NT - 04.09.1985, Page 2
Leikfélag Reykjavíkur:
Söngur, spé og alvara
- 4 af 5 verkefnum vetrarins íslensk
■ Islensk leikrit verða í
brennidepli í Iðnó í vetur því
4 af 5 leikritum sem Leikfélag
Reykjavíkur mun setja á fjal-
irnar eru íslensk. Þar af eru 4
ný verkefni en eitt leikrit frá
síðasta leikári, Ástin sigrar
eftir Ólaf Hauk Símonarson
verður sýnt áfram en nú á
miðnætursýningum í Austur-
bæjarbíói.
„Petta verður mjög íslenskt
leikár,“ sagði Stefán Baldurs-
son leikhússtjóri. Og spenn-
andi, bætir NT við. Við skulum
líta nánar á leiksýningar
vetrarins.
Nýr íslenskur söngleikur um
stríðsárin - Land míns föður -
eftir Kjartan Ragnarsson við
tónlist Átla Heimis Sveinssonar
verður frumsýndur í lok sept-
ember. Þetta ku vera ein viða-
mesta sýning leikársins frá
upphafi og að sögn Stefáns
hefur búningafjöldi eins leik-
rits sem sett hefur verið á svið
í Iðnó aldrei verið meiri og nú
væri helsti höfuðverkur Leikfé-
lagsins að kom öllum búning-
unum sem eru tæplega 170
talsins fyrir. Hefði um síðir
verið tekin ákvörðun um að
geyma þá í sérstökum skúr á
lóðinni! Unr 30 leikarar, söng-
varar, dansarar og hljóðfæra-
leikarar flytja okkur fjöl-
skyldusögu úr Reykjavík
stríðsáranna þegar tugir er-
lendra hermanna settu svip
sinn á bæjarlífið. Brugðið er
upp mynd af samskiptum land-
ans við herinn, uppgangi at-
vinnulífs, ástandinu og stríðs-
gróðanum. Með stærstu hlut-
verk fara: Helgi Björnsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Jón
Sigurbjörnsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Aðal-
steinn Bergdal, Ragnheiður
Arnardóttir og Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir. Ólafía Bjarn-
leifsdóttir er höfundur dansa,
Gerla hannaði búningana og
leikmyndina hannaði Steinþór
Sigurðsson. Leikstjóri er
Kjartan Ragnarsson.
í tilefni Listahátíðar kvenna
sem haldin verður í Reykjavík
í lok september og byrjun
október stendur Leikfélag
Reykjavíkur í samráði við
Listahátíðina fyrir lestrar,-
leik- og söngdagskrá sem Bríet
Héðinsdóttir hefur tekið sam-
an úr verkum J akobínu Sigurð-
ardóttur. Frumsýning verður í
Gerðubergi í septemberlok en
líklega verður verkið einnig
sýnt á Kjarvalsstöðum og
víðar. Flytjendur auk Bríetar
eru Margrét Ólafsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir, Val-
gerður Dan og Þorsteinn
Gunnarsson.
Jólaleikrit Leikfélagsins
verður sprellfjörugur breskur
gamanleikur - Allir í einu -
eftir háðfuglana Ray Cooney
og Johan Chapman. Þetta er
dæmigerður misskilningsfarsi
þar sem allir rekast á alla þá
sem þeir eiga ekki að rekast á.
Hvert parið af öðru fær þá
flugu í höfuðið að nota sömu
íbúðina til ástarleikja, en því
miður, allir í einu! Með helstu
hlutverk fara Hanna María
Karlsdóttir, Kjartan Ragnars-
son, Valgerður Dan, Þorsteinn
Gunnarsson, Margrét Ólafs-
dóttir og Kjartan Bjargmunds-
son. Þýðandi er Karl Guð-
mundsson, leikmyndina gerði
Jón Þórisson og leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson.
í fyrri hluta febrúar verður
frumsýnd ný leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur sem byggð er á
■ Sólin skein glatt þegar leikarar og aðrir starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur brugðu sér út á stétt
í gærmorgun. NT-m.v„d: Róbeu
skáldsögu Gunnars Gunnars-
sonar, Svartfugl. Hún fjallar
um unga prestinn sem flækist
inn í eitt frægasta sakamál
íslandssögunnar: Morðin á
Sjöundá á síðustu öld. Með
stærstu hlutverkin í þessu
magnþrungna verki fara: Jak-
ob Þór Einarsson, Þorsteinn
Gunnarsson, Sigurður Karls-
son, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Valgerður Dan og Gísli
Halldórsson. Leikmyndin er
eftir Steinþór Sigurðsson, tón-
listin eftir Jón Þórarinsson og
leikstjóri er Bríet Héðinsdótt-
ir.
Og loks ber að geta leikrits
Ólafs Hauks Símonarsonar -
Ástin sigrar - sem tekið verður
aftur upp frá fyrra leikári en
höfundurinn og leikstjórinn
Þórhallur Sigurðsson hafa
umskrifað nokkra kafla verks-
ins í sumar. Sýningar hefjast í
fyrri hluta októbermánaðar í
Austurbæjarbíói og með
helstu hlutverk fara: Kjartan
Bjargmundsson, Ása Svavars-
dóttir, Gísli Halldórsson, Val-
gerður Dan og Jón Hjartarson.
Einn nýr leikari, Jakob Þór
Einarsson hefur verið ráðinn á
árssamning og Jörundur Guð-
jónsson leiksviðsstjóri tekur
aftur til starfa en að auki starfa
óvenjumargir ungir lausráðnir
leikarar í leiksýningum vetrar-
ins.
síðan
Miðvikudagur 4. september 1985
ikhúslíf
Átta ný verkef ni og
fjögur frá fyrra ári
Litla sviðið verður að sjálfstæðu leikhúsi og flytur úr Þjóðleikhúskjallaranum
■ Þjóðleikhúsið hefur hafið
starfsemi sína af fullum krafti
og ætlar að takast á við 8 nú
verkefni á leikárinu en að auki
að setja 4 verkefni frá fyrra
leikári aftur á fjalirnar. Að
sögn Gísla Alfreðssonar
leikhússtjóra hefði metaðsókn
orðið að sýningum leikhússins
í fyrra ef ekki hefði komið til
verkfalls BSRB og þings
Norðurlandaráðs en sýnin-
garnar í fyrra sóttu tæplega
100 þúsund manns.
Fyrsta verkefni vetrarins
verður óperan Grímudansleik-
ur eftir Giuseppe Verdi, „Þetta
er ein viðamesta ópera sem
Þjóðleikhúsið hefur nokkurn
tíma ráðist í,“ sagði Gísli og
bætti því við að um 70 manns
tækju þátt í sýningunni fyrir
utan hljómsveit og statista. Og
um að gera að tryggja sér miða
í tíma því sýningarnar verða
einungis 15-20 þar eð stórsöng-
varinn Kristján Jóhannsson
verður að hverfa af landi brott
vegna verkefna erlendis.
Italski óperukóngurinn
Giuseppe Verdi kom við
snöggan blett á ítalskri þjóð-
arsál með þessu verki sínu á
sínum tíma. Sagan er byggð á
morðinu á Gústafi III Svíakon-
ungi á grímudansleik í lok 18.
aldar en ítölsku ritskoðunni
þótti ótilhlýðilegt að sýna
konungsmorð á sviðinu og því
varð tónskáldið að flytja at-
burðarrásina til Boston í
Bandaríkjunum. Það var ekki
fyrr en á þessari öld sem farið
var að sýna upphaflegu leik-
gerðina og sú gerð liggur til
grundvallar uppfærslu Þjóð-
leikhússins. í helstu hlutverk-
um verða stórsöngvararnir
Kristján Jóhannsson, Kristinn
Sigmundsson, Sigríður Ella
Magnúsdóttir, Elísabet Eiríks-
dóttir, Katrín Sigurðardóttir,
Robert Becker og Viðar
Gunnarsson, leikstjóri er
Sveinn Einarsson, hljómsveit-
arstjóri er Maurizio Barbacini,
leikmynd er eftir Björn G.
Björnsson og búningar eftir
Malín Örlygsdóttur.
Með vífið í lúkunum, gam-
anleikurinn eftir Ray Cooney
verður aftur settur á fjalirnar í
vetur, en Þjóðleikhúsið sýndi
þennan farsa í leikför um
Norður- og Austurland á liðnu
sumri við frábærar undirtektir.
Leikstjóri er Benedikt Gunn-
arsson, Árni Ibsen hefur þýtt
verkið og leikmynd er eftir
Guðrúnu Sigríði Haraldsdótt-
ur.
í októberlok verður leikritið
Villihunang eftir Anton Tsjék-
ov frumsýnt, en leikgerðin er
eftir Michael Frayn sem er
helsti þýðandi Tsjékovs í
Bretlandi. Þess má til gamans
geta að Michael Frayn er sjálf-
ur verðlaunahöfundur sem
samdi meðal annars gaman-
Ieikinn Skvaldur sem Þjóð-
leikhúsið sýndi fyrir tveimur
árum. Villihunang er leikgerð
á því æskuverki rússneska leik-
skáldsins sem jafnan hefur
gengið undir nafninu Platon-
ov. Verkið er talið samið um
1881 og fannst eftir dauða
skáldsins og hefur verið leikið,
í ýmsum útgáfum. Frayn leit
hins vegar á handritið sem
hálfkarað uppkast að leikriti
og samdi upp úr því ágætan
gamanleik sem hentar nútíma-
leikhúsi. Hér er á ferðinni
meinfyndinn gamanleikur um
ástina og ábyrgð eða ábyrgðar-
leysi elskendanna. Leikstjóri
■ Það vantaði ekki tilþrifin hjá söngvurunum þegar Róbert Ijósmyndari leit inn á æfingu á
óperunni Grímudansleiknum eftir Giuseppe Verdi sem Þjóðleikhúsið er að æfa þessa dagana. Á
myndinni sjáum við meðal annars Katrínu Sigurðardóttur, Kristján Jóhannsson og Kristin
Sigmundsson.
er Þórhildur Þorleifsdóttir,
þýðingin er eftir Árna Berg-
mann og leikmyndin eftir
Alexander Vassiliev.
Jólaverkefni Þjóðleikhúss-
ins verður leikritið í deiglunni
eftir Arthur Miller. Það eru
rösk 30 ár frá því að Þjóð-
leikhúsið sýndi verkið fyrst hér
á landi en verkið er sýnt linn-
ulaust um allan heim. Þótt
atburðir leiksins gerist í Salem
í Massachusetts árið 1692 og
fjalli m.a. um nornaréttarhöld
þá er hér á ferð dæmisaga um
nútímann enda er verkið bein-
línis tengt pólitískum viðburð-
um í Bandaríkjunum á sjötta
áratug þessararaldar, McCart-
hyismanum. Leikstjóri verður
Gísli Alfreðsson en þýðinguna
vann dr. Jakob Benediktsson.
Fyrsta verkefnið eftir áramót
verður nýtt leikrit eftir Birgi
Engilberts, Upphitun. Verkið
lýsir því hvernig uppeldi og
kröfur sem gerðar eru til ungl-
ings brjóta hann smám saman
niður og það að verða undir í
lífinu verður loks skilgreint
sem veikindi, jafnvel alvarleg-
ur sjúkdómur. Leikritið er
samið fyrir 10 konur og leik-
stjóri verður Þórhallur Sig-
urðsson.
í mars verður sýndur ballett
eftir Marjo Kuusela sem sam-
inn er sérstaklega fyrir íslenska
dansflokkinn og fjallar um ís-
lenskan veruleika.
Rikarður III eftir Wiiliam
Shakespeare sem ráðgert var
að sýna á síðasta leikári verður
tekið til sýninga í vetur og
frumsýnt í byrjun apríl, og er
fyrsta söguleikrit höfundar
sem sýnt er hér á landi. Leik-
stjóri verður John Burgess frá
breska þjóðleikhúsinu en
leikritið er í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar.
Og síðasta verkefni leikárs-
ins verður Ástríðuleikur eftir
Peter Nocholls. Verkið er 5
ára gamalt og talið með allra
bestu leikritum höfundar, og
er hnyttin úttekt á nútíma-
hjónabandinu. Leikstjórn og
þýðing er eftir Benedikt Árna-
son.
Frá síðasta leikári verða tek-
in til sýninga Islandsklukkan
eftir Halldór Laxness, Karde-
mommubærinn eftir Thor-
björn Egner, Chicago eftir
Bob Fosse, Fred Ebb og John
Kander og Valborg og bekkur-
inn eftir Finn Metiing sem sýnt
var á litla sviðinu.
Sagt verður nánar frá öðrum
sýningum á litla sviðinu síðar
en ráðgert er að færa starfsem-
ina úr Þjóðleikhúskjallaran-
um útí bæ og jafnvel farið með
þær sýningar út fyrir borgar-
mörkin. Að sögn Gísla mun
litla sviðið verða að sjálfstæðu-
leikhúsi og einbeita sér að
nýstárlegri verkefnum í þeim
tilgangi að veita leikurum auk-
inn þroska og gefa þeim tæki-
færi til að vera í meira návígi
við áhorfendur og gefa nýjum
leikritahöfundum tækifæri til
að spreyta sig.
Samtals starfa 125 manns í
fastri vinnu hjá þjóðleikhús-
inu, þar af 36 leikarar og 12
dasarar, en allt að 600 manns
komast á launaskrá leikhússins
á hverju leikári.