NT - 19.10.1985, Page 16

NT - 19.10.1985, Page 16
Velkomin um borð Tónlistarhátíð í M.H. Væntanlegar íslen ■ Ragga Gísla, ein margra sem berst við að koma plötu sinni í jólapakkann þetta árið. ■ liinn almenni borgari er ekki farinn að velta því fyrir sér hvað hann á að hafa í jólapökkunum þetta árið, en framleiðcndur og kaupsýslu- menn eru hinsvegar löngu bún- ir að ákveða hvað kaupendum stendur til boða fvrir þessa hátíð Ijóss og frclsis og tónlist- armenn og útgefendur eru eng- in undantekning þar á. Eins og margoft hefur komið fram er hljómsveitin Grafík tilbúin með plötu, útgefendur hafa margir viljað, en ekki staðið til boða. Heyrst hefur að stúdíó Mjöt gefi plötuna út, en þetta er birt án ábyrgðar. Verslunarskólabandið Costa Nostra sem söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna með hinu gullfallega lagi „Rauða fjöðrin", er nú tilbúin með sína fyrstu breiðskífu og vonandi gengur þcini allt í haginn. Einhverntímann var Sverrir Stormsker að tala um að gefa út tvöfalt albúm fyrir jólin, en það er svo margt sagt. Handknattleikssamband ís- lands ætlar að gefa út eina litla, í fjáröflunarskyni fyrir heims-' meistarakeppnina í Sviss, landsliðið syngur lögin tvö sem eru eftir Jóti Ólafsson og kol- legi hans á Rás tvö, Helgi Már Barðason samdi textana. Eins og fram kom í viðtals- þætti Bryndísar Schram fyrr á þessu ári, var Herbert Guð- mundsson að vinna að nýrri plötu. Herbert hefur ekki setið auðum höndum, það var gert vídeó við eitt lagið og nú er beðið eftir plötunni. Jón Gústafsson hefur verið mikið og lengi með hljómsveit- inni Rikshow í stúdíói Mjöt og platan er víst loksins að koma' út. Að undanförnu hafa þeir Rikshow menn verið að spila á skemmtistöðum í Reykjavík ntiðað við það sem þar hefur heyrst, ntá eiga von á góðu. Dúkkulísurnar hafa skrýðst sínu fegursta, enda verða þær nteð í flóðinu sem er rétt í þann veginn að skella yfir. Skífan ætlar að gefa plötuna út. Eitthvað hefur verið rætt um að hljómsveitin Þetta er bara kraftaverk, skelli sér í stúdíó og komi einni 12 tommu í jólapakkann, en það er víst allt á umræðustigi ennþá. Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon hafa verið að dunda sér við upptökur að undanförnu og taka þau skötu- hjúin væntanlega þátt í slagn- unt í vetur. Frá Akureyri hefur það frést að tvær hljómsveitir séu að hugsa um plötuútgáfu, en væntanlega verður útgáfan lát- in bíða fram yfir áramót. Hljómsveitirnar eru hin geð- uga hljómsveit Skriðjöklar, sem slógu í gegn norðan heiða, eftir að þeir voru sýndir í Skonrokki með hann Nef- tóbaks Aðalstein. Hin hljóm- sveitin þykir einkar athygl- isverð, en hún heitir Art. ■ Einsog fram hefur komið i N 1 ergitarsmllingunnn Fred Frith væntanlegur hingað til lands, ásamt hljómsveit sinni Skeleton Crcw. En þaðervon á fleiri snillingum til landsins, nefnilega bandaríska trontp- etleikaranum Leo Smith. Þessir snillingar eru væntan- legir hingað á sama tírna og troða báðir upp á fjölbragða- rokkhátíðinni „Velkomin um borö", sem nemendafélag Menntaskólans við Hamra- hlíð mun standa að. Skeleton Crew er skipuð þremur fjölbragöamúsikkönt- um, eiginlega þreinur eins manns hljómsveitum, þ\ í þre- menningarnirspila allir á fleiri en citt hljóðfæri í einu og hljóma eins og hcil hl Fred Frith hefur verið kynntur lítillega hér í blaðinu en liann er íslendingum einna kunnastur fyrir samstarf sitt við Brian Eno. Hin tvö í hljómsveitinni eru Tom Cora og Zeenu Perkins. Þau eru ekki eins þekkt í rokkheiminum og Frcd Frith. Þau híilá bæði unnið mikið í sirkus og komið fram sem einsmanns hljómsveitir; en í M.H. munueinsmannshljóm- sveitirnar þrjár spila sainan og undir nafninu Sceleton Crew. Með Leo Smith kemur hljómsveitin Ncw Dalta Akhri. Leo Smith hcfur notið mikillar viröingar um allan gjörbrcyttist tónlist hans. Leo tók sér nýja trú, nii syngur hann um rastafari. eins og Bob sálugi Marley. Nú spilar Leo Smitli fönk- músik, blandaða reggae. rokk. djassi og öllum öðrum tónlistarstefnum sem Leo Smith hefur kynnst á langri ævi. Tcxtar htms fjalla nú orð- ið allir um boöskap rastafaria. Sem sagt. reggaie-jass. krydd- aöur örlitlum rúarboðskap í Menntaskólanum við Hamra- lilíð. Umsjón: Laugardagur 19. október 1985 20 ÞorsteinnG. Gunnarsson # ■ Lokið er nú árvissu hléi í plötuútgáfu á íslandi, flestir útgefendur eru búnir að rétta úr kútnum eftir tapið á sumarútgáf- unni og nú tekur vetrartapið við. En ef að líkum lætur fer þetta á gamla veginn, mjakast áfram af gömlum vana, en það mætti að skaðlausu fella blessaðan söluskattinn af þessum nauðsynjavör- um sem hljómplatan er. Það var sem sagt Steinar hf. sem reið á vaðið nú í haust og sendi frá sér ekki bara eina, heldur þrjár plötur í vikunni sem nú er að líða. Perlur fyrir popparana Fyrst skal telja safnplötuna Perlur, 14 poppperlur ætlaðar ungu fólki með hlutverk. Til skamms tíma var það helsti galli íslenskra safnplatna að farið var að slá í lögin sem á þeim voru, þegar platan loksins kom út. Þetta virðist sem betur fer vera liðin tíð, því sum lög plötunnar sitja þessa dagana á íslenskum vinsælda- listum. Sem dæmi má nefna lögin, Maria Magdalena, Rock Me Amadeus og Knock On Wood. Önnur þykja heldur ekki svo gömul, Power Of Love, I Got You Baby og Unkiss That Kiss. Útgáfumálin hafa líka breyst á síðustu árum. Núna eru lögin oft komin á safnplötu, áður en flytjandinn hefúr gefið það út á breiðskífu. Nú er það hrað- inn sem skiptir máli, ekkert slór. Athyglisverðasta lag plöt- unnar er að sjálfsögðu íslenski bragurinn Tíbrá í fókus, með dúettnum Possibillies. Lagiðer eftir Jón Ölafsson og Stefán Hjörleifsson, en textinn ereftir Svaladrykkjasöngvarann Sverri Stormsker. Við flutning lagsins leituðu Possibillies hjálpar góðrar söngkonu sem er Inga Eydal og hennar hefði að skaðlausu mátt geta á ann- ars ágætu plötuumslaginu. Funkin Marvellous Fyrir fönkfríkin var gefin út safnplatan Funkin Marvellous, safn listamanna sem Steinar hf. gerir út frá Lundúnaborg. Þar skipa þeir öndvegi strák- arnir í Mezzó. Shady okkar er þarna líka og gamli kunninginn Jack Magnet er endurlífgaður á þessari plötu. Chris Cameron á þarna tvö lög og French Impression og Street Beat sitt lagið hvor hljómsveit. Þessi plata er stíluð á útlönd, enda fylgir henni litprentaður landkynningarbæklingur og skemmtilegur spurningaleik- ur, þar sem höfuðborg Islands og hljómsveitin Mezzoforte eru aðalatriðið. Verðlaunin í spurningaleiknum eru diskó- ferð til Reykjavíkur. Gaman væri að vita hvor íslendingum sé leyfileg þátt- taka í leiknum, því þetta vitum við allt. Ef verðlaunin koma í hlut íslendings, þá má bara snúa dæminu við og fara í diskótúr til London, og skella sér á Hippodrome. Áður en sagt verður frá næstu plötu, er rétt að það komi fram að á Funkin Marvel- lous er að finna syrpu fönk- laga, níu mínútna verk sett saman úr sextán lögum. í heild er platan rúmlega 50 mínútur að lengd, gott fyrir þá sem ekki nenna að snúa plötum við í tíma og ótíma. The Saga So Far Sú þriðja og síðasta sem Steinar gaf út í vikunni er safn bestu, eða öllu heldur vin- sælustu laga hljómsveitarinnar Mezzoforte. Nú á að selja útlendingnum Mezzó, og von- andi græðum við einhvern gjaldeyri á þessu, ekki mun af veita. En skemmtilegast væri auðvita ef strákunum tækist það sem alla dreymir um, svona innst inni. Að sjálfsögðu er það nýjasta nýtt frá Mezzó á plötunni, This Is The Night og Chris Cameron syngur Taking Off. Gömlu lög- in eru þarna líka, með Garden Party í broddi fylkingar. En þau gömlu eru mixuð uppá nýtt og þarna er sem sagt nýtt og ferskt Mezzó sánd sem útlendingurinn fellur vonandi fyrir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.