NT - 04.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 04.09.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP. 7 Keflavík: steyptist á hliðina ■ Steypubíll frá Steypustöð Suðurnesja valt á mótum Hring- “brautar og Vesturgötu í Keflavík. um miðjan dag í gær. Bílnum var ekið norður Hringbraut og ætlaði ökumaður að beygja vestur Vesturgötu. Þa skipti það engum togum að bíllinn valt. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var bíllinn ekki á miklurn hraða. Hann var hálffullur af steypu. Sennilegasta skýringin á slysinu er sú að farmurinn hafi slest út í hliðina á bílnum og hann viðþað misst jafnvægið á veginum. Okumaður slapp ómeiddur, en | bíllinn varð fyrir einhverjum | skemmdum. Mikil mildi var að ekki fór verr, þar sem bíllinn lenti að hluta til upp á gangstétt. Kjötfjallið frá í fyrra - fituklumparnir óseldir: Verður hætt að borga bændum fyrir spikið? ■ Þau ca 1.500 tonn af dilka- kjöti sem eftir eru óseld í landinu frá síðustu sláturtíð eru allt saman skrokkar úr þyngri og feitari flokkunum - sem sé mestu fituklumparn- ir (ca 80-90 þús. skrokkar), að því er fram kom í samtali við Jóhannes Kristjánsson bónda á Höfðabrekku, form. Félags sauðfjárbænda. Lítur því út fyrir að mikið af fitu verði á því kjöti sem neyt- endum stendur til boða næstu vikurnar, þ.e. fram að sláturtíð. Jóhannes kvaðst vel skilja þá afstöðu kaupenda að hafa takmarkaðan áhuga á að kaupa spikfeitt kjöt á fullu verði vitandi það að drjúgur hluti þess lendir síðan í sorp- inu af diskum neytendanna. „Þess vegna erum við farn- ir að velta því fyrir okkur hvort ekki sé tímabært orðið að breyta kjötmati og verð- lagningu þannig að það verði hætt að borga fyrir kjötið eftir viktinni einni - en þess í stað verði þetta offeita kjöt fellt það mikið í verði að kaupandinn verði skaðlaus af kaupunum þótt hann hendi fitunni. 1 kaupbæti fengi hann betra kjöt, þ.e. betri vöðva,“ sagði Jóhann- es, en þekkt er að kjötið er betra af feitum skrokkum en mögrum. Steypubíll Tannverndarsjóður: Safnar innistæðum en veitir sáralitlu til tannverndar Hálf fimmta milljón aðeins til á pappírnum? ■ Þótt ríkinu beri að leggja fram árlegt framlag til svokall- aðs Tannverndarsjóðs, fram- lag sem nemur 1% af tannlæknakostnaði sjúkra- trygginga, hefur reynst örðugt að fá fé úthlutað úr sjóðnum og eru þó verkefnin ærin. í skýrslu sem Magnús Gíslason, yfirtannlæknir hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, hefur skrifað segir að þegar ríkið samdi við tannlæknafélagið árið 1975, hafi verið talið eðlilegt, að ríkið yfirtæki þá fræðslustarf- semi, sem áður hafi verið á könnu tannlæknafélagsins. í því skyni hafi Tannverndar- sjóðurinn verið stofnaður. Raunin hafi hins vegar orðið sú að fræðslustarfsemi á veg- um sjóðsins hafi að mestu legið niðri síðan. Eina lífs- markið sem vart hafi orðið við í tengslum við sjóðinn hafi verið karp um hver ætti að ráða yfir honum. Um síðustu áramót nam eign Tannverndarsjóðs rúm- lega hálfri fimmtu milljón króna. Magnús Gíslason sagði í samtali við NT í gær að síðan hefði verið úthlutað um hálfri milljón til fræðslustarfs úr sjóðnum. Á síðasta ári var úthlutað 473.600 krónum til útgáfu og fræðslustarfs. Magn- ús sagði að af hálfu Trygginga- stofnunar sem annast sjóðinn, sé því svarað til, að framlög til hans séu varla til nema á papp- írnum og eignir hans aðeins bókfærðar eignir en ekki raun- verulegar. Magnús Gíslason sagði að mun minni áhersla væri lögð á fyrirbyggjandi starf á sviði tannheilsu hérlendis en í ná- grannalöndunum. Hann benti á sem dæmi að í Danmörku fara 60% af því fé sem tryggingar verja til tannlækninga til fyrir- byggjandi starfsemi en 40% til tannviðgerða. Augljóslega sé hlutfallið allt annað og óhag- Verndarheimilið á Laugateigi: 450 íbúar í Laugarnes- hverfi mótmæla ■ 450 íbúar í Laugarneshverfi hafa mótmælt fyrirhuguðu heimili Verndar, fyrir fyrrver- andi fanga og aðra sem eru að reyna að koma undir sig fótun- um eftir að hafa misstigið sig í samfélaginu, og voru mótmæli íbúanna lögð fyrir borgarráð í gær. Ibúarnir vísa til samhljóða álits sálfræðinga, lækna og fé- lagsráðgjafa um að óhæfilegt væri að reka stærra heimili en fyrir 8 manns og vöruðu við afleiðingum þess ef fjölmennara heimili yrði sett á stofn í hverf- inu. Jóna Gróa Sigurðardóttir for- maður Verndar sagði í samtali við NT að fjölmargir íbúar í hverfinu hefðu haft samband við sig og aðra starfsmenn Verndar og lýst yfir því að þeir teldu fyrirhugað heimili ekki neina ógnun við sig og sína og hafa ekki viljað taka þátt í þessum mótmælum. Hún vildi taka það skýrt fram að heimilið á Laugateignum ætti ekki að rúma fleiri en 17 manns í bráð og reynslan sýndi að stærri heimili veitti mönnum meira aðhald en minni því þá skapaðist aukin samheldni milli heimilismanna sem vildu allir sýna íbúum Teigahverfisogöðr- um einlæglega framá að þeir væru síður en svo hættulegri en aðrir borgarar. stæðara hérlendis, þótt gera því fé sem tryggingarnar fræðslu og annarrar fyrirbyggj- verði ráð fyrir að einhverju af greiða til tannlækna fari til andi starfsemi. ■ Þó haustið nálgist hægt og bítandi er það varla að merkja á borgarlífinu. Alþjóðlegur blær hvflir enn yfir miðbæ Reykjavíkur eins og sjá má á þessari mynd, af Texasbúa í innkaupaleiðangri í gær. NT-mynd: Róbert Eysteinn Helgason: Framkvæmda- stjóri lce- land Seafood ■ Eysteinn Helgason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Iceland Seafood Corpor- ation. Hann tekur við af Guðjóni B. Ólafssyni, sem tekur við forstjórastarfi Sambandsins frá og með 1. janúar 1987. Eysteinn Helgason er fædd- ur 24. september 1948. Hann lauk viðskiptaprófi frá Há- skóla íslands 1973. Þá tók hann við starfi sölustjóra hjá Sölustofnun lagmetis og starf- aði þar til 1977 þegar hann tók við framkvæmdastjórastarfinu hjá Santvinnuferðum hf. og síðan Samvinnuferðum Land- sýn 1978. Síðustu 18mánuðina hefur Eysteinn starfað í Bandaríkjunum fyrir Sam- bandið og Iceland Seafood Corporation að sérstökum markaðsathugunum. Eysteinn Helgason er giftur Kristínu Rútsdóttur og eiga þau þrjú börn. Kaspa- rovmeð vinn- ings- stöðu Sjá bls. 3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.