NT - 18.09.1985, Page 12

NT - 18.09.1985, Page 12
Miðvikudagur 18. september 1985 12 Kúabændur á Suðurlandi með NT til varnarliðsins: íslenskt nautakjöt ódýrara en amerískt? Félag kúabænda á Suðurlandi kynnti sér samkeppnisstöðu íslenska nautakjötsins vegna hugsanlegrar sölu til varnarliðsins ■ Hluti af kjötinu er geymdur í frystigeymslum. Hér skoða Commdr. Otts, birgða- og innkaupastjóri, Guðmundur Lárusson og Hannes Guðmundsson, sendifulltrúi frá varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, birgðir. ■ „Þetta lítur miklu betur út, en við héldum. Fáist tilskilin leyfi er ekkert því til fyrirstöðu, að íslenskir bændur geti séð heimilum og mötuneytum á Keflavíkurflugvelli fyrir nauta- kjöti," sagði Guðmundur Lárusson, formaður Félags kú- abænda á Suðurlandi. Hann og Bergur Pálsson, bóndi í Hólma- hjáleigu og stjórnarformaður í félaginu, heimsóttu varnarsvæð- ið á Keflavíkurflugvelli í gær, ræddu við innkaupastjóra og kjöteftirlitsmann varnarliðsins og skoðuðu geymslur og kjör- búð vurnarliðsins. Með í för- inni voru þeir Hannes Guð- mundsson, sendifulltrúi og Helgi Pétursson, ritstjóri NT, en þeir höfðu milligöngu um að koma á fundi með kjötfram- leiðendumogfulllrúum varnar- liðsins. Nautakjötsneysla minnkað Á fundi með Commdr. Otts birgðastjóra og Christiansen kjöteftirlitsmanni voru rakin helstu atriði varðandi kjötinn- flutning varnarliðsins hingað til lands. Neysla á nautakjöti hefur dregist örlítið saman frá því í fyrra, eða um sjö prósent í rétt rúmar tvö hundruð lestir. Um það bil helmingur af kjötinu er íluttur inn verkaður og pakkaður í neytendaumbúðir fyrir mötu- neyti og einstaklinga og þá fryst . Þetta kjöt var flutt með skipum. Helmingur af kjötinu er flutt inn kælt í heilum og hálfum skrokkum með flugi á hverjum fimmtudegi og hefur svo verið um langa hríð. Það er þetta kjöt, scm ís- lenskir bændur gætu að líkind- um séð varnarliðinu fyrir, því á ■ Mjólkurvörur hafa verið seldar á Keflavikurflugvelli lengi. Mikil eftirspurn er eftir íslenskri jógurt og ostum. í verslun varnarliðsins hefur verið komið fyrir stóru skilti þar sem áletranir eru þýddar á ensku. gera,“ sagði Bergur Pálsson eftir fundinn. Hann sagði, að um tólf hundruð dýr þyrfti til þess að fullnægja eftirspurn varnarliðs- ins og það væri framleiðsla frá um tólf til þrettán meðalbúum. Þá sýndist sér í fljótu bragði um 270 dagsverk skapast einungis við slátrunina. Fyrir utan nægilegt framboð af íslensku nautakjöti og nokkr- ar birgðir í frystigeymslu, hefur það mikið að segja.að nú eru tvö hraðvirk sláturhús starfrækt á Suðurlandi, á Selfossi og á Hvolsvelli. Fram kom hjá þeim Guðmundi og Bergi, að slátur- húsin verða starfrækt alla virka daga árið um kring og því hægt að tryggja framboð af nýslátr- uðu allt árið. Áhugihjá vamarliðinu Christiansen, kjöteftirlits- ’allt því ungneyti og engar kýr vildu menn éta. Þá þyrftu sláturhúsin þegar að fara fram á viðurkenningu eftirlitsmanna hersins fyrir nýju sláturhúsin vegna nautakjöts- framleiðslunnar, en eins og kunnugt er, hafa slík leyfi verið veitt vegna lambakjötsins og fisksölu í verslanir varnarliðs- ins. Sala á lambakjöti í verslun varnarliðsins og í mötuneytum hefur aukist frá 4,5 lestum í fyrra í um ellefu lestir í ár og Varnarmáladeild Utanríkis- ráðuneytisins hefur unnið mikið að því að auka sölu á landbún- aðarvörum til varnarliðsins. Ljóst er, að verðþróun á nauta- kjöti veldur því, að það ætti að þykja hagstætt fyrir innkaupa- deild varnarliðsinsogkomfram mikill áhugi þeirra manna á því að kanna þetta mál til hlftar. ■ Christiansen, kjöteftirlitsmaður, Guðmundur Lárusson og Bergur Pálsson, fylgjast með kjötskurði á amerísku nautakjöti. fundinum komu fjölmargar at- hyglisverðar tölur fram. íslensk framleiðsla samkeppnisfær Meginniðurstaðan er sú, að varnarliðið greiðir um sjö doll- ara fyrir kílóið af amerísku nautakjöti í gæðaflokki hingað komið og er flutningskostnaður þá innifalinn. Það svarar til um 294 krónum. Heildsöluverð á nautakjöti í gæðaflokki á kílóið frá Sláturfélagi Suðurlands er 189 krónur og er þeir Bergur og Guðmundur upplýstu þetta á fundinum kom það flatt upp á fulltrúa varnarliðsins. Rétt er að taka fram að hér er um gamalt verð að ræða, og má búast við einhverri hækkun á innlendum markaði þegar bú- vöruverð verður ákveðið. Hins vegarer Ijóst, að íslensk framleiðsla á nautakjöti virðist á þessu sviði vera samkeppnis- fær við þá amerísku. Eftir er að reikna hugsanleg- an llutningskostnað suður til Keflavíkur af Suðurlandi og eins myndi einhver kostnaður bætast á vegna pökkunar. „Það er óhætt að segja það, — .............. go. «... ...u girnilegar steikur, sem þeir Bergur og Guðmundur töldu sjálfsagt, að íslenskir bændur gætu framleitt. að við munum kanna þetta mál mjög vandlega og gera ráðstaf- anir til þess að fá í hendur allar upplýsingar um staðla og aðrar kröfur, sem Bandaríkjamenn maður sagði að meginkrafan sem gerð væri til gæða kjötsins frá Bandaríkjunum, væri að dýrin væru ekki eldri en þriggja vetra þegar þeim væri slátrað,

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.