NT


NT - 04.09.1985, Síða 18

NT - 04.09.1985, Síða 18
i/X' t' *4''' !■' ?'i. • Bobby Kobson kemur Englendingum nær örugglega til Mexíkó. í A nærri öruggt - með Islandsmeistaratitilinn í kvennaknattspyrnu ■ Nokkrir leikir voru í 1. deild kvenna um helgina. Skagastúlk- urnar þurfa nú aðeins eitt stig í þeim tveimur leikjum er þær eiga eftir til að vinna íslands-1 meistaratitilinn. Valur-ÍBÍ..................3-0 Þessi leikur var í slakara lagi en nýkrýndir bikarmeistarar voru þó ekki í vandræðum með að innbyrða sigur. Guðrún Sæmundsdóttir skoraði snemma í leiknum er þá sóttu Valsstúlk- urnar mikið. Staðan í hléi var þó 1-0. Helga Eiríksdóttir og Eva Þórðardóttir skoruðu síðan í síðari hálfleik og sigurinn var öruggur. Valur-IBK................. 1-1 Valsstúlkurnar spiluðu aftur á sunnudaginn og nú urðu úrslit- in óvænt jafntefli gegn frískum Keflavíkurstúlkum. Keflavík- urstúlkurnar náðu forystu í leiknum í fyrri hálfleik en Katrín Eiríksdóttir skoraði. Valsstúlkurnar náðu að jafna þrátt fyrir að vera 10, þar sem Helgu Eiríksdóttur hafði verið vísað af velli. Það var Guðrún Sæmundsdóttir sem jafnaði. KR-ÍBÍ....................3-0 Arna Steinsen skoraði Miðvikudagur 4. september 1985 18 Undankeppni HM í Mexíkó: Einvaldar eiga í vandræðum •snemma í leiknum fyrir KR og í upphafi síðari hálfleiks þá bætti Ragnhildur Rúriksdóttir við marki. KR-stúlkurnar voru sterkari allan tímann og Jóna Gísladóttir skoraði þriðja mark- ið rétt fyrir leikslok. Þór-ÍA ................. 1-2 Þessi leikur var daufur. Ragnheiður Jónsdóttir skoraði bæði mörk ÍA sitt í hvorum hálfleik en Anna Einarsdóttir skoraði fyrir Þór í síðari hálf- leik. íA er svo gott sem íslands- meistari. KA-UBK...................0-1 Erla Rafnsdóttir skoraði eina mark leiksins þgar 10 mín. voru til leiksloka. Leikurinn var í heild mjög slakur. ■ Landslið Evrópu búa sig nú af kappi undir erfiða og, í mörg- um tilfellum, geysimikilvæga leiki sem fram fara í þessum mánuði. Meiðsli og leikform spila jafnan stóran hlut er velja þarf bestu leikmennina eins og fram kemur í eftirfarandi pistli þar sem vandamál þau, sem landsliðseinvaldar nokkurra Evrópuþjóða þurfa að takast á við, eru tíunduð. ENGLAND: Bobby Robson, landsliðsein- valdur, hefur kallað á Tony Woodcock í hóp sinn en Eng- lendingar leika við Rúmena í Wembley í næstu viku. Wood- cock lék síðast fyrir land sitt í febrúar síðastliðnum en meiðsl og önnur óáran hafa haldið honum út úr hópnum síðan þá. Robson ætti þó ekki að eiga í erfiðleikum með að velja fram- línumenn því bæði Kerry Dixon og Gary Lineker áttu góða leiki í keppnisferðinni til Mexikó í vor. Ónefnd er svo aðalstjarn- an, Mark Hateley, sem líklegur er til að leiða sóknir Englend- inga um ókomna framtíð. Það sem helst bætir hrukkum á and- lit Robsons um þessar mundir eru meiðsli besta varnarmanns Englendinga, Terry Butchers, sem enn hefur ekki leikið fyrir Ipswich í 1. deildinni vegna liðbandauppskurðar er hann gekkst undir í sumar. Fyrirlið- inn Bryan Robson mun örugg- lega spila á miðjunni en annað val mun líklega byggjast á því hvað Robson heldur að muni vera áhrifaríkast til að opna rúmensku vörnina. Mun hann trúa á tæknilega hæfilcika - Hoddle og Trevor Steven - eða vinnslu - Peter Reid og Paul Bracewell? V-ÞÝSKALAND: Landsliðseinvaldurinn Franz Beckenbauer á í vandræðum með lið sitt sem tapað hefur síðustu þremur leikjum sínum og ekki skorað mark, lágu síðast fyrir Sovétríkjunum í Moskvu 1-0 og eiga að spila við Svía í undankeppni Heimsmeistara- keppninnar þann 25. septemb- er. FRAKKLAND: Það verða litlar breytingar á 16 manna hópnum hjá Frökkum frá síðasta leik er liðið sigraði Urugay sannfærandi með tveim- ur mörkum gegn engu. Ef eitthvað er þá styrkist hópurinn með endurkomu Bernard Genghihi á miðjuna. Þrátt fyrir þetta eiga Frakkar enn við vandamál að stríða í sambandi við meiðsl. Þeir Leonard Specht og Jean Tigana frá Bordeaux eru báðir meiddir og það er einnig hinn snjalli vinstri bak- vörður, Manuel Amoros frá Monaco. Maxime Bossis er aft- ur á móti á leiðinni að slá met í leikjafjölda er liðið mætir sterk- um Austur-Þjóðverjum í Leipzig í næstu viku. Bossis mun að líkum leika þar sinn 66. leik og slá þar með met fyrrum félaga síns í vörn franska lands- liðsins, Marius Tressors. „Hvort sem það er félagslið eða landslið, þá eru Austur- Þjóðverjar ávallt erfiðir heim að sækja,“ sagði Henri Michel, landsliðsþj álfari Frakka, um verðandi viðureign. Michel benti einnig á að nú væri að duga eða drepast því stigin tvö myndu nánast gulltryggja Frökkum farseðilinn til Mex- íkó. ÍRLAND: írar mæta Sviss í Berne þann 11. september en verða án síns besta manns úr síðustu viður- eign liðanna er lauk með írskum sigri 3-0 í Dublin, sá er Tony Grealish sem er að jafna sig eftir að öxl hans skrapp úr liði. Tony Cascarino sem leikur með Gillingham í 3. deild ensku knattspyrnunar kemur inn í hópinn sem nýliði.Cascarino er fæddur í Skotlandi en pappírar segja að hann eigi írska ömmu og það dugir. Beckenbauer hótaði breyt- ingum nú um helgina og hefur valið þrjá nýja leikmenn í hóp sinn. Þessir eru unglingarnir Juergen Kohler og Dietmar Roth og samherji þeirra Lárusar og Atla, Wolfgang Funkel sem er hátt skrifaður hjá knatt- spyrnuskýrendum í V-Þýska- landi. Liðið kemur saman í þriggja vikna æfingabúðir í næstu viku en flestir spá að Beckenbauer geri litlar, ogjafn- vel engar, breytingar á byrjun- arliði sínu þrátt fyrir töpin þrjú. Molar-Molar ■ ...Breski hlauparinn Chris McGeorge vann frekar óvæntan sigur í sterku 1500 m hlaupi á Heimsleikjum stúdenta sem nú fara fram í Kobe í Japan. McGeorge var ótrúlega kátur eftir sigurinn og hafði eftirfar- andi að segja við blaðamenn: „Ég er í áttunda himni. Reyndar vissi ég að þetta yrði dagur Bretlands því það tók að rigna rétt áður en hlaupið hófst.“... ... Ally McCoist, miöheiji Glasgow Rangers, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af skoska knattspyrnusambandinu (SFA) eftir að hafa lent í áflog- um við þá Sandy Clark og Walter Kidd, leikmenn Hearts. Þeir sluppu ekki heldur við bann sem tekur gildi næstkom- andi fimmtudag... ...Það er sandur af seðlum í boði fyrir verðandi sigurvegara í New York Maraþonhlaupinu sem fram fer 27. október næst- komandi. Forráðamenn hlaups- ins gáfu þá yfirlýsingu út um helgina að verðlaunafé myndi nema 273.800 dollurum og ef einhverjum tækist að setja heimsmet þar að auki væri sá hinn sami einum 50.000 dollur- um ríkari... ...Argentíska liðið Ferro Carril vann Vasco Da Gama frá Brasilíu með tveimur mörkum gegn engu í keppni liða frá Suður-Ameríku. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik, fyrst skoraði Acosta og síðan bætti Gonzalez marki við úr víta- spyrnu... Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir 1X2 Getraunir ■ I dag brunum við hér á NT af stað með eins konar getrauna- horn. Við munum fjalla lítillega um leiki næstu helgar og fá spá valinkunns manns eða konu svo ■' og birta ýmisskonar getrauna- |”|f þ, | kerfi eða eitthvaö annað er gæti r j* hjálpað bæði forföllnum tippur- HftOIIIQnl IV um sem og þeim erkaupa seðla OpdlflClOlll öðru hverju. ■ ■ Um síðustu helgi voru það Fylkismenn sem seldu flestar af ■ II iMl þeim 274.424 röðum er'seldust. ■ Sá spekingur er ætlar að Peir Árbæingar eru ansi iðnir ríða á vaðið í getraunadálknum söluna á seðlunum og hafa hér í NT er Þorsteinn G. Gunn- af Þvi drjúgar tekjur. Ekki virt- arsson. Þorsteinn er Akureyr- ust úrslitin um síðustu helgi ingur og Þórsari. Hann er sann- koma neinum á óvart því alls færður um sigur Þórs á íslands- voru 65 raðir með 12 rétta. mótinu í knattspyrnu en í ensku Vinningur varð 7915 fyrir 12 deildinni er Arsenal besta liðið retta °g er Það í minna lagi. að hans mati. Þorsteinn er Einginn vinningur kom í hlut blaðamaður, útvarpsmaður og Þeirra er voru með 11 rétta en námsmaður. Þar) voru aiis 844 sem voru svo Hér kemur spáröð hans: getspakir. Birmingham-Aston vuia ......i Það skemmtilegasta við síð- Uwpool'-WaUord !!!!!!!'.!!!!!:::! \ UStQ he*g' Var 30 SÍgUrður JÓnS- Man.utd.-oxford ............i son hafði bein áhrif á röðina og opR-Everton ................2 var honum ýmist hallmælt eða Southampton-Man.City ! !!!!!!!!!!!! 2 lofaðUr fyrÍr- En SUUUm °kkur Tottenham-Newcastie.........i Þa að leikjum næstu helgar sem wBA-ipswich ................x er þriðja leikvika: Charlton-Crystal Pal........2 d-.Ju xr-n , Fuiham-Portsmouth ..........2 Birmingham-Aston Villa . . 1 shrewsbury-Leeds............2 Nágrannaslagur sem heima- liðið sigrar enda eru Henson- búningar Villa sennilega of þröngir. Þetta verður þó naumt. Coventry-Arsenal ........ 2 Þrátt fyrir heldur dapra byrj- un þá á Arsenal ekki að eiga í vandræðum með Coventry. Nic- hoías og Woodcock eiga að eiga við vörn næst neðsta liðsins. Liverpool-Watford........ 1 Annað hvort vinnur Watford stórt eða þeir tapa. Þeir gera ekki jafntefli. Liverpool ætlar sér þó ekki að tapa á Anfield og nær að sigra með marki frá Rush. Man.Utd.-Oxford.......... 1 United er mjög sterkt og á Old Trafford á Oxford ekki möguleika. Þetta er leikur sem menn tryggja. QPR-Everton............... 2 Teppið á Loftus Road á að henta léttleikandi liðið Everton vel og með Lineker á réttum skóm á sigur að vinnast. Sheff.Wed-West Ham ... 1 Siggi Jóns á skotskónum aftur. Heimasigur hjá liðinu sem virðist vera í hvað bestri æfingu um þessar mundir. Heimavöllurinn er sterkur. Southamton-Man.City ... X Dýrlingarnir eru í ströggli. City sigraði Tottenham um síð- ustu helgi og eru í formi. Sout- hampton sleppur með skrekkinn. Tottenham-Newcastle .... 1 Nú skorar Waddle gegn sín- y, um fyrri félögum. Sigur á White Hart Lane. WBA-Ipswich............... 1 Það kemur að því að WBA sigrar. Charlton-Crystal Palace . . 1 Charlton gengur vel og ekki verður breyting þar á. Fulham-Portsmouth........ 2 Erfiður leikur en Portsmouth verður að vinna til að halda toppsætinu. Shrewsbury-Leeds......... 1 Því miður Leeds-aðdáendur leiðin liggur í 3. deild á eftir Úlfunum. Hræðileg byrjun hjá liðinu frá Elland Road. ■ í dag býður haninn okk- ur uppá mjög ódýrt kerfi sem allir eiga að geta notað nokkuð auðveldlega. Þetta kerfi er sett á tvo hvíta seðla. Þú velur 4 fasta leiki og setur á báða seðlana, síðan setur þú kerfið á eftir töflunni hér á eftir s.s. 6 hálftryggðir og 1 heiltryggður. Þetta er mjög ódýrt kerfi, aðeins kr. 60. Kerfishaninn SEÐILL 1 A: 11111111 HEILTR.: B: XXXXXXXX C: 22222222 A: 11112222 HÁLFTR.: B: 1 1 1 1 X X X X C: XXXX2222 A: 112 2 112 2 HÁLFTR.: B: 1 1 X X 1 1 X X C: XX22XX22 A: 12 2 12112 HÁLFTR.: B: 1 X X 1 X 1 1 X C: X22X2XX2 A: 12121212 HÁLFTR.: B: 1 X 1 X 1 X 1 X C: X2X2X2X2 A: 2 12 112 12 HÁLFTR.: B: XIXIIXIX C: 2X2XX2X2 A: 1 1 2 2 2 2 1 1 HÁLFTR.: B: 1 1 X X X X 1 1 C: XX2222XX A: 21122112 HÁLFTR.: B: X 1 1 X X 1 1 X C: 2XX22XX2 SEÐILL2 XXXX2222 1 1 1 1 2 2 2 2 X X X X 1 1 1 1 2 2 1 1 2 2 1 1 X X 1 1 X X 1 1 22XX22XX 2 2 11112 2 X X 1 1 1 1 X X 22XXXX22 12 12 2 12 1 1 X 1 X X 1 X 1 X2X22X2X 12 12 12 12 1 X 1 X 1 X 1 X X2X2X2X2 2 112 2 112 X 1 1 X X 1 1 X 2XX22XX2 2 2 2 2 1 1 1 1 XXXXllll 2222XXXX 2 112 12 2 1 X 1 1 X 1 X X 1 2XX2X22X

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.