NT


NT - 04.09.1985, Síða 15

NT - 04.09.1985, Síða 15
Miðvikudagur 4. september 1985 15 ■ Á flotkví skammt frá landi við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Frá vinstri til hægri Pétur Georgsson og Stefán Teitsson á Akranesi og í bátnum situr séra Jón Einarsson í Saurbæ. MVnd- Kínar Hannevwn Lagaákvæði um fisk- eldi hér á landi ■ Fiskeldi hér á landi liefur aukist mjög mikið seinustu árin, sem kunnugt er. Þó hefur fjár- stuðningur hins opinbera ekki verið umtalsverður fyrr en sein- ustu misseri. Reyndar má segja að þetta hafi ekki gerst fyrr en nokkrir fjársterkir aðilar höfðu ráðist í framkvæmdir á þessu sviði. Þannig er dæmigert, að brautryðjendur verða að brjót- ast áfram, án verulegs bak- stuðnings hins opinbera í formi góðra lána eða styrkja. Nú er verið að stíga risaskref í fisk- eldismálum, sem fróðlegt verð- ur að fylgjast með á næstu misserum, hvernig heppnast; hversu fótfestan verður góð. Oft hefur heyrst á seinni tímum, að setja þurfi löggjöf um fiskeldi hér á landi. Hljómar þetta hjá ýmsum, eins og alls engin ákvæði séu um fiskeldi í íslenskum lögum. Svo er þó ekki raunin, því að um fiskeldi er fjallað í lögum um lax- og silungsveiði. Landbúnaðarráð- herra fer með þennan mála- flokk, sem kunnugt er. Viðurkenning á fiskeldisstöð í 66. grein nefndra laga er gert ráð fyrir því, að hver sá, sem tekur upp fiskeldi (á laxi silungi eða ál) skuli tilkynna veiðimálastjóra um það, og jafnframt senda með skilríki um landsafnot, vatnsafnot og uppdrætti af ráðgerðum mann- virkjum. Séu þessi plögg full- nægjandi og fyrir liggi jákvætt álit Náttúruverndarráðs og Hollustunefndar, gefur veiði- málastjóri út viðurkenningu á fiskeldisstöðinni. Þar með öðlast stöðin réttindi með undanþágu innan stöðvar frá ýmsum ákvæðum fyrrnefndra laga, er snertir að jafnaði villtan fisk í ám og vötnum landsins. • Fyrrnefndur fyrirvari gagn- vart Náttúruverndarráði og Hollustunefnd byggist á ákvæði laga frá 1971 um náttúruvernd og lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit frá 1984. Þar er gert ráð fyrir, í báðuni tilvik- um, að leitað sé álits þessara aðila, t.d. um hvert frárennsli fer og þá hvernig það sé hreins- að. Sömuleiðis um hugsanlega mengun, sem gæti stafað frá fiskeldisstöð. Athyglisvert erþegargildandi lög um fiskeldi, þ.c. lax- og silungsveiðilög frá 1970 voru í endurskoðun fyrir 1983, en frv. var lagt frani á Alþingi 1983, að sáralitlar efnislegar breytingar voru geröar á kaflanum um fiskeldi. Þar var bætt inn í ákvæði: kvíaeldi og hafbeit. Þá var gert ráð fyrir, að landbúnað- arráðherra staðfesti viðurkenn- ingu veiðimálastjóra á eldisstöð og einnig að ráðherra væri rétt að setja vegna staðfestingar skil- yrði í reglugerð: í endurskoðun- arnefnd laxveiðilaganna voru hinir hæfustu menn í hópi al- þingismanna, embættismanna og hagsmunaaðila. Frá því að greinarflokkur um fiskeldisstöðvar í landinu birtist hér í blaðinu í vetur, hafa nokkrir aðilar bæst við og verða þeir taldir hér á eftir: Fiskeldis- félagið Strönd h.f., Akranesi, sem er með kvíaeldi á laxi í Hvalfirði, hjá Saurbæ. Laxeldis- stöð, sem þeir Þorvaldur Vestmann og Þórhallur Óskars- son á Húsavík hafa stofnað. íslenska fískeldisfélagið að Læk í Ölfushreppi. Kvíaeldi á laxi sem Gylfi Gunnarsson á Nes- kaupstað stendur fyrir. Þá eru fiskeldisfyrirtæki á Bakka í Ölf- usi og í Þorlákshöfn; annarsveg- ar er það Snorri Ólafsson á Selfossi (á Bakka), en hinsvegar Smári hf. í Þorlákshöfn. Og að síðustu má nefna Silfurlax h.f. að Núpum í Ölfushreppi og ísþór h.f. Þorlákshöfn. Þar með eru klakhús, cldis- og hafbeitar- stöðvar orðnar 57 talsins. í upphafi þessa pistils var vikið að fjárstuð. í upphafi þessa pistils var vikið að fjárstuðningi hins opin- bera, sem hefur lengst af verið lítilL Nú hafa hins vegar orðið umskipti í þessum efnum þar sem nokkurt fjármagn hefur verið tryggt til þessara hluta. Hjá Framkvæmdasjóði og Byggðasjóði hafa nú verið veitt lán og lánsheimildir að fjárhæð rúml. 92 millj. króna. Það skil- yrði hefur verið sett fyrir lán- unum, að eldisfyrirtækin hafi hlotið viðurkenningu, eins og lög gera ráð fyrir. EH Fóstrufélagið og 11. deild SFR: Skora á borgar- yfirvöld að viður- kenna vandann - vegna starfsmannaskortsins á dagvistarheimilum borgarinnar ■ Starfsfólk dagvistarheimila Reykjavíkurborgar hefur skor- að á borgaryfirvöld að viður- kenna vandann sem skapast hef- ur í starfsmannahaldi dagvistar- heimilanna og væntir þess að tafarlaust verði skipaður hópur allra þeirra sem málið varðar, þ.e. Fóstrufélag íslands, For- eldrasamtök barna á dagvistar- heimilum borgarinnar, viðkom- andi stéttarfélög og borgaryfir- völd með það í huga að leiðir finnist til úrbóta. Stjórn Fóstrufélags íslandsog trúnaðarmenn 11. deildar Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, en sú deild hefur með dagvistarmál að gera, héldu sameiginlegan fund á föstudag, þaðan sem áskorun starfsfólks- ins er runnin. Fundurinn ályktaði ennfrem- ur að starfsfólk dagvistarheimil- anna hefði ítrekað bent á vand- ann og leiðir til úrbóta en borg- aryfirvöld hefðu ekki brugðist við sem skyldi þó svo að ákveðn- ar leiðréttingar hafi átt sér stað svo sem varðandi vistunargjöld fyrir börn starfsfólks. ^Fréttaflutningur borgaryfir- valda og Dagvistar barna hefði verið afar villandi og borið vitni um að lítið mark hefði verið tekið á aðvörunum starfsfólks um stöðuna 1. september. Enn væri óráðið í 30 stöður á dagvist- arheimilunum og þótt þau væru enn opin væri starfsfólk víða að bjarga málunum með bráða- birgðalausnum eins og viðgeng- ist hefði undanfarna mánuði. Frá grunnskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 5. september nk. sem hér segir. 9. bekkur komi kl. 9.00 8. bekkur komi kl. 10.00 7. bekkur komi kl. 11.00 6. bekkur komi kl. 13.00 5. bekkur komi kl. 13.30 4. bekkur komi kl. 14.00 3. bekkur komi kl. 14.30 2. bekkur komi kl. 15.00 1. bekkur komi kl. 15.30 Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi kl. 13.00. Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið innrituð, verða boðuðí skólana símleiðis. Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Góð vélritunar- og íslensku- kunnátta nauðsynleg. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 20. september 1985. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Veðurstofu íslands. Veðurstofa íslands. Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjáns- son alþingismaður boða til almennra funda á Fljótsdalshéraði vikuna 8.-15. september. Fundarefni: Landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. Fundirnir verða sem hér segir: Sunnudagur8. september kl. 16.00 í Hjaltalundi. Sunnudagur 8. september kl. 21.00 barnaskólinn Eiðum. Mánudagur 9. september kl. 21.00 í Tungubúð. Þriðjudagur 10. september kl. 16.00 í Hálsakoti. Þriðjudagur 10. september kl. 21.00 á Skjöldólfsstöðum. Fimmtudagur 12. september kl. 21.00 á Iðavöllum. Föstudagur 13. september kl. 16.00 í Végarði. Föstudagur 13. september kl. 21.00 á Rauðalæk. Laugardagur 14. september kl. 16.00 á Arnhólsstöðum. Einnig verður fundur á Borgarfirði eystra föstudaginn 6. september kl. 21.00 og á Vopnafirði sunnudaginn 15. september kl. 21.00. Fundarefni: Sjávarútvegur og landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. Laus staða Við embætti bæjarfógetans í Ólafsfirði, erfrá 1. janúar 1986 laus staða lögregluþjóns. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. sept- ember n.k. á sérstökum umsóknareyðu- blöðum. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði, 3. september 1985, Barði Þórhallsson.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.