NT - 21.09.1985, Side 8
21. september 1985
Harðviðarval í nýju húsnæði
■ Nýlega flutti Harðviðarval hf. í
nýtt og glæsilegt húsnæði að Krók-
hálsi 4. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í
innflutningi á innanhúss gólf-, loft- og
veggklæðningum og hin nýja verslun
mun nú verða sú stærsta sinnar teg-
undar hér á landi.
Gottskálk Eggertsson, forstjóri
fyrirtækisins hefur haft á höndum
innflutning á tréinnréttingum í ein 22
ár og við hlið hans í rekstri verslunar-
innar standa kona hans og sonur, þau
Guðrún Einarsdóttir og Einar Gott-
skálksson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Smekklegur frágangur
Nýja verslunarhúsnæðiö er um
1000 fermctrar að grunnfleti. 'Auk
sýningarsals eru þar skrifstofur og
lager, en önnur hæð er í byggingu og
áætlað er að flytja skrifstofurnar
þangað síðar. Að sögn Guðrúnar
Einarsdóttur, sem sýndi blaðamanni
húsnæðið og vöruúrvalið, var verslun-
in hreinlega búin að sprengja utan af
sér gamla húsnæðið að Skemmuvegi
40. - Allur frágangur á nýja húsnæð-
inu hefur heppnast mjög vel. Það sem
kannski er mest um vert er að vörur
eins og panell og parket og innihurðir
hafa verið sett upp í fleti. Fetta
auðveldar fólki mjög að skoða útlit
vörunnar og bera saman við aðrar, í
stað þess að sýnd væri ein og ein
spýta.
Geysimikið úrval cr af innréttingar-
efni í versluninni og ber þar hæst
vörur frá þrem stærstu innréttinga-
fyrirtækjum Svíþjóðar, það er Jabo,
Tarkett parket og Svenska Dörr.
Hvíta línan
Guðrún segir að hvíti liturinn verði
nú sífellt vinsælli. í vcrsluninni fást
fjórtán gerðir af panel frá Jabu, bæði,
innan- og utanhússpanell. Til dæmis
er það gamli kúlupanellinn, en hann
hurðarhúna velur fólk sjálft. Hvít,
slétt hurð kostar um 4.700 krónur, en
fulningahurðirnar eru dýrari. Pæreru
með ýnisu lagi þar á meðal bogafuln-
ingum. í furu er hægt að velja um
þrjár tegundir og svo kvistalausa og
kvistótta furu. Hurðirnar koma frá
fyrirtækinu Svenska Dörr og þær er
einnig hægt að sérpanta.
Þá má nefna marmara í hvítu
línunni ásamt öðrum áferðum. Úrval
er af límtré bæði úr beiki og furu í
þykktum frá 18mm upp í 40 mm. Ótal
gerðir af listum, hornlistum, kverk-
listum. kíllistum og hvað annað sem
nefna má, er einnig til sýnis og sölu í
versluninni. Þetta er heppilegt þar
sem listar koma alltaf tii með að
fylgja bæði panel og parketi. Listarnir
eru dönsk gæðavara.
Lengi mætti enn telja upp það sem
sjá má í versluninni en lýsingu skal
hér lokið, fólk er heldur livatt til að
koma og skoða sjálft.
Tískusveiflur
Harðviðarval fylgist náið með öll-
um þeim breytingum sem verða á
tískunni í tréinnréttingum. Farið er
út minnst fjórum sinnum á ári og þá
á stærstu byggingavörusýningarnar
sern haldnar eru í Brússel, París og
Kaupmannahöfn. Að sögn Guðrúnar
breytist tískan í þessum efnum svo að
segja jafn hratt og fatatískan. Hvíta
línan er nú vinsæl og frændur okkar á
Norðurlöndum mjög léttir og Ijósir
um þessar mundir. Vestanhafs ber
einnig á þessu, sem dæmi um það
hefur ljósa parketið Norðureik orðið
geysivinsælt þar.
Unga fólkið í dag hefur mjög
ákveðnar skoðanir á hvað það vill
hafa í híbýlum sínum og fylgist vel
með. Guðrún segir að það kaupi helst
nýjustu línurnar í stað þess að kaupa
eitthvað ódýrara, það bíður þá bara
með að kaupa þar til það hefur efni á.
leitt 1100-1300 krónurfermetrinn. Þó
er þar ljóst birki á kynningarverði,
tæpar 900 krónur. - Þá er það Tark-
wood-klub í litlum bútum eða flísum,
sérstaklega styrkt og ætlað á staði þar
sem mikið mæðir á, svo sem hol og
eldhús.
í gólfefnununt eru ótaldar kork-
flísarnar, en af þeim fást þrjár gerðir.
Þær eru franskar en unnar í Portúgal
þannig að þær eru tiltölulega ódýrar.
■ Hin nýja verslun er að Krókhálsi
4 í Árbæjarhverfinu.
Fleira í hvítu línunni
Hvíta línan í hurðum er rnjög
áberandi í Harðviðarvali. Á boðstól-
um eru einar fjórar gerðir af hvítum
hurðurn, sléttum og með fulningum.
Hurðirnar eru seldar með öllum
búnaði, körmum og gereftum, en
fæst einnig í hvítu línunni, hvítmálað-
ur. Þá er þar panell brenndur og
burstaður. Állur þessi panell er full-
pússaður, og endanlega þurrkaður.
Verðið á panelnum er yfirleitt tæpar
400 krónur fermetrinn.
Einnig er á boðstólum franskur
panell í hnotu, eik og hvítur. Þetta er
lúxus-panell og seldur fulllakkaður.
Verksmiðjan hefur framleitt parket í
stíl við hvíta panelinn, nefnist það
Norðureik og er með hvítum blæ.
Alls eru fjórtán tegundir af parketi
í versluninni, allar frá Tarkett-parket.
Á því er ný gerð af lakki sem
framleiðsla var hafin á í fyrra. Lakkið
er eldbrennt inn í parketið og talið
um þrisvar sinnum sterkara en önnur
lökk. Áferðin á því er eins og örlítið
hömruð eða mött, ástæðan er að það
hefur verið styrkt sérstaklega með
burstun. Verðið á parketinu er yfir-
■ Gottskálk Eggertsson, forstjóri og Kristinn Sigurðsson, sölustjóri í verslun-
inni. NT-myndir: Róbcrt.