NT - 18.09.1985, Blaðsíða 4
r~-
Miðvikudagur 18. september 1985
4
Norræna Ijóðlistarhátíðin:
Hátíðin haldin
annað hvert ár
- og alltaf á íslandi
■ Framkvæmdanefnd Norrænu
ljóðlistarhátíðarinnar og þátttakend-
ur á hátíðinni sem stóð yfir í Norræna
húsinu í síðustu viku hafa ákveðið að
stefna að því að Norræna Ijóðlistar-
hátíðin verði að föstum viðburði, og
haldin annað hvert ár á íslandi.
Einnig ákváðu þeir að fara þess á
leit við Norðurlandaráð að hátíðin
fengi fasta fjárveitingu á fjárlögum
ráðsins.
Knut Ödegard framkvæmdastjóri
ljóðlistarhátíðarinnar sagði á fundi
með fréttamönnum að þeir hefðu líka
rætt vanda sovésku Tarkowskyhjón-
anna og ákveðið að árita mótmæla-
og bænaskjal þar sem þess yrði farið
á leit við sovésk yfirvöld að hjónin
fengju son sinn til sín frá Sovétríkjun-
um.
Öll skáldin sem til máls tóku á
fundinum þökkuðu framkvæmda-
nefndinni fyrir störf sín og ítalska
skáldið Mimmo Morina sem er heims-
forseti Alþjóðasamtaka skáldanna
sagði frá heimsþingi skálda sem hald-
ið veðrur á Corfu á Grikklandi um
næstu mánaðamót.
■ Austur á Norðfirði var véibundið
hey sett í stóra svarta plastpoka til
geymslu og til hvers gæti einhver
spurt?
Jú, bóndinn á Skálateigi, Leifur
Jónsson,sagði að með því kæmi mikið
betra hey vegna þess að það er sett
hálfþurrt í pokana og síðan er bundið
fyrir.
Þannig eru pokarnir geymdir þar til
að gjöf kemur og sagði Leifur að
kýrnar lítu ekki við öðru.
Leifur sagði að vísu að þetta væri
dálítið seinleg vinna því þetta er gert
með handafli. Hann sagði að ekki
væri hægt að taka mikið fyrir í einu,
3^t menn önnuðu að setja í poka yfir
3-400 bagga á dag.
Leifur sagðist hafa prófað þetta
lítillega í fyrra og aðeins einn annar
bóndi hafi verið með þessa vinnslu
þar í sveit.
Aðeins lítill hluti heysins er verkað-
ur á þennan hátt og annað hey er
bundið í venjulega bagga.
Leifur sagðist ekki vera viss hvort
þeir yrðu áfram með þessa verkun,
þó þeir væru mjög ánægðir með hana.
„Við ætlum að reyna að komast
yfir rúllubindivél fyrir næstu hey-
skapartíð. Það er miklu meiri tækni,“
sagði Leifur að lokum.
■ Nokkrir þátttakenda og aðstandenda á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri: Östen Sjöstrand, Thor Vilhjálmsson,
Mimmo Morina, James Tate, Justo Jorge Padrón og Knut Ödegard.
Nær 100 tonn af fiski á hverja vísitölufjölskyldu í Eyjum:
Nær helmings aflasam-
dráttur í Hafnarfirði
■ Nærri helmingi minni botnfiskafli
hefur borist á land í Hafnarfirði það
sem af er þessu ári en í fyrra, eða
9.933 tonn nú á móti 17.083 tonnum
á sama tíma 1984. í Reykjavík er
samdráttur um rúmlega 2 þús. tonn á
sama tíma, samkvæmt tölum Fiskifé-
lagsins.
Þótt botnfiskafli sem landað hefur
verið hér á landi það sem af er árinu
sé mjög svipaður og á sama tíma
1984, eða rúm 412 þús. tonn á móti
rúmlega 403 þús. tonnum í fyrra
kemur fram umtalsverður munur í
einstökum verstöðvum á landinu.
Lang mest hefur aukningin verið á
Hólmavík, úr 124 þús tonnum í 2.170
tonn nú. Af öðrum stöðum þar sem
aflaaukning milli ára hefur verið yfir
fjórðung má nefna: Árskógsströnd
2.365 tonn 108% aukning, Siglufjörð-
ur 9.365 tonn 68% aukning, Höfn
12.123 tonn 37% aukning, Grímsey
1.646 tonn 35% aukning, Bakka-
fjörður 1.528 tonn 32% aukning,
Dalvík 9.332 tonn 28% aukning,
Neskaupstaður 9.408 tonn og Rif
7.994 tonn, um 27% aukning á hvor-
um stað. Vegna mikilla umræðna um
atvinnuleysi á Ólafsfirði að undan-
förnu og framundan má geta þess að
botnfiskafli sem borist hefur á land
þar nú er 7.532 tonn sem er 766
tonnum minna en í fyrra.
Vestmannaeyjar halda örugglega
sínu sæti sem lang stærsta verstöð
landsins með um 37.400 tonna botn-
fiskafla í ágústlok, eða rúmlega 9%
botnfiskaflans. Að viðbættum uni 68
þús. tonnum af loðnu höfðu í ágústlok
borist þangað samtals urn 105.480
tonn af fiski sem er rúmlega 8. hluti
alls afla sem borist hefur á land á
árinu og um 22 tonn á hvern íbúa
eyjanna, það sem af er þessu ári. Með
sama skammti á hvern íslending ætti
heildaraflinn í ár að vera orðinn um
5,3 milljónir tonna, í stað 832 tonna
eins og hann er.
Aðrar verstöðvar með yfir 10 þús.
tonna botnfiskafla í ár eru: Reykjavík
um 29.100, Þorlákshöfn um 26.300,
Grindavík um 23.400, Keflavík um
20.700 (erlendis 20.600), Sandgerði
20.500, Akureyri 18.300, ísafjörður
14.700, Ólafsvík 14.500, Akranes
12.600 og Hornafjörður með 12.200
tonn mánuðina janúar til ágúst í ár.
Hvað loðnuveiði snertir er Seyðis-
fjörður næst á eftir Vestmannaeyjum
með um 51.200 tonn, Eskifjörður um
44 þús. tonn, (erlendis 37 þús. tonn),
Raufarhöfn 32.200 tonn, Neskaup-
staður 29.700 tonn og Siglufjörður
21.300 tonna loðnuafla. En alls höfðu
veiðst tæp 375 tonn af loðnu í lok
ágúst.
VERÐ Á ÓSVIKNUM FRÖKKUM HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆDARA
X
3
£
Citroén Axel árgerð '86 kostar nú
aðeins 285.000,- kr. Það er afar
hagstættverðfyrirjafn góðan bíl.
Frá því að Axel var kynntur í
sumar hefur jafnt og þétt komið
í Ijós hvílíkur kostagripur hann er.
Framhjóladrifið skiiar honum yfir
erfiða hjalla og sjálfstæð fjöðrun
á öllum hjólunri skapar þægindi í
akstri. Axel er sterkbyggður og
öruggur fararskjóti í umferðinni,
IG/obusa SÍMI81555
sætin eru sérstaklega þægileg og
útsýni úr bílnum er gott.
Þú gerir varla betri bílakaup.
285.000,- kr. fyrir ósvikinn
Citroén - ryðvarinn, skráðan
og með fullan bensíntank.
Einnig er mögulegtaðfá 35%
af kaupverði lánað í allt að
átta mánuði.
Japanskur
útsaumur
kenndur
■ Hannyrða-oglistakonanToshiko
Hayashi frá Japan ferðast nú um
landið til að sýna og kenna nýstárleg-
an útsaum sem á japönsku hetir
„Bunka-shishu“. Aðferðinni við
sauminn er í fáum orðum lýst þannig,
að efnið senr saumað er í er fyrst
strekkt á ramma. Ahaldið sem saum-
ar er með er nál með holu skafti og er
ísaumsþráðurinn - sem er fínn og
teygjanlegur - þræddur í gegn um
nálina. Þegar saumað er, er haldið á
nálinni svipað og penna og hefur
saumurinn þessvega hlotið nafnið
pennasaumur á íslensku.
Frú Hayashi hefur þegar sýnt
pennasauminn í Bolungarvík og á
Akureyri. í dag, miðvikudag, verður
hún á Húsavík, fimmtudag á Egils-
stöðum og föstudag á Höfn. Nk.
mánudag og þriðjudag verður kynn-
ingin í hannyrðaversluninni Stramma
í Reykjavík, en næstu þrjá daga þar
á eftir í hannyrðaverslunum: á Sel-
fossi, Borgarnesi og Keflavík.