NT - 14.09.1985, Blaðsíða 10
Ljómarall ’85
Við getum með sanni sagt
að Píta sé réttur dagsins,
sá sem feliur jafnt t smekk
ungra sem gamalla.
Píta með buffi, kótilettu,
kjúklingi eða fiski ásamt
fyllingu úr safamiklu græn-
meti og ljúffengri sósu, er
partur af lífsins lystisemd-
Þess vegna koma þeir sem
einu sinni smakka þennan
afbragðsgóða rétt, aftur og
Bergþorugotu 21
sími 13730
fcrJu.»At/
Fosshálsi 27, 110 Reykjavik. Sími 687160.
Bíllinn þinn breytist
í höndunum á okkur
Nú er rétti tíminn til að huga að bílnum fyrir veturinn.
Það er eins gott að vera við öllu búinn og ekkert má
vanta. Við sérsmíðum hvers konar aukahluti í bíla og
getum því bætt útlit bílsins og gert hann sportlegri,
notadrýgri og öruggari. Við smíði aukahlutanna förum
við að sjálfsögðu eftir þínum hugmyndum. Auk þess sem
við getum gefið þér hugmyndir og ráðleggingar. Við
smíðum t.d. dráttarbeisli, veltigrindur, „grill guard",
aftaníkerrur og margt fleira. Eins smíðum við aukahluti
í báta, s.s. rekkverk og annað þess háttar. En að
sjálfsögðu smíðum við ýmislegt fleira en aukahluti. Við
önnumst hvers konar nýsmíði, s.s. vinnupalla, stiga,
skiltagrindur og margt fleira.
Hvaðan er ræst
Dagskrá og tímasetningar
Fimmtudagur 19.sept.
Sérl.nr. Heiti, staðs. Tími
1. Kópavogsgryfjur í Fífuhvammi
17.16
2. Nesvegur (ísólfsskálavegur) að
Grindavík 18.12
3. Reykjanesleið frá Grindavík
18.43
4. Stapafell (Mótókrossbraut)
19.35
5. Hvassahraun skammt frá
Álverksm. 20.00
Mark: 20.36
Föstudagur 20. sept.
Sérl.nr. Heiti, staðs. Tími
Ræsing við Uxann, Glæsibæ: 07.00
6. Lyngdalsheiði frá Þingvöllum
að Laugarvatni. 08.01
7. Kjalvegur frá Gullfossi 09.00
8. Kjalvegur til baka frá Hvera-
völlum. 13.30
9. Lyngdalsheiði frá Laugárv. til
Þingvalla 15.35
10. Esjuleið, af Mosfellsheiði á
Vesturl.veg 16.29
11. Reykjanes frá Saltverksmiðju
18.33
12. Nesvegur (ísólfsskálavegur) frá
Grindavík 19.00
Mark: 19.00
Laugardagur 21. sept.
Sérl.nr. Heiti, staðs. Tíini
Ræsing við Uxann, Glæsibæ:
13. Heklubraut frá Gunnarsholti-
Brekknaheiði 06.41
14. Dómadalsleið/Landmannaleið
07.16
15. Fjallabaksleið nyrðri 08.39
16. Meðalland 09.41
Viðgerðarhlé á Kirkjubæjarklaustri
17. Nýja Eldhraun norðan vegar 1
aðSkál 13.11
18. Fjallabaksleið nyrðri 13.46
19. Dómadalsleið/Landmannaleið
15.20
20. Heklubraut (Brekknaheiði) að
Gunnarsholti 16.06
Tímajöfnun og hvíld á Selfossi
um 17.36
21. Gömlu Kambar . 18.21
22. Kópavogsgryfjur í Fífuhvammi
19.20
Sunnudagur 22. sept.
Sérl.nr. Heiti, staðs. Tími
Ræsing við Uxann, Glæsibæ: 08.00
23. Kaldidalur frá Þingvöllum
08.51
Hvíld hjá Húsafelli 09.30
24. Kaldidalur að Þingvöllum
11.00 I
Endamark Ljómaralls ’85: 14.00
■ Ræsingar og endamörk eru við
veitingahúsið Uxann í Glæsibæ þar
sem stjórnstöð verður til húsa allt
rallið í gegn. Allar næturhvíldir verða
í Reykjavík.
Keppendurnir verða ræstir með
viðhöfn frá Glæsibæ klukkan 17.00,
klukkan fimm á fimmtudag. Ræsir
verður Ómar Ragnarsson.
Áhorfendur! Leiðir eins og Kópa-
vogsgryfjurnar, Hvassahraun og Esju-
leið eru tilvaldar til að fylgjast með.
Tímasetningar eru líka miðaðar við
að sem flestir geti komið t.d. klukkan
korter yfir fimm á fimmtudag í Kópa-
vogi, Hvassahraun rétt hjá Álverinu
sama dag klukkan átta.
Á föstudaginn er upplagt að fara
upp að Esju þar sem ekin er mjög
skemmtileg leið (m.a. yfir ár) klukk-
an 17.29, eða hálf sex. Fyrir Suður-
nesjabúa eru Reykjanes, ísólfsskáli
og Stapafellsleiðirnar allar við bæjar-
dyrnar, sjá nánar hér hjá um tíma-
setningar.
Fyrir þá sem vilja koma sér fyrir við
gömlu Kamba er hægt að sjá bílana
nær frá byrjun til enda, marga kíló-
metra í einu. Þar er áætlað að fyrsti
bíll fari upp kl. 18.21. Eftir það eru
Kópavogsgryfjurnar kl. 19.20.
Áthugið að tímarnir eru miðaðir
við hvenær áætlað er að fyrsti bfll aki
inn á sérleiðina. Af mörgum ástæðum
geta áætlanir riðlast og er þeim sem
hyggjast fylgjast með ráðlagt að fá
símanúmer keppnisstjórnar hjá upp-
lýsingum, 03 og fá að vita hvort
eitthvað hafi breyst. Þarfást auðvitað
líka allar aðrar upplýsingar. Stjórn-
stöðin er í Uxanum f Glæsibæ og
verður stöðugt opin með nýjustu
fréttir, myndir, myndbandasýningar
og veitingar.
Starfsfólk Ljómaralls er ávallt boð-
ið og búið að veita upplýsingar eða
aðstoða á annan hátt, og óskar ykkur
góðrar skemmtunar.
Frá keppnisstjórn
■ Medan keppni fer fram er óhjákvæmi-
legt að loka nokkrum vegarspottum fyrir
almennri umferð um stund. Þótt þessir
vegir séu afskekktir og fáfarnir er hugsan-
legt að einhverjir eigi leið um þann stutta
tima sem lokað er og biðjum við um skilning
viðkomandi á nauðsyn þess. Lokanir eru
ekki geðþóttaákvarðanir rallmanna. Um
þær er sótt til allra hlutaðeigandi aðúa,
og dómsmálaráðuneytið gefur út leyfið.
Um lokun sjá lögreglumenn viðkomandi
umdæmis og starfsmenn keppninnar. Lok-
unin er í gildi frá því að sérmerktur bíll
keppnisstjórnar, undanfari, fer um þar til
eftirfari er kominn.
Áhorfendur biðjum við að halda sér í
öruggri fjarlægð meðan keppnisbílarnir
fara hjá, og sérstaklega að standa ekki utan
við beygjur, frekar innan við þær.
Barna þarf að gæta sérstaklega vel, og
brýna fyrir þeim að hlaupa alls ekki út á
veginn.
Með aðgætni okkar allra verður Ljóma-
rallið óhappá- og slysalaust.
Góða skemmtun!