NT - 01.09.1985, Síða 10

NT - 01.09.1985, Síða 10
10 Sunnudagur 1. september NT Snerting Hvaða viðhorf hefur þú til snert- ingar og nálægðar annarra? M Hefur þú einhvern tímann verið í sundi og allt í einu synt upp í fangið á bláókunnugri maneskju? Eða fengið ungbarn í hendurnar og ekkert vitað hvað þú ættir að gera við ungann? Eða verið í troðfullum strætó og fundið nána og mikla snertingu fólks? Hvernig leið þér? Var þetta erfitt, allt í lagi eða bara gaman? Hér á eftir eru 12 spurningar um viðhorf þín til snertingar og nálægðar annars fólks. Það sem þú átt að gera er að lesa yfir alla möguleikana fjóra, a, b, c og d. Síðan merkir þú við þann sem hæfir þér best og leggur síðan saman hversu mörg a þú færð, b og svo framvegis. Fyrir neðan sérðu töfíu og einnig útskýringar á hverju stigi fyrir sig. Þar getur þú séð hvernig manneskja þú ert og livað er til ráða. Að þessu búnu er t.d. ágætt fyrir hjón að bera saman bækur sínar og kanna hvort mikið beri á milli. Best er auðvitað að viðhorfín falli sem mest saman en ef svo er ekki þá er að reyna að fínna leið sem hentar báðum. Góða skemmtun... 1) Hraða tegund líkamlegra upp- lýsinga eru mikilvægastar fyrir Þig? a) stærðin, fatanúmer, litir, tíska. b) blóðflokkur, matarsmekkur, sjúkrasaga, erfðafræðilegur bak- grunnur. c) líkamleg nálægð og snerting, eggj- andi tónlist, kynlífsform. d) líkamleg áhrif skipta engu heldur uppeldi, trú, menntun og svo framvegis. 2) Hvernig líður þér í troðfullum strætó? a) þú reynir að finna þér horn þar sem þú getur verið í friði og losnað við snertingu annarra. b) þú reynir að draga þig í hlé með því að einbeita þér að eigin hugs- unum og Iætur sem þú vitir ekki af hinum. c) þú nýtur þess að finna alla þessa snertingu. d) þú reynir að ná augnsambandi við einhverja aðlaðandi manneskju og einbeitir þér að því. 3) Hvað er það fyrsta sem rekur athygli þína þegar þú ert kynt(ur) fyrir nýrri persónu?

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.