NT


NT - 26.11.1985, Side 5

NT - 26.11.1985, Side 5
Þriðjudagur 26. nóvember 1985 5 Dagsbrún ræðir við Sambandið: Gamli sveita- síminn er Harmar að slitnaði upp úr viðræðum við Hafskip Ólíklegt að samræður verði aftur hafnar við Hafskipsmenn segir Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins ■ Valur Arnþórsson, stjórn- arformaöur Sambandsins, sagði NT í gær, að Sambandið væri reiðubúið að ræða við Dagsbrún um Hafskipsmálið, en stjórn Dagsbrúnar hefur farið fram á slíkar viðræður. Valur bjóst við að viðræðu- nefnd skipuð stjórnarmönnum Sambandsins, myndi ræða við stjórn Dagsbrúnar, en hann kvaðst ekkert geta sagt um hvort þessi málaleitan yrði til þess að viðræður við íslenska skipafélagið yrðu teknar upp aftur. Bjóst hann síður við því. í ályktun frá stjórn Dagsbrún- ar segir, að það hafi valdið vonbrigðum hjá félaginu þegar ljóst var að Sambandið væri ekki reiðubúið að ganga til liðs við íslenska skipafélagið um stofnun nýs sameiginlegs skipa- félags. Stjórn Sambandsins ákvað á laugardag að hætta slíkum við- ræðum en samkvæmt heimild- um NT munu sex stjórnarmenn hafa viljað hætta viðræðunum en fimm viljað halda þeim áfram. Valur sagði að menn hefðu talið að málið bæri of brátt að og menn væru ekki í stakk búnir að taka svona þýðingarmikla deild út úr Sambandinu með svo stutt- um fyrirvara, en tillagan sem til umræðu var, gekk út á það að stofnað yrði sérstakt hlutafélag um skiparekstur Sambandsins með aðild félaga utan og innan hreyfingarinnar til samstarfs með meirihluta Sambandsins. Það að tillagan náði ekki fram að ganga feiur í sér að enginn grundvöllur er fyrir áframhald- andi viðræðum við Útvegsbank- ann og íslenska skipafélagið. Valur sagði að tilfinningamál hefðu blandast inn í þessar við- ræður en stjórn Sambandsins hefði metið málið í heild sinni og út frá þeirn rökum sem fyrir lágu. Sagði hann að stjórnin felldi ekki neinn dóm á menn í þjóðfélaginu og sorteraði þá út sem væru viðræðuhæfir og hverjirekki. Sagði Valur að það hefði aldrei staðið til að flækja Sambandið á neinn hátt inn í hugsanlegt gjaldþrotamál Haf- skips og að það hefði aldrei tekið neina ábyrgð á skuldum Hafskips. Það kom mjög til álita fyrir tveim árum, þegar höfuðskipu- lagi Sambandsins var breytt, að stofna sérstakt skipafélag um skipareksturinn og bjóst Valur við að þetta mál yrði aftur tekið fyrir á næsta aðalfundi SÍS, en þá á að ræða Samvjnnuhreyf- ingu framtíðarinnar og verða skipulagsmálin ofarlega á baugi þá. orðinn Frá Magnúsi Magmissyni rrétlaritara NT í Borgaifirói: ■ Nú fer ört fækkandi þeirn sveitum sern enn þurfa að búa við handvirk- an síma. Hér í Borgarfirði eru það Hálsasveit, Hvít- ársíða auk Lundarreykja- dals. Póstur og sími vann að því í sumar sem leið, að leggja í jörð símastrengi heim að bæjum og nú á aðeins eftir að tengja inn á heimilin. Ástand gamla símans er misjafnt en þó er það talið verst í Hálsasveit, enda segja símstöðvarstúlkur að sú lína sé ein hin versta á landinu. lélegur íbúar í Hálsasveit segja að það sé háð tilviljunum hvort náist á milli bæja og ef næst samband á annað borð, þá ntegi búast við að það slitni þá og þegar, fyrir utan það að orðaskil séu ill-greinanleg. Þurfa Hálssveitingar því oft að leggja á sig aukakostnað við að komast í sjálfvirkan síma, t.d. í Reykholt. Finnst mörgum notendum símanna í fyrrgreindum sveitum að Pöstur og sími mætti gjarnan hraða verk- uni sínum við tengingu sjálfvirka símans hér í uppsveitum Borgarfjarð- ar. Innbrot í Garðabæ: Nakið par staðið að verki ■ Ölvað par var staðið að verki á innbrotsstaö í Garðabæ um helgina. Parið var nakið þegar komið var að þeini. Lög- regla í Hafnarfirði fékk tilkynn- ingu um innbrot frá aðvörunar- kerfinu í heita pottinum í sund- laug Garðabæjar. Þcgar komið var á staðinn fannst pariö heldur lúpulegt í hnipri í skugga-skoti við sundlaugina. Þau voru að konia af skcmmtistaö, þegar þeim datt í hug að fá sér sundsprett í lauginni, aðfara- nótt sunnudags, þegar klukkan var langt gengin í sex. Stúlkan sem fór í laugina gekk á aðvör- unargeisla sern er viö heita pottinn, og setti þar mcð að- vörunarkerfið í gang. Málið er í rannsókn. Handtökurá Hótel Esju ■ Fjórmenningar voru hand- tcknir í anddyri Hótel Esju um helgina, þar sem grunur leikur á að ávísun sem þeir ætluðu að greiða með hótelkostnað, væri fölsuð. Fjórmcnningarnir voru undir áhrifum áfengis, þegar þeir framvísuðu ávísuninni. Ekki er vitað hversu háa upp- hæð er um að ræða, en þaö kostar sitt að dveljast á hótel- herbergi, og það sem fylgir því er heldur ekki gefið. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarlög- reglu og er verið að kanna áreiðanleika ávísunarinnar. Hálka í Breiðholti: Bjalla valt ■ Volkswagen bifreið valt í Jaðarseli aðfaranótt mánudags- ins. Stúlka, sem var ein í bílnum, slapp með óveruleg meiðsli eftir veltuna. Talið er að sökum hálku hafi ökumaður misst vald á bifreiðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Bíllinn skemmdist talsvert. Á áttunda þúsund manns hafa skoðað afmælissýninguna „Meistari Kjarval 100 ára“ í Háholti í Hafnarfirði en þar sýnir Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, rúmlega 150 Kjarvalsmálverk úr einkasafni sínu. Á dögunum heimsóttu börn úr Öldutúnsskóla í Hafnarfírði sýninguna og hér niá sjá þau yngstu skoða þennan undraheim málverkanna sem rann úr pensli meistarans. Afmælissýningunní lýkur um næstu mánaðamót. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og aðgangur er ókeypis. Flugleiðamótið í skák: Búnaðarbankinn vann örugglega ■ Búnaðarbankinn vann Flugleiðamótið í skák sem haldið var um helgina. Búnaðarbank- inn fékk 63V^ en sveit Ríkisspítala var t' 2. sæti með 59 vinninga. Sveit Flugleiða varð í 3. sæti með 55V5 vinning en hún afsalaði sér verðlaunun- um til sveitarTaflfélags Akureyrar sem varð í 4. sæti með^ó'Ávinning.Alls tóku 24 sveitir þátt í mót- inu. Besta árangri á 1. borði náði Jóhann Hjart- arson eða 2VA vinning af 23. Margeir Pétursson náði fullu húsi á 2. borði, 23 vinningum og á 3. borði náði Davíð Ólafs- son bestum árangri, 22Vi vinning. Sveit Búnaðarbankans skipuðu Jóhann Hjartar- son, Margeir Pétursson og Bragi Kristjánsson. Sveit Ríkisspítalanna skipuðu Róbert Harðar- son, Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafsson. Sveit Flugleiða skipuðu Karl Þorsteins, Elvar Guð- ntundsson og Björn Theó- dórsson og sveit T.A. skipuðu Guðmundur Gíslason, Arinbjörn Gunnarsson og Ásgeir Överby. Mosfellssveit: Deilt um hreppamörk og vatnsveitumál - almennur borgarafundur í kvöld ■ Deilur hafa komið upp í Mosfellssveit vegna væntan- legra kaupa Reykjavíkurborgar á landi í suðurhlíðum Úlfars- fells. Þær jarðir sem hér um ræðir eru Úlfarsá, Úlfarsfell, Fellsmúli og Óskot. Allar þessar jarðir, nema Úlf- arsá eru í eign einkaaðila, en ríkið í Úlfarsá. Reykjavík hefur sýnt þessu landi talsverðan áhuga fyrir framtíðaráætlanir um þróun byggðar í borginni. Mosfellshreppur á hins vegar forkaupsrétt að jörðunum, en hefur ákveðið að nýta sér hann ekki. f viðræðum milli borgar- innar og Mosfellshrepps hefur komið fram að eignist Reykja- vík landið muni Vatnsveita Reykjavíkur sjá um vatnslögn upp að hreppamörkum og þar með leysist vatnsveituvandamál sem Mosfellingar hafa átt við að stríða á tiltölulega ódýran hátt. Gert er ráð fyrir, að ef þetta þróist á þennan veg, muni hreppamörkum verða breytt og suðurhlfðar Úlfarsfells falla undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Undirskriftarlisti gekk rneðal Mosfellinga í gær þar sem þess- um áformum um skerðingu á lögsagnarumdæmi hreppsins er mótmælt og bent á að aðrar leiðir séu færar til að leysa vatnsveitumál hreppsins. Óskað er eftir almennum hreppsfundi um vatnsveitumálin í undir- skriftariistanum og sagt að um leið og góð samvinna við nágr- anna sveitarfélögin sé æskileg þurfi Mosfellshreppur að koma fram með fullri reisn sem full- valda sveitarfélag. Magnús Sigsteinsson oddviti sagðist í samtali við NT í gær- kvöld ekki hafa séð þennan undirskriftarlistar, en engu að síður hafi hreppsnefndin haft frumkvæði að því að boða til almenns hreppsfundar um málið, þar sem ljóst væri að misskilningur væri útbreiddur í sveitinni. Hann sagði hreppinn ekkert bolmagn hafa til að neyta forkaupsréttarins á þessu landi og að Reykjavík myndi kaupa landið hvort sem vatnsveitumál- in væru inni í myndinni eða ekki.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.