NT

Ulloq

NT - 19.10.1985, Qupperneq 8

NT - 19.10.1985, Qupperneq 8
Laugardagur 19. október 1985 8 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. iV>T Setnlng og umbrot: Tœknidelld NT. Prentun: Blaiaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 - Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. r Saga Hamrafells ■ í helgarblaði NT í dag er rakinn merkilegur þáttur í siglingasögu landsmanna, saga Hamra- fells, olíuskips í eigu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Hamrafellið kom til landsins árið 1956 og var stærsta olíuskip sem landsmenn hafa eignast. Samvinnumenn vildu með því reyna að auka sjálfstæði landsmanna í flutningum því með fyrstu samningum við Rússa um olíukaup árið 1953 var olían keypt á fob verði og urðu íslendingar að flytja olíuna hingað sjálfir. Þeir voru því háðir verðsveiflum á heimsmarkaði og óvarðir gegn breytingum á honum. Beiðni um leyfi til kaupa á olíuskipi hafði verið send Viðreisnarstjórninni, en henni verið hafnað og málið þæft, þrátt fyrir margvíslegar tillögur samvinnumanna um eignaraðild annarra að skip- inu, fjölda skipa og ferðatíðni. Loks fékkst þó heimild til kaupa á olíuskipi og var það í siglingum næstu árin með olíu frá Rússlandi og víðar. Þrátt fyrir Súesstríðið og hækkun á farmgjöldum þá, voru farmgjöld með Hamrafellinu lægri en heims- markaðsverð og því þótti samvinnumönnum það furðulegt, þegar Viðreisnarstjórnin fór að semja við Rússa um flutninga á olíu hingað til lands. Þeir gerðu þá kröfu að flytja sjálfir olíuna hingað og féllst Viðreisnarstjórnin á þá kröfu umyrðalaust. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn urðu þar með til þess að færa þessa mikilvægu flutninga í hendur Rússum, þar sem þeir hafa verið síðan. Rekstrargrundvöllur Hamrafells brast og það var selt úr landi árið 1966. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks hafði tekið undirboði Rússa og fært þeim í hendur hluta af sjálfstæði þjóðarinnar. Greinin í Helgarblaðinu í dag er afar fróðleg og lýsir því, hversu hart hefur oft verið sótt að samvinnuhreyfingunni í landinu. Það er íhugunarefni í dag, hvort utanríkisráð- herra, fjármálaráðherra og sendiherrar víða um heim yrðu skikkaðir til þess að þeytast um eins og útspýtt hundskinn til þess að tryggja íslenskum skipafélögum flutninga fyrir varnarliðið, ef ein- ungis Skipadeild Sambandsins ætti í hlut. Því er haldið fram hér, að þeir sætu sem fastast. Þetta eiga samvinnumenn í landinu að muna. Þeir mega ekki gleyma því, að það eina sem stendur í veginum fyrir auknum hagnaði einstakl- inga í viðskiptum, einstaklinga innan Sjálfstæðis- flokksins, sem þegar eiga nóg fyrir og vilja einungis sölsa undir sig meira, er Samvinnuhreyf- ingin. Þess vegna er áróðurinn svona mikill gegn Samvinnuhreyfingunni í blöðum hægri aflanna í landinu. Því eins og segir í greininni um Hamrafellsmálið í NT í dag: „Samvinnusamtökin áttu olíuskipið, þess vegna á að stöðva það. Ef samkeppnismenn hefðu átt annað olíuskip, keypt á sama tíma, þá hefði allt verið í besta lagi. Þá hefði báðum skipunum verið skömmtuð þau farmgjöld sem þurfti til að standa undir rekstri þeirra og við hefðum sjálfir annast nær alla okkar oiíuflutninga.“ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Ekki má falla í þá g auðlindum og safna Ræða flutt á Alþingi í umræðu um stef nuræðu forsætisráðherra ■ í umræðunum hér í kvöld hefur það verið almennt álit manna að við íslendingar stæð- um frammi fyrir verulegunt vanda eins og svo oft- áður. Talsmenn flokkanna hafa talið að margt væri hægt að gera til varnar og sóknar og almenn skoðun stjórnarandstöðunnar verið sú að lítið mál sé að stórbæta kjör fólksins í land- inu. En hver er hin raunveru- lega staða og hvaða skorður setur hún okkur? Ekki margra kosta völ í fyrsta lagi eru erlendar skuldir mjög miklar. Pað er mögulegt að auka þær enn frekar þannig að við höfum meira ráðstöfunarfé milli handanna nú á næstunni. En er það skynsamlegt að hefta þjóðina í frekari skuldafjötra? ' Allir sem hugsa eitthvað um framtíðina svara þessari spurn- ingu neitandi. í öðru lagi hafa fiskistofn- arnir verið í lægð. Því hefur þurft að takmarka veiðar veru- lega. Við hefðum að sjálfsögðu getað veitt meira úr stofnunum og aukið þannig ráðstöfunar- tekjur okkar um stund en rýrt möguleika til lengri framtíðar. Er það skynsamlegt? Allir sem hugsa til framtíðarinnar svara þeirri spurningu einnig neit- andi. { ljósi þessara staðreynda eigum við Islendingar ekki eins marga kosti og af er látið. Við getum ekki efnt til frekari skuldasöfnunar erlendis. Við verðum að takmarka veiðar og byggja fiskistofnana upp. Eina leiðin út úr þeim vanda sem nú steðjar að er því að sýna að- hald á öllum sviðum þjóðarbú- skaparins og nota hvert tæki- færi til að auka framleiðsluna og örva hvers konar nýjungar sem geta aukið verðmætasköp- un þjóðfélagsins. Þetta eru menn að reyna að gera og hver sá ábyrgi aðili sem færi með stjórn landsins yrði að gera hið sama. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara og það er ekki sama á hvaða sviðum aðhald er sýnt. Ef sérhver þáttur þjóðlífsins væri tekinn fyrir og hver og einn spyrði sjálfan sig hvað mætti betur fara, væri áreiðan- lega víða hægt að ná árangri. Við getum lifað góðu lífi í landinu þótt bankar og verð- bréfasalar væru færri. Það mun enginn finna fyrir því þótt bansínstöðvum fækkaði. Það er hægt að sinna sjúkum og öldruðum án þess að byggja rándýrar byggingar. Árangur fiskveiðistefn- unnar Sjávarútvegurínn, undir- staða velferðar okkar, hefur verið í miklu basli um langan tíma. Við upphaf kjörtímabils- ins blasti við mikill samdráttur í afla, en áður hafði mikillar bjartsýni gætt um betri afla- brögð og því höfum við eignast öflugan fiskiskipaflota. Við slíkar aðstæður var ekki margra kosta völ. Aflinn var skammtaður á hvert fiskiskip, hvatt var til nýjunga og aðstæð- ur skapaðar til að leggja óhag- kvæmustu skipunum, draga úr tilkostnaði og auka verðmæti afla. Þessar aðgerðir hafa vissulega sniðið mörgurn þröngan stakk. Meira er um vert hverju þær hafa skilað. Hafa þær orðið til að auka verðmæti aflans meira en ann- ars hefði orðið? Hafa þær orð- ið til þess að aflinn er sóttur með minni tilkostnaði? Hafa þær orðið til þess að afli hafi komið á land sem annars hefði ekki veiðst? Því miður liggja enn ekki fyrir reikningar fyrir útgerðina í heild á árunum 1984 og 1985, en í áætlunum Þjóðhagsstofn- unar er reiknað með, að í kjölfar nýju fiskveiðistjórnar- innar hafi fylgt 9 til 10% sparn- aður í sóknartengdum útgerð- arkostnaði. Fyrir botnfisk- veiðiflotann í heild er hér um nálægt 400 m. kr. á ári að ræða miðað við núgildandi verðlag. Á sama hátt má telja víst, að kvótakerfi á loðnu- og síld- veiðum hafi gert þær veiðar hagkvæmari en fyrr. Samtök útvegsmanna gera ekki at- hugasemdir við þessar áætlan- ir, og vísbendingar úr útgerð- arreikningum, sem fyrir liggja, virðast ekki stangast á við þær. Fiskveiðistjórnin stuðlar að t bættri meðferð aflans, þar sem menn geta ekki lengur bætt sér upp lakari gæði með því að moka upp fiski. Gæðaflokkun- in 1984 á þorskaflanum sýndi, að 85% fóru í fyrsta gæða- flokk samanborið við rúmlega 80% árið áður. Gæðaflokkun 1985 virðist vera svipuð og 1984. Þessi framför eykur verðmæti þorskaflans fyrir út- veginn um nálægt 200 milljónir króna á ári miðað við núgild- andi verðlag. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða, aðþessi breyt- ing stafi eingöngu af breyttri fiskveiðistjórn, en hún gæti átt hér hlut að máli og áreiðanlega er hægt að ná enn meiri árang- ir. Með tilkomu hins svokall- aða kvótakerfis á botnfiskveið- um 1984 var gefin hvatning til að beina sókn að nýjum, óg vannýttum stofnum. Rækju- veiðar á djúpmiðum 1984 og 1985 eru glöggt dæmi um þetta. Árið 1984 jókst rækjuaflinn frá árinu áður um rúmlega 11 þúsund tonn og árið 1985 er búist við að rækjuaflinn verði svipaður og 1984. Þessi afla- aukning felur í sér aukið út- flutningsverðmæti um 700-800 milljónir króna miðað við núverandi verðlag ekki síst af því að rækjan er í vaxandi mæli heilfryst um borð. Ætla má að takmörkun á leyfilegt aflamagn verði einmitt til þess að menn reyni að gera sér sem mestan mat úr því sem þeir Árið 1984 jókst rækjuaflinn frá árinu áður um rúmlega 11 þúsund tonn og árið 1985 er búist við að rækjuaflinn verði svipaður og á síðasta ári. Þessi aflaaukning felur í sér aukið útflutningsverðmæti um 700- 800 milljónir króna ■■■ Mannlíf á Vopnaf irði og menning í Trollháttan ■ Nýlega var viðtal í útvarpi við ungan íslenskan lækni, sem hljóp í skarðið sem heilsu- gæslulæknir á Vopnafirði, þar ’ sem hann upplýsti að það væri mikill munur á „menningarlíf- inu“ þar og í Trollháttan. Slík- ar upplýsingar þurfa ekki að koma neinum á óvart, en það er hins vegar umhendis fyrir Vopnfirðinga og þurfa að sækja lækni til Svíþjóðar þegar þeim liggur á Jæknisþjónustu. Á hverju ári er tekin um það ákvörðun af æðstu yfirvöldum menntamála og ráðamönnum . Háskóla íslands í sameiningu að takmarka aðgang að lækna- deild Háskóla íslands. Mun að jafnaði við það miðað að innan við 40 stúdentum sé árlega hleypt inn um þetta þrönga hlið, sem opnar leið til 6 ára erfiðs náms og lýkur með svo- kölluðu embættisprófi í læknis- fræði. Þessi tala mun valin á þeirri forsendu að ekki sé að- staða í háskólanum og á sjúkra- húsum til þess að kenna fleiri stúdentum til embættisprófs. Ef fleiri væru við nám myndi skapast ófremdarástand vegna þrengsla. Sú kenning er reynd- ar til, en hún þykir stráksleg og órökstudd, að þessi takmörk- un á stúdentatölu í læknisfræði sé ekki síður til komin af leyndum (eða meðvituðum?) viíja læknastéttarinnar til að „loka sig inni“ og takmarka- sem verða má fjölgun í stétt- inni, slíkt getur nefnilega bæði verið stéttarlegt metnaðaratr- iði og fjárhagsatriði fyrir hvern einstakan lækni. Engin félags- fræðileg könnun liggur fyrir uni þessa „kenningu", og er hún því ekki seld dýrari en hún var keypt. Hitt er annað mál að engin fullgild sönnun er fyrir því að ekki megi haga fyrirkomulagi á læknakennslu á annan veg en gert er, þannig að ekki þurfi að grípa til svo strangra reglna um takmörkun á tölu stúdenta í læknadeild sem raun ber vitni. Á því máli hefur engin sérstök úttekt verið gerð, eða reynt að fríska upp á þær forsendur sem liggja að baki núverandi skipulagi lækna- kennslunnar, eða, réttara sagt, skipulagi varðandi menntun heilbrigðisstéttanna, þar sem læknisnám er ekki annað en einn þátturinn, að sjálfsögðu ærið mikilvægur þáttur, ekki skal borið á móti því. „Farandverkamenn" á heilsugæslustöðvum Sannleikurinn er sá að margt mælir gegn þeim hindrunum, sem lagðar eru í veg ungra; námsnranna sem vilja leggja fyrir sig slíkt nám og gera læknisþjónustu að Íífsstarfi. Það sem fyrst og fremst mælir gegn því er sú staðreynd að það er skortur á læknum í landinu. Þótt sagt sé að „nálega öll“ læknisumdæmi séu mönnuð, þá er það eins og hver annar hálf-sannleikur. I fyrsta lagi vantar á að öll læknisumdæmi (eða heilsugæslustöðvar innan þeirra) séu skipuð og í öðru lagi er mönnun heilsugæslu- stöðva oftar en ekki byggð á eins konar „farandverkamönn- um“, læknastúdentum, félitl- um kandidötum í sérfræði- • námi, spítalalæknum úr Reykjavík í sumarfríi, og nefna má dæmi um að læknis- lærðir menn hafi lagt það á sig að þjóna fæðingarbyggð sinni nokkur ár ævi sinnar fyrir ein- skæra ættrækni og átthagaást. Segja sumir að þar sé að finna

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.