NT - 14.09.1985, Blaðsíða 12
LjórrK«
„Er þetta ekki stórhættulegt?"
■ „Rall er stórhættulegt. Mennirnir
aka eins og'vitleysingar um viðkvæmt
landið og níða allan gróður niður í
rót.“
Já, enn eru þeir til sem hafa flugur
í ætt við þessar í kollinum þótt þeim
fækki daglega. Sem betur fer er þetta
ekki bara rangt, heldur alrangt. Rall-
menn aka um afsíðis vegi með ein-
földum strongum skilyrðum sem eru
hluti keppninnar. Að missa eitt hjól
út í vegkantinn kostar oft sprungið
dekk eða meiri skemmdir en hægt er
að gera við. Hvað þá heldur að hægt
sé að græða á að aka út í urðina í
vegkantinum.
Rallbílar skemma álíka mikinn
gróður árlega og flugvélar Islendinga,
vegirnir eru nefnilega ógrónir með
öllu. Rallbílar snerta ekki grasstrá
nema lenda út af, og það þýðir oft
endinn á keppni viðkomandi öku-
manna - bíllinn í klessu.
En hættan af glórulausum vitfirr-
ingsakstrinum? Aftur sem betur fer,
jafnvel minni en í almennri umferð
um vegi landsins. Lítum á ástæðurnar
fyrir því að rallökumanni finnst hann
öruggari á fullri ferð á lokaðri sérleið
í styrktum rallbíl en á ferð með
fjölskylduna í venjulega búnum bíl.
Öryggisbúnaðurinn
Þeir bílar sem notaðir eru í rall-
keppni hér eru flestir fyrrverandi
fjölskyldubílar og þjóna sumir enn
sem slíkir. En til þess að fá að taka
þátt í rallkeppnum verður að vera í
bílnum mikill öryggisbúnaður sem
löng reynsla hefur kennt að komi sér
vel.
Veltibúr
Veltibúrið er soðið saman úr heil-
dregnum stálrörum af tiltekinni lág-
marksþykkt og þvermáli. Þegar búið
er að bolta það í styrkt gólfið geta
bílarnir kútvelst á miklum hraða án
þess að leggjast saman utanum öku-
mennina. Kröfur um veltibúrið og
frágang þess eru mjög strangar og
margir ganga lengra en kröfurnar
segja til um, bæta t.d. við rörum til að.
auka öryggi sitt enn frekar.
Belti
Venjuleg öryggisbelti eru ekki látin
nægja. í ralli eru notuð svonefnd
fjögurra punkta belti sem koma yfir
báðar axlir auk beltis yfir mjaðmirn-
ar. Þessi belti eru spennt svo fast að
líkaminn haggist ekki í stólunum
hvað sem á dynur.
Hjálmar
Báðir ökumenn verða að hafa
hjálma á höfði á sérleiðum. Og ekki
er nóg að taka pott úr eldhússkápnum
heldur verða hjálmarnir að vera
viðurkenndir, óskemmdir og ekki of
gamlir. Gallaðan hjálm er gagnslaust
að hafa ef hann bregst þegar á ríður.
Sjúkrakassi
í hverjum bíl verður að vera viður-
kenndur sjúkrakassi með öllu því
sem þurfa þykir fyrir bíla.
Slökkvitæki
í hverjum bíl verður að vera
slökkvitæki, eitt eða tvö, lágmark 4
kíló og gerð fyrir algengustu elda í
bíl. Festingarnar verða að vera trygg-
ar en hægt að losa þær í hvelli.
Fatnaður
Allur fatnaður ökumanna verður
að vera úr tregbrennanlegum efnum,
t.d. ull eða séstökum efnum svo sem
Nomex. Nælon eða slík gerviefni sem
fuðra upp og brenna inn í húðina eru
bönnuð.
Stólar
Stólar verða að vera traustir og
tryggilega festir. Flestir nota sérstaka
rallstóla sem eru í heilu lagi og ná hátt
upp á hliðarnar beltaða vandlega í
með styrktum festingum. Góður slóll
er nauðsynlegur ef beltin eiga að gera
fullt gagn, því meiningin er auðvitað
sú að mennirnir haldist grafkyrrir inni
í öruggu stálbúrinu án þess að velkjast
um inni í bílnum eða slengjast út sem
ófáum íslendingum hefur grandað.
Ekkert laust
Ekkert má vera laust í bílnum eða
ótryggilega fest, hvort sem það er í
skottinu eða inni.
Skoðun
Bílarnir mega ekki hafa eldri skoð-
un frá Bifreiðaeftirlitinu en viku
gamla. Að auki eru þeir skoðaðir af
bifreiðaeftirlitsmanni fyrir ræsingu,
og í þriðja lagi gerir skoðunarmaður
Landssambands íslenskra aksturs-
íþróttamanna sérstaka skoðun á öll-
um öryggisbúnaði. Sé einhverju áfátt
er gefinn frestur með refsitíma til að
lagfæra en annars er bi'lnum vísað frá
keppni.
Yfirleitt kemur aldrei til þess að
neitt af þessu þurfi að nota, en verði
óhapp er allt til staðar í hverjum
einasta bíl.
Þess utan er séð til þess að enginn
sé á veginum meðan sjálfur sérleiða-
aksturinn fer fram. Sérleiðunum er
lokað og undanfari gengur úr skugga
um að allt sé í lagi. Eftir það eiga
rallmennirnir að geta ekið leiðina án
þess að eiga von á bíl handan við
næstu hæð eins og alltaf er úti á
vegum. Mætingar og framúrakstur,
lang hættulegustu atriðin í þjóðvega-
■ Þessi bíll cndastakkst og valt á vel yfir hundrað kílómetra hraða í síðasta
ralli. Hefði þetta verið venjulegur bíll hefði hér sennilega orðið Ijótt slys, en þar
sem allur öryggisbúnaður var í lagi eins og hans er krafist í rallreglum stigu
ökumennirnir út án þess að þykja mikið til koma. Svipaða sögu segja ótal margir
aðrir rallökumenn sem sumir hafa lent í svipuðu og verra án þess að vera í hættu.
akstri eru því úr sögunni nema auðvit-
að þegar ferjuleiðir eru eknar eftir
öllum reglum milli sérleiðanna.
Sérleiðir eru keppnishluti ralla, en
á milli þeirra eru bílarnir ferjaðir, og
eru þær fyrirfram ákveðnu leiðir því
kallaðar ferjuleiðir. Með því að skoða
kortið hér í blaðinu sést hvað átt er
við, þar eru sérleiðirnar merktar inn
(fáfarnir, afskekktir vegir) og ferjað
milli þeirra í almennri umferð. Lög-
regla fylgist yfirleitt mjög vel með
umferð í kring um röllin og tekur
yfirleitt nokkra fyrir of hraðan akstur
- almenna vegfarendur rallinu óvið-
komandi.
Ef farið er uppfyrir hámarkshraða
er það því fyrir utan alla umferð á
lokuðum svæðum. Dómsmálaráðu-
neytið gefur út sérstaka undanþágu
(sbr. umferðarlög) að fengnu sam-
þykki allra viðkomandi aðila, en
hafnar umsókninni ella.
Svona má halda áfram, en vonandi
nægir þessi rökstuðningur til að svara
upphafsspurningunni neitandi. Það
sýna líka skýrslur erlendis frá og það
að hér heima hefur enginn slasast eða
meiðst vegna rallkeppna. Líkurnar á
að slasast eru einfaldlega ekki meiri
en í sunnudagsbíltúrnum á Þingvalla-
veginum - að margra mati mun minni.
AA
FELLSMÚLA 24
Opið virka daga kl. 8-21
SIMI
81093
Laugardaga kl. 9-17
FELLSMÚLA 24 S -81093
Höfum ávallt á lager landsins mesta úrval jeppa- og fólksbíla hjólbarða.
Fljót og góð þjónusta. Sendum í póstkröfu um land allt.
FÓLKSBÍLADEKK
Michelin - Bridgestone - Firestone
JEPPADEKK
SuperSwamper - Cooper - Armstrong
Firestone - B.F.Goodrich - Bridgestone
Michelin - Mudder
Maxi Trac
Sóluð dekk í miklu úrvali HJÓLBARÐAHÖLLIN Fellsmúla Sími 81093