NT - 18.09.1985, Blaðsíða 14

NT - 18.09.1985, Blaðsíða 14
i / Gpps, klaufi varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli Enginn sem á Effco þurrku kipp- ir sér upp viö svona smáslys. Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu finu, sama hvað gengur á. Hun gerír eldhússtörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hun er ekki bara til að þrífa þess háttar ósköp. Þu notar hana líka til að þrifa bilinn - jafnt að innan sem Effco-þurrkan fæst a betri bensínstoðvum og verslunum. utan. Pað er alltaf öruggara að hafa Effco þurrkuna við hendina. hvort sem það er a heimilinu. i sumar- bustaðnum. batnum eða bilnum. Ja, það er fatt sem reynist F.ffco þurrkunni ofraun. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUC¥ÐUBLÖ®^ >' v ÉStbvji'ÓKlllsti? Bfrrsv m'ton: fiitmlmiklrviChr! ‘i lulJst itian • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN (^ddda hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Vestfirðingar Hvers vegna er aðhald nauðsynlegt? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heldur almenna stjórnmálafundi á Hótel ísafirði næstkomandi laugardag kl. 14.00 og í Félagsheimilinu á Patreksfirði næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Allir velkomnir Framsóknarflokkurinn Cortina 1976 Til sölu Cortina 761600 tveggja dyra í mjög góöu lagi. Uppl. í síma 72032. Miðvikudagur 18. september 1985 14 Ingólfur Sigfússon frá Þórshöfn Fæddur 1. des. 1900 Dáinn 4. sept. 1985 Faðir: Sigfús f. 16-6 1865 að Her- mundarfelli í Pistilfirði Jónsson- ar bónda þar, f. um 1836 Einars- sonar bónda þar Gíslasonar er bjó á Hermundarfelli 1855 með konu sinni Lilju F’étursdóttur og syni þeirra Sigfúsi Einars- syni. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn f. 1829 Guðmunds- dóttir f. um 1805, Þorsteinsson- ar bónda í Svalbarðsseli í Þistil- firði 1845 og konu hans Rósu Pétursdóttur f. 1793. Móðir: Guðrún f. 25-4 1864 í Sand- fellshaga í Axarfirði Guð- mundsdóttir bónda þar f. 1834. Þorgrímssonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur f. 1829. Þegar Sigfús var á öðru ári andaðist faðir hans á sóttar- sæng. Foreldrar hans höfðu gengið í hjónaband 1854 og eignast fjögur börn er liann lést og var Sigfús yngstur. Eftir því sem sögur herma var Ingunn vel gefin og dugleg kona. Hún lét því hvergi deigan síga, heldur hélt áfram búskap með vinnu- manni sínum Ólafi Gíslasyni, sem reyndist heimiiinu sannur heimilisfaðir og börnum hennar Einari, Guðmundi, Kristveigu og Sigfúsi góður fóstri. Ingunn og Ólafur gengu síðar í hjónabandogeignuðust synina Jón og Tryggva. Börn Ingunnar voru öll mannvænleg. Tveir synir henn- ar fóru til Ameríku og vegnaði vel þar í landi. Sigfús var fríður sýnum og mikill vexti, var hann því oft kallaður langi Fúsi. Hann hafði þó margt annað til að bera, sem hélt nafni hans ekki síður á lofti. Hann var gleðimaður og hrókur alls fagn- aðar hvar sem mcnn komu saman, rammur að afli og fylginn sér við hvað eina, nærgætinn og hjálpsamur. í vinnumennsku á Hámundarstöðum í Vopnafirði kynntist hann lífsförunaut sín- um Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Sandfellshaga. Tæplega tví- tug að aldri gengu þau í hjóna- band 5.7. 1884 og fluttu heim í Brimnes tii Ingunnar, móður Sigfúsar. Guðrún var einstök kona, ákveðin og einörð, traust og trúverðug. Hún stóð við hlió bónda síns æðrulaus í blíðu og stríðu, heimakær og vinnusöm. Fljótlega yfirgáfu þau Brim- nes og eftir 7 ára baráttu og flutninga úr einum stað í annan, réðu þau sig í húsmennsku að Völlum í Þistilfirði. Ég hygg, að þeim hafi liðið vel þar með barnahópinn, og Sigfús hefur að nokkru verið í sjálfsmennsku og getað drýgt tekjur sínar með veiðiskap. Arið 1906 tók Sigfús að sér póstflutninga í héraðinu og settist að á Þórshöfn í Sigfúsarhúsi. Honum var margt til lista lagt, svo sem afbragðs skytta og sjó- sóknari. Fljótlega blómgvaðist allt í höndum hans, útgerðin óx og hann varð að manna báta sína með Færeyingum til þess að geta haldið þeim til veiða. Heimilið var gestkvæmt og lengi vel eini staðurinn með gistirúm. Ingólfur, sem hérerkvaddur, lifði öll systkini sjn. Hann var fæddur á Völlum í Þistilfirði og var sjötta barn foreldra sinna. Hin voru, Ingunn Kristveig Sig- fríður f. 28 4 1886. Guðvaldur Jón f. 8.4.1887. Ólafur f. 19. 2. 1889, Tryggvi f. 2711.1892, Guð- mundur f. 9.12.1898 og Einar Þorgrímur f. 25.7 1904. Ingólfur var vel greindur og kom það snemma í ljós, því á þrettánda ári hlaut hann vitnis- burðinn ágætt og dável í þeini lærdómi, sem fermingarbörnum var ætlaður í þá daga, og var hann fermdur í Sauðaneskirkju 22.6. 1913, með prófastsleyfi aðeins hálfs þrettánda árs. Hann var þó ekki látinn ganga menntaveginn, til þess var of langur vegur að menntakerfi landsins, og nóg störf biðu heima við. Eftir að stríðið skall á 1914, urðu miklir uppgangs- tímar á Þórshöfn. Umsvifin jukust og feðgarnir í Sigfúsar- húsi eignuðust mótorbáta. Það var allt annað að stunda sjó á mótorbátum, þá var hægt að sækja lengra og vera fljótari í förum. Sem ungur maður lærbrotn- aði Ingólfur við uppskipunar- vinnu, þjáningar hans voru miklar, því tæknin var ekki komin lengra en það að hann varð að ganga brotið saman. Til þess hefur þurft mikla hörku við sjálfan sig, en það var það sem gilti á þeim tíma. Engar bætur eða tryggingar voru þá til þess að grípa til. En fjölskyldan var samhent og það bjargaði öliu. Sigfús Jónsson andaðist rúm- lega sextugur að aldri 3-4 1926 og var harmdauði. Hann hafði verið sá ás, sem flest hvíidi á. Synirnir héldu þó öllu í horfinu og unnu að útgerðinni. Nokkru síðar brann Sigfúsarhús og þau misstu allt sitt. Þá brást Ingólfur ekki sinni skyldu og með sam- heldni tókst þeim bræðrum, Ingólfi og Tryggva að komast í húsaskjól og átti Ingólfur ekki síður þátt í því, en hann stóð fyrir kaupum á Keldunesi, húsi er stóð rétt við flæðarmálið. Húsið var fallegt með járni er líktist múrsteinahleðslu, æfin- týralega stórum gluggum í for- stofu með litlum mislitum rúð- um og fyrir utan var snotur blómagarður með hvannastóði. Næsta áratuginn bjó öll fjöl- skyldan saman, Tryggvi með konu og 8 börn, 3 bræður hans og móðir, en hún andaðist sama mánaðardag og maður hennar 11 árum síðar. Þarna var ekki kynslóðarbili til að dreifa, því allir höfðu stuðning hver af öðrum. Eftir var ekki kynslóðarbili til að dreifa, því allir höfðu stuðn- ing hver af öðrum. Eftir að síðari heimsstyrjöld- in skal á og ísland var hernumið, fór að losna um þau bönd, er héldu fólki í heimabyggð sinni. Fiskigengd fór minnkandi bæði fyrir ofveiði erlendra skipa og einnig var tundurduflahættan fyrir Langanesi gífurleg. Þetta leiddi til minnkandi afla, minni tekna og færri atvinnutækifæra. Synir Tryggva voru nú óðum að vaxa úr grasi og það var ekki að sjá að þeirra biðu atvinnumögu- leikar við hæfi á Þórshöfn. Það var því á því herrans ári 1944, að Ingólfur og Tryggvi fluttu ásamt allri fjölskyldunni að norðan og settust að í Kópavogi. Og með samstilltu átaki tókst þeim að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ingólfi tókst að fá vinnu við höfnina og þar vann hann fast í 2 áratugi, en þá varð hann fyrir því hörmulega slysi að verða fyrir lestarhlera við vinnu sína og missa annan hand- legginn upp við öxl. Þrátt fyrir það lagði hann ekki árar í bát heldur reyrtdi að verða að eins miklu liði og hann frekast gat. Ingólfur var kominn af traust- um bænda- og útvegsmannaætt- um. Hann var því sjáifstæður í hugsun og gerðum og átti bágt með að láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann var meðalmaður á hæð og liðlega vaxinn. Á yngri árum lék hann á hljóðfæri, eink- um harmoniku og spilaði þá fyrir dansi. Alla tíð las hann mikið og leitaði á vit bókarinnar á hljóðum stundum. Þegar heimili Tryggva, bróð- urlngólfs, naut ekki lengurvið, flutti hann til nafna síns og bróðursonar. Ingólfs Tryggva- sonar, Holtagerði 33, Kópa- vogi. Þar átti hann heimili í meira en 2 áratugi og naut allrar þeirrar umhyggju, sem gott heimili getur látið í té. Ingólfur andaðist 4. september eftir rúm- lega 3ja vikna dvöl á Borgar- sjúkrahúsinu. Friður guðs veri með honum. Hulda Pétursdóttir Bókmenntaþættir og Hólmgönguljóð aukin og endurbætt ■ Almenna bókafélagið hef- ur sent frá sér nýja bók eftir Matthías Johannessen skáld. Nefndist hún Bókmenntaþætt- ir og er eingöngú um íslensk- ar bókmenntir. Skiptist hún í tvo hluta. Hinn fyrri heitir Úr unihverfi okkar og er þar fjall- að um þessa höfunda. Grím Thomsen, Sigurð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefánsson, Guðmund G. Hagalín, Tómas Guð- mundsson, Halldór Laxness, Jón úr Vör, Kristján Karlsson, Jóhann Hjálmarsson. Þessir þættir eru mjög mis- langir, sumir mjög langir, svo sem um Guðmund G. Hagalín og Halldór Laxness. Flestir þáttanna í fyrri hlutanum hafa birst áður einhvers staðar. einkum í blöðum, en eru hér flestir hverjir mikið breyttir og auknir. Nokkrir hafa hvergi birst, svo sem þar sem gerð er grein fyrir mörgum og merki- legum athugasemdum sem Halldór Laxness gerði við uppkast að ritgerð sem Matt- hías hafði skrifað um hann. Síðari hluti bókmenntaþátta nefnist Umhverfis Sturlu Þórð- arson og er eins og nafnið bendir til urn íslenskar forn- bókmenntir. Þessi hluti er al- veg nýr og birtist hér í fyrsta sinn. Þarna kemur Matthías fram með og rökstyður margar merkilcgar kenningar um ís- lenskar fornbókmenntir svo sem þá að Sturla Þórðarson sé höfundur Njálu og fleiri verka sem hingað til hafa verið eign- uð öðrum eða enguni. Ýmsar þessar kenninga eru ákaflega nýstárlegar og eiga án efa eftir að vekja upp fjörugar umræð- ur um þessi mál. Ljóðaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur nú tekið til starfa og er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu bók - Hólmgönguljóð eftir Matthías Johannessen. Ljóðaklúbburinn er stofnað- ur til að vinna að framgangi ljóðsins á íslandi. Hann mun eingöngu helga sig ljóðum, gefa út ljóðabækur eidri og yngri skálda og efni tengt ljóð- um - plötur og snældur með upplestri ljóða og bækur um ljóðagerð. Leitast verður við að vanda þessa útgáfu eins og framast er unnt. Félagar í ljóðaklúbbnum geta allir orðið sem þess óska, og þeir gangast ekki undir neinar skuldbindingar við inn- ritun í klúbbinn aðrar en þá eina að afþakka þær bækur, piötur eða snældur sem kiúbb- urinn gefur út og þá ekki fýsir að eiga. Útgáfa ljóðaklúbbsins á Hólmgönguljóðum Matthíasar Johannessen er 2. útgáfa bókarinnar, mikið breytt frá fyrri útgáfu sem kom 1960 og er löngu uppseld. Skáldið hef- ur bæði breytt ljóðum og bætt við mörgum nýjum og síðan eru skýringar við ljóðin gerðar af skáldinu sjálfu. Eru þær til hægðarauka hér vegna þess hve mikið er af skírskotunum í aðrar bókmenntir, íslenskar og erlendar, í þessum ljóðum. Öll eintök bókarinnar eru árituð af skáldinu og mun svo verða um aðrar bækur klúbbsins að höfundar eða um- sjónarmenn áriti þær þegar því verður við komið. ■ Matthías Johannessen.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.