NT - 26.11.1985, Page 2
w Þriðjudagur 26. nóvember 1985 2
L lU Fréttir
Góður gestur
Á vegum íslenska dansf lokksins
■ Á miðvikudag frumsýnir ís-
lenski dansflokkurinn ballett-
sýningu sem stjórnað er af hin-
um heimsfræga dansara Chinko
Rafique sem jafnframt dansar á
sýningunni. Því miður eru að-
eins fyrirhugaðar þrjár sýningar
á þessari uppfærslu en á efnis-
skrá eru atriði úr klassískum
ballettum auk ballettsins Paquita
sem ekki hefur veriö sýndur
áður hér á landi.
Dagskráin hefst með frum-
flutningi á dansi sem Rafique
hefur samið við brot úr Silunga-
kvintett Schuberts en síðan
kemur Pas de Deux úr La
Sylphide eftir Filippo Taglioni
við tónlist eftir Schneitzeffer og
síðan ýmsir ballettar eftir Ivan-
ov, Petipa ogMaziliervið tónlist
Tchaikovsky, Minkus og
Adolphe Adam.
Dansarar á sýningunni auk
Cltinko Rafique eru Ásdís
Magnúsdóttir, Ásta Henriks-
dóttir, Birgitte Heide, Guð-
munda Jóhannesdóttir, Guðrún
Pálsdóttir, Helena Jóhannsdótt-
ir, Ingibjörg Pálsdóttir, Katrín
Hall, Lára Stefánsdóttir, Lilja
ívarsdóttir, Ólafía Bjarnleifs-
dóttir, Sigrún Guðmunsdóttir,
Soffía Marteinsdóttir, Einar
Sveinn Þórðarson og Örn
Guðmundsson.
Chinko Rafique sem fæddur
er á Indlandi stundaði nánr í
Stanislavski-leikhúsinu í
Moskvu auk þess sem hann var
samtíma þeim Nönnu Ólafs-
dóttur og Baryshnikov í skóla
Kirov ballettsins í Lcningrad
undir stjórn Alexanders
Pushkins.
Rafique var um þriggja ára
skeið sólódansari við Konung-
lega ballettinn í Covent Garden
í Lundúnum auk þess sem hann
er nú fastráðinn sólódansari við
Stokkhólmsóperuna og aðal-
dansari óperunnar í Zurich.
Síðastliðin 10 ár hefur hann
ferðast um heiminn og dansað
ýmiss stjörnuhlutverk við frá-
bærar undirtektir og góða
dóma.
Það er óhætt að fullyrða að
mikill fengur er að komu
Chinko Rafique hingað til lands
þó svo að sýningarnar verði því
miður ekki margar.
Leiðrétting
■ Þau leiðu mistök urðu í
laugardagsblaði NT í grein um
Jón Kjartansson að sagt var að
hann Itefði látist í Reykjavík
en hið rétta er að hann lést á
hcimili sonar síns í Hantborg.
Þá var sagt að hann hefði
látið af störfum scm forstjóri
ÁTVR árið 1984 en hið rétta
er að hann gengdi þeim störf-
unt til dauðadags.
Hlutaðeigandi aðilar cru
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
Eftirlifandi kona Jóns er
Þórný Þuríður Tómasdóttir og
eignuðust þau fjögur börn.
Banaslys í
umferðinni
■ Tuttugu og eins árs gamall
maður lést í umferðarslysi sem
varð á Reykjanesbraut aðfara-
nótt mánudags. Sautján ára
gamall ökumaður ók Benz bif-
reið suður Reykjanesbrautina.
Rétt norðan við Fögruvík, í
grennd við Kúagerði, missti
ökumaður stjórn á bifreiðinni,
og fór hún fram af sjö til átta
metra háum kanti og rakst á
klett talsvert frá veginum. Þegar
sjúkrabifreið kom á slysstað var
farþeginn látinn. Hálka var og
svört þoka, þegar slysið varð.
Ökumaður var fluttur á slysa-
deild, en meiðsli hans munu
ekki vera alvarleg. Maðurinn
sem lést hét Steinar Skúlason til
heimilis að Kúrlandi 18 í
Reykjavík.
■ Frá slysstað. Gins og mynd-
in ber með sér, er mjög hátt fall
fram af veginum, og niður, þar
sem bíliinn hafnaði. Efst á
myndinni sést sjúkrabfll sem
staðsettur er á Reykjanesbraut-
Ínni. NT-mynd: Sverrir
■ Rafíque stjórnar ballett í Þjóðleikhúsinu sem aðeins verður
sýndur í þrjú skipti.
DlUH’AU
Kaldhæðni
krossgötunnar
Er aðalfundur Hafskips var
haldinn í febrúar á jjessu ári
voru hluthafar fengnir til að
draga upp ávísanaheftin og
skrifa út um 80 milljónir króna.
Það var ekki síst hin fræga
skýrsla Á krossgötum sem
virkaði svo örvandi á fjármála-
jöfrana og jafnvel hafa banka-
stjórar látið hrífast.
í skýrslu þessari segir m.a.:
„Kappkostað hefur verið að
reka félagið fyrir opnum
tjöldum, jafnt í meðlæti sem
mótlæti". Kaldhæðni eða íron-
ía er gamalkunnugt fyrirbrigði
í heimsbókmenntunum. Það
er ekki til sá maður á íslandi
sem lætur sér detta til hugar að
skýrsluhöfundur fari svo vísvit-
andi með ósatt mál að kalla
svart fyrir hvítt. Það er því
miklu nærtækara að ætla að
einhver nákunnugur bók-
menntunum hafi átt hlut að
máli. Einhver sem gerði kröfur
til lesenda og atlaðist til að
fullkominn skilringur kitlaði
hláturtaugarnar. Það var
óheppilegt þetta með milljón-
irnar, en bókmenntalegt inn-
sæi kostar. Hvers virði er kúlt-
úrlaus aðalfundur?
Hlegið dátt
Á krossgötum var enginn
ómerkilegur einblöðungur.
Nei, ekki aldeilis. Skýrslan var
myndarleg eins og bókmennta-
verk eru yfirleitt og þar er af
nógu að taka. Eins og fyrra
dæmi sýnir bregst höfundi ekki
bogalistin í kaldhæðnislegum
gullkornum sínum. Veraldar-
vanir og víðlesnir hafa líklega
einhverjir verið á aðalfundin-
um, þá emjandi og tárfellandi
af óstöðvandi hlátri. Það er
engan veginn sanngjarnt að
einungis milljónerar njóti
spaugilegra skrifa krossgötu-
höfundar. NT-lesendum skal
einnig skemmt og því fylgir
hér önnur stutt málsgrein:
„Sagt hefur verið að of hratt
hafi verið farið í erlendu upp-
bygginguna - það valdi nú m .a.
erfiðleikum félagsins. Alröng
fullyrðing og minni ég reyndar
á ómálefnalega gagnrýni, sem
félagið varð fyrir þegar fyrstu
skrifstofur þess erlendis voru
opnaðar. Var þá talað um
gönuflan, mont og sýndar-
mennsku og spáð hrakförum.
Þessi uppbygging er nú grund-
völlur stærstu tekjuöflunar fé-
lagsins í dag“.
Niðurskurður
Yfirlögregluþjónn í Hafnar-
firði yar beðinn að velja úr
umsóknum afleysingamanna
í sumar, og um leið ákveða
hversu marga menn þyrfti til
afleysinganna. Yfirlögreglu-
þjónninn valdi sex manns, og
taldi það duga. Listinn var
sendur dómsmálaráðuneyti,
°g fékk þar sína vanalegu
meðferð. En þegar listinn kom
til baka, voru afleysinga-
mennirnir orðnir átta talsins.
Listanum fylgdi dagskipunin
að auka skyldi niðurskurð hjá
embættinu!