NT - 19.10.1985, Síða 5

NT - 19.10.1985, Síða 5
■ Valdemar Bjarnason, í miðjunni, ásamt starfsfélögum. Meistarakokkur eldar á Krákunni ■ Um helgina mun frægur mat- reiðslumeistari, Valdimar Bjarna- son, sjá um matreiðslu á veitinga- húsinu Krákunni Laugavegi 22 hér í borg. Valdimar starfar víðs vegar um heiminn, m.a. á St. Francis hóteli í San Franscisco og í Pcrigord í Frakklandi en þaðan kemur fræg- asta gæsalifur veraldar og hinir frægu jarðsveppir eru ræktaðir þar. Valdimar hefur einnig verið einkakokkur ýmissa frægra manna, m.a. nefna William Mill- ard 3. ríksta manns heims sem eignar sér 12 auðhringi-og Julio Gallo stærsta vínframleiðanda heims. Valdimar hefur einnig matreitt fyrir heldra fólk heimsins við hin ýmsu tilefni s.s. á 25 ára brúð- kaupsafmæli Ronalds Reagans og frú Elísabetu Englandsdrottningu er hún heimsótti San Francisco og nú ætlar Valdimar að leyfa íslend- ingum að smakka á hinum ýmsu réttum sínum og mun matreiða á laugardags- og sunnudagskvöld á veitingahúsinu Krákunni. Fiskvinnslufólk í Vestmannaeyjum: Bíður eftir síldinni Atvinnuástand gott á Suðurlandi ■ Fiskvinnslufólk í Vest- mannaeyjum bíður nú í ofvæni eftir síldinni - sem spakir menn þar spá að komi nú um hclgina. Hjól atvinnulífsins í Eyjum komast þá væntanlega aftur í fullan gang, eða rncira en það, eftir hálfgerðan doða að undan- förnu. Að sögn Jóhönnu Frið- riksdóttur form. Snótar hefur gætt óánægju meðal fiskverkun- arfólks, sérstaklega þó kvenna, með það að miklu af bátafiskin- um og nokkru af tögaraaflanum líka hefur að undanförnu verið landað beint í gáma á Englands- markað - á sama tíma og þær konur sem ckki eru með kaup- tryggingarsamning hafa aðeins liaft 2-3 daga vinnu í viku að undanförnu. Uppi á fastalandinu - Suður- landi - er hins vegar mikið að gera hjá verkafólki í sláturtíð- inni. Pótt virkjanavinnu sé nú ekki lengur til að dreifa sagði Siguður Óskarsson hjá Rang- æingi ekki hafa verið mikið um atvinnuleysi í Rangárþingi í sumar. Enda hafi töluvert af.því fólki sem þar vann nú flutt suður- fylgt verktökunum sem þ'að vann hjá inni á hálendinu - og svo sé einnig unt marga byggingarmenn. Pað sé heldur ekki svo merkilegt að fólk fari þar sem kaup í flestum störfum sé um 60-100% hærra á Reykja- víkursvæðinu en þar eystra. Atvinnulcga kvaðst Sigurður ekki kvíða vetrinum - iniklu fremur afkomunni. „Pað er mjög erfitt fyrir fjölskyldufólk að lifa af um 30 þús. kr. á niánuði. Þess vcgna skil ég ekki harmagrátinn yfir þessurn 3% hans Alberts, síst þó frá verka- lýðsforingjum" Á síðustu um 15 „virkjanaár- um" sagði Sigðurður jafnframt hafa komið til nýjar atvinnu- greinar í smáiðnaði og ýmiss- konar þjónustu sern nú veiti orðið talsvert á þriðja hundrað manns atvinnu þar eystra. Mest nutni þar um prjóna- og sauma- stofurnar sem nú.hafi um 90 manns í vinnu. Fléstir nóg að gera á Selfossi Á Selfossi, þar sem nokkurt atvinnuleysi hcfur verið að undanförnu er ástandið riú stór- um betra aö sögn Hafsteins Stefánssonar hjá Verkalýðsfé- laginu Þór. Pó sláturtíðín sé langt komin ntuni margir sem nú vinna í sláturhúsinu halda þar áfram störfum í garna- hreinsuninni, sern hins vegar var ekki starfrækt s.l. sumar. Einnig varð mikil breyting hjá ræstingakonunum þegar skólarnir byrjuðu á ný. Brilljantín og orðabækur Úr Þorlákshöfn fréttist að þar sé nú svo mikið að gera að þeir hafi ekki séð sér annað fært en fá nokkrar atvinnulausar bresk- ar bónusdrottningar til aðstoðar í fiskvinnsluna . Pað hefur svo aftur haft þær afleiðingar að sala á brilljantíni og öðrum herrasnyrtivörum og íslensk- enskum orðabókum hefur stór- aukist á staðnum, aö því er fram kemur í 11. tölublaði Fréttamol- ans. Róm hefur verið kölluð vagga vestrænnar menning- ar og ekki að ástæðulausu því þar talar sagan til þín á hverju götuhorni, í formi stór- brotinna listaverka og mánn- virkja sem enn í dag vekja furðu og aðdáun sökum feg- urðar og hagleiks. Það fylgja því einstök hughrif að ganga um Forum Romanum, sem á sínum tíma var miðdepill heims- veldisins, um Coloseum, þar sem tugþúsundir féllu í val- inn í ógurlegum hildarleik- um, um Sistinsku kapelluna þar sem meistaraverk Michel- angelos skrýða loft og veggi og um Péturskirkjuna, að grafhýsi postulans. Hundruð fleiri staða mætti nefna því Róm er nánast samansafn af sögulegum dýrgripum og mestu listaverkum mann- heima. En Róm hefur líka á sér léttan blæ og pótt ekki fylgi allir ferðamenn því fordæmi Anitu Ekberg að dansa í Trevi brunnunum þá er höf- ugt næturlíf Rómarborgar lífsreynsla sem aldrei gleym- ist. ítalskur fatnaður hefur löngum þótt fádæma glæsi- legur tíg farþegar Arnarflugs fá afhent sérstök verslunar- kort sem veita afslátt í fjölda verslana í Róm. Borgin eilífa er nú innan seilingar fyrir íslendinga eftir samning sem Arnarflug hefur gert við ítalska flugfélagið Alitalfa. Flogið er með Arn- arflugi til Amsterdam og það- an áfram til Rómar með Al- italia. í Róm er gist á fyrsta flokks hótelum sem flest eru 4 eða 5 stjörnu. Fyrir þá sem vilja enn ódýrari ferð eru fjögur 3 sýörnu hótel, sem þó eru vel búin. Ef menn vilja ferðast um landið, í norðurátt, er líka hægt að fljúga til Amster- dam frá Mílanó. Það er nokkuð víst að ís- lendingar komast ekki til Rómar á hagkvæmari hátt en með Arnarflugi og Alitalia. Nánari upplýsingar hjá ferða- skrifstofunum og á söluskrif- stofu Arnarflugs. ^&ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.