NT - 18.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 18.09.1985, Blaðsíða 3
Starfsmenn skattaeftirl itsins: Heimsækja um 400fyrir- tæki á næstu 2 vikum ■ Rúmlega 400 fyrirtæki úr 27 at- vinnugreinum, sem eiga mikil við- skipti við almenna neytendur og eru skyldug til að gefa út reikninga í þeim viðskiptum, eiga næstu tvær vikurnar von á heimsókn starfsmanna skatta- eftirlitsins sem hyggjast líta á bók- haldið hjá þeim. Fyrst og fremst er ætlunin að kanna hvort fyrirtækin hafa farið eftir þeim reglum sem gilda um skyldu fyrirtækjanna að skrá við- skiptin á nótur, reikninga og önnur gögn. En sem kunnugt er hefur fjármálaráðuneytið að undanförnu rekið mikinn áróður fyrir því að almenningur biðji um nótur og reikn- inga í samskiptum við fyrirtæki, og er könnun þessi gerð í framhaldi af þeirri herferð, að sögn Garðars Valdimarssonar, skattrannsóknar- stjóra. Skattrannsóknarstjóri kvaðst m.a. vænta þess að þessi víðtæka könnun muni hafa almenna varnaðaráhrif - ekki bara í þeim greinum sem nú verða athugaðar heldur og öðrum atvinnugreinum. Hann taldi að út- koman úr þessari könnun myndi m.a. gefa vísbendingu um heildarstöðu þeirra greina sem athugaðar verða og í framhaldi af því hvort ástæða væri til að skoða bókhald einhverra þeirra með sérstakri athygli á hverju ári. Komi fyrirtæki illa út mega þau síðan eiga von á víðtækari rannsókn síðar. Spurður hvort hann teldi mikil brögð að því að nótur væru ekki gefnar og söluskatti stolið undan sagði Garðar að sjálfsagt könnuðust t.d. flestir húsbyggjendur og fleiri við tregðu manna og fyrirtækja á að gefa nótur í viðskiptum. „Söluskatturinn er orðinn mjög hár - hættulega hár að okkar áliti - og því mikil freisting fyrir menn að sleppa við greiðslu hanst' Hin 400 fyrirtæki sem skoða á eru valin úr rúmlega 3.700 sem starfandi eru í umræddum atvinnugreinum í Reykjavík, Reykjanesi og Norður- landsumdæmi eystra - allt frá þeirn allra smæstu til hinna stærstu. Af fyrirtækjum sem von eiga á heimsókn eru flest eða 66 sem veita ýmisskonar tæknilega þjónustu, 57 út hópi verk- taka og 56 í húsasmíði. Þær 27 atvinnugreinar sem hér um ræðir eru m.a. allar iðngreinar. Af öðrum má nefna: Ferðaskrifstofur, tannlækna, lögfræðinga og fasteignasala, bók- hald og endurskoðun, innheimtu- starfsemi, Ijósmyndastofur og heilsu- ræktarstarfsemi. ■ Fjórir voru fluttir á slvsadeild eftir harðan árekstur sem varð á Kópavogsbrúnni ■ gærdag laust eftir hádegi. Meiðsli fólksins töldust ekki alvarleg, og fengu allir að fara heim eftir skoðun. Eins og myndin ber með sér, eru báðir bflarnir mikið skemmdir. NT-mynd: Ámi Bjama ■ Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri, og Skúli Eggert Ólafsson, deildarstjóri hjá skattaeftirlitinu, en starfsmönnum þess hefur á tveim árum verið fjölgað Úr 18 í 27. NT-mynd: Róberl Miðvikudagur 18. september 1985 Til FISKVERKENDA og ÚTGERÐARMANNA Höfum áhuga á kaupum á öllum rauösprettuflökum sem þér getið framleitt, dökka hliðin af. Einnig smáþorski, heilfrystum, slægðum með haus á. Sendist vikulega með íslenskum skipum til Bandaríkja N-Ameríku (Austurströnd) Vinsamlega tjáið oss hve mikið magn er hægt að fá ÓLAFUR JOHNSON 40 WALL STREET, SUITE 2124 SÍMI: 212 344 6676, 718 622 0615 TELEX: 4945457 Raufarhöfn: Lenti í hakkavél ■ Tvö vinnuslys urðu á Raufarhöfn í gær. Fyrra slysið varð snemma um morguninn. Maður sem var einn við vinnu sína í fóðurverksmiðjunni Æti fél! niður um rist á gólfi, og lenti með annan fótinn í hakkavél. Honum tókst að ná í neyðarrofa, og stöðva hakkavélina. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var vitað fullkomlega hversu alvarleg meðsli hann hlaut. Háseti á Skarðsvík frá Hellissandi handleggsbrotnaði í gær, þegar verið var að landa loðnu úr skipinu á Raufarhöfn. Hásetinn ætlaði að húkka vír í lestarhlera, en gætti ekki að sér, og varð á milli með hendina, þegar krani kom á fullri ferð.Hann verður sendur meö flugi til síns heima. Það er fleira að frétta frá Raufar- höfn. Smygl fannst um borð í flutn- ingaskipinu Valur sem kom til Rauf- arhafnar á mánudag. 372 flöskur af vodka fundust og 12 kassar af bjór. Þá fundust þrjú myndsegulbandstæki. Fimm skipverjar af sjö hafa játað á sig smyglið. Skipið var að koma frá Hollandi og Frakklandi. Ballingslöv - sænskar gæðavörur Afsláttur 10% - 30% Afhent samsett - þarf bara að hengja upp Góð greiðslukjör. Seljum einnig nokkrar, lítið gallaðar baðinnréttingar með 50% afslætti. VATNSVIRKINN/J ÁRMÚLI 21 — PÓSTHÓLF 8620 — 128 REYKJAVlK SlMIAR: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966 SOLUM: 686491

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.