NT

Ulloq

NT - 19.10.1985, Qupperneq 11

NT - 19.10.1985, Qupperneq 11
 „Já. Þaö er einmitt ein aðal ástæðan fyrir því, að ég tók að ntér svona verkefni. Enn sem komið er. hef ég þó haft mjög lítinn tíma til að hugsa um það. Það er kannski vegna þess, að ég er að byrja að koma þessu af stað. En ég er með aðstoðarfólk, sem ég verð að geta notað, til þess að ég fái tíma til að semja,“ segir Helgi. Danssmíðin var líka ein af ástæð- unum fyrir því, að San Francisco ballettinn vildi fá Helga í sínar raðir. Hann hefur fengið góða dóma fyrir ballettana sína hér vestra, auk þess, sem mjög fáir leggja stund á ballett- smíði í heiminum. „Að skapa dansa er ein erfiðasta listgrein, sem maður getur hugsað sér,“ segir Helgi. Síðar í vetur mun hann setja sig í stellingar og semja ballett, sem San Francisco flokkurinn mun frumsýna næsta vor. Fastari stefna Ballettmeistarar setja óhjákvæmi- lega svip sinn á flokkana, sem þeir starfa við, og Helgi og SFB verða engin undantekning þar á. En þegar Helgi er spurður um hvað hann vilji, að síðar meir verði sagt um veru hans í San Francisco og áhrif hans á ballettflokkinn þar, skellir hann upp úr, og veit varla hverju skal svara. „Þegar ég tók við flokknum, virtist eins og hann vantaði einhverja stefnu. Hann var kominn meira út í dansa, sem ég get ekki sagt, að séu fyrsta flokks. Það sem ég er að gera núna, er að móta fastari stefnu og byggja meira á klassískri tækni, þannig að dansararnir verði betri. Ég hef meiri áhuga á dönsurunum sjálfum, en áður var. Þannig fær maður meira út úr þeim og þeir leggja sig meira fram. Hvað það snertir er mikill munur eftir aðeins þrjá mánuði. Þá þarf að losna við suma balletta og um leið koma með aðra og betri í staðinn. Og það tekur tíma.“ Helgi gerir miklar kröfur til dansar- anna. „Eg vil það besta,“ segir hann. „Ég vil, að þeir gefi allt, sem þeir eiga.“ - Hvernig hafa dansararnir tekið þessu? „Það kentur af sjálfu sér. Ég er nýr stjórnandi og þeir hafa ekki hugmynd um hvernig ég er. Þeir finna, að ég er kröfuharður, en um leið vita þeir ekki hvort mér líkar við þá sem dansara. Þeir reyna því sitt besta og slá ekki slöku við. Ég lét nokkra dansara fara og það skapar dálitla óvissu. Ég kom einnig með nokkra nýja dánsara, og það skapar líka óvissu fyrir þá, sem voru fyrir. Þessir nýju vilja svo gera sitt besta, af því, að ég réði þá." En skyldu íslendingar einhvern tíma eiga eftir að fá að sjá San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar? „Mér þætti mjög gaman að því, en það þýðir ekki að reyna það nú. Eftir því, sem ég veit best, er alltaf sama vandamálið heima. Það vantar svið,“ segir Helgi. Við verðum að vona, að það svart- nætti vari ekki um aldur og ævi. Kannski breytir nýja Borgarleikhúsið einhverju þar um, nú eða þá fyrirhug- uð tónleikahöll. frá San Francisco sýndi á dögunum. Laugardagur 19. október 1985 11 Bækur og rit; Mikill fróðleikur um íslenskan útsaum ■ Iceland Review hefur gefið út bókina Traditional Icelandic Em- broidery, eftir Elsu E. Guðjónsson, deildarstjóra Textíldeildar Þjóð- minjasafns íslands. Bókin, sem er á ensku, er árangur áratuga langra rannsókna höfundar á því sem varðveist hefur af íslensk- um útsaumsverkum frá fyrri öldum, og er hún því einstakt verk og það yfirgripsmesta sem komið hefur út um þetta efni. í bókinni, sem er prýdd fjölda litmynda, skýringarmynda og teikn- inga, eru lýsingar á fjölmörgunt merkum útsaumsverkum sem varð- veitt eru í Þjóðminjasafninu og í söfnum erlendis. Lýst er efni, munstrum, saumgerðum og litum, og sögð saga verkanna, sé hún kunn. Einnig er sagt frá mörgum hannyrðakonum fyrri alda, sem þekktar eru, og verkum þeirra. Þá er í bókinni úrval íslenskra reita- munstra, fyrir þá lesendur sem sjálf- ir stunda útsaurn. Iceland Review hafði veg og vanda af gerð þessarar bókar, en seldi Bókaklúbbnum Veröld ís- lenska útgáfu hennar (íslenskur út- saumur). Ljósmyndir í bókinni eru teknar af Guðmundi Ingólfssyni, hönnun annáðist Auglýsingastofan hf. í samvinnu við höfundinn. Tradtional Icelandic Embroidery kostar kr 993,75 í bókaverslunum. ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simi: 666103 STornruGL og lcekkum verðið um Næstu daga bjóðum við þennan Ijúf- fenga hátíðarmat á 30% lægra verði og nú ættu allir að geta látið það eftir sér að reyna Pekingönd og í verslunum er hægt að fá uppskriftir færustu meistara um það hvernig á að matreiða Peking- önd. Pekingönd hátíðarmatur á hverdagsverði.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.