, þvertóku þeir fyrir það og sögðust ekki deila á. Vitaskuld væri aldrei alveg hægt að forðast pólitík í víðasta skilningi, en ádeilu músík væri ekki á dagskrá hjá þeim. Megas sagðist hafa lesið í Þjóðviljanum að það væri í tísku að vera jákvæður og að því leytinu fylgdu þeirtískunni. Þegar við spurð- um um hvað lögin fjölluðu svöruðu þeir því til, að þeir væru einfaldlega „um“. Kannski heims „um“ (ból), og þóttust ekki taka eftir skilningsleysi Helgarblaðsins, sem fannst þeir minna sig á guðina í Atómstöðinni þegar hér var komið sögu. Aðspurðir sögðu þeir að þetta yrði einn allsherjar gjörningur. Það sem augu fólks myndu nema yrði ákaflega ánægjulegt fyrir sjóntaugarnar, og að menn kæmu betri menn út af tón- leikunum en þeir voru áður. Guðlaugur sagði að tónlistin og látbragð og raunar sýningin í heild væri mjög jákvæð og sjálfsagt væri fyrir fólk að taka þátt í, humma með o.s.frv. Hinirtóku í sama streng. „Það hefur lengi verið í tísku að vera í fýlu, og sá sem hefur verið fúlastur hefur notíð hvað mestrar virðingar. En bæði líður viðkomandi fýlusjúklingi mjög iila sjálfum og svo er náttúrulega vond lykt í kringum hann. En góðu heilli hefur þróunin á síðustu árum verið aðeins bjartari. Það er ekki það, að heimurinn hafi batnað eitthvað á þessum tíma. Það er svo sem alltaf nóg efni til að vera í fýlu út af, en málið er einfaldlega að það er enginn ávinningur af fýlunni," sagði Megas. Ekki sögðu þeir þremenningarnir að Ijósadýrðin yrði meiri á þessum hljómleikum en gengur og gerist á hljómleikum en það mætti heldurekki gleyma því að þarna væri fallegt fólk á sviðinu sem nautn væri að horfa á. Listaverk augnabliksins Helgarblaðið vildi fá að vita hvort framhald yrði á þessu samstarfi og hvort plötuútgáfa væri ef til vill í undirbúningi. Ekki sögðu þeir það vera og að Megas-Kukl einbeittu sér að því að „gera hljómleika". Þetta er listaverk augnabliksins sögðu þeirog ekkert ráðgert um framtíðina. En þó væri Ijóst að ekki yrði framhald á þessu á næstunni í það minnsta. „Það er ekki mikill sjéns á að þessir hljómleikar verði endurteknir út frá stundatöflu Kuklsins og ekki út frá stundatöflu Megasar. Sem stendur höfum við skipulagt tímann fram að hljómleikunum og gefum okkur alfarið að þessu," sagði Einar Örn. „Kukl hefur aldrei áður æft eins stíft fyrir tónleika og við erum sem sagt í þessu 24 tíma á sólarhring." Þegar Einar talar um að stundatafla Kukls- ins leyfi ekki endurtekningu er hann að vísa til þess að í haust fer hljómsveitin í þriggja vikna hljóm- leikaferð um Evrópu. „Síðan verður hljómsveitin leyst upp,“ segir hann „eins og undanfarin ár, en við vinnum í lotum, í ákveðinn tíma, svona þrisvar eða fjórum sinnum á ári.“ Kukl rnun spila í Kaupmannahöfn, Berlin, Hollandi, Sviss og Englandi. Þess má geta að í Englandi mun Kukl spila með „Psychic TV“ á fimm mismunandi stöðum og að öllum líkindum enda túrinn i hinu hávirðu- lega Royal Albert Hall. Ekki vildi Megas fjölyrða um sína dagskrá að tónleikunum loknum, en sagði að það væru allt saman hlutir sem yrði byrjað á þegar þessir tón- leikar væru afstaðnir. En hins vegar væru þessir tónleikar fyrir augnablikið og upplagt fyrir fólk að nota tækifærið og koma og sjá það sem Megas-Kukl sjá. Helgarblaðið er hreint ekki frá því að það gæti verið alveg ágætis hugmynd. B.G. NT Sunnudagur 1. september 3 Umsjónarmenn Helgarblaðs: Atli Magnússon Birgir Guðmundsson Jón Ársæll Þórðarson og Auður Hermannsdóttir ■Hann er nærri jafngamall öld- inni og rannsóknir á jurtum hafa veriö aðaláhugamál hans og jafnframt lífsstarf. Sjá viðtal við Ingólf Davíðsson grasafræðing bls. 6 og 7. ■ Maraþon í Reykjavík. NT fylgist með á sjötta hundrað langhlaupurum sem hlupu um götur borgarinnar um síðustu helgi. Sjá bls. 14 og 15. Forsíðumynd Róbert. ■ Samkvæmt nýjustu kenn- ingum er alheimurinn langtum stærri en gert hefur verið ráð fyrir fram til þessa. Allt um það á bls. 18 og 19. Hér nýtur japanskt hugvit sín til fulls. Elektrónískar ritvélar með minni gerast ekki léttari og fyrirferðaminni. Brother verksmiðjurnar framleiða um eina milljón véla árlega, sem er um 15% af markaðs- þörf. Það ætti ekki að þurfa fleiri meðmæli. Og hér er sú nýja litla BP — 30 Sú fyrsta í heiminum sem skrifar og teiknar í fjórum litum. Nú getur þú skilað skýrslum fallega vélrituðum með viðeigandi línuritum og allt í lit. Líttu inn til okkar og kynntu þér þessa litlu og léttu kjörgripi. BORCARFELL HF. SKÓLAVÖROUSTÍG 23 - SÍMI 11372 GÍSLI J. JOHNSEN SF. n NÝBVLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SIMI 641222 SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.