NT - 04.09.1985, Blaðsíða 19

NT - 04.09.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 4. september 1985 19 Bikarmeistarar í 2. flokki, Fram Enska knattspyrnan: Sheffield steinlá ■ Sigurður Jónsson og félagar hjá Sheffield Wednesday stein- lágu fvrir Englandsmeisturum Everton á heimavelli sínum í gærkvöldi. Leikurinn endaði 1- 5 og skoraði Gary Lineker tvö marka Everton. Everton er nú komið í annað sæti deildarinn- ar. Ronnie Whelan skoraði bæði mörk Liverpool gegn Forest hið síðara eftir slæm mistök hjá Segers nrarkverði Forest. Hann kastaði boltanum beint til Whelans. Skotinn Frank Mc- Avennis skoraði fyrir West Ham og ntarkvörður Arsenal, Lukic varði víti í leiknum gegn QPR þar sem Allinson skoraði nrark Arsenal. Birmingham heldur 100% stöðu sinni á heintavelli. Liðið sigraði Man. City með marki frá David Geddis. Þá skoraði Bobby McDonald bæði mörk Oxford gegn sínu gamla liði Coventry. Coventry stökk þar með úr næst neðsta sætinu í 1. deild. Birmingham-Man.City ............ 1-0 Coventry-Oxford................. 5-2 Liverpool-Nott.Forest .......... 2-0 QPR-Arsenal..................... 0-1 Sheff.Wed.-Everton.............. 1-5 Southampton-West Ham............ 1-1 2. deild: Huddersfield-Blackburn.......... 0-0 Shrewsbury-Portsmouth........... 1-1 Wimbledon-Barnsley ............. 1-0 NT-lid sextándu umferðar Birkir Kristinsson, ÍA Þorgrimur Þráinsson, Val (3) Sævar Jónsson, Val (5) Gudmundur Hilmarsson, FH ■ Fram varð bikarmeistari í 2. flokki í gærkveldi er liðið sigraði Fylki með þremur mörkum gegn einu á Valbjarnarvclli. Fylkisstrákarnir tóku þó forystuna með glæsimarki Baldurs Bjarnasonar en Jónas Guðjónsson jafnaði fyrir Fram eftir mistök í vörn Fylkis. Fram, nú þegar íslandsmeistari í þessum flokki, sótti mun meira í fyrri hálfleik en án þess þó að skora. í síðari hálfleik byrjaði Fylkir vel en er líða tók á leikinn fór stigsmunur sá sem á liðunum er að koma betur í Ijós og þessi munur skilaði sér í tveimur fallegum mörkum, fyrst skoraði Jónas Guðjónsson og síðan Arnar Halldórsson. Á myndinni má sjá kampakáta íslands- og bikarmeistara Fram í 2. flokki ásamt þjálfara sínuin Guðmundi Jónssyni. NT-mynd: Sverrir. Ársæll Kristjánsson, Þrótti (2) Halldor Áskelsson, Þór (4) Trausti Ómarsson, Vikingi Ágúst Már Jónsson, KR (2) Hörður Jóhannesson, ÍA (2) Guðmundur Steinsson, Fram (3) Guðmundur Þorbjörnsson, Val (3) MOLAR... ■ ...Wladyslaw Ko/.akievvicz, sigurvegari í stangarstökki á Olympíuleikjunum í Moskvu 1980, á í vandræðum þessa dag- ana. Honum leiddist í heima- landi sínu, Póllandi, og stakk af til V-Þýskalands. Þar hefur hon- um verið neitað um keppnisleyfi þar til honum tekst að verða sér úti um ríkisborgararétt. Kozakiewicz brá sér samt sem áður í sveitamót um daginn og stökk léttilega 5.70 m... ...Einar Vilhjálmsson er nú í þriðja sæti í Grand Prix stiga- keppni Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins. Einarhefurhlotið 43 stig en efstur er Said Aquita, hlauparinn snjalli frá Marokkó, með 55 stig. Annar hlaupari, Doug Padilla frá Bandaríkjun- um, er í öðru sæti með 45 stig. Mary Slaney leiðir kvennahóp- inn með 51 stig en næstar koma þær Stefka Kostadinova frá Búlgaríu og Judi Brown-King frá Ameríku með 45 stig... ...Kanada tók stórt skref í átt að sæti í úrslitum Heimsmeistara- keppninnar í Mexikó, sem fram fer á næsta ári, er lið þeirra náði jöfnu gegn Costa Ricabúum. Hvorugu liðinu tókst að skora mark og þar með skaust Kanada í ákaflega góða aðstöðu í þess- um riðli. Þeir hafa forystu með 4 stig, Cosra Rica er með 3 stig, en Honduras rekur lestina með 1 stig. Kanada á eftir að spila einn leik, gegn Honduras á heimavelli... íslandsmótið 2. deild: KA sigraði UMFN ■ KA sigraöi Njarðvíkinga í Njarðvíkum í gær með tveimur mörkum gegn engu, 2-0. Þar með komst KA í efsta sæti 2. deildar ásamt ÍBV. Blikar eru einu stigi á eftir en um næstu helgi mætast KA og IBV fyrir norðan. Tryggvi Gunnarsson og Bjarni Jónsson tryggðu KA sigurinn í gær. Liðið var sterkara allan tímann með Njál Eiðsson sem besta mann valiarins. Lárus skoraði mark ■ Lárus Guðmundsson skoraði eitt marka Uerdingen í sigri iiðsins á Schalke í v-þýsku 1. deildinni í gær. Úrslit.: Saarbruecken-Bayern Munich................ 1-1 Mannheim-Kaiserslautern................... 1-1 Bochum-Frankíurt.......................... 2-1 Uerdingen-Schalke ........................ 3-2 ■ Boris Becker féll frekar óvænt úr keppni á meistaramóti þeirra Ameríkumanna í tennis, hinu sterka U.S. Open U.S. Open í tennis: Becker tapaði óvænt - fyrir Svíanum Nystrom - Hundur í McEnroe ■ Boris Becker, táningurinn sem kom svo mörgum á óvart með að sigra á Wimbledon mótinu í tennis nú fyrir stuttu, féll mjög óvænt úr keppni á U.S. Open er hann tapaði fyrir Svíanum Joakim Nystrom. Tapið átti sér stað í fjórðu umferð þessa mikla móts og Nystrom vann fyrstu tvær hrinurnar, 6-3 og 6-4. Þá var komið að Becker að vinna 6-4 en Svíinn, sem tapaði einmitt fyrir Becker á Wimbledon, mætti ískaldur til leiks í fjórðu hrinu og sigraði 6-4. „Ég gerði of mörg mistök“ sagði Becker og bætti við „Mér fannst ég ætti að spila betur en Joakim á skilið hrós fyrir góðan leik“. Becker tókst að fremja ein 64 mistök án pressu á meðan mótherji hans gerði aðeins 20. V-Þjóð- verjinn átti samt sem áður möguleika í síðustu hrinunni en Nystrom sem spilaði að mestu á endalínunni tókst að knýja fram sigur að lokum. „Ég fann ekki fyrir pressu en ég held að Boris hafí verið strekktur“ sagði Nystrom eftir sætan sigur. Þess má geta að John McEnroe vann sigur á Tomas Smid frá Tékkóslóvakíu í fjórðu umferð en einhver hundur er í honum samt, finnst vinnur í meira lagi á keppnisstað. 3Í? ^SOl ííimUÍHHLf LUBOÐ Kornflögur 500 gr Kornflögur 1 kg ir SYKUR 2 kg Msl. 'vmm SYKUR 10kg SúkkulaÖi- drykkur 8oogr GULLKORN 325 gr j | ...vöruverö í lágmarki SAMVtNNUSOtUeOO NR 13

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.