NT - 14.09.1985, Blaðsíða 4
14. september 1985
Lamett:
Geysisterkt gólfefni
■ Árvík sf. hefur nú hafið inn-
flutning á nýju gólfefni sem nefnist
Lamett. Efni þetta er framleitt í
Svíþjóð nánar tiltekið í Váxjö. Með-
eigandi verksmiðjunnar þar er ung-
ur íslendingur Tryggvi Magnússon.
í blaðaviðtali við hann á dögunum
kom fram, að í Svíþjóð hafi verið
talað um Lamett sem mestu byltingu
í gólfklæðningum frá því linoleum-
dúkurinn kom fram á sjónarsviðið.
Er blaðamaður NT vildi kynna
sér málið hafði Tryggvi farið utan
að sinna verksmiðjurekstrinum, en
talsmenn Árvíkur þeir Gunnar
Brynjólfsson, sölustjóri og Sverrir
Einarsson, skrifstofustjóri veittu
greiðar upplýsingar um þetta nýja
gólfefni.
Sterkt
Að mörgu leyti líkist Lamett
parketi. Það er framleitt úr suðræn-
um viði „eukalyptus" sem er harð-
pressaður í 6-7 mm þykkar plötur
og á báðar hlið^^r þrýst harðplasti.
Pressaði viðurpn er um 98% af
efnisþyngdinní Ög Lamett er mun
þyngra efni en venjulegt parket.
Plast er einnig aðeins lítill hlutii
efnisins.
Lamett hefur gengið í gegnum-
miklar gæðaprófanir í Svíþjóð. Til
dæmis má nefna prófun á sliti þar
sem visst viðnám er látið snúast á
fletinum. í þeirri prófun þoldi La-
mett 2200 snúninga áður en fór að
sjást á því, en venjulegt parket
150-200 snúninga. Út frá þessu má
segja aö hið nýja gólfefni sé tífalt
sterkara en parket. Lamett fékk
einnig bestu mögulegar einkunnir í
hálkuprófun, hörkuprófun, upplit-
unarprófun, í þoli gegn kemiskum
efnum og brunaprófun. Ekkert sást
á efninu þótt sígaretta brynni upp á
því.
Fjöldi gerða
Þegar hafa komið til landsins tvær
nýjustu gerðir af Lamett og tólf eru
á leiðinni. Gerðirnar verða því fjór-
tán íbyrjun. Má þarnefna viðarlíki,
korklíki, hreina og blandaða liti.
Liti og mynstur verður einnig hægt
að sérpanta ef magnið fer yfir 50
fermetra og fyrirtæki geta jafnvel
fengið Lamett með eigin merkjum.
Gólfefnið er í þrem stærðum,
flísum 38x38 cm og borðum 19x120
cm og 19x241 cm. Eftilvill erstærsti
kosturinn við þetta nýja efni, að það
er svo harðpressað að það á ekki að
hreyfa sig eftir að það hefur verið
lagt á gólf, en sá galli hefur fylgt
parketinu. Vel mætti því hugsa sér
að nota efnið á gólf í sumarbústöð-
um eða á aðra þá staði þar sem
miklar hitabreytingar eiga sér stað,
einnig á fjölfarna staði til dæmis
veitingahús og opinberar byggingar.
Lamctt llísarnar og borðin eru
nótuð á öllum köntum og við lagn-
ingu er það heillímt saman.
Öflug verksmiðja
Verksmiðjan í Váxjö er um 900
fermetrar að stærð og búin mjög
fullkomnum og nýtískulegum
tækjum. Starfsmenn þar eru aðeins
fimm talsins, en ársframleiðslan get-
ur orðið um 300 þúsund fermetrar.
Þá er aðeins miðað við eina vakt í
verksmiðjunni, en til greina kemur
að taka upp þrískiptar vaktir og
mundi þá ársframleiðslan fara að
nálgast eina milljón fermetra.
Reyndar mun sala oy eftirspum ráðai
mestu um hve framleiðslan verður
mikil. Þegar er farið að selja Lamett
í Svíþjóð og sala að hefjast í ná-
grannalöndunum. í samvinnu við
bandaríska risafyrirtækið Formica
er nú áætlað að koma framleiðslunni
á markað í Hollandi og Englandi
strax í haust og í Þýskalandi næsta
vor. Einnig eru uppi áætlanir um að
koma vörunni á Ameríkumarkað
eftir um það bil ár.
Formica
Eins og áður var getið hefur
samvinna tekist með Lamett og
Formica. Formica hefur um langan
tíma verið stærsta fyrirtækið í harð-
plastframleiðslu og rekur verk-
smiðjur um allan heim. Til marks
um risastærð þessa fyrirtækis mun
næststærsta fyrirtækið í þessari grein
aðeins ná 1/10 hluta af stærð Form-
ica. íslenska fyrirtækið G. Þor-
steinsson og Johnson hf. hefur flutt
inn Formica harðplast í ein fjörutíu
ár. Fyrir tveimur árum var fyrirtæk-
inu skipt og varð Árvík þá til og er
nú umboðsaðili fyrir Formica vörur
hér á landi. Innflutningur er þó
fjölbreyttari og ber þar hæst vörur
frá fyrirtækinu 3M. Og nú er það
sem sagt nýja gólfefnið Lamett sem
bætist við í hópinn.
Gunnar Brynjólfsson telur að
verðið á Lamett verði síst hærra en
á parketi yfirleitt.
Aðaldreifingaraðili á Lamett
verður BYKO.