NT - 04.09.1985, Síða 10
Tilboð óskast í plastpípur í 150 m langa
skólpútrás í sjó fyrir gatnamálastjórann í
Reykjavík. Þvermál pípanna skal vera 630
að utanmáli. Pípurnar skulu vera þrýstipípur
10-12 m langar af gerðinni PEH MT 4 og
uppfylla gæðakröfur samkvæmt sænskum
staðli SS 3362 eða öðrum sambærilegum
staðli fyrir REH pípur.
Tilboði skal fylgja lýsing á pípunum og
samsetning þeirra ásamt afhendingarfresti.
Ennfremur óskast tilboð í samsetningu píp-
anna á stað nálægt Grafarvogi.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar áskilur
sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Tilboðin óskast send oss í tvíriti, merkt:
Útboð nr. 85033/GAT. verða opnuð á skrif-
stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, þriðju-
daginn 1. október 1985, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Ffikiikju<«9Í 3 — Simi 25800
Útboð
Tilboð óskast í að steypa upp kjallara ásamt stigahúsi á 1.
hæð.
3. áfanga bækistöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Ármúla
31, Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 18. septem-
ber n.k., kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGAWTÚNI 7 S'MI 26844_____
Óskum eftir að kaupa tvo 3-5 þúsund lítra
mjólkurtanka með kælipressu.
Stokkfiskur,
Hafnarstræti 18, Reykjavík.
Sími 621677 eða 27880.
Lyklakippafannst á Hverfisgötu. Upplýsingar
að Skipasundi 48 eða í síma 34832.
Kýr og kvígur til sölu strax. Upplýsingar í
síma 99-8411.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma.
Þorbjörg Guðrún Guðlaugsdóttir Wium,
Drápuhlið 15,
sem andaðist 23. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 5. september kl. 13,30. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu skal bent á Hjartavernd.
fyrir hönd fjölskyldunnar,
Páll H. Wium
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi
Árni Ögmundsson
Galtafelli
Hrunamannahreppi
verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju föstudaginn 6. sept-
ember kl. 14.00.
Guðrún Guðmundsdóttir
Áslaug Árnadóttir AgnarHaraldsson
Herdis Arnadottir Hannes Bjarnason
Margret Arnadottir
Svavar J. Árnason Hrafnhildur Magnúsdóttir
Hjalti Árnason Guðrún Hermannsdóttir
Jónína G. Ögmundsdóttir Magnús Ögmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
f Miðvikudagur 4. september 1985 10
L 1
■ Uni kvöldið hreif hann áheyrcndur svo með söng sínum, að þeir ætluðu aldrei að sleppa honum af sviðinu.
PAVAROni
- stórsöngvari í orðs-
ins fyllstu merkingu
■ Pavarotti á xfíngu með 120 manna hljómsveit í Verona á Ítalíu í 38
stiga hita. Óperusöngvarinn var klæddur í Ijósbláan rósóttan silkikjol í
hitanum.
■ Það datt allt í dúnalogn og var engu
líkara en jörðin hefði numið staðar á
braut sinni, þegar stórsöngvarinn Pavar-
otti kom inn á pallinn til æfingar með 120
manna hljómsveit í Verona á Ítalíu
nýlega. Hitinn var nærri óbærilegur,
38-40 stig um miðjan daginn og hljóm-
sveitarmeðlimir sátu kófsveittir og fötin
límdust við líkamann.
En óperusöngvarinn klæddi sig í sam-
ræmi við hitann. Hann mætti þarna í
ljósbláum mynstruðum silkikjól og ber-
fættur í sandölum. Fyrst ráku menn upp
stór augu, en svo sáu allir, að þetta er
auðvitað skynsamiegur klæðnaður eins
og á stóð. „Hann minnirmig á stóra, sæta
ljósbláa bangsann, sem var í verðlaun í
Tivolí!“ sagði ein blaðakona sem fékk
að vera viðstödd æfinguna.
Luciano Pavarotti er nú 50 ára, en
hann var 26 ára þegar hann hlaut frægð
fyrir að vinna söngkeppni og bauðst
honum síðan hvert stórhlutverkið á fæt-
ur öðru, víða um heim.
Þetta sama kvöld og söngvarinn mætti
til æfingarinnar í silkikjól kom hann
fram á konsert um kvöldið - í kjól og
hvítt - fyrir troðfullu húsi og hreif
áhorfendur svo með söng sínum, að þeir
hrópuðu: „PA-VAR-OTTI, þú ert
bestur, þú ert mestur alira söngvara," og
hann varð að syngja hvert aukalagið á
fætur öðru.
■ Þeir Pavarotti-feðgar syngja báðir
tenór, - og pabbinn segir að sonurinn
Luciano hafi ekkert fram yfir sig - nema
líkamsstærðina. „Ég hef alveg eins fal-
lega og mikla rödd, þó ég hafi ekki
komist lengra en í kirkjukórinn í Mo-
dcna-þorpinu," sagði pabbinn, sem þó
auðvitað er þrælmontinn af hinum
heimsfræga syni sínum.